Vikan - 25.09.1941, Síða 3
3
VIKAN, nr. 39, 1941 *
„Eigi skal höggva"
¥00 CúiGl ciáj/WLhAjCej^JU)L SkOJÚlGl StOJLhújUbSOJAjDÚL
I eftirfarandi grein er einkum stuðst við hina merku bók
„Snorri Sturluson“ eftir Sigurð prófessor Nordal.
r
umbrotatímum gerast oft óvænt og
ill tíðindi og svo var nóttina milli
22. og 23. september 1241. Þá var
veginn einn glæsilegasti maður, sem um
getur í sögu þjóðar vorrar — ættstór höfð-
ingi og skáld og afburða mikill fræðimaður.
Snorri Sturluson var fæddur 1179 í
Hvammi í Dölum. Ekki átti hann ætt að
rekja til neinna smámenna, því
að Sturla Þórðarson, faðir hans,
var kominn af Snorra goða, en
Guðný, móðir Snorra Sturluson-
ar, var dóttir Böðvars Þórðar-
sonar, sem í beinan karllegg var
kominn af Agli Skallagrímssyni.
Snorri ólst ekki upp með for-
eldrum sínum, heldur í Odda hjá
Jóni Loftssyni. Tildrög þess voru
þau, er nú skal greina:
„Á efri árum sínum veitti
Sturla hð Böðvari tengdaföður
sínum í erfðamálum hans við Pál
prest Sölvason í Reykjaholti.
Mun Sturlu hafa verið mjög um
kennt, hversu kappsamlega Böðv-
ar sótti málin. Þorbjörg kona
Páls prests var grimmúðug í
skapi og á sáttafundi, sem hald-
inn var í Reykjaholti, veitti hún
Sturlu tilræði með knífi og stefndi
í augað, og mælti þetta: „Hví
skal ég eigi gera þig þeim líkast-
an, er þú vilt líkastur vera,“ en
það var Óðinn .. . En hún var
tekin, og kom lagið í kinnina og
var það svöðusár. Páll prestur
seldi Sturlu sjálfdæmi fyrir
áverkann, og gerði Sturla sér 200
(240) hundraða í sárabætur.
Þótti slíkur ójöfnuður svo úr
hófi keyra, að líklegt er, að upp-
haf hefði orðið nýrra og illra
málaferla, ef Jón Loftsson í Odda
hefði ekki skorizt í leikinn á al-
þingi 1181. Ógnaði hann Sturlu
til þess að leggja málið á sitt
vald, og gerði hæfilegar bætur
30 hundraða. En til þess að
mýkja hug Sturlu bauð Jón hon-
um barnfóstur, og bauð heim
Snorra syni hans og honum sjálf-
um til kirkjudags í Odda. Fylgdi
Sturla suður sveininum og þá
síðan virðulegar gjafir af Jóni.
Tveim árum síðar andaðist
Sturla, en Snorri ólst upp í
Odda.“
Dvöl Snorra Sturlusonar í
Odda, hinu mikla menntasetri, varð af-
drifarík fyrir hann og um leið íslenzka
menningu. En þegar hann var kominn á
þann aldur, að mál var að leita honum
staðfestu, hafði hann hvorki fé né manna-
forráð. Guðný, móðir hans, hafði eytt því,
er hann átti að fá i arf eftir föður sinn,
„en Sighvatur bróðir hans fór með Snorr-
ungagoðorð. En þeir Sæmundur fóstbróðir
hans og Þórður bróðir hans neyttu þess,
að Snorri var stórættaður og vænn til
höfðingja, en átti auk þess mikillar styrkt-
ar von af Oddaverjum og bræðrum sínum,
og báðu til handa honum Herdísar Bersa-
dóttur á Borg. Bersi prestur faðir hennar,
er kallaður var inn auðgi, átti átta hundr-
uð hundraða, og auk þess vafalaust goð-
orð þeirra Mýramanna." Brúðkaup þeirra
Herdísar var haldið í Hvammi sumarið
1199. Um veturinn voru þau í Odda. Árið
1201 andaðist Bersi prestur og fékk Snorri
allan arf eftir hann og fluttist að Borg.
Þar bjó hann í fimm ár, því að talið er,
að hann hafi flutzt árið 1206 að Reykholti.
Skildu þau Herdís þá samvistir, því að
hún varð eftir á Borg. Hann átti með henni
tvö börn, sem komust til fullorðinsára.
Auk þess átti hann börn við fleiri konum.
Snorri auðgaðist mjög í Reyk-
holti. Áður hafði Þórður móður-
bróðir hans í Görðum gefið hon-
um hálft Lundarmannagoðorð.
Reykhyltingagoðorð fylgdi með
staðnum og síðan var honum gef-
ið hálft Ávellingagoðorð í Húna-
þingi. Og meðan Arnór Tumason
var erlendis fór Snorri með ríki
hans í Skagafirði. Hafði þá eng-
inn einn höfðingi á landi hér meiri
mannaforráð en Snorri og var
hann þó ekki nema rúmlega þrí-
tugur að aldri.
Lögsögumaður var Snorri árin
1215—18 og 1222—31. Hann var
og orðinn kunnur fyrir skáldskap,
utan lands og innan, og naut því
mikillar virðingar.
Sumarið 1218 fór Snorri utan
og var um veturinn með Hákoni
konungi og Skúla jarli. Var hann
þar vel virtur og gerðu þeir hann
að skutilsveini sínum.
Fjandskapur mikill hafði orðið
með Oddaverjum og Björgynjar
kaupmönnum, sem leiddi til þess,
að Norðmenn ráðgerðu a,ð herja
til íslands sumarið 1220, en þá
um vorið ætlaði Snorri heim.
Reyndi hann að miðla málum og
kvað hyggilegra að skapa fyrst
kaupmönnum frið á Islandi og ná
yfirráðum yfir landinu á vinsam-
legan hátt, en eigi með hernaði,
og hét sínu fylgi og bræðra sinna
í því máli. Varð ekkert af her-
ferðinni og varð nú vegur Snorra
enn meiri. „Þeir Hákon og Skúli
gerðu hann lendan mann sinn, en
jarl gaf honum skipið, það er
hann fór á, og 15 stórgjafir."
Litlar tilraunir gerði Snorri til að
koma landinu undir Noregskon-
ung. En engar þakkir fékk hann
á Islandi fyrir afskipti sín af mál-
um kaupmanna, þótt hann hafi
talið sig þar vinna þarft verk.
Um þessar mundir gifti Snorri
dætur sínar og ætlaði með því að
Skömmu fyrir styrjöldina, sem nú stendur yfir, geng-ust nokkrir Norð-
menn fyrir því, að stofnuð yrði Snorranefnd í Noregi. Átti hún að sjá
um að reist yrðu tvö minnismerki af Snorra Sturlusyni, annað í
Heykholti, en hitt í Noregi. Framkvæmdunum miðaði vel áfram, en
síðan stríðið skall á, hefir ekki verið hægt að aðhafast neitt í málinu.
Myndin hér að ofan sýnir minnismerki Vigelands, frægasta mynd-
höggvara Norðmanna, af Snorra Sturlusyni. Snorranefndin, sem skipuð
var hér, hefir ákveðið minnismerkinu stað í skrúðgarði, sem á að
gera i Reykholti.