Vikan


Vikan - 25.09.1941, Side 10

Vikan - 25.09.1941, Side 10
10 VIKAN, nr. 39, 1941 imi ■ MIIIOtMaUlillUIIIMimilMllltlllMlrKMIMIIMIIMtM**. Heimilið Matseðillinn. Tómatsúpa. 250 gr. hrísgrjón. 1% 1. vatn. 1% kg. tómatar. 2 1. kjötsoð. 1 laukur. Krydd. Hrísgrjónin eru þvegin og skoluð í sjóðandi vatni og soðin í iya 1. vatns. Tómatarnir eru skomir í sundur og soðnir ásamt lauknum og kryddinu í 2 1. af kjötsoði. Þegar tómatarnir eru orðnir vel soðnir, er blandað sam- an úr báðum pottunum og síað í gegn um fínt sáld. Súpunni er hellt í pott og suðan látin koma upp og þynnt með kjötsoði, þangað til hún er hæfilega þykk. Litlar kjötbollur eru hafðar í súpunni. Kálfskjöts-„frikassé“. 2% kg. kálfskjöt. 60 gr. smjör. 40 gr. hveiti. Vatn. Salt. Kjötið er höggvið í sundur og látið í sjóðandi saltvatn. Soðið, þangað til það er meyrt, í um það bil tvær klukkustundir. Soðið er síað og kjöt- ið skorið í hæfilega stór stykki. — Smjörið er brætt, hveitinu bætt út í og þynnt með % 1. af kjötsoðinu. Síðan er það látið sjóða í fimm min- útur. Þá er kjötinu bætt út í sósuna og suðan látin koma upp aftur. Að lokum er pétursselju og soðnu græn- meti bætt út í. Súkkulaðibúðingur. 375 gr. súkkulaði. 20 gr. mat- arlím. % 1. mjólk, % 1. rjómi. y2 teskeið vanilja. Súkkulaðið, mjólkin og helmingur- inn af matarlíminu er soðið saman. Rjóminn er þeyttur, vaniljunni og því, sem eftir var af matarlíminu og leyst var upp í % dl. af vatni, er bætt út í. Síðan er öllu hellt í mót og látið stífna. Þegar búðingurinn er orðinn vel hlaupinn, er honum hvolft á fat. Uppskriftin nægir handa 10—12 manns. » Ungur sjúkiingur. Gail Grochowski er tveggja mán- aða gömul. Hún var skorin upp á St. Vineent sjúkrahúsinu i Woreest- er í Bandaríkjunum. Á myndinní sézt hún ásamt Florence McRealy hjúkr- unarkonu, sem er vongóð um, að litla stúlkan ætli að lifa uppskurðinn af. Húsráð. gleymið ekki að hafa með yður sápu. Það er óþægilegt að hafa ekki sápu, þegar maður er orðinn óhreinn á höndunum við ýmisleg útilegustörf. Meðferð ungbarna. Hönmdskiiliar á ungbömum eru mjög tíðir og margvislegir. — Hörund nýfæddra bama er mjög fíngert og viðkvæmt, og má þvi varla við neinu; það getur meira að segja skaddast af munn- vatni barnsins, hvað þá heldur þvagi þess og saur. Þá vill það og þráfalt koma fyrir, að mjólk gúlpast út úr munni bamsins, út á vanga, ofan á höku og háls, súmar þar og ertir fingert hömndið, og enn geta tíðir þvottar úr of heitu eða of köldu vatni valdið skemmdum, ekki sízt ef höfð er óvönduð sápa. Holdugum börnum hættir við að svitna mikið, en mikill og tíður sviti veikir hömndið; á mörgum bömum verður hörundið oft þurrt, í sér og því spmnguhætt. Þá er og mörgum innvortis kvillum svo háttað, einkum ýmsum maga- og meltingarsjúkdómum, að áhrif þeirra koma fram á hömndinu á ýmsan hátt. Áður og fyrr meir var öllum slíkum hömndskvillum ruglað sam- an, og allt kallað afrifur eða húðleysi. Og — úr því þetta vom ekki nema afrifur, þá var öllu óhætt, því að afrifur höfðu öll böm. En það er ekki rétt, að láta sér standa á sama um slíkt. Því er nú kennd hirðing ung- bama, að ætlast er til, að unnt verði að forða þeim frá slíkum kvillum ef kostur er. Er þess þá fyrst að gæta, að halda bamskroppnum vel hrein- um, með þvottum eða böðum. — Sé hömnd bamsins mjög viðkvæmt eða eitthvað sérstaklega fíngert og rauð- leitt, þá er ráð að láta úrsælding í þvotta- eða lauga-vatnið (yz—1 kgr. af hveitiúrsælding er soðið í % kl.st. í 5 lítrum af vatni, og svo síað út í laugina; sé baminu þvegið úr skál, er haft að því skapi minna af þessu, sem vatnið í skálinni er minna að vöxtunum en laugavatnið). Skorpur i hárssverðinum em bleyttar í soðnu vatni, volgu, með örlitlu af sóda sam- an við, sem svarar V100 á móts við vatnið (1 partur af sóda í 100 parta af vatni) og svo em lausu skorpum- ar þurrkaðar af með grisjupjötlum, vættum í hreinni bómolíu. Húðfell- ingar (í lærkrikum og víðar) vilja oft verða sárar og sviðamiklar og jafnvel skinnlausar og vætlar stund- um úr. Við þessu er höfð svokölluð Pétursmold eða bamamold (algeng norðanlands) eða eitthvert barnaduft (talkum eða þvíl.), en ekki hveiti eða kartöflumjöl, því að það vill súma og gerir því illt verra. Þegar búið er að strá duftinu á, er látinn renningur af grisju niður i húðfell- inguna, svo að barmamir leggist ekki saman. Ef ekki lagast við þessar til- raunir eftir nokkra daga, væri rétt að leita læknisráða, því að eitthvað gæti verið að annað, sem athuga þyrfti, og orsök væri eða undirrót hörandskvillans; væri þá afar nauð- synlegt, að móðirin skýrði lækni ná- kvæmlega frá matarhæfi bamsins og meltingu (hægðum), því að vel gæti verið, að þar væri að leita orsak- anna til þessa leiða kvilla. Krampaköst koma ekki sjaldan fyrir á ung- bömum, jafnvel allt fram á 3. ald- ursár. Oftast koma slik krampaköst allt í einu, svo að segja fyrirvara- laust, og bamið getur verið al-frískt að sjá og í beztu framför. Hitt er þó tíðara, að athugul móðir hefir veitt þvi eftirtekt, að bamið hefir verið eitthvað órólegt um tíma, einhver ókyrrð og óværð á því eða önugleiki í skapi. Krampakastið sjálft getur oft verið aðfaralítið: barnið starir einkennilega, fær kannske kippi eða drætti í munnvikin, deplar augunum eða ranghvolfir þeim, og verður eins og utan við sig allra snöggvast, en nær sér strax aftur og verður allt eins og það á að sér. Áftur er þetta stundum á allt annan veg: barnið er kannske að hljóða, en höfuðið kerrist þá allt í einu aftur á við, barnið föln- ar upp eða blánar í framan, stendur á öndinni, og fær kippi í andlit og axlir; svo heyrast eitt eða tvö and- artök með sogi, og svo er allt i einu sem ekkert hafi í skorizt, bamið verður á svipstundu eins og það á að sér að vera. Svona krampaköst em kölluð væg, og em það í sjálfu sér; þó em til krampaköst, sem haga sér á svipaðan hátt, en standa lengur yfir og eru nokkru ákafari, en á mismunandi stigi, allt upp í stór krampaflog; allur kroppurinn í ein- um stokk, stífur eins og trédmmbur, eða með sterkum rykkjum frá hæl að lmakka og bamið meðvitundar- laust langalengi. — Meðan á krampa- flogunum stendur, þarf engra sér- stakra aðgerða; bamið er lagt í rúm og þess gætt að það komist ekki við; sé það klætt, þegar krampinn tekur það, skal losa fötin, einkum um háls- mál og mitti; gott er að sem hljóð- ast sé í kringum bamið og ekki bjart, en þó gott loft í ríkum mæli. -— En ef slíkum krampaköstum fylgir hitasótt (um 39° C. og þar yfir), þá skal baða eða lauga barnið í volgu vatni (34° C.) í 10 mínútur, þurrka kroppinn í snatri og vefja hann í volg ullarteppi, og láta vera svo 1 klukkustund, en kaldan vatnsklút á höfuðið á meðan og skipta oft um. Rétt er að læknir skoði bamið, þegar þess er kostur, til þess að komast að því hvað valda muni krampanum og koma í veg fyrir hann í framtíðinni, ef hægt er. — Ginklofi, hinn háska- legi stífkrampi á nýfæddum bömum, kemur nú orðið varla fyrir, sem bet- ur fer, og er það að þakka auknu hreinlæti og betri meðferð á nafla- stúfnum. Það þykir fullsannað, að ginklofasýkillinn, sem lifir í moldu, berist inn í naflasárið. — Byrjunar- einkennin em þau, að barnið getur ekki opnað munninn og því hvorki tekið brjóstið né pelann; andlitið verður einkennilegt, eins og storkið eða steinmnnið (andlitsvöðvamir í krampa). Síðar breiðast krampamir út til allra vöðva líkamans. Annars þýðir varla að lýsa sjúkdómnum nán- ar; aðalatriðið er að vita, að senda ber eftir lækni tafarlaust, þegar fyrst ber á munnkrampanum, og láta hann vita hvað að er, svo að hann geti haft með sér það sem þarf (stif- krampablóðvatn til innspýtingar). Það er einasta lífsvonin, að innspýt- ing takist snemma.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.