Vikan - 25.09.1941, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 39, 1941
11
Dularfullur atburður
Framhaldssaga eítir AQATHA CHRISTIE.
Poirot er fræg persóna í skáldsögnm Agatha Christie. Hann er leynilögreglumaSur — hliðstæður Sherlock
Holmes i sögum Conan Doyle’s — sem sezt hefir að í London og getið sér mikinn orstír fyrir uppljóstranir.
Það lá við að mig svimaði. Þess vegna var
Martha Daubreuil svona hrædd. Jack Renauld
hafði verið í Merlinville nóttina, sem morðið var
framið! En hvers vegna hafði hann ekki sagt
frá því ? Hann hafði látið okkur standa í þeirri
meiningu, að hann hafi verið í Cherbourg. I>egar
ég hugsaði um bamslegt andlit hans og frjáls-
lega framkomu, þá átti ég erfitt með að ímynda
mér, að hann væri neitt við glæpinn riðinn. Og
þó — hvers vegna þagði hann um svona mikil-
vægt atriði? En það var áreiðanlegt, að Martha
hafði alltaf vitað það. Þess vegna var hún svona
hrædd og þess vegna hafði hún spurt Poirot með
svona miklum áhuga, hvort nokkur væri grun-
aður.
Ég var ónáðaður í hugsunum mínum við það,
að lestin kom og augnabliki síðar þrýsti ég hendi
Poirots. Litli maðurinn ljómaði. Hann lét sér
ekki nægja að þrýsta hönd mína, heldur faðmaði
mig á miðjum brautarpallinum, þrátt fyrir að
hann vissi, hvað við Englendingar erum hlé-
drægir.
„Kæri vinur, gæfan hefir verið með mér —
ég hefi verið mjög heppinn!"
,,Er það satt? Það gleður mig. En hafið þér
fengið siðustu fréttir héðan?“
„Hvemig hefði ég átt að frétta nokkuð? Það
hefir þá eitthvað skeð? Hefir Giraud látið taka
einhvem fastan? Eða em þeir kannske margir,
sem hann hefir ákært? En ég skal koma honum
til að góna eins og afglapa! En hvert ætlið þér
með mig, vinur minn ? Eigum við ekki að fara
á gistihúsið? Það er nauðsynlegt fyrir mig að
kemba yfirvaraskeggið mitt — það er orðið
hörmulega útlítandi af hitanum í lestinni. Og það'
er sjálfsagt ryk á fötunum mínum. Og bindið verð
ég að hnýta aftur.“
Ég stöðvaði hann fljótlega.
„Kæri Poirot, verið þér ekki að hugsa um slíka
smámuni. Við verðum að flýta okkur upp til Villa
Geneviéve. Það hefir verið framið annað morð!“
Ég hefi oft orðið vonsvikinn, þegar ég hefi
ímyndað mér, að ég væri að segja vini mínum
merkilegar fréttir. Annað hvort vissi hann það
þegar, eða þá að honum fannst það einskis virði,
og þá hefir hann vanalega haft á réttu að standa.
En nú gat ég ekki kvartað yfir, að fréttin fengi
ekki á hann. Ég hefi aldrei séð neinn verða eins
undrandi. Hann gapti af undrun. Allt góða skapið
var horfið sem dögg fyrir sólu. Hann starði á
mig með opinn munn.
„Hvað eruð þér að segja ? Annað morð ? En þá
hefir mér skjátlazt. Þetta er þá allt til einskis.
Nú getur Giraud gert grín að mér og hefir fulla
ástæðu til þess!“
„Þér áttuð þá ekki von á því?“
„Ég? Alls ekki. Þetta eyðileggur allar hug-
myndir mínar — það eyðileggur allt — það —
Ó, nei!“ Hann nam allt í einu staðar og barði sér
á brjóst. „Það er ómögulegt. Mér getur ekki
skjátiazt! Staðreyndimar, þegar þær eru teknar
í réttri röð, þá getur ekki verið nema ein lausn.
Ég hiýt að hafa rétt fyrir mér! Ég hefi rétt fyrir
mér!"
„Já, en —“
Hann tók fram í fyrir mér.
„Biðið þér ofurlítið, vinur minn. Ég hlýt að
hafa á réttu að standa, og þess vegna getur þetta
morð ekki átt sér stað, nema því aðeins — nema
Forsaga: Hercule Poirot leynilög-
° reglumaður hefir hvatt vin
sinn, Hastings, til að skrifa frásögn af
dularfullum atburði, sem gerðist í Erakk-
landi. I járnbrautarlest hitti Hastings leik-
konu, er kallar sig „Öskubusku". Poirot
fær fréf frá miljónamæringnum Renauld,
sem óttast um líf sitt. Hann býr í „Villa
Geneviéve” í Frakklandi. Þegar þeir félag-
ar koma þangað er búið að myrða Renauld.
Poirot tekur þátt í rannsókn málsins með
lögreglunni. Þeim er sagt, að Renauld
hafi verið i þingum við konu að nafni Dau-
breuil. Denise þjónustustúlka segir frá
konu, sem hafi heimsótt hann kvöldið áður.
Hótunarbréf, undirritað Dulice, finnst í
frakkavasa Renaulds. Poirot finnur hom
af ávisun, sem á er ritað „Duveen“. Frú
Renauld segir frá því, sem bar við um
nóttina. Síðan fara þeir og rannsaka morð-
staðinn. Þar hitta þeir Giraud leynilög-
reglumann. Að því loknu fara þeir og tala
við frú Daubreuil, en verða einskis vísari.
Morguninn eftir hittir Hastings „ösku-
busku". Hann sýnir henni allt umhverfið
og líkið. Hann fylgir henni síðan heim, en
gleymir að læsa skúmum, sem líkið er í,
þangað til hann kemur aftur. Inni em yfir-
heyrslur. Gabriel Stonor, einkaritari Ren-
aulds, kemur inn. Hann segir að frú Dau-
breuil hafi þvingað fé af Renauld. Á meðan
á yfirheyrslunum stendur kemur Jack, son-
ur Renauld, inn. Hann hafði átt að fara til
Suður-Ameríku, en skipinu seinkaði. Hann
er yfirheyrður, og kemur þá í ljós, að hann
elskar ungfrú Mörthu Daubreuil. Faðir hans
hafði ekki viljað heyra nefnda giftingu
þeirra og lentu þeir þá í deilu. Eftir yfir-
heyrsluna fara Poirot og Hastings til gisti-
hússins. Þeir ræða um málið og Poirot út-
skýrir ýmislegt fyrir Hastings. Síðan snýst
talið að „öskubusku“. Poirot fer svo til
Parísar. Hastings ætlar að heimsækja
„Öskubusku”, finnur hana ekki, en fréttir
að Poirot hafi verið að leita að henni. Hast-
ings fer til Villa Geneviéve og heyrir samtal
milli Mörthu og Jack. Morguninn eftir er
honum sagt, að nýtt morð hafi verið framið
um nóttina. Enginn þekkir manninn, sem
hefir verið myrtur. Hastings fer að taka á
móti Poirot á brautarstöðinni.
því aðeins — — Ö, ég grátbið yður, bíðið þér
ofurlítið. Segið þér ekki neitt.“ .
Hann stóð grafkyrr dálitla stund, síðan varð
hann alveg eðlilegur, fór aftur af stað og sagði
mjög rólega:
„Maðurinn hefir verið miðaldra. Líkið hefir
fundizt í skúrnum skammt frá, þar sem lik Ren-
aulds fannst og hann hefir verið dauður í fjöru-
tiu og átta klukkustundir eða meira. Og sennilega
hefir hann verið rekinn í gegn á likan hátt og
Renauld, þó er ekki víst, að það hafi verið í
bakið.“
Nú var það ég, sern gapti og það í rikum mæli.
Aldrei hafði Poirot gert neitt eins undursamlegt
og þetta, svo að ég vissi til. Það var ekkert
undarlegt, þótt ég yrði dálítið tortrygginn.
„Poirot," sagði ég, „þér eruð að hæðast að
mér. Þér eruð búinn að frétta þetta allt áður.“
Hann var grafalvarlegur, sneri sér að mér og
sagði í álösunarrómi:
„Hvers vegna ætti ég að vera að hæðast að
yður? Ég fullvissa yður um, að ég hefi ekkert
heyrt áður. Sáuð þér ekki, hvað þetta fékk á mig,
þegar ég heyrði það fyrst?“
„En hvemig í ósköpimum gátuð þér þá vitað
þetta allt?“
„Var það þá rétt? Ég vissi, að það hlaut að
vera þannig. Litlu, gráu frumumar, vinur minn,
litlu gráu frumumar. Þér sögðuð mér frá öðmm
dauðdaga. Segið þér mér þetta allt saman. Ef
við fömm hér út af veginum, þá getum við stytt
okkur leið yfir golfvöllinn og komið fyrr til Villa
Geneviéve.”
Á leiðinni sagði ég honum allt, sem ég vissi.
Poirot hlustaði með athygli.
„Þér segið, að rýtingurinn hafi staðið i sárinu ?
Það var undarlegt. Emð þér viss um, að það hafi
verið sá sami?“
„Áreiðanlega. Það er þess vegna, sem þetta er
allt svona flókið.“
„Það er ekkert flókið. Það gætu hafa verið tveir
rýtingar eins.“ ;
Ég varð undrandi.
„Það er þó mjög ósennilegt! Það værj þá ein-
kennileg tilviljun."
„Þér talið án þess að hugsa eins og venjulega,
Hastings. 1 sumum tilfellum væm tvö eins vopn
mjög ósennileg. En ekki, hvað þessu viðvíkur.
Þetta vopn var minning um stríðið, sem Jack
Renauld lét búa til. Þegar betur er hugsað um
það, þá væri ósennilegt, að hann hefði aðeins
látið búa til einn rýting. Það er sennilegra, að
hann hafi látið búa til tvo og átt annan sjálfur.“
„Já, en það hefir enginn sagt neitt um það,“
svaraði ég.
Rödd Poirots líktist nú rödd kennara.
„Vinur minn, þegar verið er að rannsaka mál,
þá má ekki einungis taka tillit til þess, sem talað
er um. Það er engin ástæða til að minnast á
ýmsa hluti, sem þó geta verið þýðingarmiklir.
Þar að auki getur oft verið góð og gild ástæða
til að nefna það ekki á nafn. Þér getið sjálfur
valið á milli þessa tvenns."
Ég þagði og þetta hafði mikil áhrif á mig gegn
vilja mínum. Fáum mínútum seinna komum við
að skúmum. Þar hittum við alla vini okkar og
eftir að hafa heilsað, byrjaði Poirot að vinna.
Þar eð ég var nýbúinn að horfa á Giraud vinna,
þá hafði ég mikinn áhuga á að horfa á Poirot.
Hann leit aðeins snöggvast á umhverfið. Það eina,
sem hann rannsakaði nánar var jakkinn og bux-
umar úti við hurðina. Það kom háðsglott á varir
Girauds, og rétt eins og Poirot sæi það, kastaði
hann fötunum frá sér.
„Er þetta eitthvað, sem garðyrkjumaðurinn
hefir skilið eftir?“ spurði hann.
„Einmitt,“ sagði Giraud.
Nú kraup Poirot á kné við hliðina á líkinu.
Fingur hans fóm hratt en vandlega yfir. Hann
rannsakaði efnið í fötunum og fullvissaði sig um,
að engin merki væru á þeim. Hann tók einkar
vel eftir stígvélunum og virtist líka taka vel
eftir óhreinum nöglunum. Á meðan hann var að
rannsaka þær, leit hann á Giraud.
„Sáuð þér neglumar?“
„Já, ég sá þær,“ svaraði hann og enn gat ég
ekki séð, hvað hann var að hugsa.
Allt í einu stífnaði Poirot.
„Dr. Durand!“
„Já?“ Læknirinn kom nær.
„Það er froða á vörum hans. Tókuð þér eftir
því?“
„Nei, ég verð að viðurkenna, að ég gerði það
ekki.“
„En sjáið þér það nú?“