Vikan - 25.09.1941, Side 12
12
VIKAN, nr. 39, 1941
„Já, auðvitað."
Poirot gaut aftur homauga tii Girauds.
„Þér hafið án efa tekið eftir því?“
Hinn svaraði ekki. Poirot hélt áfram. Það var
búið að taka rýtinginn úr sárinu. Hann var nú
aftur kominn í glerskál við hlið líksins. Poirot
athugaði hann vel og rannsakaði siðan sárið
gaumgæfilega. Þegar hann leit upp, var hann
mjög æstur á svipinn og í augum hans var þetta
græna skin, sem ég kannaðist svo vel við.
„Þetta er mjög einkennilegt sár! Það hefir
ekki blætt úr því. Það er enginn blóðdropi á
fötunum. Blað rýtingsins er heldur ekki blóðugt,
aðeins gljáalaust. Hvað álítið þér, læknir?"
„Ég get ekki sagt annað en það, að það er
mjög óeðlilegt."
„Það er ekkert óeðlilegt. Það er mjög eðli-
legt. Þessi maður hefir ekki verið myrtur, hann
hefir verið rekinn í gegn, eftir að hann dó.“
Poirot sneri sér að Giraud, um leið og hann
þaggaði niður undrunarópin, sem allir gáfu frá
sér. „Herra Giraud er mér sammála, eða er ekki
svo ? “
Hvað svo sem Giraud hugsaði, þá samþykkti
hann, án þess að hreyfa legg eða lið. Hann svar-
aði rólega og ofurlítið hæðnislega:
„Auðvitað er ég yður sammála."
Aftur kváðu undrunarópin við.
„En þvílik hugmynd!“ sagði Hautet. „Að reka
dauðan mann í gegn. Það er villimennska! Sví-
virðilegt! Ef til vill niðurbælt hatur.“
„Nei,“ sagði Poirot. „Það mætti segja mér, að
það hafi verið gert með köldu blóði — til að
vekja annan grun.“
„Hvaða grun?“
„Þann grun, sem það var næstum búið að
skapa,“ svaraði Poirot rólega.
Bex hafði hugsað sig um.
„Hvernig var maðurinn þá myrtur ?“
„Hann var ekki myrtur. Hann dó. Ég gæti
trúað, að hann hafi dáið í flogaveikiskasti."
Enn varð mikil ókyrrð meðal mannanna. Dur-
and lagðist á hné og rannsakaði líkið nákvæm-
lega. Að lokum reis hann upp aftur.
„Herra Poirot, mér er næst að trúa, að þér
hafið á réttu að standa. Ég var leiddur á villi-
götur til að byrja með. Ég gáði ekki að neinu
öðru, þegar ég sá, að maðurinn hafði verið rek-
inn í gegn.“
Poirot var hetja dagsins. Rannsóknadómarinn
gerði ekki annað en slá honum gullhamra. Poi-
rot tók á móti gullhömrunum en afsakaði okkur
svo með, að við værum ekki búnir að borða morg-
unverð og þar að auki þyrfti hann að laga sig
eftir ferðina. Þegar við vorum að fara út úr
skúmum, kom Giraud til okkar.
„Aðeins eitt lítið atriði enn, herra Poirot,"
sagði hann ofurlítið háðslega. „Við fundum þetta
vafið um skaftið á rýtingnum — það er kven-
mannshár."
„Ó!“ sagði Poirot. „Kvenmannshár? Af hvaða
konu?“
„Já, það er spurningin," sagði Giraud. Siðan
hneigði hann sig og fór.
„Hann gerði þetta í ákveðnum tilgangi, sá góði
maður,“ sagði Poirot hugsandi, þegar við vorum
á leið til gistihússins. „Hvernig ætli hann hugsi
sér að leiða mig á villigötur? Kvenmannshár
— hm!“
Við borðuðum góðan morgunverð, en Poirot
var fjarhuga og tók ekki eftir neinu. Á eftir fór-
um við upp í setustofu okkar, og ég bað hann
að segja mér eitthvað af þessari leyndardóms-
fullu ferð sinni til Parísar.
„Með ánægju, vinur minn. Ég fór til París til
að finna þetta hér.“
Hann tók litla, upplitaða úrklippu úr dagblaði
upp úr vasa sinum. Það var mynd af konu. Hann
rétti mér bréfmiðann. Ég varð alveg steini lost-
inn.
„Þér þekkið það þá, vinur minn?
Ég kinkaði kolli. Enda þótt myndin væri auð-
sjáanlega gömul og hárið væri öðruvisi sett upp,
þá var líkingin greinileg.
„Frú Daubreuil!" sagði ég.
Poirot hristi brosandi höfuðið.
„Það er ekki alveg rétt, vinur minn. Hún hét
það ekki þá. Þetta er mynd af hinni marg um
ræddu frú Beroldy!"
Frú Beroldy! Allt í einu mundi ég það allt
saman. Geysilegt morðmál, sem hafði vakið at-
hygli í allri Evrópu.
XVI KAPlTULI.
Beroldy-máli ð.
Um það bil tuttugu árum áður en Renauld
settist að í Merlinville, kom Amold Beroldy, sem
var fæddur í Lyon, til Parísar með hina fallegu
eiginkonu sina og dóttur þeirra, sem aðeins var
fárra ára gömul. Beroldy var yngri meðeigandi
vínverzlunar einnar. Hann var þrekinn, miðaldra
maður, sem naut lífsins, elskaði fallegu konuna
sína, en var annars eins og fólk er flest. Verzlun-
in, sem Beroldy var meðeigandi að, var lítil og
þótt hún gengi vel, hafði yngri meðeigandinn
ekki sérlega miklar tekjur. Beroldy-hjónin leigðu
sér litla íbúð og lifðu mjög óbrotnu lífi í fyrstu.
En þótt Beroldy væri venjulegur maður, þá var
kona hans óvenjuleg. Frú Beroldy vakti þegar
mikinn óróa í hverfinu, þar sem þau bjuggu,
ekki einungis vegna fegurðar sinnar og yndis-
þokka, heldur vegna þess að það fór að kvisast,
að eitthvað leyndardómsfullt væri við uppruna
hennar. Orðrómurinn sagði, að hún væri óskil-
getin dóttir rússnesks stórfursta. Aðrir sögðu, að
faðir hennar hefði verið austurrískur erkihertogi,
og að hún væri fædd í löglegu hjónabandi, en
móðir hennar hefði verið af lágum stigum. En
eitt voru allir sammála um, að Jeanne Beroldy
væri miðdepill einhvers leyndardóms. Frú Ber-
oldy neitaði ekki þessum sögusögnum, þegar hún
var spurð um þær. En hún lét á sér skilja, að
þótt hún væri þagmælskan sjálf, væri eitthvað til
í þessum sögum. Þegar hún talaði við nána vini,
vaj- hún dálítið opinskárri og talaði um stjórn-
málabrögð, „skjöl" og aðrar duldar hættur, sem
steðjuðu að henni. Það var líka talað um ríkis-
gimsteina, sem ætti að selja, með hana sem
milligöngumann.
Meðal vina Beroldy-hjónanna var ungur lög-
fræðingur að nafni Georges Conneau. Brátt varð
það ljóst, að hann var mjög ástfanginn af hinni
fögru Jeanne. Frú Beroldy gaf honum undir fót-
inn í laumi, en gætti þess alltaf að sýna manni
sínum mikinn innileik. Þó voru það margir ill-
gjamir menn, sem hikuðu ekki við að halda þvi
fram, að Conneau væri friðill hennar — og hann
væri ekki sá eini!
Þegar Beroldy-hjónin höfðu búið í þrjá mánuði
í París, kom nýr maður til sögunnar. Það var
auðugur Bandaríkjamaður, sem hét Hiram P.
Trapps. Á sama augnabliki, og hann var kynntur
fyrir hinni fögru Jeanne, varð hann ástfanginn
af henni. Hann dáðist augsýnilega að henni, en
hélt sér þó innan takmarka velsæmisins.
Um þetta leyti fór frú Beroldy að verða skraf-
hreifnari við vini sína. Hún sagði sumum þeirra,
að hún væri mjög hrædd um mann sinn. Hún
sagði, að hann hefði verið ginntur inn í einhverjar
stjómmálafyrirætlanir og minntist í því sambandi
á einhver þýðingarmikil skjöl, sem honum hefði
verið trúað fyrir og innihéldu mjög þýðingar-
mikið „leyndarmál". Honum höfðu verið fengin
skjölin „til að villa mennina, sem voru að leita
að þeim“, en frú Beroldy var hrædd, af því að
hún hafði séð marga meðlimi uppreisnarf lokksins
í París læðast í kringum húsið.
Tuttugasta og áttunda nóvember kom svo reið-
arslagið. Konan, sem kom á hverjum morgni til
að gera hreint og búa til morgunmatinn handa
Beroldy-hjónunum, fann sér til mikillar undrunar
hurðina á húsinu galopna. Hún heyrði veikburða
stunu úr svefnherberginu og fór þangað inn. Þar
var hræðilegt um að litast. Frú Beroldy lá á gólf-
inu, bundin á höndum og fótum og með munn-
kefli, sem hún var nærri búin að koma út úr sér.
1 rúminu lá Beroldy i blóði sínu með hníf í gegn—
um hjartað.
Frásögn frú Beroldy var skýr og blátt áfram.
Hún hafði vaknað um miðja nótt og séð tvo
grímuklædda menn beygja sig yfir hana. Þeir
höfðu kæft óp hennar og bundið hana og keflt.
Síðan höfðu þeir snúið sér að Beroldy og heimtað
að hann léti „leyndarmálið" af hendi.
En vínkaupmaðurinn var djarfur og neitaði að
verða við ósk þeirra. Þá varð annar bófinn viti
sínu fjær af reiði og rak rýting í hjarta hans.
Þeir opnuðu peningaskápinn með lyklum hins
látna og tóku mikið af skjölum með sér. Báðir
grimuklæddu mennimir höfðu haft mikið skegg,
og frú Beroldy var sannfærð um, að þeir væru
rússneskir.
Hænsnabú ferst í skógarbruna.
------------------------------------ rmTinir irmT irrTiiiiiiTM íiiwjiiiiiiiiiiirillillllirilililfilllliiPilll___________* . *-v, .
Samuel Ikenson athugar sorgmæddur 4000 dauð h ænsni á hænsnabúi sínu hjá Lakewood i Banda-
rikjunum. Þau fórust í ægilegum skógarbruna, sem geisaði á stói-u svæði. Um 100 íbúðarhús eyði-
lögðust og tjónið var metið á milljónir króna,