Vikan


Vikan - 21.05.1942, Blaðsíða 4

Vikan - 21.05.1942, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 16, 1942 rifliBnniii nu i SMÁSAGA EFTIR HALL r g hefi verið heimagangur á heimili Árna og Huldu í þrjú ár. Eða alltaf síðan þau giftu sig. Árni er skóla- bróðir minn, og hinn mesti gárungi, og Hulda er alin upp á næsta bæ við mig í Norðursveit; kát og fjörug stelpa, nei, frú, ætlaði ég að segja. Þau hafa alltaf búið, síðan þau giftu sig á . . . Jæja, það er nú sama, hvað gatan heitir. Og eins og ég sagði áðan, heimsæki ég þau mjög oft og er þar alltaf velkominn. Þau eru bæði mjög hreinlát og er æfinlega allt í röð og reglu á þeirra heimili, — bæði mjög gestrisin og mjög skemmtileg hjón. Ég kemst æfin- lega í gott skap við að heimsækja þau, og svo hugsá ég að megi segja um fleiri. Það er því ekki að furða, þó að gestkvæmt sé hjá þeim, og oft glatt á hjalla. Þau bjóða sjaldan fólki hátíðlega í heimboð, því að það verða nógir til að heimsækja þau samt. Og ef eitthvað sérstakt stendur til, afmæli eða eitthvað þvílíkt, þá hringir Árni venju- lega fyrripart dagsins í kunningja sína, og byrjar þá alltaf að tala um veðrið og alla heima og geima, en segir svo um leið og hann kveður, ,,þú ættir annars að líta inn til mín í kvöld, ef þú hefir ekkert við að vera. En þú færð líklega ekki einu sinni kaffisopa, því að Hulda ætlar eitthvað út.“ Við kunningjar hans vitum þá, að nú er einhver tyllidagur hjá hjónunum, og mað- ur getur sparað sér kvöldmatinn. Því að kl. 9 fær maður súkkulaði og kaffi og smurt brauð með og allskyns kræsingar. Og svo góðan vindil á eftir. En auk þess skemmtilegt kvöld, við söng, eða spil eða leiki, eftir því upp á hverju hjónin hafa fundið til að skemmta gestunum. Svo var það einn dag í vetur, að ég fékk bréf meðan ég var að borða hádegismat- inn. Var það skriflegt heimboð frá Árna og Huldu til mín. Báðu þau mig að heiðra sig með nærveru minni þá um kvöldið, og mæta, ef mér væri það mögulegt, þegar kl. vantaði þrjár og hálfa mínútu í átta og helzt samkvæmisklæddur. Mér fannst þetta mjög kynlegt og vissi ekkert, hvernig ég átti að taka þessu, en afréð þó að fara. Þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í átta um kvöldið, var ég kominn að dyr- unum, og rétt í sama mund komu þar ung hjón, sem ég hafði oft séð heima hjá Huldu og Áma og var þeim því kunnugur. Höfðu þau fengið samskonar boðsbréf og ég, og voru bæði samkvæmisklædd. Við ákváðum að bíða eina og hálfa mínútu við dyrnar, og stóð ég með úrið í hendinni. Ungu hjónin voru engu fróðari en ég um það, hvað til stæði hjá Árna og Huldu. Þegar klukkuna vantaði nákvæmlega 3 Víi mínútu í átta, studdi ég hendinni á dyrabjölluhnappinn. En ég var fljótur að kippa hendinni að mér aftur, því að ég hafði fengið í mig rafmagnsstraum. Hjón- in hlógu bæði að mér. En ég útskýrði fyrir þeim, hvað að mér væri. Er ég aðgætti betur sa ég, að Ámi hafði komið þessu svona fyrir með vilja, og hugsaði ég hon- um þegjandi þörfina. Ég barði nú á hurðina af öllum kröft- um, en enginn svaraði, svo að ég þreif í handfangið, og hurðin var þá opin, og var ég ekki lengi að ráðast til inngöngu. Það var þreifandi myrkur í ganginum, en ég vissi, hvar slökkvarinn var og fann hann strax á veggnum, en peran var þá biluð, í það minnsta kom ekkert ljós. Nú var mér nóg boðið. Ég æddi inn í ganginn í áttina að stofudyrunum, en ekki hafði ég gengið nema fá skref, er ég féll kylliflat- ur með braki og brestum. Konan, sem gekk næst á eftir mér, rak upp hljóð, en ég staulaðist stynjandi á fætur, og bað hjón- in að gá að sér, og fara varlega, þetta væri bara stólgarmur, sem lægi á ganginum, en ég væri því miður ekki vel æfður í hindr- anahlaupi. Tók ég nú stólinn í aðra hend- ina og hélt innar eftir ganginum, en hjón- in komu á eftir mér. Þegar ég kom að stofudyrunum ætlaði ég að banka heldur óþyrmilega, en í sama bili opnaði Árni dyrnar og' tók þar á móti okkur, og bauð okkur að ganga inn fyrir. Við urðum í fyrstu hálf-blinduð af ljósinu í stofunni, en það fyrsta, sem ég gat áttað mig á, var það, að Árni hafði klætt sig í drag- síðan samkvæmiskjól af konunni sinni. | Vitið þér það? | 5 1. Af hvaða ætt var Gústaf Adolf Svía- = konungur? : É 2. Hvenær var stofnað landlæknisembætt- = : ið í Reykjavík ? 1 : 3. Hvaða titil hefir næstelzti sonur Breta- : | konungs ? : 4. Hvað er eitt mikron? : i 5. Hvað gerði franska rithöfundinn Zola i frægan, annað en skáldverk hans? = i 6. Hvað er Ultimatum ? i I 7. Hvað heita tveir stærstu stjórnmáia- i I flokkar Bandaríkjanna ? í | 8. Hvaða efnum öndum við frá okkur? i 9. Hvar og hvenær fæddist Lúther? i 10. Hvenær geisaði Svartidauði ? Svör á bls. 14. i , • Mer varð a að hlæja, en í sama bili kom Hulda innan úr innri stofunni og var hún- i smokingfötum af Árna, heilsaði hún okkur með mestu blíðu, svo sem hennar var vandi. En hvorugu þeirra stökk bros af vör. Þau buðu nú gestunum sæti. En er við litum í kringum okkur, þá kom það í ljós, að stólarnir lágu allir á hliðinni kringum borðið, en borðið sneri fótunum upp. Ég var nú alveg orðinn orðlaus af öllum þessum ósköpum, en hjónin, sem með mér komu, litu hvort á annað. Árni gekk nú að borðinu og reisti við stólana eins og ekkert væri um að vera. En frú Hulda tók við frökkunum okkar og fór með þá fram. Við settumst nú í kringum borðið. Ætlaði ég að reisa það upp, en Árni bað mig blessaðan að vera ekki að hafa fyrir þessu. Ég gat nú ekki stillt mig lengur og fór að skellihlæja, en ég tók eftir því að það voru allir alvarlegir, svo að ég hætti strax og ætlaði að beiðast skýring- ar á öllu þessu háttalagi. En þá tók Ámi orðið af mér. „Hafið þið heyrt um þessa itölsku geit?“ ,,Nei!“ svöruðu hjónin, sem komu með mér. ,,Ja, það er nú saga að segja frá því,“ hélt Ámi áfram. ,,Það var hér um daginn, að bóndi nokkur úr Landssveitinni var á héraveiðum rétt sunnan undir Heklu. Þá sér hann allt í einu geithafur uppi í gígbarminum, og þykir honum hafur sá harla kynlegur, enda óvenjulegt að finna slíkar skepnur á þess- um slóðum, og það um hávetur. Tók hann skepnuna heim með sér og augjýsti fund- inn. En enginn kannaðist við að eiga skepn- una þar í nærliggjandi sveitum, og var hafurinn loks sendur hingað til Reykja- víkur. Var fenginn fiskifræðingur til að rannsaka hann, og komst hann að þeirri niðurstöðu, að skepnan myndi ítölsk vera. Var nú Mussolini skrifað bréf og upplýst- ist þá, að bóndi nokkur ítalskur, sem býr nálægt Vesúvíusi hafði tapað geithafri um jólaleytið í vetur, og álitið, að hann hefði hrápað niður um opið á Vesúsvíusi. Er hér með sannað, að undirgöng liggja milli þessarra tveggja eldfjalla, því að af slóð- um sást, að hafurinn hafði komið upp um opið á Heklu. Stjörnufræðingar hafa lengi vitað um þessi undirgöng, en alltaf vantað sönnun, þangað til nú.“ Við hlógum öll að sögunni, en Árni og Hulda voru graf- alvarleg og litu út eins og þau vissu ekki af hverju við værum að hlæja. Buðu hjón- in okkur nú að spila'og syngja fyrir okk- ur og þáðum við það með þökkum. Hulda settist við píanóið, en Árni söng undir. Fyrsta lagið var: „Lýsti sól“, en ég verö nú að segja það, að tekstinn var dálítið óvanalegur, að minnsta kosti hefi ég ekki heyrt hann svona fyrr: „Lýsti sól, uppi’ á hól, stirndi’ á Ránarklæði. Hani gól, Heims um ból vindur lék í næði. Nú er ég klæddur og kominn á ról. Himinn, jörð og flæði fluttu landsins föður rosakvæði.“ Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.