Vikan - 21.05.1942, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 16, 1942
5
....... FRAMHAIDSSAGA: .....
Bréf drottningarinnar.
i
I
z
:
i tf
Duncan andvarpaði. „Hvers vegna gerðuð þér
það ekki?“ spurði hann.
„O-o — það var einhver skyndilegur innblást-
ur, sem ég' fékk,“ svaraði Wrayson. ,,Ég fann
strax, þegar ég sá hana, að hún gat ekki átt
neina hlutdeild í siíkum verknaði, og ég skildi, að
ef ég segði allt, sem ég vissi, þá mundi grunur
falla á hana, þess vegna þagði ég. Ég losaði hana
við töluverð óþægindi, en ég held þó ekki, að ég
hafi svikið réttinn á neinn hátt.“
Duncan leit á Wrayson yfir borðið óg lyfti
glasi sínu.
„Mig langar til að taka í hönd yðar, herra
Wrayson,“ sagði hann, ,,en ég er hræddur um,
að baróninn fái slag, ef ég geri það. Þér hafið
komið fram eins og hetja. Ég vona bara, að
Louise sé eins þakklát og henni ber að vera.“
„Mér datt bara skyndilega í hug, að bezt væri
að þegja,“ sagði Wrayson, „og seinna hefi ég
stundum efast um, hvort ég hafi í raun og veru
farið hyggilega að ráði mínu.
I-að eru nokkrar manneskjur í London, er gera
allt, sem þær geta, til þess að komast til botns
í þessari morðgátu. Ég gekk út frá, að ég hefði
verið sá eini, sem sá systur yðar yfirgefa íbúðina.
Seinna komst ég að þeirri niðurstöðu að mér
hafði skjátlast!"
Baróninn hallaði sér fram.
„Augnablik, herra Wrayson,“ sagði hann
ákafur. „Þér segið, að það séu margir í London,
sem reyna að komast til botns í þessu máli.
Hverjir eru það?“
„Einn er bróðir myrta mannsins,“ svaraði
Wrayson, ,,og ég held, að það sé naumast til
meiri óþokki og fyrirlitlegri maður en hann.
Einasta áhugamál er að komast að raun um,
hvaðan bróðir hans fékk peningana. Einasta ósk
hans er að fá peningana, alveg sama, hvaða
brögðum hann þarf að beita. Hinn er mikið
hættulegri persóna. Hann heitir Heneage og er
kunningi minn. Hann er mjög vel gefinn, ungur
maður, og hann hefir lesið lögfræði.“
„Hvers vegna hefir hann áhuga á máli sem
þessu?“ spurði Duncan.
„Hann hefir fengið á heilann að rannsaka slík
mál,“ svaraði Wrayson. „Hann hefir gaman af
því, eins og aðrir hafa gaman af að spila. Það
var hann, sem sá systur yðar koma út um dyrn-
ar með mér, og það var hann, sem varaði okkur
við og stakk upp á því, að við yfirgæfum
England."
Baróninn beygði sig allt í einu fram i stól
sínum.
„Afsakið, herra Wrayson,“ sagði hann, „en það
situr — kona — til hægri við yður. Henni virðist
vera mjög annt um að vekja eftirtekt yðar. Mig
langar til þess að vita, hvort þetta sé kunningja-
kona yðar, því að enginn okkar vill láta þekkja
sig hér?“
Wrayson snéri sér skyndilega við. Á þetta veit-
ingahús komu allar stéttir manna, og Wrayson
var ekkert hissa á að sjá ungu stúlkuna, sem
hann hafði talað við í Alhambra, sitja þarna
ánægða og kinka kolli til hans. Hár hennar
var næstum koparlitt og hún var máluð og
púðruð og' klædd mjög áberandi. Hún sat ásamt
annarri konu við lítið borð rétt hjá þeim, og það
var auðséð á henni, að hún vildi gjarnan tala
við Wrayson. Hann stóð skyndilega upp af stól
sinum.
„Þetta er vísbending örlaganna," sagði hann
lágt við mennina. „Þessi stúlka er riðin- við mál
Morris Barnes."
XXXIII. KAFLI.
Gestirnir í „Hótel Splendid“ urðu undrandi,
þegar þeir sáu háa og tignarlega Englendinginn
standa upp, yfirgefa sæti sitt og ganga rólegum
skrefum til borðsins, sem konurnar tvær sátu við,
og hafði koma þeirra fyrir fáeinum mínútum ekki
vakið neina hrifningu.
„Að hugsa sér, að ég skyldi hitta yöur hér,“
sagði stúlkan, sem Wrayson mundi nú að hét
Blanche. „Flo, þetta er kunningi minn — þetta
er vinkona mín, frú Harrison. Komuð þér hingað
til þess að skemmta yður ofurlítið?“ spurði hún,
á meðan vinkona hennar horfði með aðdáun á
Wrayson. „Við fórum hingað, af því að það var
svo voðalega heitt í London.“
„Ég og vinir mínir verðum hér aðeins i einn
eða tvo daga,“ svaraði Wrayson.
„Við verðum vikutíma,“ sagði Blanche, „ef okk-
ur líkar vel hér, en ef okkur leiðist, þá förum við
til Dieppe. Hafið þér fengið bréf mitt?“
„Bréf yðar!“ endurtók Wrayson. „Nei! Hafið
þér skrifað mér?“
Hún kinkaði ákaft kolli.
„Ég skrifaði yður fyrir viku.“
„Ég hefi búið hér í nágrenninu," svaraði Wray-
son, „og bréf mín hafa ekki verið send til mín.
Hafið þér einhverjar nýjar fréttir að færa?“
spurði hann.
„Já,‘r svaraði hún, „en ég get ekki setið hér
og sagt yður þær. Þegar við erum búnar að borða,
setjumst við út, og þá getið þér kornið til okkar.
Það þýðir ekkert að eiga tigna vini, ef maður
notfærir sér það ekki,“ sagði hún og hló.
„Ég skal sjá um stað fyrir okkur og kaffi,“
sagði Wrayson. „En má ég ekki borga máltíðina
líka,“ bætti hann við. Hann mundi, hve fátæk
þessi uppgjafa söngkona var. „Það var svo vin-
gjamlegt af yður að muna eftir að skrifa mér.“
Vinkona Blanche tautaði eitthvað um, að það
væri hann sjálfur, sem væri vingjamlegur, og
Blanche kinkaði ánægð kolli. „Já, það er undar-
legt þetta mál hans Morris Barnes," sagði hún.
„Allt það, sem fyrir mig hefir kornið, síðan hann
var myrtur! Það fer hrollur unr mig; þegar ég
hugsa um Bentham garnla, sem bauð mér að
borða hjá Luigis og var svo myrtur. Jæja, við
tölumst betur við yfir kaffinu úti. En þér megið
gjarnan hafa vini yðar með,“ bætti Blanche við.
„Ég skal gera það,“ sagði Wi'ayson og' gekk
aftur til mannanna tveggja, en fólk horfði for-
vitnislega á eftir honum.
„Ég held,“ sagði hann rólega, um leið og hann
settist, „að geti nokkur komið okkur á rekspöl
með að finna bréfin, þá sé það stúlkan, sem ég
var að tala við.“
Baróninn leit með auknum áhuga á stúlkurnar
tvær.
„Hvei'nig geta þær verið riðnar við þetta mál,
hex-ra Wrayson?" spurði hann.
.rLjóshæi'ða stúlkan þekkti Barnes,“ svaraði
Wrayson, „hann var heima hjá henni seinasta
kvöldið, sem hann lifði.“
„Eruð þér sannfærður um, að bréfin hafi ekki
þegar fundizt í London?“ spurði Duncan.
„Alveg sannfæi'ður," svaraði baróninn. „Við höf
um njósnara í Mexoníu, já, jafnvel einn í ná-
munda við konunginn, og við mundum frétta það
innan klukkutíma, ef þeir hefðu náð í bréfin.“
,,En segjum nú svo,“ sagði Duncan hugsandi,
„að Barnes hafi verið myrtur, af því að hann
hafði bréfin — og ég get varla ímyndað mér, að
það hafi verið af öðru, fyrst hann átti að af-
henda þau sömu nóttina — þá verðum við að
gera ráð fyrir, að morðið hafi verið framið af
einhverjum, sem var okkur vinveittur.“
„Já, það lítur að minnsta kosti út fyrir það,“
svaraði baróninn.
„Og þessi Bentham, sem hlýtur að hafa verið
umboðsmaður konungsins, var hann einnig myrt-
ur ?“
„Já,“ svaraði baróninn og kinkaði kolli.
„Hver getur hafa myrt Morris Barnes? Sá,
sem það hefir gert, hefir orðið á undan mér, en
mig langar samt til þess að vita, hver hefir gert
það.“
Baróninn hristi höfuðið. „Ég hefi enga hug-
mynd um það,“ sagði hann alvarlega. „Við höf-
um að vísu umboðsmenn í London, en enginn
þeirra mundi láta sér detta í hug að ganga svona
langt. Ég veit hvorki hver myrti Barnes eða
Bentham." .
Nú varð augnabliks þögn. Baróninn hafði talað
með svo mikilli alvöru, að ekki var hægt að efast
um, að hann segði satt. En í orðum hans lá dýpri
og alvarlegri merking. Þeim hafði öllum þremur
dottið það sama i hug, og þeir forðuðust að líta
hver á annan, til þess að koma ekki upp um
leyndustu hugsanir sínar. En Wrayson vildi gera
enn eina tilraun til þess að fá baróninn til að
leysa frá skjóðunni, ef hann leyndi einhverju.
Hann herpti saman varimar og leit hvasst á
baróninn.
„Herra barón,“ sagði hann, „ég hefi sagt yður,
að í London er maður, sem hefir ákveðið að leysa
þessa gátu um morð Morris Barnes. Hann mun,
af eðlilegum ástæðum, gruna tvær manneskjur,
ungfrú Fitzmaurice og mig sjálfan. Allt bendir
til þess, að við munurn verða ákærð, þar eð ég
hefi gert okkur enn tortryggilegri með því að
nefna hana ekki í yfirheyrslunum. Við getuni
búizt við því að verða ákærð, hvenær sem vera
vill. Þegar þér vitið þetta, getið þér þá ekki
varpað ofurlítið meira ljósi yfir málið, ef það yrði
nauðsynlegt ?“
„Alls ekki!“ sagði baróninn. „Bæði þessi morð
eru, eins og ég sagði áðan, álíka hulin ráðgáta
fyrir mér og yður."
„Þér viðurkennduð þó áðan, að þér hefðuð um-
boðsmenn í London."
„Umboðsmenn, já!“ sagði baróninn, „en þeir
eru aðeins venjulegir leynilögreglúmenn. Þeir
mundu aldrei taka til svo róttækra ráðstafana,
hvorki samkvæmt né án fyrirskipana. Ég held
líka, að umboðsmenn mótstöðumannanna mundu
ekki fremja morð til þess að ná í bréfin."
Þá var ekki neitt frekar að ræða um. Wrayson
reis á fætur í skyndi.
„Það er vont loft hér inni,“ sagði hann. „Við
skuluni fara út og drekka kaffið þar.“
Þeir fengu sæti úti á svölunum og horfðu yfir
gangstéttina. Baróninn horfði hálf tortryggnis-
lega á fólksfjöldann, sem gekk fram og aftur.
„Er þetta ekki nokkuð áberandi staður?“
spurði hann.
„Gerir það nokkuð til?“ sagði Wrayson. „Við
verðum hér bara í kvöld. Ég fer að minnsta kosti
til London á morgun. Þar að auki er það loforð
við stúlkurnar, að við drekkum kaffið með þeim.
Þama koma þær.“
Wrayson kynnti stúlkurnar og vini sína. Þau