Vikan


Vikan - 21.05.1942, Blaðsíða 11

Vikan - 21.05.1942, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 16, 1942 11 5 Framhaldssaga: Leyndardómur hringsins Forsaga: „Ekki nema þrír mánuðir siðan ég seldi blóm á götunni til þess að vinna fyrir ,,la mére“ á heiðarlegan hátt,“ greip hún fram í. „Þér ókuð fram hjá mér, og vagn yðar feldi mig um koll. Er ég vegna umhyggju yðar komst til meðvitund- ar, fóruð þér með mig til Fielding leikhússtjóra og fenguð hann til þess að ráða mig. Ó, ég er yður svo þakklát fyrir það.“ „Gerið mig nú ekki sneyptan með öllu þessu þakklæti," sagði Harald Farquhar glaðlega. „Það kostaði mig ekkert að hjálpa yður. Og nú óskið þér eftir því að fá að tala við leikhússtjórann og biðja hann um að leyfa yður að koma fram í kvöld." „Nei, hann mundi ekki vilja hlusta á mig. Hann mundi aðeins segja: „Þér eruð bara dans- mær. Haldið yður á yðar stað. Hvemig haldið þér, að þér getið leikið þetta?" Ég fullvissa yður um það, monsieur, að ég get leikið þetta hlut- verk,“ hélt hún áfram áköf. „Ég hefi staðið við hliðina á Cora Blackmore, og ég kann söngva hennar, hvern einasta einn. Og rödd mín er skær- ari og sterkari en hennar. Trúið mér, ég get leikið hlutverkið svo vel, að þér þurfið ekki að skamm- ast yðar fyrir mig.“ „Kæra barn, hvaða hugmynd er nú þetta, sem þér hafið fengið?" spurði Harald, sem var dá- lítið gramur yfir ákafa hennar, því honum var illa við að biðja fólk að gera sér greiða. „Það er engin hugmynd," sagði Marie. „Það er leiðin til gæfu og frægðar. Hjálpið mér til þess, að komast það.“ Hann brosti hæðnislega. „Þér talið eins og metórðagjamt barn, sem heldur, að það, með því að vinna sér inn nokkr- ar krónur á kvöldi, geti fengið fallegri bönd á hattinn sinn.“ Marie rétti úr sér og augu hennar voru tárvot. „Þér hlægið, monsieur, þér skopizt að mér. En þetta er bæði fyrir mömmu og mig. Segið mér nú, ætlið þér að hjálpa mér eða ekki?" „Ef ég nú neita?" Maria horfði á hann þögul og sneri sér síðan burtu, en hann kallaði á hana. „Bíðið augnablik. Þarna kemur leikhússtjór- inn. Ég skal segja honum, hvað það er, sem þér viljið. Meira get ég ekki gert.“ Því næst sneri hann sér að Fielding og sagði: „Hafið þér fengið nokkurn í staðinn fyrir hina veiku leikkonu? Ekki það. Þá hafið þér hér eina stúlku. Gerið mér þann greiða að hlusta á hana fara með hlutverkið. Geti hún leikið það eins vel og hún heldur, þá mun ég vera yður mjög þakklátur, ef þér látið hana hafa það.“ Hún leit á hann með þakklætissvip og snéri sér því næst feimnislega að leikhússtjóranum. Þegar hann hafði jafnað sig eftir undrunina og sagðist skulu hlusta á hana, bað hann hana að koma með sér inn á leiksviðið. „Komið þér líka, Farquhar og hlustið á skjól- stæðing yðar.“ Harald afsakaði sig með því að hans væri biðið annars staðar. Hann vissi, að María myndi síður vera feimin, ef hann væri ekki viðstaddur, og hann langaði ekki til þess að hlusta á hana verða sér til skammar, eins og hann bjóst við að verða myndi. Og á meðan unga stúlkan var að láta leikhússtjórann gagnrýna sig, yfirgaf Farquhar leikhúsið og fór með neðanjarðarjám- brautinni til Kensington, þar sem móðir hans bjó í gömlu, íburðarlitlu húsi. Kona nokkur kemur til Grahams Mortimer lækn- is til þess að fá róandi meðal, en nær með brögðum frá honum eiturflösku og kemst undan. Dýrmætur hringur, sem konan hafði á hendi sér, vekur grun læknisins um, að þrátt fyrir fátæklegan klæðnað, hafi þetta verið hefðarkvendi, sem ætlaði að láta illt af sér leiða. Læknirinn er mjög áhyggju- fullur úr af hvarfi eiturflöskunnar. Graham mætir af tilviljun á skemmtigöngu manni, sem reyndist vera Seymour höfuðsmaður, stjúpfaðir Elsie Drummond, bemskuvin- konu Grahams. Seymour trúir honum fyrir áhyggjum sínum. Stuttu seinna fær Gra- ham bréf frá Seymour, sem segir, að dóttur sina langi til þess að sjá hann. Hann verð- ur við beiðni hennar og hittir þar Margaret Strickley, hjúkrunarkonu Elsie. Hjá Elsie sér hann samskonar hring og hinn dular- fulli kvenmaður hafði verið með. Næst er hann kemur í heimsókn til Elsie, kemst hann yfir glas, sem hefir að geyma nokkra dropa af samskonar eitri og því, sem stolið hafði verið frá honum. Ung leikkona biður Harald Farquhar að koma sér á framfæri við Fielding leikhússtjóra. Frú Farquhar, sem var þreytt eftir allar þær heimsóknir, sem hún hafði farið í þennan dag, lá á legubekk í herbergi sínu og las, þegar son- ur hennar kom inn. Er hún sá hann, reis hún strax upp og rýmdi til fyrir honum við hliðina á sér um leið og hún brosti blíðlega, er hann beygði sig niður og kyssti hana á ennið. Hún var rúmlega fimmtug. Útlit hennar var unglegt og klæðaburðurinn smekklegur og óbrot- inn. Frá henni hafði sonurinn erft hin fögru augu og hið vingjamlega bros, sem lék á vörum hans. Þegar Farquhar hafði setzt, leit hann yfir í hinn enda herbergisins, þar sem systur hans sátu við kringlótt borð og voru svo önnum kafnar að fást við það, sem á því var, að þær höfðu ekki tekið eftir því, að hann væri kominn. „Það eru bara blórn," sagði móðir hans. „Ellen fékk fulla körfu, og hún var svo væn að gefa okkur dálítið af þeim. Við ætlum til frú Wildon í kvöld, og stelpumar ætla að skreyta kjólana sina með lifandi rósum og liljum." Frú Farquhar fór aftur að lesa, en Farquhar hallaði sér makindalega upp við bak legubekks- ins og virti fyrir sér stúlkumar, sem voru að fást við blómin og leituðu af og til 'ráðlegginga hjá Ellen. Hún var herbergisþema hjá þeim, fjör- leg, brúneygð ung stúlka. Hún var augsýnilega mjög ánægð að finna, að blómin skyldu vekja svona mikla ánægju og var alltaf að gefa ungu stúlkunum góð ráð um, hvemig þau fæm bezt við kjóla þeirra. Hún var að skera úr deilu milli stúlknanna út af nokkrum geitnalaufsgreinum, er þjónustu- stúlka kom inn með bréf til Beatrice Farquhar. Harald brosti, er hann sá þær kasta blómunum á borðið og gægjast allar í bréfið til þess að sjá, hvað vinkona þeirra skrifaði. Hann heyrði eina og eina setningu, og frú Farquhar, sem fékk ekki næði til þess að lesa, .lagði frá sér bókina. „Hún er einu sinni enn búin að fá nýjan kjól. En hvað hún á gott! Hvað segir hún um hatt- ana? Hérna er einhver eftirmáli. Nei, hvað það er sorglegt með Elsie! Hugsaðu þér, mamma, hún liggur fyrir dauðanum! Er það ekki ógur- legt?" „Um hverja eru þær að tala?“ spurði Harald óþolinmóður. „Skilurðu það ekki? Höfum við ekki sagt þér, að bezta vinkona Maud í skólanum var ungfrú Drummond ? Hún heitir Elsie Dmmmond. Nú skrifar Maud, að hún hafi verið veik nokkuð lengi og sé alveg að deyja.“ Allt í einu heyrðist niðurbælt óp, sem líktist stunu, og Ellen datt á gólfið og tók með sér í fallinu borðdúkinn og fallegu blómin, sem hún hafði verið að fást við. V. KAFLI. Ellen Stewart hafði lengi verið i þjónustu Farquhar fjölskyldunnar; hún var kát og fjör- leg, þar að auki dugleg hjúkmnarkona og um- hugsunarsöm mjög. Jafnvel frú Farquhar, sem sjaldan hrósaði hjúum sínum, hafði oft látið I ljós ánægju sína með hana. Það var því ekkert undarlegt, þótt stúlkumar kepptust um að vekja hana til meðvitundar, og jafnvel Harald, sem var mjög hlédrægur ,flýtti sér að aðstoða við að láta hana upp á legubekkinn og sækja vatns- glas handa henni. Litlu seinna opnaði Ellen augun og sagði, að nú liði sér betur. En á meðan hún talaði, fór hrollur um hana og hún var svo föl, að frú Farquhar sagði, að hún ætti strax að fara í rúm- ið, og varð stúlkan þeirri skipun mjög þakklát. Er Maud Farquhar og systur hennar höfðu rætt um þetta atvik og endað með þvi að segja: „Þetta var einkennilegt. Skyldi það hafa verið af hinum sterka ilm blómanna?" báru þær blóm- vendina upp i herbergi sín og vonuðu, að þær þyrftu ekki sjálfar að greiða hár sitt fyrir sam- kvæmið. Harald, sem var niðursokkinn við það að skrifa nokkrar athugasemdir í vasabók sína, minntist þess allt í einu, að hann þurfti að skipta um föt, og ætlaði að fara upp í herbergi sitt, þegar móðir hans kallaði á hann. „Farðu ekki,“ sagði hún og lagði frá sér bók- ina. „Ég þarf að tala við þig.“ Hún gekk að aminum og sneri sér að syni sínum. „Segðu mér — hver er ástæðan fyrir þessu atviki?“ „Ástæðan?" endurtók Harald undrandi. „Áttu við yfirlið Ellen, mamma? Það er mjög aug- ljóst. Stelpumar hafa verið svo hugsun'arlausar, að láta hana standa, þangað til hún hefir verið orðin uppgefin." „Þér skjátlast," svaraði hún rólega. „Ég leyfi aldrei dætrum minum að þreyta Ellen. Staða hennar er ekkert hóglífisembætti. Mér þykir leiðinlegt, að geta ekki haft tvær herbergisþern- ur fyrir systur þínar. Þú verður að muna það, að föt þeirra em fátækleg, þær aðstoða sjálfar við það að sauma þau, og þær fara sjaldan út að skemmta sér. Stúlkan getur því ekki hafa of- reynt sig, og hún sleppur við að biða nótt eftir nótt eftir því að fólkið komi heim eins og flest- ar herbergisþernur verða að gera. Ég hefði gaman af því að vita, hvað amar að henni." „Þú leggur allt of mikið upp úr svona smá- vægilegu atviki, mamma," sagði sonurinn óþolin- móður. „Það getur vel verið, að það hafi verið blómailmurinn eins og Maud sagði. Hvers vegna ertu svona óróleg, mamma. Ég held, að Ellen veikist ekki." „Nei, nei, þetta var ekki neitt alvarlegt. En það er ástæðan til þess, sem ég er að hugsa um. Hvers vegna kom svona á hana, þegar hún heyrði nafn Elsie Drummond nefnt?“ Harald geispaði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.