Vikan


Vikan - 21.05.1942, Blaðsíða 8

Vikan - 21.05.1942, Blaðsíða 8
8 VIKAN, nr. 16, 1942 Gissur týnist! Dóttirin: En — mamma, hvers vegna ertu að rífast í mér? Ég hefi ekki séð pabba í allan dag. Rasmína: Jaeja, en sittu ekki þama eins og glópur, reyndu heldur að hjálpa mér til þess að finna hann. Rasmína: Standið ekki eins og heymar- og mállaust dýr — gerið eitthvað — við verðum að finna herra Gissur. Þjónninn: Fyrirgefið frú mín, en hvar haldið þér, að ég ætti helzt að leita að herra Gissuri? Rasmína: Ég ætla að hringja til Knalla. Ef til vill er hann á kaffihúsinu hans, asninn sá arna, ég er alveg að deyja af áhyggjum út af honum.“ Knalli: Nei, frú, hann er ekki héma, vissulega, við skulum leita að honum, já, frú, já, frú, það fer allur hópurinn að leita að honum. Lögregluþjónninn: Nei, við höfum ekki séð hann, síðan hann kom hingað og gekk í ábyrgð fyrir bróður Rasminu. Lögreglustjórinn: Spurðu þá, hvort þeir hafi séð bróður hennar, hann á að fara í steininn aftur. Gubbi: Gissur, hó, hæ! Bommi: Halló, Gissur, komdu, hvar sem þú ert! Knalli: Ég ætla bara að kíkja inn til þes sað vita, hvort hann er þama. Ég þori ekki að fara inn, hann Slagsmála-Jói er þama inni. Snippi: Ég ætla að fara og vita, hvort hann er þama í „Gula ijóninu". Gilli: Heyrðu, Tommi, hefir þú nokkuð séð hann Gissur? Ef svo er, máttu til að segja mér það, þú færð engar skamm- ir fyrir. Tommi: Nei, hann hefir ekki komið hingað, hann kemur aðeins, þegar dansmeyjarnar sýná. Lalli: Heyrðu, Tumi, mér er alveg sama, hvernig þú hefir þaö, og það skiptir engu máli, hvemig ég hefi það. Ég er bara að leita að Gissuri og verð að finna hann! Tumi: Ég hefi ekki séö hann síðan við síðustu hnefaleikskeppni. Herra Stuttháls: Ég hefi gert allt, sem í mínu valdi stendur, ég skil ekki, hvar hann getur verið. Lára: Stilltu þig, Rasmína, það stoðar ekkert að gráta. Rasmína: Þetta er alveg hræðilegt. Herra Snjólfur: Hann hefir nú aldreí gert neitt þessu líkt áður. Herra Stuttháls: Hvað, þama er hann þá kominn. Herra Snjólfur: Hver þremillinn, hann er þá ekki dauður. Herra Makalaus: Ég hefði gaman af að vita, hvað hann segir sér til afsökunar. Lára: Þorpari! Rasmína: Þama ertu þá! Veiztu, að þú missir næstum þvi að því að komast i blöðin á morgun? Gissur: Ég var að ræða við herra Mánaberg til þess að komast að raun um, hvað hann vildi, að ég gerði i dag. , .

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.