Vikan


Vikan - 21.05.1942, Blaðsíða 3

Vikan - 21.05.1942, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 16, 1942 3 Valur Gíslason (til vinstri) og: Aifred Andrésson sem Grímur í „Öldum" eftir séra Jakob Jónsson. Alfred Andrésson leikari. Framhald af forsíðu. þrennt er, eftir Ridley, og Eruð þér frímúrari, og lék líka í þeim á Akureyri og Isafirði og er oss tjáð, að hann hafi haft mikla ánægju af að leika á báðum þessum stöðum. í Öldum hafði Alfred lítið hiutverk, alvarlegs eðlis, en fór prýðilega með það. Þeir, sem vit hafa á þessum hlutum, telja eitt bezta hlutverkið hans hafa verið innheimtumaðurinn í Tengdapabbi, eftir Geijerstan. Það var ger- hugsað og meðferðin sérstaklega góð. Alfred Andrésson hefir aldrei fengið eins stórt hlutverk og í „Nú er það svart, maður!“ ,,revyunni“, sem frumsýnd var mánu- daginn 11. þ. m. Annar höfundur hennar sagði við oss, að svo mætti segja, að ,,revyan“ væri samin fyrir Alfred, enda ber hann leikinn algerlega uppi og vakti mikla hrifningu leikhúsgesta. Er það augljóst, að vér eigum nú engan gamanleikara honum fremri. „Revyan 1942: Nú er það svart, maður! Klessumyndir í fjórum sjatteringum“, er bráðsmellin og skemmtileg, brandararnir eru lif- andi og Alfred kann að segja þá. Hann sýnist mjög öruggur (þótt hann ef til vill skjálfi á beinunum af leiksviðshrolli!), hver setn- ing er sögð svo greinilega, að hún missir ekki marks og hreyfingar allar hnitmiðaðar. Alfred virðist fæddur leikari og hefir í raun- inni fengið allt of fá tækifæri til að reyna verulega á kraftana og sýna, hvað í honum býr. En hann er svo hlédrægur maður, að ólíklegt mun vera, að honum hafi nokkurntíma komið til hugar að trana sér fram eða ýta á eftir því, að hann fengi mikil verkefni. Alfred sem Kristján búðarmaður í Pilti og stúlku og ArndísBjörnsdóttir. Alfred Andrésson er og ákaf- lega vinsæll gamanvísnasöngv- ari og þó að svo kunni að vera, að honum þyki ekki alltaf gam- an að þurfa að vera skemmti- legur, þá er ekki hægt að sjá það á honum, því að hann kemur öllum í gott skap — og slíkir menn eru dásamlegir! Sveisteinn og- úlfhundurinn Karakúl •í „Forðum í Flosaporti". Brynjólfur <t. h.) og Alfred sem Smart í Stundum og stundum ekki. Alfred sem „IJegistörinn" i „Nitouche". Hér sést ung, amerísk stúlka, Katherine Hubbard, vera að hengja upp berjaklasa á aðal- götunni í Pasadena í Kaliforníu. Það er verið að skreyta borgina í tilefni af miklum hátíðarhöld- um til þess að fagna sumrinu. Frú Churchill dansar. Yngismær hengir upp berjaklasa. Frú Winston Churchill, kona forsætisráðherra Bretlands, sést hér vera að dansa við verka- mann, sem vinur við hergagna- framleiðslu. Þetta var á skemmt- un í Norður-Englandi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.