Vikan


Vikan - 21.05.1942, Blaðsíða 10

Vikan - 21.05.1942, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 16, 1942 ! ugimii iii. I ncimiLiu Tekökur. 225 gr. hveiti. 1 teskeið lyfti- duft. 60 gr. sykur. 115 gr. smjör. 1 egg. Hveitinu, lyftiduftinu og sykrinum er blandað saman. Smjörinu hnoðað saman við. Síðan er deigið hrært út með eggjum og dálitlu af mjólk. Deigið er svo flatt út og skorið í smákökur með glasi. Þær eru látnar á smurða plötu og bakaðar við mik- inn hita. Bornar fram smurðar með smjöri. Vanilluhringir. 350 gr. smjör. 100 gr. flórsyk- ur. 1 vanillubréf. 500 gr. hveiti. 3 egg. Möndlur. Smjörinu og flórsykrinum er hrært saman, og vanillan, eggjarauðurnar og hveitið látið saman við. Deigið er hnoðað vel og svo búnir til hringir. Þeir eru pénslaðir með eggjahvítu, síðan er sykri og hökkuðum möndl- um stráð á þá. Bakaðir á plötu, þar til þeir eru orðnir ljósbrúnir. Sandkaka. 250 gr. smjör. 250 gr. flórsyk- ur. 125 gr. kartöflumjöl. 125 gr. hveiti. 125 gr. hrísmjöl. 4 eSS- Smjörið og flórsykurinn er hrært þar til það er orðið hvítt, síðan eru eggjarauðurnar iátnar út í. Þegar búið er að hræra það aftur vel, er hveitinu, kartöflumjölinu og hrísmjöl- inu blandað saman við. Að lokum eru eggjáhvítumar þeyttar og látnar út í ásamt dálitlu af möndludropum. Bakað í móti um klukkutima. Hentugur kjóll. Þessi kjóll er úr bláu, þunnu ullar- efni, með hvítu brjósti, sem er með fellingum eftir því endilöngu og hneppt með hvítum smáhnöppum. Felling er framan á pilsinu. Svona eigið þér að fara í sokkabandabeltið. Stúlkan hér á myndinni sýnir, hvemig réttast er að fara í sokka- bandabeltin, til þess að þau endist sem lengst. Beltinu á að vefja upp og toga það þannig upp á mjaðmimar, en þar er slétt úr þvx. Eftir þvott má ekki þurrka beltin á miðstöðvar- ofni eða á móti sól. Gullbmðkaup eiga hjóniii Marín Jónsdóttir og Sigurgeir Gíslason, Hafnar- firði, 22. þessa mánaðar. Ráð til pess að Haldið stútnum og tappanum hreinum, með því að þurrka þá, eftir hverja notkun. Notið klút eða bóm- ull vætta i ,,asepton“. Gætið þess, að ekki detti neitt af bómullinni niður í glasið, því við það verður lakkið kekkjótt. Ef þér ætlið að baka kartöflur, þá skulið þér fyrst láta þær standa í sjóðandi vatni í stundarfjórðung. Þá eru þær miklu fljótari að bakast. efliÐSOLUBIRGÐIR ARNI JÓNSSON. HAINAISU > spara naglalakkið. Ef þér ætlið að hrista upp iakkið, þá snúið því á milli handanna í stað þess að hrista það upp og niður. Það gerir lakkið jafnara, án þess að það skvettist upp í tappann. Ef tappinn festist á glasinu, þá vætið trénaglasköfu í ,,acepton“ og ýtið henni meðfram rönd tappane. Hér er ágætt ráð til þess að drýgja. naglalakkið. 1 hvert skipti, sem þér notið það, skulið þér hella í það ein- um til tveim dropum af „acepton". Þetta fær lakkið til þess að endast helmingi lengur og hindrar það í þvi að þykkna. Það hefir engin áhrif á lit iakksins. Hér er annað gott ráð. 1 stað þess að þurrka af penslinum á stútnum, skulið þér nudda af honum innan í glasinu. Þetta hindrar lakkið í þvx að storkna utan á glasinu og gerir það auðveldara að opna glasið og skrúfa tappann svo vel á glasið, að það verður loftþétt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.