Vikan


Vikan - 10.09.1942, Blaðsíða 3

Vikan - 10.09.1942, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 32, 1942 3 Sönn og eftirtektarverð saga, sem bendir á leið til þess, að þjóðirnar geti einhvern tíma lifað saman í friði. Tveir VINUR MINN, Gilles Breynat herfor- ingi var sendur til Marokko árið 1920. Hann var sonur uppgjafa hers- höfðingja og því vel menntaður, og djarfur og góður reiðmaður. Hann var mjög hrif- inn af þessari skipun. „Ég var í herþjónustu í Afríku í síðasta stríði,“ sagði hann þá við mig, ,,og lærði mál Araba og Berba. Nú vil ég búa á meðal hinna innfæddu og láta þeim geðjast að mér. Ég er búinn að biðja um að verða sendur til þess hluta, sem enn er frjáls, og ég ætla að reyna að verða gagnlegur þar.“ Nokkrum mánuðum seinna skrifaði hann mér að hann hefði fengið það, sem hann hefði óskað eftir og væri nú foringi lítils virkis í Atlas-fjöllum,alvegumkringd- ur herskáum og uppreisnargjörnum kyn- flokkum. „Ég er eini FVakkinn hérna,“ skrifaði hann. „Allir hermenn mínir eru Marokko- búar. Þeir eru mjög hlyntir mér. Yfir- maður minn, Plantier, ofursti af gamla skólanum, gerir mér miklu erfiðar fyrir en' þeir. Bækistöð hans er langt héðan, þriggja daga reið, en hann hefir vakandi auga A mér. Þegar ég kom, skipaði hann mér að yfirgefa ekki virkið. „Ef þér farið út,“ sagði hann, „þá eruð þér dauðans matur. Hermennirnir eru ágætir skotmenn. Dauði yðar mundi verða tákn fyrir upp- reisn um allt héraðið, og við mundum eiga við erfiðleiká að stríða í heilt ár. Verið þess vegna alveg kyrrir.“ Auðvitað hefi ég ekki hlýtt skipun hans nákvæmlega, því að mér fannst hún ákaf- lega heimskuleg. Á hverjum morgni fer ég í könnunarferð á gæðingi mínum, César. Berbarnir, sem hafa vit á hestum, kinka með aðdáun kolli, þegar þeir sjá César þjóta fram hjá. Menn mínir hafa sagt hermönnum stað- arins, að ég sé sonur mikils foringja; að ég hafi lánið með mér og heppnist allt, sem ég geri. Ég hefi þegar tekið á móti sendimönnum, sem sýndu enga f jandsemi. Einhvem tíma vonast ég eftir að geta sagt þér, að ég hafi lagt undir okkur allt land- flæmið án nokkurra blóðsúthellinga.“ Næsta ár kom Breynat til Parísar í jóla- leyfi. Hann var mjög ákafur og hafði margar sögur að segja. „Ég ætla að segja þér leyndarmál,“ sagði hann. „En segðu engum frá því. Fyrir nokkru sögðu hermennirnir nálægt virki mínu, að þeir væru fúsir þess að ganga á vald Frökkum, ef þeir óttuðust ekki Sidi-Ma, voldugan foringja Ahansali- þjóðflokksins, sem réði yfir mörg þúsund hermönnum. Ég sá, að ég varð fyrst að menn sannfæra Sidi-Ma. Dag nokkurn spurði ég túlk minn Ben-Sliman: „Heldurðu, að ég gæti fengið að tala við Sidi-Ma?“ Hann var efinn. „Sidi-Ma hefir aldrei samþykkt að tala við franskan mann." Nú stóð lengi í samningaumleitunúm. Sidi-Ma vantreysti mér greinilega. Myndi ég vilja koma fylgdarlaus og óvopnaður? „Já,“ sagði ég við Ben-Sliman, „ég skal fara einn, undir þinni leiðsögn.“ Ef til vill talaði Ben Sliman of mikið, því dag nokkurn kom Plantier ofursti fyrirvaralaust. Hann er feitur lítill maður með strítt hár, tortryggnislegt andlit og lítur frekar út fyrir að vera skrifstofu- embættismaður en hermaður. „Hefi ég ekki bannað yður að yfirgefa virkið?“ spurði hann hörkulega.. „Það er rétt, ofursti, en ég hefi komizt að því, að hinir innfæddu menn eru mjög vingjarnlegir, og þar sem ég hefi ást á hestum —.“ „Ég banna yður þessa heimsku!“ sagði hann æstur. „Og ef þér ekki hlýðið, þá kæri ég yður fyrir herrétti!“ Ég ákvað að hlýða, en daginn eftir sagði Ben-Sliman, að Sidi-Ma hefði samþykkt að taka á móti mér, og freistingin var of mikil. Ég lét söðla César mjög skrautlega, sveipaði fallegu rauðu slagi um axlir mér og lagði af stað. Á reið okkar um gil vaxin pálmatrjám vorum við stöðvaðir öðru hverju af hermönnum með riffil í hönd; fylgdarmaður minn sagði nokkur orð við þá, og þeir hneigðu sig. Að lokum sá ég í fjarlægð hóp reiðmanna, sem báru hvít slög. „Þér verðið að fara hér af baki,“ sagði Ben-Sliman. Ég hélt áfram fótgangandi. Einn mað- ur skildi sig úr hóp hinna og gekk í áttina til mín. Það var Sidi-Ma. Andht hans var sem andlit meinlætamanns, skegg hans var svart og stutt, augu hans hvöss og ein- örð. Mér geðjaðist strax vel að honum. Við skiptumst á kveðjum og gjöfum, svo komu þjónar með sessur fyrir okkur og te með myntu í. „Ég kem,“ sagði hann, „vegna þess að mér er sagt, að þér séuð sonur mikils höfð- ingja og að þér segið aldrei ósatt. Hvers óskið þér?“ „Ég óska þess,“ sagði ég, „að Sidi-Ma, sem er hraustur hermaður og mikill for- ingi, vilji verða vinur Frakklands eins og soldáninn af Marokko og höfðingjarnir í suðri.“ Ég sagði honum frá því, að Frakkar mundu virða siði, eignir og höfðingja íbú- ‘ZTZndré (E77Zauroís:' mætast. anna og mundu eingöngu ætlast til þess, að þeir héldu uppi reglu og kæmu vel fram við franska ferðamenn. Ég lýsti virðingu Lyautey yfirhershöfðingja fyrir soldánin- um og Múhameðstrúnni. „Hvaða ávinningur er það fyrir þjóð yðar,“ sagði ég, „að halda henni stöðugt í uppreisn? Einhvern daginn kemur her inn í land yðar, með fallbyssur, sem skjóta úr svo mikilli fjarlægð, að þið getið ekki náð til þeirra með rifflum ykkar, og þið munuð verða sigraðir og reknir í burtu. En ef þér látið nú undan, mun vera farið með ykkur eins og vini. Ég gef yður dreng- skaparorð mitt fyrir því, að þér munuS vera höfðingi þjóðflokks yðar áfram.“ Við ræddum lengi saman með hinum kurteislegu orðalengingum suðurlandabúa. Hann lofaði mér engu, en var mjög vin- gjarnlegur og bað mig að koma aftur. Þegar viðræðum okkar var lokið, fylgdi hann mér að hesti mínum, horfði með að- dáun á hnakkinn og klappaði César. „Maður getur kynnzt reiðmanninum af hestinum,“ sagði hann. „Hjarta mitt segir mér, að við eigum eftir að komast að sam- komulagi.“ Við ræddumst við sex sinnum eftir þetta, og áður en ég fór í leyfið, lofaði Sidi-Ma mér því, að eftir sex mánuði — 14. júlí, á Bastille-daginn — ætlaði hann og þjóð- flokkur hans að gefa sig á vald Frökkum. Hann þurfti svona langan tíma til þess að sannfæra hina meðlimina í ráði þjóðflokks- ins. En ég hefi eið Sidi-Ma, og ég treysti honum eins vel og sjálfum mér.“ Hér greip ég fram í fyrir Gilles. „Og hvað segir Plantier ofursti við þessu?“ „Hann veit ekkert ennþá. Ef hann vissi það, þá færi allt út um þúfur. Hann mundi neita að treysta Sidi-Ma og senda lið á móti honum. Þess vegna bað ég þig að þegja um þetta leyndarmál.“ Gilles fór aftur til Marokko, og í nokkra mánuði heyrði ég ekkert frá honum. Svo dag nokkurn í júní fékk ég póstkort. Á því stóð aðeins: „Særður, en úr allri hættu.“ Ég varð mjög skelfdur og fór því að hitta föður hans, Breynat hershöfð- ingja. „Já,“ sagði hanft, „Gilles særðist hættu- lega. Og hann hefir verið í miklum vanda staddur.“ Svo sagði hann mér það, að Plantier hefði komizt að samningum Gilles við Sidi- Ma, og í refsingarskyni sent hann á upp- reisnarsvæði. Hinn ungi herforingi hafði Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.