Vikan - 10.09.1942, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 32, 1942
11
21
FRAM HALDSSAGA
Leyndardómur hringsins
Harald stóð þögull, er systurnar kysstu Elsie,
og sýndu henni greinilega, hve hryggar þær væru
yfir því, að hún væri að yfirgefa þær, og báðu
hana að koma oft að heimsækja þær. En þegar
ungi maðurinn fylgdi henni fram í forstofuna og
sveipaði klút um axlir hennar, þá notaði hann
tækifærið til þess að segja nokkur orð við hana:
„Eg get nú ekki sagt neitt annað við yður
en hittumst aftur! Undir eins og ég er búinn að
sætta mig við þetta, þá kem ég að heimsækja
yður. Þér neitið vonandi ekki að taka á móti
mér?“
„Það mun alltaf gleðja mig að hitta vini mína,“
sagði Elsie.
Þetta var eiginlega ekki það svar, sem hann
hafði vonazt eftir, en henni hafði allt í einu kom-
ið í hug hringurinn, sem hún geymdi í skrif-
borðsskúffu sinni, og hún varð að losna við það
loforð, áður en hún gat hlustað á nokkum
annan.
„Beatrice verður hjá mér,“ sagði hún, ,,og
hún mun hafa gaman af að sjá yður, ef ég
skyldi vera önnum kafin. En hvar er hún? Veit
hún, að vagninn er korninn?"
En áður en nokkur gat farið að sækja hana,
kom Margaret þjótandi með vínglas á bakka.
„Ungfrú Elsie, þér ættuð að drekka þetta áður
en þér leggið af stað, og svo ættuð þér að
hafa klút um hálsinn.“
„Má ég hjálpa yður, ungfrú," sagði Ellen. Hún
hafði komið niður með farangur Elsie. Hendur
hennar voru svo kaldar og titrandi, að það fór
hrollur um Elsie, þegar þær snertu hana.
Ef til vill var þetta ástæðan fyrir því, að
Ellen dró þær svo skyndilega að sér, að hún
rakst á bakkann og vínið helltist niður.
„Það er leiðinlegt, að fólk skuli ekki athuga,
hvað það gerir,“ sagði Margaret gremjulega og
lét ekki einu sinni blíðkast, þegar stúlkan bað
auðmjúklega afsökunar og bauðst til þess að
ná í annað glas. En Elsie vildi ekki neitt, hún
bað Ellen bara að fara og ná í Beatrice.
Á sama augnabliki og Eilen fór til þess að
leita að henni, kom Beatrice inn i forstofuna með
kápu sína á handleggnum. Hattinum liélt hún á
í hendinni. Hún hafði tekið hann í svo miklum
flýti af höfðinu, að hárið var allt úfið. Hún
sagði við Elsie:
„Fyrirgefðu, kæra Elsie, að ég skyldi láta þig
bíða. Kysstu mig og fyrirgefðu jafnframt það,
að ég verð að hafna hinu vingjarnlega boði þinu
og get ekki farið heim með þér.“
Harald kallaði reiðilega nafn systur sinnar og
Elsie sagði vonsvikin:
„Hversvegna tekurðu svo skyndilega þessa
óvæntu ákvörðun? Ég hélt, að það væri ákveðið,
að þú kæmir með mér.“
„Það var það líka, en svo uppgötvaði ég —
fyrirgefðu — datt mér í hug dálítið, sem gerði
það, að ég verð að vera kyrr heima. Vertu ekki
reið, Elsie, ég get ekki að því gert,“ bætti hún
við í bænarrómi.
„Veit mamma nokkuð um þessa ákvörðun
þína?“ spurði Harald.
„Nei, en ég ætla að fara og segja henni það.“
Þegar hún ætlaði að fara, greip Elsie í kjól
hennar og spurði um ástæðuna fyrir þessari breyt-
ingu. En Beatrice vildi ekki svara því. Hún lagði
aðeins handleggina um háls Elsie og hvíslaði, að
sér þætti það sjálfri allra verst. Síðan flýtti
hún sér í burtu til þess að þurfa ekki að svara
Harald.
F n v « * <r q • Dulklædd kona með dýr- «
*■ ú 1 s <1 g d. mætan hring á hendi
stelur eitri frá Graham Mortimer. Skömmu
seinna sér hann sams konar hring hjá
bernskuvinkonu sinni, Elsie Drummond, og
kemst hann að þvi, að henni hefir verið
gefið eitur. Hann giftist henni til þess að
bjarga heiðri stjúpa hennar. Elsie batnar
með aðstoð Grahams, en þá vill hún að
hjónabandi þeirra sé slitið. Elsie kynnist
Harald Farquhar og fer í heimsókn til fjöl-
skyldu hans. Harald á vingott við leikkon-
una Marie, en hún uppgötvar slæma fyrir-
ætlun hans og missir álit á honum. Graham
kynnist frú St. Aubyn, frænku Farquhar-
fólksins, og ætlar hún að hjálpa honum að
hafa upp á dulklæddu konunni. Elsie fer frá
Farquhar-fólkinu vegna skipunar Grahams.
Harald Farquhar játar Elsie óbeint ást
sína. Ákveðið er að Beatrice Farquhar fari
heim með Elsie. F.rú St. Aubyn kemur í
heimsókn til Farquhar-fólksins.
Frú Farquhar kom inn á sama augnabliki og
Elsie horfði undrandi á eftir Beatrice. Harald,
sem var mjög reiður, snéri sér strax að móður
sinni og bað hana að koma vitinu fyrir Beatrice.
En frú Farquhar yppti öxlum og sagði að þetta
væri ekki annað en hún hefði búizt við af Bea-
trice, þar sem hún væri svo duttlungafull.
,,Hún. sér áreiðanlega eftir því á morgun,“
sagði hún við Elsie. „Og í fyrsta skipti, sem ég
kem að heimsækja yður, verður hún að koma með
og biðja afsökunar.“
Elsie fór því af stað með þjónustustúlku sinni
og var mjög undrandi yfir því, sem skeð hafði.
Hvers vegna hafði Beatrice fyrst glaðst svo mjög
yfir því að mega fara heim með henni, en svo
neitað að fara? Og gat það verið, að frú Farqu-
har væri eins ókunnugt um ástæður dóttur sinn-
ar eins og hún vildi vera láta? Elsie hafði aldrei
orðið þess vör, að Beatrice væri duttlungafull.
Hún var. að eðlisfari mjög fjörug og glaðlynd,
og þótt hún yrði stundum gripin af sorg, þá bar
hún það svo vel, að ekki nema hinir nánustu
höfðu grun um ástarsorgir hennar.
Hún var ónáðuð í hugsunum sínum af Marga-
ret Strickley, sem sagði:
„Guði sé lof, að þér farið nú loksins heim ung-
frú,' Elsie. Ég er svo ánægð yfir því, að þér
skulið vera að fara af heimili frú Farquhar, að
ég gæti næstum hoppað af gleði.“
„Hvers vegna ertu svona ósvífin og vanþakk-
lát?“ sagði Elsie gremjulega. „Voru kannske ekki
allir mjög góðir og elskulegir við þig þar?“
„Jú, ungfrú Elsie; en það hefði verið betra,
ef þau hefðu ekki hegðað sér þannig. Það er
svo leiðinlegt að vantreysta þeim, sem maður
stendur í þakklætisskuld við.“
„Hvers vegna vantreystir þú frú Farquhar og
öðrum á heimili hennar?“
„Ja, ég vildi óska þess sjálf, að ég gæti út-
skýrt það, bæði yðar vegna, ungfrú Elsie og
vegna sjálfrar min. Ég vildi óska þess að ég
vissi, hvers vegna ég hugsaði alltaf, að þótt á
yfirborðinu væri allt gott og blessað, þá væri
samt undirniðri eitthvað, sem ekki væri eins og
það ætti að vera.“
Elsie svaraði ekki. Var það vegna þess, að
þessi sama hugsun hafði stundum ásótt hana?
En svo skammaðist hún sín og ætlaði að fara að
ávíta Margaret, þegar vagninn nam staðar.
„Hvað, erum við þegar komin heim?“ spurði
Margaret.
Áður en Elsie gat svarað, sá hún andlit frá St.
Aubyn fyrir utan vagninn.
„Ungfrú Drummond, mig langar til þess að
biðja yður að gera mér greiða," sagði hún. „Öku-
maðurinn, sem ók með mig til frú * Farquhar,
hefir misskilið mig og ekið í burtu. Vilduð þér
gjöra svo vel að aka með mig á næstu vagn-
stöð?"
„Ökumaður minn getur fyrst ekið mér heim
og síðan farið með yður,“ sagði Elsie og bauð
frú St. Aubyn að setjast við hlið sér.
Henni féll vel við hana, og hún var því fegin
að geta gert henni greiða.
Frú St. Aubyn þakkaði henni fyrir og áður
en þær skildu, var það ákveðið, að þær færu
næsta morgun til Kensington, á safnið þar.
„Nú megið þér ekki bregðast mér,“ sagði frú
St. Aubyn með þeirri hreinskilni, sem Elsie féll
svo vel. „Mig langar til þess að kynnast yður,
og þér skuluð ekki mynda yður neina skoðun
á mér eftir ummælum annars fólks. Dæmið
sjálfar c ■ áður en þér getið það, skuluð þér
ekki mi.mast á það við neinn.“
Elsie roðnaði. Vissi frú St. Aubyn, að hún
hafði verið vöruð við henni? Hún sagði:
„Hvers vegna ráðleggið þér mér þetta?“
„Er ég ekki þegar búin að segja yður, að mig
langar til þess að kynnast yður nánar? Það er
þess vegna, sem ég bið yður að láta ekki 'dóma
annarra hafa nein áhrif á yður, fyrr en þér hafið
sannfærzt um, að ég er raunverulega vinkona
yðar.“
Vagninn nam nú staðar fyrir utan heimili Elsie,
og frú Elliott stóð og beið eftir þeim.
„Ég- held loforð mitt, það megið þér reiða
yður á,“ sagði Elsie, er búið var að opna dyrnar
og þjónninn kominn til þess að hjálpa henni út
úr vagninum.
Alveg frá því er frú St. Aubyn kom upp í
vagninn, hafði Margaret setið hnakkakert og
tautað með sjálfri sér, að til væri fólk, sem
alltaf þyrfti að nota sér aðra, jafnvel þótt það
þekkti þá varla. Hélt það kannske, að húsmóðir
hennar hefði almenningsvagn, sem hver og einn
gat farið inn í og út úr eftir vild. Án þess að
lita við þessari, að licnnar áliti, ágengu konu
beygði hún sig og ætlaði að fara á eftir Elsie,
þegar hönd var lögð á handlegg hennar.
„Margaret Strickley," sagði frú St. Aubyn svo
greinilega, að Margaret heyrði vel það, sem hún
sagði. „Húsmóðir yðar hefir verið í mikilli hættu
stödd. Hvort hún hefir sloppið ósködduð, vitum
við hvorugar. En þér megið ekki fara að sofa
í nótt, og ef þér sjáið eitthvað grunsamlegt,
verðið þér strax að ná í Mortimer lækni."
XXIII. KAFLI.
Orð frú St. Aubyn höfðu haft meiri áhrif á
Margaret en hana grunaði. Þegar hún kom inn
í húsið, glömruðu tennur hennar, hún gat varla
staðið á fótunum og leit út eins og manneskja,
sem fengið hefir slag.
Frú Elliott varð svo hissa, er hún sá Margaret,
að hún hætti í miðju kafi með það, sem hún
var að segja við Elsie, til þess að spyrja, hvort
frú Strickley væri veik.
„Nei, það er ég ekki,“ sagði Margaret afundin.
„Mér hefir bara orðið dálitið kalt, það er ekki
þess virði að minnzt sé á það.“
„En það getur nú verið slærnt," sagði frú
Elllott vingjamlega. „Þér getið fengið kvef eða
limgnabólgu upp úr því. Ef þér viljið fara
í rúmið strax, skal ég hjálpa ungfrú Elsie.“
„Ég læt engan annast störf mín,“ sagði Marga-