Vikan


Vikan - 10.09.1942, Blaðsíða 8

Vikan - 10.09.1942, Blaðsíða 8
8 VTKAN, nr. 31, 1942 Ovæntur atburður. Lási: Nei, ég er ekki að plata, Mikki. Hann Láki sagði mér það. Það eru allir að tala um það. Lögregluþjónninn: ? Lúlli: Já, þetta eru sannarlega fréttir. GuIIi: Ég á bágt með að trúa því. Polli: Heldurðu, að það haldi áfram ? Pési: Nei, ég efast um, að hann haldi út einn dag. Daddi: Nei, þetta er það ótrúlegasta, sem ég hefi heyrt. Geiri: Hann hefir aldrei gert neitt þessu líkt. Kiddi: Ég frétti þetta í .morgun og sagði konu minni það, en hún vill nú aldrei trúa neinu. Palli: Ætli Gissur hafi frétt þetta? Kalli: Þetta hlýtur að gleðja Rasmínu. Kári: Lilli, farðu heim og segðu Gunnu þetta. Lísa: Það er alveg satt, mamma sagði Siggu það, en hún vildi ekki trúa því. Dóra: Mamma mun heldur ekki trúa því. Putti: Já, heimurinn er að breytast. Gissur: Ertu viss um, að það sé ekki einhver misskilningur. Láki: Nei, Gissur. Lína sagði Stínu það, og hún sagði Rósu það, en Rósa heyrði Sillu segja Millu —. Gissur: Getur þetta verið satt? Ég verð að fá fréttimar beint frá Rasmínu. Gissur: Rasmina! Er það satt? Er það í raun og veru satt? Rasmina: Já, það er það. Ertu nú ekki hreykin af hon- um pabba. Gissur: Já, Kiddi, það er satt. Pabbi hennar Rasmínu fór i vinnu í morgu, í fyrsta skipti í sextíu ár.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.