Vikan


Vikan - 10.09.1942, Blaðsíða 4

Vikan - 10.09.1942, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 32, 1942 Þegar manni leiðist. Ung stúlka, sem er einmana og ókunnug í stórri borg, kynnist ungum manni af ein- skærri tilviljun, og . . . að var sunnudagur og hellirigning. Lizzie Turner sat ein í herbergi sínu — litlu, tötralegu herbergi í matsöluhúsi frú Brodie. f kjöltu Lizzie lá eitt eintak af sunnudagsblaði. Hún hafði lesið skrítl- urnar ellefu sinnum, hún hafði lesið vand- lega greinina: „Hvernig verða má falleg- ur“, en ekki einu sinni hún hafði getað vakið áhuga hennar. Hún hafði lesið allar auglýsingarnar, séð mynd af mest dáðu leikkonu heimsins, í stuttu máli sagt, hún kunni allt blaðið utanað, og nú lagði hún það frá sér og andvarpaði. Svo sat hún dálitla stund og horfði á rigninguna — og andvarpaði svo aftur. Lizzie var nýkomin til Washington frá litlum bæ. Heima var móðir hennar og þrjár systur. Lizzie hafði fengið atvinnu á skrifstofu, þar sem hún fékk tíu dollara á viku. Einu kunningjar hennar í bænum voru sendisveininn á skrifstofunni, kaup- maður, sem hún fór oft til og svo frú Brodie. Já, og svo þekkti hún hinar stúlkurnar á skrifstofunni og herra Caster. Caster hafði í gær allt í einu snúið sér að henni og sagt: „Hvað ætlið þér að gera annað kvöld, ungfrú Turner?“ Lizzie varð í fyrstu mjög hissa, en jafn- aði sig svo og sagði: „Ég — ég er boðin út, herra Caster.“ „Það var leiðinlegt. Ég var að vona, að þér vilduð koma með mér í smá gönguferð um bæinn; en það verður víst að eiga sig, fyrst þér eruð boðnar út.“ Lizzie var fegin því, að henni hafði dott- ið í hug að segja þetta, það var ekki laust við, að hún væri hálf hrædd við Caster, og þar að auki hafði ein af skrifstofustúlk- unum varað hana við honum. „Boðin út!“ Hún hló dálítið biturlega. Hver ætti að bjóða henni út? Henni leidd- ist svo mjög, að það lá við að hún iðraðist þess að hafa sagt nei við Caster. Hvernig átti hún að fá þennan langa og dapurlega sunnudag til þess að líða? Það væri í það minnsta óskandi, að það hætti að rigna, þá gæti hún þó alltaf farið út að fá sér ' ferskt loft. Allt í einu datt henni í hug ungur mað- ur, sem hún hafði séð í matsölunni fyrstu dagana, sem hún var þar. Hvar skyldi hann nú vera? Hann hafði verið svo vin- gjarnlegur, en hann var víst feiminn, því stundum hafði hann verið að því kominn að yrða á hana, en svo hætti hann allt- af við það. Hann virtist mjög ungur, en hún var viss um, að hann væri góður. Hún hafði ekki séð hann í heila viku. Hann hlaut að vera farinn. Prú Brodie barði að dyrum og Lizzie opnaði. „Ég ætla bara að láta yður fá hreint handklæði, ungfrú Turner. Skelfing er veðrið leiðinlegt.“ Frú Brodie hélt áfram með handklæði sín. Það hélt áfram að rigna. „Ég verð vitlaus, ef ekkert skeður,‘‘ hugsaði Lizzie. AUt í einu skaut upp hjá henni hugsun. Hún var nú hálf hrædd við hana sjálf. Hún sat dálitla stund og hugs- aði um það, svo sagði hún allt í einu: „Ég geri það! Ég vil ekki sitja hér í allan dag og láta mér leiðast.“ Hún opnaði dyrnar varlega og læddist fram ganginn. Það var enginn í forstof- unni. Lizzie læddist áfram eins og þjófur. Hún tók símaskrána og leitaði í henni. „Ég ætla að finna eitthvað nafn,“ hugs- aði hún. „Það er alveg sama, hvað það er. Það stoðar vitanlega ekkert að hringja á skrifstofur, þar sem enginn er að vinna á þeim í dag. En ég ætla að finna mann með fallegu nafni, og sem býr í snotrum bæjarhluta." Vitanlega var þetta ekki skynsamlegt, en hvernig átti hún að fá daginn til þess að líða, þar sem það var ausandi rigning, og hún var ein í ókunnum bæ. Að lokum fann hún nafn, sem henni leizt vel á — Edward R. Clemens. Heim- ilisfang hans var gefið í símaskránni, en ekki atvinna hans. Elsie hringdi í númerið. Hún gat varla andað fyrir eftirvæntingu. ’ Loks var svarað í símann, var það karl- mannsrödd. | Vitið þér það? = 1. Hvers vegna sagði Hinrik af Navarra: = „París er einnar messu virði" ? = 2. Hvaða frægt skáld er kvenréttinda- i frömuður, grænmetisæta og jafnaðar- = I maður? | í 3. Hve hár er Vindheimajökull? 1 = 4. Hvemig dó Elisabeth keisaradrottning : I í Austurríki? | : 5. Hvenær var Mjólkursamsalan í R.eykja- i vík stofnuð ? : i 6. Hvar var fyrsta skíðahöllin með til- = i búnum snjó byggð? | 1 7. 1 hvaða ríki Bandaríkjanna er Cincin- i 1 ati ? •• 1 i 8. Hvaða borg er oft kölluð „litla París“ ? i : 9. Er Bombay á vestur- eða austurströnd | Indlands? i 10. Hvenær dó Sæmundur hinn fróði Sig- i | fússon ? | Sjá svör á bls. 14. „Er þetta herra Edward R. Clemens?" spurði Lizzie. Já, það var hann. „Viljið þér gera mér mikinn greiða?“ hélt Lizzie áfram. „Þér talið við ákaflega einmana stúlku. Þér þekkið mig ekki. Nei, ég er ekki að gera að gamni mínu. Ég þekki engan hérna í bænum. Ég valdi nafn yðar af handahófi í símaskránni. Viljið þér gera mér þann greiða að koma hingað í kvöld og fara með mér í kirkju, á hljómleika, í kvikmyndahús eða eitthvað þess háttar. Ef þér gerið það ekki þá dey ég af heimþrá.“ Það var þögn dálitla stund á meðan Lizzie hlustaði á röddina í símanum. Svo gaf hún í skyndi upp heimilisfang sitt. „Ég kem og sæki yður klukkan sjö,“ var sagt í'símanum. Lizzie þaut upp á herbergi sitt og kast- aði sér upp í rúm. Hún skalf af eftirvænt- ingu. „Ég er víst frekasta stúlka, sem gengið hefir á jörðinni,“ sagði hún við sjálfa sig. Loks stóð hún upp og fór að greiða sér. Klukkan sex barði frú Brodie að dyrum hjá henni. „Það er hér maður, sem vill fá að tala við yður, ungfrú Turner,“ sagði hún bros- andi. „Hann bíður niðri í stofu.“ Lizzie flýtti sér að búa sig. „Hann kem- ur klukkutíma of snemma," sagði hún við sjálfa sig. „En það gerir ekkert til. Guð, hve ég er hrædd.“ Við stofudyrnar varð hún að nema stað- ar til þess að jafna sig, hún var með svo ákafan hjartslátt. Þegar hún loks fór inn, kom ungur maður á móti henni og rétti henni höndina. „Það gleður mig mjög að hitta yður, ungfrú Turner.“ Hún starði á hann, orðlaus af undrun. Þetta var ungi maðurinn með vingjarlega svipinn, sem hún hafði séð í matsölunni. „Hvað — voruð það þér, sem ég hringdi til? Eruð þér herra Clemens?“ „Nú skulum við fara og sjá einhverja góða kvikmynd,“ sagði hann brosandi. „Mér þykir leitt, að þér skulið hafa verið einmana, og skal ég framvegis gera það, sem ég get, til þess að fyrirbyggja það. Nú er engin rigning. Það hættir alltaf að rigna, þegar þægu börnin eiga að fara út. Komið þér nú.“ Lizzie fannst hann hafa mjög fallegt bros. Hann tók í handlegg hennar og þau fóru út. „Það var einkennilegt, að ég skyldi ein- mitt hitta á nafn yðar í símaskránni,“ sagði Lizzie. „Ég hefi séð yður hérna, en nú eruð þér sennilega fluttur?“ „Nei, ég er enn þá svo óheppinn — eða heppinn — að búa hjá frú Brodie.“ „En hvernig gat það þá verið, að ég hringdi til yðar?“ spurði Lizzie undrandi. „Þér hringduð alls ekki til mín.“ „Eruð þér þá ekki herra Clemens.“ „Nei, alls ekki. Ég er bara Willie Higg- ins og bý í herberginu við hliðina á sím- Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.