Vikan - 10.09.1942, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 32, 1942
7
Oskadraumur íslenzkar leiklistar
Sjá mynd á forsíðu.
jóðleikhúsið, þessi glæsilega bygging,
hefir nú staðið hálfgert í meira en
10 ár, og er nú notuð til allt öðruvísi og
óglæsilegri starfsemi, en þá menn og þær
konur dreymdi um, sem fyrir 12 árum sáu
langþráða von sína um „Þjóðleikhús ís-
lands“ rísa upp móti sólu á þúsund ára
hátíð Alþingis og taka á sig svip tilkomu-
mikillar hallar í frumlegum og þjóðlegum
stíl.
Saga þessa þjóðhátíðardraums hefir því
miður — hingað til — orðið dapurleg.
Þessi þráða bygging hefir lent í niðurlæg-
ingu, svo mikilli, að vinir þessa hugsjóna-
máls finna til sársauka, þegar þeir ganga
fram hjá byggingunni nú. Því enn lifir
þráin og vonin í brjóstum þessa fólks,
brjóstum þeirra, sem berjast fyrir full-
komnum þroskaskilyrðum leiklistar þessa
lands og þeirra annarra listategunda, sem
henni eru nátengdar, svo sem hljómlist og
rithst.
En, góðir íslendingar, nú er ekki hægt
að bíða með þetta lengur. Það er ekki hægt
að þola lengur þessa meðferð á hinni fögru
byggingu. Það verður að fullgera Þjóð-
leikhúsið!
Leikstarfsemi borgarinnar býr nú við
erfiðari starfsskilyrði en nokkru sinni áður
í hinum ófullnægjandi húsakynnum Iðnó,
en hefir þó hagnast vel peningalega
undanfarin tvö ár. Ef þjóðleikhúsið hefði
verið fullgert og starfrækt hefði það með
tekjum sínum getað skapað þessari starf-
semi traustan fjárhagslegan grundvöll.
Ef ríkisstjórnin gengi nú ríkt eftir því,
að byggingin yrði losuð og sýndi fram á
hina brýnu nauðsyn þess, er því vart trú-
andi, að ekki yrði hægt að finna eða
byggja eitthvert skýli, sem gæti tekið við
því sorglega hlutverki, sem Þjóðleikhúsið
leysir nú af hendi.
Það er alkunnugt, að eins og leikhús-
nefndin er nú skipuð, hefir hún þáaðstöðuí
opinberum málum, að henni væri fyllilega
treystandi til að leysa f jötra Þjóðleikhúss-
ins, ef hún beitti áhrifum sínum til fulls.
Það er heldur ekki að efa, að hún vilji gera
það.
Og ennfremur: Væri nú til of mikils
mælst, að Alþingi léti ríkissjóð, sem ein-
mitt nú hefir óvenjulega mikil fjárráð,
skila aftur eða endurgreiða fé það, sem
segja má, að hann hafitekiðtraustatakifrá
,Þjóðleikhúsinu nú í 10 ár, og er þar átt
j'^ftvið skemmtanaskattinn, sem mundi —
'ásamt tekjum Þjóðleikhússsjóðs næstu tvö
, ár — nægja til þess að fullgera þetta frum-
legasta stórhýsi landsins? Væri það virki-
lega til of mikils mælst? Svo spyrja þeir,
sem unna þessu máli.
Þeir eru að vísu allmargir, sem hafa lát-
ið í ljósi óánægju sína yfir staðnum, sem
Þjóðleikhúsinu var valinn. En þegar búið
verður að rýma til í kringum bygginguna,
eins og ætlast er til að gert verði, munu
menn að minnsta kosti komast að raun um,
að mótbáran gegn staðarvalinu er ekki svo
veigamikil, að vanrækja beri bygginguna
staðarins vegna.
Myndin á forsíðu blaðsins sýnir að
nokkru þessa hreinsun kringum Þjóðleik-
húsið og gefur mönnum nokkra hugmynd
um, hvílíka borgarprýði hér er um að ræða.
Enn mætti benda á, að í húsnæðisvand-
ræðunum núna, væri ekki lítill fengur í
öllum þeim mörgu herbergjum og vistar-
verum sem eru í bakhluta byggingarinnar
— og sem mundu létta á hinni gífurlegu
húsnæðiseklu, ef fullgerðar yrðu og teknar
í notkun. Og þessar vistarverur eru þó
þegar komnar undir þak.
Vill nú ekki þing og stjórn láta þetta við-
kvæma metnaðar- og menningarmál fyrir
alvöru til sín taka og reisa Þjóðleikhús Is-
lands úr niðurlægingu þess — svo það
standi fullgert sem allra fyrst. F-J-
x Geðbilaði lœknirinn.
SUMAR nokkurt voru hjón á ferða-
lagi um svæði í Nýja Englandi, þar
sem þau voru ókunnug. Voru þau á
leið í miðdegisverðarboð, en voru orðin
nokkuð sein fyrir, vegna þess að þau höfðu
villzt tvisvar, svo að maðurinn ók mjög
hratt. Þrátt fyrir það, tekur hann eftir
stóru, illa hirtu húsi, sem á var skilti, er
tilkynnti, að þar byggi læknir.
Er hann var búinn að aka hálfrar mílu
leið fram hjá, bilar stýrið og bíllinn fer
út af veginum og rekst á tré. ökumaður-
inn, sem er ómeiddur, tekur konu sína út
úr bílnum og sér þá, að hún er meðvit-
undarlaus og illa særð. Þetta er mjög af-
skekktur vegur; maðurinn hefir ekki séð
neinn annan bíl og fá hús. Allt í einu man
hann eftir húsi læknisins í hálfrar mílu
fjarlægð. Hann tekur konuna í fangið og
gengur og hleypur til skiptis til hinnar
hrörlegu byggingar og hringir á bjölluna.
Hár, grannvaxinn, gráhærður maður opn-
ar dyrnar og segist vera læknirinn. Það
er enginn annar í húsinu.
1 sameiningu bera þeir konuna inn í
rykuga, illa hirta lækningastofu og leggja
hana á skurðborðið. Hún er enn ekki kom-
in til meðvitundar. Læknirinn rannsakar
hana með mikilli nákvæmni og segir svo,
að hauskúpan sé brotin og að eina vonin
til þess að bjarga lífi konunnar — og sú
von væri lítil — væri að gera strax upp-
skurð. Er maðurinn lítur á allar flöskurn-
ar og áhöldin, sem augsýnilega hafa ekki
verið notuð í langan tíma, þá hikar hann,
en á ekki um annað að velja.
„Þér verðið að aðstoða mig,“ segir lækn-
irinn, „þar sem hér er enginn annar.“
Maðurinn hlýðir skjálfandi og órólegur,
°g þegar búið er að svæfa konuna, er auð-
séð, að hann muni gefast upp, svo að lækn-
irinn, með hnífinn í hendinni, segir við
hann: „Ég held, að það væri betra að þér
biðuð fyrir utan. Eg get nú annazt þetta
einn.“
Maðurinn gengur fram og aftur í for-
stofunni og gægist við og við inn í hið
upplýsta herbergi. Þá heyrir hann allt í
einu fótatak og inn koma þrír menn, fara
þeir mjög varlega. Tveir þeirra eru vopn-
aðir, en sá þriðji heldur á reipi. Þeir ganga
hægt í áttina til dyranna. „Bíðið! 1 guð-
anna bænum bíðið!“ segir maðurinn ákaf-
ur. Það er búið að opna hauskúpu konu
hans, sérhver töf, sem nú yrði, hlyti að
valda dauða hennar. Einn mannanna spyr
í hálfum hljóðum: „Hvað haldið þér, að
við séum?“
„Þjófar!“
„Nei,“ svarar hinn. „Við erum starfs-
menn við geðveikrahæli hér í nágrenninu.
Maðurinn, sem er að gera. uppskurðinn á
konu yðar, er hættulegur vitfirringur, sem
slapp í burtu fyrir tveim tímum.“
Hvíslandi koma þessir þrír menn sér
saman um að bíða, þar til uppskurðinum
sé lokið. Vitfirringurinn hefir verið skurð-
læknir, segja þeir, og það mjög frægur,
en hafði verið einkennilegur dálítinn tíma
og allt í einu orðið alveg vitskertur nýlega.
Fyrir nokkrum árum kom hann frá einni
hinna stóru borga, keypti og lét innrétta
þetta hús, og starfaði hér, þar til nauð-
synlegt þótti að láta hann á geðveikrahæli.
„Af vana hefir hann leitað hingað,“ sagði
einn mannanna, „og af vana getur honum
heppnazt þessi uppskurður. Að minnsta
kosti eigum við einskis annars úrskostar,
en að bíða. Ef við ónáðum hann núna,
hlýtur kona yðar að deyja. Þeir horfa inn
um gluggana og sjá læknirinn ljúka við
uppskurðinn, síðan ráðast þeir að vitfirr-
ingnum, sem brýzt um á hæl og hnakka
og æpir, en þeir setja hann í bönd og fara
með hann í burtu. Þeir lofa að senda
læknir og hjúkrunarkonu, til þess að ann-
ast konuna, og efna það. Konan nær sér
nægilega til þess að verða flutt til New
York, þar sem hún var látin á sjúkrahús
undir umsjá dugandi læknis. Er læknir-
inn hafði rannsakað hina brotnu hauskúpu,
sagði hann: „Kona yðar mun verða albata,
en ég skil ekkert í þessu. Aðeins einn upp-
skurður, sem ég kannast við, hefir getað
bjargað lífi hennar, og aðeins einn skurð-
læknir hefir gert þann uppskurð þannig,
að hann lánaðist. En það kastar engu ljósi
á málið, vegna þess að sá skurðlæknir varð
vitskertur fyrir mörgum árum, og er nú
á geðveikrahæli einhvers staðar í Nýja
Englandi."