Vikan


Vikan - 25.03.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 25.03.1943, Blaðsíða 13
VTKAN, nr. 12, 1943 13 I Dægrastytting ! ............. ....................... Gráskeggnr. Um kveldið gekk sá maður, er Gráskeggur nefndist, í tjaldið fyrir Útstein konung; og er þeir höfðu kvaðst, leit konungur við honum- og spurði: Hver er fæðingarstaður þinn, foreldri og iþrótt, gamli maður? Úr hverju landi bar þig hingað, og hvert er erindi þitt ? Hvað hefir þú séð á ferðum þínum, því langt muntu að kominn, eður hvert muntu héðan stefna? AH fjölspuruil eruð þér, herra, svaraði Grá- sfteggur, og ekki veit ég, ef ég kann úr að leysa. Kárl og kerling voru foreldri mín, er þá full langt rakið, því enginn lærdómur fer meir á bug við sannleikann en ættfræðin. Föðurland mun Frón, því loft og sær var mér ætíð úrhendis. Þá eina kann ég íþróttina, að koma svo til dyra sem ég er klæddur. Úr Hvítramannalandi kom ég, en lokið er erindi mínu, því leitað hefi ég farsældar og fundið. Nú er ég á leið til átthaga minna; veit ég ei enn, hvar þeir liggja, en skammt á ég nú ófarið. Kann ég ekki fleiri ævintýri. Seg oss gjör frá fundi þínum, mælti Útsteinn; á slíkum leiðangri erum nú vér og hirð vor, og æ farið erindisleysu. Hverf aftur, konungur, svaraði Gráskeggur, sú. er þú leitar eftir, leiddi þig á götu og hvarf svo heim aftur. En þá var ég ungur er ég réðist í lag með Unaðsemd drottningu, og góð þótti mér Um stund hennar þjónusta. Henni gaf ég sakleysi mitt og fleiri gripi, en tók við reynslunni; en eigi undi ég þar lengi, því hafa vildi hún alvöruna. Fór ég þá. tii Metnaðs jarls; færði ég honum litillætið, en þáði mannþekkinguna, en fá vildi hann sanngimina einnig og skildi þar með okkur. Næst var ég á vist með Auði konungi; lét ég hann fá örlætið, en hann gaf mér hagsýnina í móti; en þaðan hvarf ég, því fleka vildi hann af mér ráðvendnina. Þá þóttist ég fullreynt hafa þá höfðingjana, og leitaði á fund spekinga. Gekk ég fyrst. i klaustur með Guðsótta ábóta; hann neyddi mig til að láta af hendi tilbeiðsluna, en seldi mér hugsjónina, en frá honum strauk ég, er hann ræntist eftir skynseminni. Þaðan komst ég til Fróða. kennara; færði ég honum fullvissuna, en þáði af honum þekkinguná, en ekki gat ég ílengzt þar, því taka vildi hann ímyndanina líka. Um atund dvaldi ég hjá Braga söngmanni; hann tók aleigu mína mót fegurðartilfinningunni, en löng- úm hljóp ég þaðan, því oft skorti þar mat. VÍða hefir þú rekizt, sagði Útsteinn konungur, en lítil þykja mér erindislokin. Enn er ei saga mín öll, sváraði Gráskeggur. Nú þóttist: ég hvergi athvarf eiga og Brigðular höfðu hiér vonimar gerzt. Skyggndist ég nú um í eigin eðli, og þar fann ég farsældina, konungur; hafði ég borið hana í barmi mér athugalaust, alla götu. Nú ferð þú með fals mikið, svaraði Útsteinn, þvi það kann ég af útliti þínu að ráða, að mjög taka elli og lúi að halla á þig; og vesæll mun sá, er hrekst sem vergangsmaður. Ekki þekkist farsældin að útliti né iðn, herra, mælti Gráskeggur, heldur finnst hún í þreki, er veit neitt í lífi og dauða sitt ofurefli, og skapi, er á sér verklaun í eigin starfi. Og snú aftur, konungur, svo sem ég réði yður til fyrmm. Engan trúnað leggjum vér á Sögu þína, gamli maður, svaraði konungur, og lengra munum vér leita áður vér hverfum heim. Fyrir vissi ég svar yðár, mælti Gráskeggur. Sáma veg hljótum við állir áð fára, og þurfum langt að leita, áður vér finnum farsældina. Út Bggur braut vor og þó situr hún jafnan inni. En fár kemst heim aftUr. Um nóttina hvarf Gráskeggur úr tjaldinu og lézt enginn vita, hváð áf vár orðið. Héldu ýmsir það Óðinn verið háfa, eða vætt nokkum. (Úr „Ar", eftir Stephan G. Stephansson). Ævintýri Georgs í kínverska ræningjabænum. 5. Georg hafði sent ljósmerki frá sjóræningja- skútunni, en það vera verið að búa hana til brottfarar úr höfninni. Nú kom annað skeyti frá honum: Sjá lausn á bls. 14. Hvað var hann lengi að því? Á fallegri hæð í óþekkta. landinu, óx einu sinni tré með blöðum á bragðið sem goðadrykkur. Einn dag kom fugl og settist á tréð. Hann var þreyttur eftir langt ferðalag og kroppaði í eitt blaðið sér til hressingar. Það var öllu öðru ljúf- fengara og hann ákvað að dvelja þama æfilangt. Næsta dag borðaði hann tvisvar sinnum fleiri blöð en fyrsta daginn, og þriðja daginn tvöfalt á við annan daginn. Þannig hélt hann áfram í þrjátiu daga og þá voru öll blöðin búin, og á fallegu hæðinni sást ekki annað eftir en ber, þym- ótt trén. Fuglinn tók ekki eftir skemmdinni, en getur þú fundið, hvað hann var lengi að éta helming blaðanna ? Lausn á bls. 14. „ Orðaþraut. EKUR LINA ARG A ALD A OLGA S N A R E M J A N AÐS O F A R Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig að ný orð myndist. Séu þeir stafir lesnir að ofan frá og niður eftir myndast nýtt orð, og er það nafn á manni. Skírnarveizla. Þrír menn taka þátt í leiknum og eru tveir Veðmálið. Framhald af bls. 4. ,,Afsakið,“ sagði hún fljótmælt, „ég-hélt, að frænka mín væri hér.“ „Það er mitt að biðjast afsökunar,“ sagði hann lágmæltur, „og ég geri það í fyllstu alvöru.“ Hún hló, með uppgerðar kæti. „Við skulum ekkert tala um það. En segið mér, mættuð þér engum á leiðinni hingað?“ „Jú, ég mætti Will, hann var að fara til London.“ „Will,“ endurtók hún kæruleysislega. „Sáuð þér engan annan?“ „Nei, ungfrú — eigið þér von á ein- hverjum ?V „Já, það kemur hingað maður, sem ég vildi gjarnan heyra álit yðar um. Eg tek mikið tillit til skoðana yðar, þó að ég treysti ekki orðum yðar fullkomlega.“ „Ungfrú Katherine,“ sagði Thomas og roðnaði, „ég á þetta skilið, en hlustið á þeirra hjón, en prestur sá þriðji. Hjónin efla til veizlunnar, eins og lög gera ráð fyrir, en það er allur undirbúningurinn, að þau setja tvö koffort fram á niitt gólf og á að vera liðugt alinnar bil á milli þeirra. Að því búnu breiða þau ábreiðu eða einhvern annan dúk yfir koffort- in. Því næst setjast þau hvort á sitt koffort og strengja dúkinn undir sér, svo að ekkert lautar. Nú er presturinn sóttur og kemur hann von bráðara. Oftast hefir hann pils eða einhverja dulu yfir herðunum og á það að vera hempa. Bóndi býður honum til sætis milli þeirra hjóna, meðan sé verið að undirbúa skírnina og þiggur prestur það. En um leið og hann sezt, standa bæði hjónin upp i snatri, en presturinn hlunkast aftur á bak milli koffortanna. Barns skírn. Fólk fór einu sinni á grasafjall á Reykhólum .á fyrri öldum, og hvarf ein stúlkan, þvi þoku mikla gerði að þvi, er það var í grasaleitinni. Fannst hún ekki allt sumarið. Var þá fjölkunnugur mað- ur einn beðinn að grenslast eftir með töfralist sinni, hvar hún væri niður komin, og nema hana þaðan aftur, og því fékk hann orkað. Og er hún var heim komin, lét húsbóndi hennar, prest- urinn, hana aldrei eina vera. En einu sinni vildi svo til, að hún var send út í kirkju. En er skammt var um liðið, vitjaði húsbóndi hennar, því hann grunaði margt, og er hann kom í kirkj- una, var stúlkan horfin. Litaðist þá prestur um og sá, hvar maður reið, í rauðum kyrtli, og reiddi mejma fyrir aftan sig. Svo leið og beið og enginn vissi neitt úm stúlkuna. En einhverju sinni dreymdi prestskonuna á Reykhólum mann þann, er stúlkuna hafði burtnumið, og bar hann henni kveðju konu sinnar, með þeim fyrirmæl- um, að skírt væri bam það, er verða mundi í vöggu liggjandi fyrir framan kirkjudyrnar, er hún vaknaði, en skrúð það, er yfir vöggunni væri, skyldi prestur eiga í skírnartoll. Húsfreyja vakn- aði síðan, og reyndist allt, sem huldumaður hafði í draumi birt henni; fannst vaggan á tilteknum stað, með barninu í, og þar ofan á prestsskrúð dýrmætt og línsloppur. Prestur skírði síðan bam- ið, og var það í vögguna látið, með hinum sama umbúnaði og það hafði verið, er það fannst. Skrúðann hirti prestur, en línsloppurinn var lagð- ur ofan á vögguna. Skömmu síðar var vaggan með barninu horfin, en línsloppurinn var þar eftir. mig, eins og stendur eru veðmál ákaflega mikið í tízku . . .“ „Ég veit, að það er tízka að liða hár sitt og bera svartar perlur,“ svaraði hún, „en ég vissi ekki, að það væri líka tízka, að særa tilfinningar kvenna,“ og röddin titraði. „Þér eruð óréttlát, ungfrú Katherine; ég hefi ekki liðað hár og eftir því sem ég veit bezt, snerti þetta ekki hjarta yðar.“ „Við skulum láta þetta tal falla niður,“ svaraði hún, „en er það ábyggilega víst, að þér hafið ekki hitt neinn nema Will, er þér komuð?“ „Will er sá eini,“ svaraði Thomas, „en mig langar að segja yður dálítið áður en fleiri koma.“ Hún heyrði, að rödd hans titraði. „Þér eruð gestur minn, sir Thomas, og það væri ókurteisi að synja yður þessa.“ „Kate,“ sagði hann blítt og greip hönd hennar, „getið þér ekki fyrirgefið mér?“ Hún kippti ekki að sér hendinni. „Okkur er kennt, að fyrirgefa óvinum okkar,“ svaraði hún lágt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.