Vikan


Vikan - 15.07.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 15.07.1943, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 28, 1943 DÓTTIR EYÐIMERKURINNAR Heiður himinn sumarnæturinnar hvelfdist eins og geysistór, blár hjálmur yfir París. Óendanlegur straumur fólks leið fram og aftur eftir strætinu hjá litla veitinga- húsinu, þar sem ég sat. Við borðið hjá mér sat Paul Cyalis, liðsforingi í Afríkuher Frakka. Við höfðum setið þögulir í nær tíu mín- útur. Cyalis var yfirleitt þögull, nema ef hann talaði um málefni, sem hann hafði áhuga á. Hann kaus helzt að hafa það eins og nú í kvöld; sitja þögull og athuga um- hverfið með sínum djúpu rannsóknaraug- um. Þá tók ég allt í einu eftir manni og konu í þyrpingunni og þau gengu fram með, þar sem við sátum. Hún var elskuleg, smávaxin Parísar- stúlka; grönn og tízkuklædd, hann var hár, fríður Arabi, í mjallhvítri skikkju og gekk fyrirmannlega við hlið hennar. Litla Parísarstúlkan hafði ekki af hon- um augun og blítt bros lék um varir henn- ar. Arabinn svaraði á líkan hátt, með dökkum augum sínum, þessari yndislegu veru, sem hafði heillað hann, son eyði- merkurinnar. Ég fylgdi þessum hamingjusömu mann- eskjum með augunum, unz þau hurfu aftur inn í mannf jöldann; og sneri mér síðan brosandi að Cyalis. „Nútíminn hefir minnkað bilið milli okkar og þúsundára landsins, þar sem lambið og ljónið leika sér saman og allir eru bræður, hverrar þjóðar, sem þeir eru. Sástu hvað fór vel á með hjarðsveininum úr austrinu og litlu Parísarstúlkunni?“ Svipur Cyalis varð allt í einu harður, og brún höndin tók fastar um glasið. ,,Sú sameining getur aldrei komið til mála,“ sagði hann alvarlega. „Það er ófrávíkjanlegt náttúrulögmál, að hjarðsveinninn verður að vera í austr- inu og Parísarstúlkan í vestrinu, og svo verður það til ragnarökkurs." „Þér talið eins og af reynslu,“ greip ég fram í. „Ef til vill,“ sagði hann, og mér heyrð- ist klökki í harðri hermannsröddinni. „Eg hefi reynsluna og ef þú hefir ekkert á móti því, get ég sagt þér hana. Það getur orðið þér lærdómur.“ Og eftir það hóf Paul Cyalis, liðsforingi í Afríkuher Frakka, sögu sína: „Hún var Arabi, og dóttir eyðimerkur- innar í húð og hár. Blóðið svall í æðum hennar; hún var fljót til reiði og þver- móðsku, en strax mild og blíð eins og vor- nóttin. Og ég elskaði hana — elskaði Sulejku, eins og sá einn getur elskað, sem orðið hefir fyrir hita Norður-Algier sólarinnar. \S ÍVLÚlS CdCfrCL eftir ERICH ERICHSEN. Ég var þá með herdeild mína í afskekktu héraði í Norður Algier. Faðir Sulejku var höfðingi héraðsins. Hlutverk mitt þama var að taka hönd- um, lífs eða liðinn, Haggir-el-Rama, einn skaðsamasta bófa, sem uppi hefir verið í Algier. Hann lék sér að því að fara ránsferðir úr felustað sínum uppi í fjöllunum, og ruplaði og myrti. Að felustað hans var ekki hægt að kom- ast, en af því að hann hafði litlar matar- birgðir, héldum við að hægt væri að svelta hann inni, ef tími ynnist til. Ég er kominn á þá skoðun, að áhrif ást- arinnar á Sulejku hafi styrkt mig í þeirri trú. Á hverju kvöldi læddist Sulejka frá tjaldi föður síns, og hitti mig á afviknum stað, utan við tjaldbúðirnar. Enginn vissi um fundi okkar, að einum undanskildum. Það var undirforingi minn, René Decart. Við höfðum þekkzt í mörg ár, allt frá skólaárunum, og þegar ég var gerður að yfirmanni hans endurnýjaðist vinskapurinn. Kvöld eitt kom hann inn í tjald mitt, auðsjáanlega í mikilli geðshræringu og sagði: „Heyrðu, Paul, eigum við ekkert að reyna ? Við liggjum hér og höfumst ekkert \ VITIÐ ÞÉB ÞAÐ? = 1. Hverrar þjóðar var tónskáldið Maurice \ Ravel og hvenær var hann uppi? 1 2. Hvað er langt frá Reykjavík að Búð- i um á Snæfellsnesi ? s | 3. Hve mikið er flatarmál Suðuríshafs- i s ins? i i 4. Hvað hét móðir Nerós keisara? S 5. Hvað heitir hæsta fjall í heimi og hvað S S er það hátt? | | 6. Hvað er Madagaskar margir ferkíló- I 1 metrar? S S 7. Eftir hvern er þetta erindi: | En þú, sem undan S æfistraumi I flýtur sofandi 1 að feigðar ósi, S lastaðu’ ei laxinn, s j sem leitar móti S straumi sterklega ' = S og stiklar fossa. . = S 8. Hvaða málari er heimsþekktur fyrir S blómamálverk sín ? S S 9. Hvar eru appelsínur mest ræktaðar? = | 10. Hvenær var lýst yfir sjálfstæði Randa- | ríkja Norður-Ameríku ? S = Sjá svör á bls. 14. i iiiHiiiiiiiiiiiiimiiiimnnminiiiiiiiiiiiiiiiMtiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiNiiiMiniiiiiniiiiiiMn að og Haggir-el-Rama hefir það eins og honum bezt hentar.“ „Þolinmóður, vinur,“ svaraði ég, „okkar tími kemur bráðlega." „Þegar hann er búinn að brenna á ótal stöðum og ræna allt héraðið, en þá er það um seinan,“ hrópaði René. Ég gat ekki annað en hlegið að bráð- læti hans, en það espaði reiði hans. „Ég á ekkert með að blanda mér inn í fyrirætlanir þínar, en er það ekki hættu- legur tími, sem þú velur til daðurfunda þinna?“ hélt hann áfram. „Ég ber ábyrgð á skyldustörfum mín- um,“ svaraði ég kuldalega. „Mér virðist þú ekki gæta þeirra sem skyldi að þessu sinni! Þú hefir verið hér nógu lengi, til þess að sjá, að Arabía er viðbjóðslegasti hluti veraldarinnar. í guðs bænum, Paul, gættu þín, annars get- ur þessi stúlka orðið ógæfa þín. Hvað hefir þú eiginlega í hyggju?“ „Að giftast henni,“ svaraði ég rólega. Decart fölnaði. „Ertu með öllum mjalla!“ spurði hann. „Þú, yfirforingi í franska hernum — ætl- ar þú að giftast arabiskri flækingsstelpu.“ Þetta var meir en ég þoldi. Ég reiddist og öskraði: „Decart undirforingi, viltu koma þér til varðstöðvarinnar! “ Decart kvaddi hermannlega og yfirgaf tjaldið. Að nokkrum tíma liðnum hittumst við Sulejka á venjulegum stað. Samtal okkar Decart hafði gert mig enn ákveðnari í fyrirætlun minni. Og ég hélt henni að mér og spurði hana: „Sulejka, hvað segðir þú um, að ég yfirgæfi skyldfólk, vini og föðurland, til að giftast þér ? Myndir þú verða hamingju- söm, ef við lifðum það sem eftir er ævinn- ar saman hér?“ Dökku augun hennar Sulejku leiftruðu. Og hún hvíslaði: „Ætlarðu aldrei heim til föðurlandsins og stúlknanna þar?“ „Aldrei,“. svaraði ég, ,,aldrei.“ Þá heyrði ég skrjáfa í laufi og leit í kringum mig og sá Arabahöfuð hverfa bak við runna. Ég greip riffilinn og stökk þangað, en maðurinn var allur á burt og ég sá laufið bærast yfir höfði hans, álengdar. Sulejka hafði fylgt mér og ég heyrði hana hvísla: „Skjóttu ekki, þá vekurðu föður minn og menn hans.“ „Þekktir þú manninn?" spurði ég, og hún svaraði: „Já, það er sá, sem þú leitar, Haggir- el-Rama.“ Ég stóð augnablik agndofa og ég hugs- Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.