Vikan


Vikan - 15.07.1943, Qupperneq 12

Vikan - 15.07.1943, Qupperneq 12
12 VIKAN, nr. 28, 1943 „Við hvað áttu ?í‘ „Það er auðvitað allrar virðingar vert, að hún reynir að láta mig gleypa þessa sögu um ríki- dæmi Lázarusar — „Ég verð að játa, að mér líkaði hún ekki.“ „Góði vinur! Þú kemur alltaf með rétta álykt- un á rangri stundu. Eins og pú standa sakir, er ekki um það að ræða, hvort okkur líkar eitthvað betur eða ver. Þó að frú Rice eigi góðan vin, sem er rikur og getur gefið henni allt, sem hún þarfnast, er það ekki end’ilega sjálfsagður hlutúr, að henni detti ekki í hug að myrða beztu vin- konu sína vegna smámuna!" „Nú, svoleiðis! Fyrirgefðu!" sagði ég. „Nákvæmni! Fyrirgefðu!" sagði Póirot og hneigði sig. „Því komstu ekki í veg fyrir, að hún færi í heimsókn til Nicks?" spurði ég. „Því skyldi ég rétta út hönd mína í öftrunar- skyni? Er það Hercule Poirot, sem bannar vin- um Nicks að heimsækja hana? Að þér skuli detta þetta i hug! Það eru læknamir og hjúkr- unarkonurnar. Þessar þreytandi hjúkrunarkonur! Troðfullar af reglum og fyrirmælum og því, „sem læknirinn sagði", eins og þær orða það.“ „Þú ert ekkert hræddur um, að það verði að hleypa henni inn. Nick heimti það?“ „Góði Hastings, engum verður hleypt inn til hennar, nema þér og mér. Og meðal annarra orða: Því fyrr sem við förum þangað því betra!“ Nú var hurðin á setustofunni rifin upp á gátt og George Challenger ruddist inn. Á úti- teknu andliti hans var augljós gremjusvipur. „Heyrið þér mér, Poirot," sagði hann. „Hvað á þetta eiginlega að þýða? Ég hringdi til hælis- ins, þar sem Nick er. Ég spurði, hvernig henni liði og hvenær ég mætti koma og heimsækja hana. Og mér var sagt, að læknirinn bannaði allar heimsóknir til hennar. Ég vil fá að vita, hvað veldur þessu? Eða svo ég segi það, sem mér býr i brjósti, er þetta ráðstöfun frá yðar hendi? Eða varð Nick í raun og veru svona mikið um þennan atburð?" „Ég fullvissa yður um það, herra minn, að ég tek ekki að mér að semja reglur fyrir hæli eða spítalá. Ég mundi ekki þora það. Þvi hringið þér ekki til þessa ágæta læknis — hvað hét hann nú aftur? Jú, nú man ég það — Graham." „Ég er búinn að því. Hann segir, að henni líði eftir öllum vonum — alvanalegur þvættingur! Ég held ég þekki svona viðbárur — frændi minn er læknir. Hann er i Harleygötu. Sérfræðingur í taugasjúkdómum. Sálgreinir — eða hvern fjandann það er kallað. Huggunarorð, sem troð- ið er í skyldfólk og vini sjúklingsins. Ég hefi heyrt alltof mikið af slíku! Ég trúi því ekki, að Nick vilji, að enginn komi. Ég held, að þér stand- ið á bakvið þetta allt saman, Poirot." Poirot brosti góðlátlega að ákafanum í mann- inum. Sannast að segja hefi ég oft tekið eftir því, að Poirot er hlýtt til ástfanginna manna. „Hlustið þér nú á mig vinur minn!" sagði hann. „Ef einum er leyft að heimsækja hana, er ekki hægt að banna öðrum það. Skiljið þér það'? Það verða að vera allir eða enginn. Það er öryggi ungfrúarinnar, sem við, þér og ég, erum að hugsa um, er það ekki rétt! Það og ekkert ann- að! Þá skiljið þér þetta: Enginn má koma til hennar." „Ég skil yður," sagði Challenger hægt. „En þá —.“ „Hættið! Við tölum ekki um það meira. Við jafnvel gleymum því, sem við höfum sagt. Hygg- indi, það eru hin mestu hyggindi, sem við hafa þarf, eins og nú standa sakir.“ „Ég get þagað," sagði sjómaðurinn rólegri röddu. Hann gekk til dyranna, sneri sér við og sagði: „Það er ekki bannað að senda blóm?“ Challenger fór. Poirot brosti. „Núna,“ sagði hann, þegar Challenger var far- inn, „á meðan Challenger og frúin og ef til vill Lazarus hittast í blómabúðinni, skulum við í ró- legheitum halda áfram að lokatakmarkinu." „Og velta fyrir okkur spurningunum þremur?" spurði ég. „Já, við skulum velta þeim fyrir okkur. Þótt ég í raun og veru viti svörin við þeirn." „Hvað segirðu?" spurði ég undrandi. „Það, sem þú heyrðir." „En hvenær leystir þú úr þeim?" „Þegar ég var að borða morgunverðinn, Hast- ings. Það lá í augum uppi." „Segðu mér, hvemig í þessu liggur." „Nei, ég.vil láta þig heyra það af vörum ung- frúarinnar." Svo rétti hann mér opið bréf, eins og til að dreifa huga mínum. Það var skýrsla frá sérfræðingnum, sem Poirot hafði sent til þess að rannsaka myndiaa M AGGI og RAGGI. 1. Raggi: Halló, Eva! Það gengur eitthvað að þér? Þú anzar ekki einu sinni vinum þínum. 2. Raggi: Eva! Eva! Talaðu við mig! Hvað er að þér ? Þú blánar öll í framan. Ertu veik? 3. Raggi: Eva! Svaraðu mér! Hvað gengur að þér ? Eva: Svín geturðu verið! Þú eyðileggur allt- saman! Maður fær ekki frið til þess að æfa sig í að halda niðri í sér andanum. Þú kemur eins og hvalur og þving- ar mann til að sleppa andanum! Éð skal ... 4. Raggi: Vertu róleg, Eva! Hvemig átti ég að vita. hvað þú varst að gera? af Nicholas Buckley gamla. Hann sagði, að mynd- in væri ekki meira en 300 króna virði. „Svo að ekki þurfum við meira að hugsa um hana,“ sagði Poirot. „Engin mús í þeirri holunni," sagði ég, en það var setning, sem ég hafði heyrt Poirot segja áður fyrr. „Aha! Þú manst þetta! Já, það er eins og þú orðar það: Engin mús í þeirri holunni! Þrjú hundruð krónur, en Lazarus vildi borga þrettán hundruð! Þar skjátlaðist þessum unga manni, sem annars virðist líta út fyrir að vera kænn. En nú — nú verðum við að leggja af stað!" Hressingarhælið stóð á hæð, þar sem sá út yfir höfnina. Hvítklæddur þjónn tók á móti okkur. Hann fór með okkur inn í lítið herbergi á neðstu haáðinni og samstundis kom þangað hjúkrunar- kona, all-byrst á svipinn. Hún þurfti ekki nema sjá Poirot. Það var ber- sýnilegt, að Graham læknir hafði gefið henni ákveðnar fyrirskipanir, ásamt nákvæmri lýsingu á litla leynilögreglumanninum. Hún reyndi jafnvel að brosa. „Ungfrú Buckley leið ágætlega í nótt,“ sagði hún. „Viljið þér ekki gera svo vel að koma. upp ? " Við hittum Nick í skemmtilegu, sólríku her- bergi. Þarna, í mjóu járnrúminu, var hún líkust þreyttu barni. Hún var föl, augun rauð og þreyta og áhyggjur skein úr svipnum. „Mér þykir vænt um, að þið komuð," sagði hún áherzlulaust. Poirot tók hönd hennar í báðar sínar. „Hugrakkar, ungfrú! Það er alltaf eitthvað að lifa fyrir." Þessi orð hreldu hana. Hún leit framan 1 Poirot. ,,Æ!“ sagði hún. „Æ!“ „Ungfrú, viljið þér ekki segja mér núna, hvað það er, sem hefir legið yður þungt á hjarta undanfarið. Eða á ég að gizka á það? Og má ég votta yður, ungfrú, mína dýpstu samúð." Hún eldroðnaði. „Þér vitið það! Æ! Jæja, það er svo sem sama, hver veit það núna. Nú er öllu lokið. Ég sé hann ekki framar." Röddin brást henni. „Hugrakkar, ungfrú, hugrakkar." „Ég er alveg búin að missa kjarkinn. Þessar síðustu vikur hafa orðið mér ofviða. Ég vonaði og vonaði — vonaði í lengstu lög.“ Ég var forviða. Ég skildi ekki neitt í neinu. „Hastings veit ekki, hvað við erum að tala um,“ sagði Poirot. Hún horfði á mig sorgbitnum augum. „Michael Seton, flugmaðurinn," sagði hún, „hann er dáinn — ég var trúlofuð honum." 11. KAFLI. Ástæðan — Ég var orðlaus. Ég sneri mér að Poirot og sagði: „Var það þetta, sem þú áttir við?“ „Já, vinur minn. Ég vissi það — í morgun." „Hvernig stóð á því, að þú vissir það? Gastu gizkað á það ? Þú sagðist hafa komizt að því, þegar þú.varst að borða morgunverðinn." „Það- er alveg rétt, vinur minn. Ég sá það á fyrstu síðunni í blaðinu. Ég mundi eftir samtal- inu við borðið í gærkvöldi — og skildi allt." Hann sneri sér aftur að Nick. „Þér fenguð fregnina í gærkvöldi?" „Já, í útvarpinu. Ég sagðist þurfa að fara í símann. Ég vildi heyra fréttirnar alein — ef ske kynni . . .“ Hún andvarpaði. „Og ég heyrði það . ..“ „Ég skil. Ég skil." Hann tók báðum höndun- um utan um hönd hennar. „Það var — það var hræðilegt," sagði hún. „Allir gestirnir voru komnir. Ég veit ekki, hvemig mér tókst að láta ekki á neinu bera. Það var eins og í draumi. Mér fannst eins og ég sæi sjálfa mig eins og ég á venjulega að mér að vera. Það var svo undarlegt allt saman."

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.