Vikan


Vikan - 15.07.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 15.07.1943, Blaðsíða 6
6 herberginu — og að hún hefði verið mjpg reið út í Pierce, og reið við allan heiminn. Og að lokum minntist hún þeirrar nærgætni, sem maðurinn hennar hafði sýnt henni, með því að ónáða hana ekki eftir að hún var komin inn til sin. Biddy Gallaghree hafði komið upp hálftíma eftir með kvöldverð til hennar og lítið bréf frá Pierce — já, og í bréfinu hafði hann beðið Bar- böru fyrirgefningar á því, að hann hafði ekki sagt henni frá fyrra hjónabandi sínu, og að hann hafði leynt hana því, að hann væri faðir tveggja barna. Hann viðurkenndi, að hún hefði fulla ástæðu til þess að vera sér reið, en hann vissi, að hún var úrvinda af þreytu, og hann vænti þess fastlega, að hún yrði með meira gleðibragði á morgun, eftir styrkjandi nætursvefninn. Hann kvaðst hafa mikið að starfa út af verzlunar- bréfum, sem hann þyrfti að annast, skrifaði hann áfram, svo hann væri neyddur til að sitja við þau lengi fram eftir, en síðan mundi hann leggja sig inni í búningsherberginu sinu, og sofa þar um nóttina, til þess að gera henni ekki ónæði. Bréfinu lauk með ótal fagurmælum um ást hans á henni. Skap Barböru mildaðist ofurlítið, þegar hún las þessi angurblíðu orð. Nú hafði svefninn og hvíldin gefið henni nýjan þrótt aftur. Og nú fannst henni, þar sem hún lá og litaðist um í þessu stóra herbergi, að það liti alls ekki eins óhugnanlega út í dagsbirtunni og það hafði gert kvöldið áður. Veggteppin voru reglulega falleg, gluggatjöldin voru að vísu orðin mjög upplituð og gólfteppið var gamallt og slitið, en stóri eikarklæðaskápurinn var sannkallað listaverk, og gamla rúmið var prýtt útskurði. Sængurfötin voru úr mjög fíngerðu lérefti, og koddaverin vandlega bróteruð og Barbara sá að eitt þeirra hafði rifnað, en hún sá líka, hversu frábærilega vel hafði verið gert við það. Ég hefi víst ekki kunnað að stjóma skapi mínu í gærkvöldi, hugsaði hún, um leið og hún hag- ræddi sér í rúminu. Ég hafði líka fulla ástæðu til að reiðast; einhver hefði orðið reið í mínum sporum, þar að auki var ég líka svo þreytt, svo var það rigningin og myrkrið í gærkvöldi, það var eins og allt legðist að mér, til þess að auka á angur mitt. Hún strauk fingrunum gegnum langt og þykkt hárið. Ég verð að taka mig til í dag, og leggja mig fram í því að fá áhuga fyrir öllu hér, viðkomandi heimilinu, og vita, hvort ég get ekki orðið ánægð. Það getur ekki gengið að vera með óánægju. Þótt eitthvað sé að í dag, þá getur allt verið gott á morgun. Ég reyni að gera allt, sem í minu valdi stendur, til þess að vinna traust barnanna. Þau hafa líka meiri ástæðu til að líta með kala til mín, ef ég er þeim ekki reglulega góð. Hún reis upp í rúminu. Hárið féll niður um herðar henni, og augun ljómuðu af áhuga. Það kom mildur svipur á andlit hennar, þegar hún fór að hugsa til mannsins síns, og hversu heitt og einlæglega hann elskaði hana. Það gæti orðið skemmtilegt fyrir hana að umskapa Glenns- kastalann og gera hann að reglulegu myndar- heimili —- reglulega fallegu og vinalegu heimili. Það var einmitt verkefni fyrir framtakssama manneskju eins og Barböru, og hún var sann- færð um, að Pierce vildi fara að óskum hennar í hverju sem væri, og láta smekkvísi hennar'verða ráðandi. Það var drepið á hurðina, og Biddy kom inn með morgunmatinn á litlum bakka. ,,Hvernig hafið þér það í dag,“ spurði hún. „Það er ekkert eins frískandi, eins og góður nætur svefn. Sjáið, hvað sólin skín dásamlega! Húsbóndinn bað mig að færa yður tebolla, flesk og egg. Hann sagði, að frúin skyldi borða uppi i herbergi sínu og hafa það eins rólegt og hún gæti." Biddy Gallaghree brosti vinalega til Barböru. Gamla konan var nógu glögg til að sjá, að hún gat orðið nýju húsfrúnni ómetanleg á heimilinu, þrátt fyrir það að hún væri minna lærð en hún. „Þakka yður fyrir, Biddy, mér líður miklu betur í dag, — já, mikið betur. Ég átti ágæta nótt, og ég hefi sofið eins og steinn." „Ég sé það á yður,“ svaraði Biddy frjálslega, en þó auðmjúklega að hætti hins írska þjónustu- fólks, sem ávallt gætir þess að gefa húsbænd- unum aldrei tilefni til efasemda um trygglyndi sitt. „Þér voruð dauðþreyttar — algjörlega ör- magna," bætti hún við. „Ég er orðin svo hræðilega svöng. Vilduð þér gjöra svo vei og rétta mér morgunsloppinn minn.“ „Þér lítið alveg út eins og ung stúlka," sagði VIKAN, nr. 28, 1943 Biddy með aðdáun, um leið og hún hjálpaði Barböru í bláa silkisloppinn. „Maður gæti næstum trúað því, að þið Ethnee væruð systur. En hvernig lizt yður annars 4 Glenns-kastalann, finnst yður hann ekki vera fallegt hús, þótt gamall sé ? Hér hefir hann staðið á sama stað yfir þrjúhundruð ár, já, það hefir hann gert. „Mér lízt bara vel á hann,“ svaraði Barbara; það þarf auðvitað mikla peninga til þess að setja hér allt í stand. Ég verð að kaupa nýtt gólfteppi hér í svefnherbergið og ný glugga- tjöld, og svo þarf ég að fá tvo hægindastóla og legubekk og lítið fallegt skrifborð. Og svo verð ég auðvitað að kaupa nýtt snyrtiborð. Það er hér' allt orðið svo ósamstætt og úr sér gengið." Gamla konan sló saman höndunum af lifandi eftirvæntingu. „Ætlar frúin virkilega að kaupa þetta allt?“ spurði hún með geislandi augnaráði. „Húsbónd- inn hefir sannarlega dottið í lukkupottinn að ná sér i svona góða konu. Hugsa sér, hvað allt verð- ur hér dásamlegt, bráðum þekkjum við okkur ekki lengur." Biddy néri saman höndunum, hún var svo glöð yfir þessu, sem hún hafði heyrt. Barbara var töfrandi kona. „Ætlið þér svo ekki lika að setja allt í lag í dagstofunni ?“ spurði hún. „Gluggatjöldin eru orðin svo gömul, að þau geta varla hangið lengur uppi, og gólfteppið er orðið næstum ónotandi. Það líkizt einna mest blúnduteppi, svo götótt er það.“ „Jú, auðvitað set ég allt í röð og reglu í dag- stofunni,"' svaraði Barbara fjörlega. „Ég hefi hugsað mér að hafa rósasilki í gluggatjöldunum, ég held: að það fari mjög vel við dökkan eikar- viðinn. Og svo verð ég að fá þangað fallegt gólfteppi en stólana verður að yfirdekkja að nýju, þá verða þeir góðir, og svo verð ég að kaupa- mér flygil — stóran flygil." „Stóran flygil?" Biddy blátt áfram titraði af spenningi. „Guð almáttugur hjálpi mér! Nú getur maður þó sannarlega sagt að séu komnir góðir dagar í Glenns-kastala. Guði sé lof og prís að ég skuli fá að upplifa það. Ég hefi hangið hér með fjöl- skyldunni í gegnum alla hennar fátækt, en nú er risinn upp nýr hamingjudagur. Guð blessi yður, frú, guð blessi yður!“ Erla og unnust- inn. Oddur: Éf má til með að bjóða henni Erlu út að borða í kvöld. Geturðu Oddur: Ég verð að finna upp einhverja af- ekki lánað mér 30 krónur þangað til á föstudaginn ? sökun -— hún má ekki vita að ég er blankur. Skrifstofumaðurinn: Ef ég ætti 30 krónur núna, þá hefði ég ekki miklar áhyggjur út af því, sem þú skuldar mér. Ég á aðeins fyrir farmiða með strætisvagninum. Oddur: Ég má til með að fara að finna eitthvert úrræði — bráð- um er ég kominn heim til Erlu. HjíIcL. xug vuna au pu ucxivii pcxu crv.ivx ma, rjin iiici, v/uuur minn, en mér finnst alveg ófært, að við séum að fara á matsölu- hús til að borða kvöldverð á þessum viðsjárverðu tímum. Mér var að detta í hug, hvort þú gætir ekki gert þig ánægðan með að fá eitthvert snarl hjá mér? Oddur: Guð minn góður! Ég held nú það, elsku hjartans yndið mitt! Ég get ekki hugsað mér neitt dásamlegra en að borða hjá þér. Erla: Það er skylda okkar gagnvart föðurlandinu að spara. — Oddur: Elskan mín! Þú ert svo réttsýn og hugsunarsöm og — og miklu betri en ég hefi nokkurntima þorað að vona. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.