Vikan


Vikan - 15.07.1943, Page 5

Vikan - 15.07.1943, Page 5
VIKAN, nr. 28, 1943 7 Framhaldssaga Konan í Glenns-kastala stórt rúm og gamlar snjáðar gardínur héngu fyrir gluggum, og i hvert sinn, sem vindhviða kom, hristust gluggarnir til og frá. En verst var þó veggfóðrið. Það var allt í blóðugum biblíu- myndum, úr gamla og nýja-testamentinu. Þar var mynd af: Abraham, þegar hann ætlaði að fórna Isak syni sínum, af gyðingamóðurinni, þeg- ar hún grætur yfir morði barnanna, Herodias, með höfuð Jóhatjnesar skírara, og af píslardauða Stefáns. „Ó, Pierce, það er eins og veggfóðrið sé lif- andi! Mér sýnist myndimar breytast og dansa í ljósinu. Þetta er hræðileg skreyting á svefnher- bergi!“ Barbara leit óttaslegin í kringum sig. Útifyrir ýlfraði stormurinn og brimhljóðið, sem barst að eyrum hennar, varð til þess að hún fór að hugsa um kvalaóp fordæmdra sálna. Og voru það ekki kjúkur dauðra manna, sem lömdu gluggana? Eða voru það bara trjágreinarnar, sem vindurinn skók til og frá? Nú barði einhver — en það var á dymar og Pierce sneri sér við og kallaði: „kom inn!“ Það var gömul kona, sem birtist í gættinni. •— Barbara hafði séð hana með hinu heimilisfólkinu, þegar það tók á móti þeim hjónunum. „Æ, herra Pierce!“ Hún ávarpaði húsbónda sinn með fornafni í staðinn fyrir eftirnafni. „Herra Pierce, við getum hvergi fundið börnin. Þau hlupu út úr húsinu bæði tvö fyrir stuttu síðan. Ethnee litla leit svo aumingjalega út, en kinn- ar Pats vom blóðrauðar — og tárin glitruðu i litlu, fallegu augunum þeirra. Þau vom svo hrygg.“ Gamla konan sneri sér að Pierce, án þess að taka tillit til Barböru. Pierce leit mjög reiðilega út, og hann svaraði höstuglegar en Barbara hafði nokkru sinni heyrt. „Út af hverju geta börnin verið að gráta, Biddy? Þau hafa hreint enga ástæðu til þess að vera með ólund. Þetta er gleðiríkur dagur fyrir okkur öll!“ „Jú, það hafa þau sannarlega, það voruð þér, sem voruð svo hvassyrtir við þau, og svo bera þau harm í huga út af dauða móður sinnar. Ég ætla ekki að fara að ásaka yður, frú!“ Biddy Gallaghree sneri sér að Barböm, og hneigði sig ofurlítið. „En Ethnee litla er frjáls eins og fugl, og þetta hefir verið of mikið mótlæti fyrir hana. Við höfðum ekki hugmynd um að húsbóndinn hefði gift sig, fyrr en í morgun, að bréfið kom. Pat vildi með engu móti trúa því fyrst í stað.“ Hún þagnaði augnablik, það fór kipringur um gamla, hrukkótta andlitið. „Ég er svo hrædd um börnin. Það er ‘svo geigvænlegt kvöldið, fyrir þessa litlu aumingja, að vera tvö ein úti. Bara að þau fari sér ekki að voða við tjörnina í þessu myrkri, eða gangi niður að ströndinni og villist i klettunum." „Svona Biddy — þú gerir frúnni leiðindi með þessu,“ sagði Pierce í bitrum ávítunartón, þegar hann sá, hversu föl Barbara var orðin. „Ég skal svei mér fara út með luktarljós og leita að þeim. Þau ættu að skammast sín ,bæði tvö. Annars er ástæðulaust að vera að undrast þetta um bömin. Þetta er líkt duttlungum þeirra.“ Hann muldraði eitthvað óskiljanlegt við Bar- böru, og flýtti sér út úr herberginu. Það var greinilegt, að hann var undirniðri áhyggjufullur út af börnunum. Biddy Gallaghree fór á eftir honum, en Barbara varð ein í herberginu. Hún leit órólega í kringum sig. Myndirnar i Forsaga: Howard Burton kemur að kveðja Barböru Carvel. Hann er að fara til Suður-Afríku. Hún bjóst við, að hann mundi biðja sín og varð fyrir miklum vonbrigðum, er hann gerði það ekki. Þegar hann er farinn heimsækir Barbara móður hans. Er Barbara kemur heim, hefir Pierce Maloney verið fluttur þangað, en hann meiddist í bifreiðarslysi þar rétt hjá. Vinur Maloney, Revelstone lá- varður, heimsækir hann, og Pierce segir honum, að hann sé ástfanginn í Barböru og muni byrja nýtt líf, ef hún vilji giftast sér. Revelstone er ekkert hrifinn af þessu og flýtir sér að kveðja. Pierce tjáir Barböru ást sína og þau giftast skömmu seinna. Hann gefur henni stórgjafir og er þau giftast var veizla haldin hjá Ann frænku hennar. Þegar Barbara er að búa sig í brúð- kaupsferðina, kemur frú Burton upp til hennar og ásakar hana fyrir trúleysi gagn- vart Howard. Áður en hún fer lofar Bar- bara að lána henni peninga. 1 brúðkaups- ferðinni eys Pierce út peningum í skemmt- anir, en þegar Barbara biður hann um 150 pund verður hann hvumsa við, en lætur hana hafa ávísun. Síðan fara þau til Ir- lands. Þegar þau koma í Glennskastala verður Barbara fyrir miklum vonbrigðum, er hún sér, hve allt er fátæklegt og tötra- legt. Svo fær hún að vita, að Pierce er ekkjumaður og á tvö börn, en hefir leynt hana þessu öllu. veggtepþinu voru óhugnanlegar. Það var eins og þær væru lifandi, og í hvert sinn sem ljósið blakti var eins og þær hreyfðu sig. Stormurinn vældi stöðugt hærra og hærra, og regnið dundi á rúðunum jafnt og þétt. „Mikið eru þessi börn óstýrilát, nú verða þau holdvot, en það er ekki nema rétt á þau,“ sagði Barbara við sjálfa sig í hálfum hljóðum og hnyklaði brúnir, um leið og hún settist í einn hinna stóru hægindastóla. Hvers vegna skyldi börnunum vera svona kalt til mín? hugsaði hún. Hvað hefi ég gert þeim? Það er vitanlega af óvild til mín, að þau hafa hlaupið í burtu út í myrkrið, það sýnir greinilega, að þau hata mig — en það er allt saman Pierce að kenna. Það er hann, sem hefir komið þessu öllu til leiðar. Hvemig í ósköpunum á ég að fara að í framtíðinni? Og hvernig get ég farið að því að láta börnin þýðast mig, þau lita náttúrlega á mig eins og vondu stjúpuna í ævintýrinu. En það er til skammar — það er til stórskammar!' Hún stóð óþolinmóðlega upp. Þrátt fyrir gremju sina gat hún ekki annað en hugsað um hið föla andlit Ethnee, og jafn ógleymanleg voru henni hin gneistandi augu Pats. Hún vissi, að hún á einhvern hátt var orsök þess að börnin hlupu út í þessa köldu og dimmu nótt. En hún vissi jafnframt, að það var ekki hægt að áféll- ast hana fyrir það. Sökina var að finna hjá Pierce og engum öðrum. Tíminn leið. Hún heyrði silalegan gang stóru klukkunnar frami í ganginum. Þessi tilbreyting- arlausi hljómur gerði hana enn órólegri, og að síðustu fannst henni, að hún gæti ekki verið lengur ein. Hún gekk út úr herberginu og þreifaði sig áfram eftir dimmum ganginum, þangað til hún kom að stiganum. Þar staðnæmdizt hún drykklanga stund. Hún var bæði reið og hræði- lega vonsvikin. Hún hafði alls ekki búizt við slikri heimkomu. Þetta mikla rok og rigningin, sem lamdi gluggarúðurnar gerðu sitt til að gera allt ömurlegra. Hana langaði mest til að setjast niður og gráta, svo hræðilega óhamingjusöm fannst henni hún vera. Skyndilega kom Biddy gamla inn í forstofuna. Hún sá ekki nýju húsmóður sina uppi í stigan- um, því hún hélt svuntuhominu fyrir augum sér, hún var hálf snöktandi og sífraði eintómar rauna- tölur af sinni írlenzku vanstillingu. „Ó, þvílíkur sorgardagur,“ andvarpaði hún. „Hvar eru börnin nú niðurkomin — vesalings börnin. Ætli aumingjarnir litlu hafi drukknað í tjöminni? Það væri líkt Pat, að finna upp á því; hann getur launað öðrum eftir því, sem aðrir breyta við hann — og Ethnee fylgir Pat hvert sem hann fer--------.“ „Heyrðu Biddy, — hættu nú þessu tali. — Það er alveg tilgangslaust!" Barbara hljóp hratt niður stigann, og Biddy tók svuntuna frá andlitinu, og gekk á móti nýju húsmóður sinni. Það var eins og brynni eldur úr augum hennar og hún var mjög rauð í andlitinu. „Er það tilgangslaust ? Kanske frúin vilji segja mér, hvar börnin eru ? Ég veit, að þetta verður þeirra bani!“ „Ég veit ekki, hvar þau eru, og ég kæri mig heldur ekkert um að vita það!“ sagði Barbara heiftarlega. Hún var í versta skapi og reið við allt og alla; enda þótt hún fyndi til með Ethnee og Patrick innst i hjarta sínu, þá lét hún það ekki á sig fá, og gætti þess að láta ekkert á því bera. Allt í einu opnaðist útidyrahurðin og Pierce kom inn i forstofuna, rennandi blautur af rigning- unni með bæði börnin við hlið sér og vatnið lak úr fötum þeirra. En þrátt fyrir það ásigkomulag, sem Pierce var í, brosti hann til konu sinnar með þessum rólega og áhyggjulausa svip, sem jafnan- einkenndi hann. „Hér hefir þú tvær drukknaðar mýs, Barbara," sagði hann. „Gefðu þeim nú mátulega ráðningu og kysstu þau svo á eftir.“ Barbara snippaði fram í nefið. Börnin þögðu og litu þvermóðskulega til hennar, með allt öðru en vingjamlegu augnaráði. Það greip hana ofsa- reiði, hún hafði hugboð um, að hún væri komin í fangelsi — væri eilífðarfangi I þessum skugga- lega, írska kastala. „Gættu barnanna þinna sjálfur," sagði hún beisklega. Misþyrmdu þeim eða gældu við þau, álveg eins og þér sjálfum þóknast. Þau vilja ekkert með mig hafa, og ég óska heldur ekki eftir að hafa neitt með þau að gera. Nú fer ég upp til herbergis míns. Ég — ég hata hér alla hluti — allt og alla!“ Hún sneri frá þeim og hljóp hratt upp stigann, hjarta hennar sló ákaft og augun flutu í tárum, en þó gat hún ekki grátið. Látlu siðar lokuðust dyr uppi á loftinu. Vesalings unga konan hafði lokað að sér herberg- isdyrunum. — Þetta fyrsta kvöld á hinu ný-ja heimili ungn brúðarinnar hafði verið henni sár vonbrigði. 8. KAPLI. Morgunsólin skein inn um gluggatjöldin á herbergi Barböru og vakti hana af svefni. Nýr dagur var byrjaður. Hún sneri sér í hinu stóra rúmi og reyndi að hugsa sig um, hvað gerzt hafði kvöldið áður. Hún minntist þess, að hún hafði lilaupið upp stigann og lokað að sér svefn-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.