Vikan


Vikan - 15.07.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 15.07.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 28, 1943 7 Hellisgerði. Framhald af bls. 3. Það sést með ágætum í Hellisgerðí, hvað hægt er að gera til að klæða landið, prýða það hinum fegursta gróðri, ef áhuga- samir atorkumenn leggja hönd á plóg- inn. Ekki er fjöldanum fyrir að fara í málfundafélaginu Magna. Meðlimir mega ekki vera fleiri en þrjátíu og sex. En þeir sáu. hvað mátti gera milli hrjóstrugra hráunklettanna og einmitt umhverfið, hraunið í sínum margbreytilegu myndum, gerír gróðurinn enn unaðslegri. Margt hefir þurft að gera áður en stað- urinn varð eins og hann er nú. Jarðvegur var þarna mjög af skomum skammti. Hann varð að flytja að. Það hlýtur að hafa þurft sérstaka bjartsýni og þraut- seigju á byrjunarárunum, vorhug og vilja- festu, því að fé til þessarar starfsemi hefir lengst af verið lítið: Naumur styrkur, ágóði af skemmtunum og aðgangseyrir að gerðinu. Nú í sumar er ókeypis aðgangur að Hellisgerði, en aftur á móti eru seld styrktarkort á tiu krónur og ætti sá f jöldi Reykvíkínga, sem notið hefir þess að koma á þennan gróðurríka og friðsama stað að sýna þakklæti sitt í verkinu með því að kaupa þau. Peningar fara í flest ónytsam- ara en að styrkja gróðrarstarfsemi. Nú er unnið að stækkun Hellisgerðis og nemur viðbótin svo miklu, að svæðið allt verður um þrír hektarar og takmarkast af Hellisgötu, Reykjavíkurvegi og Skúla- götu. Þar fást miklir möguleikar til auk- innar skrautræktunar. Á viðbótarsvæðinu eru ljómandi góðir staðir fyrir gróður, þegar búið er að flytja þangað mold, en að því hefir verið unnið af kappi að undan- förnu, enda munu 10 þúsundirnar, sem Hafnarfjarðarkaupstaður veitir í ár til Hellisgerðis, að mestu hafa farið í þann flutning. Skemmtilegir hraundrangar koma líka til að setja sérkennilegan svip á þetta nýja svæði. Hellisgerði hefir og mjög stutt að auk- inni ræktun við hús einstaklinga í Hafn- arfirði og er það eitt ekki svo lítils virði. Stjórn Magna skipa nú: Kristinn Magnússon málarameistari, form., Stefán Sigurðsson kaupmaður, gjaldkeri, Sigurð- ur Magnússon skrifstofumaður, ritari. En garðsráð Hellisgerðis er skipað Ingvari Gunnarssyni kennara og Guðmundi Ein- arssjmi forstjóra, auk stjórnar félagsins. Margra manna væri hægt að geta lof- samlega í sambandi við ræktunina í Hellis- gerði, en einn maður hefir þó alveg sér- staklega unnið sér til ágætis við þessa starfsemi. Það er Ingvar .Gunnarsson kennari. Það er ákaflega misjafnt, hvernig menn framkvæma störf, sem þeim er trú- að fyrir. Hægt er að vinna þau með hang- andi hendi og gera ekki nema það, „sem allra nauðsynlegast er“. Ingvar hefir gróðursett öll trén í Hellis- gerði. Og fari menn þangað og skoði hand- arverk hans, þá sjá þeir, hvernig hefir verið unnið af einstakri alúð og föðurlegri umhyggju í gerðinu. Hvert strá, hvert blóm, hvert tré ber honum vitni og segja: svona á að vinna, þegar manni er trúað fyrir einhverju! Það er engin tilviljun, að það er maður úr kennarastéttinni, sem hefir gert þetta. Úr þeirri- stétt höfum við fengið margt ágætismanna, sem á ýmsum sviðum hafa unnið mjög virðingarverð störf, þótt ekki hafi það alltaf verið í hámælum haft. Ingvar Gunnarsson er fæddur í SJíjald- arkoti á Vatnsleysuströnd, sonur Gunnars Gíslasonar og Ingibjargar Friðriksdóttur. Ingvar var í Flensborgarskólanum í Hafn- arfirði árin 1906—07 og 1907—08. Hann tók próf úr Kennaraskólanum 1911. Var við kennslu á ýmsum stöðum til 1920, að hann settist að í Hafnarfirði og varð kenn- ari við barnaskólann þar og hefir verið það síðan. Ingvar er kvæntur Margréti Bjarna- dóttur Sigurðssonar frá Móakoti á Vatns- leysuströnd. Sumar — og sólböð. Nú (að minnsta kosti meðan þetta er skrifað!) reyna allir, sem geta, að njóta sólar hins stutta íslenzka sumars. Pátt er og jafn heilsusam- legt og það að baða sig í sólinni. Þetta er mynd af kvikmyndaleikkon- unni Joan Barclay. PÓSTUKINN. Framhald af 2. siðu. inn, en mér virðist sem útliti mínu hafi hnignað. Nú vil ég spyrja ráð- holla: Hvað á ég að gera, til þess að ég öðlist fyrra útlit? Ég tek það fram, að fegurðariyf forðast ég. Didda. N. B. Ég bíð svars með eftir- vænttngu. Svar: Þessu er ekki hægt að svara að nokkru gagni nema þekkja hin- ar raunverulegu orsakir þess, að út- lit yðar er nú verra en áður. Þér ættuð að lesa bókina „Fegurð og snyrting“, eftir dr. Alf Lorentz ör- beck, einkum kaflana „Eðlisvirkar fegrunaraðgerðir," ,,Mataræði“, „Leikfimi og íþróttir11 og „Loftslag" og vita, hvort þér kimist ekki sjálf- ar að skynsamlegri niðurstöðu um það, hvað þér eigið að gera. Heimilisblaðið Vikan, Reykjavik. Þú veitir mönnum svör við ýmsu í „Póstinum þínum og viltu nú ekki vera svo góð að segja mér eitthvað um Pearl Buck, konuna, sem skrif- ar skáldsögumar um Kína? Er hún fædd í Kína eða einhvers staðar annars staðar? Mér þætti gaman að vita eitthvað um hana. Sveitamaður. Pearl Buck er fædd í Hillsboro í Vestur-Virginíu, 26. júní 1892. For- eldrar hennar fóru með hana fárra mánaða gamla til Kína. Þau voru trúboðar. Hún var send til Ameríku til þess að ganga þar í skóla, en þegar hún hafði lokið pröfi 1914, sneri hún aftur til Kina. 1925 fór hún enn til Ameriku og var þar við há- skólanám í eitt ár. Síðan kenndi hún ensku í mörg ár við háskóla í Nanking í Kína. Fyrsta bók Pearl Buck kom út árið 1930, en Pulitzer- bókmenntaverðlaunin hlaut hún 1931 fyrir söguna „The Good Earth" („Gott land“, hefir verið þýdd á ís- lenzku). 1938 fékk hún bókmennta- verðlaun Nobels. Peari Buck flutti til Bandaríkjanna 1934 og á heima í sveit í Pensylvaníu. Úr ýmsum áttum. Ef til vill er verðmætasti árang- ur allrar menntunar sá, að menn læri að vinna verk sín, á þeim tíma sem á að vinna þau, hvort sem manni likai' betur eða ver; þetta er það fyrsta, sem allir ættu að læra; og það er sama hversu snemma menn byrja, þetta er eflaust það sem þeir seinast læra fullkomlega. Maður nokkur kom inn á jám- brautarveitingahús og bað um tvær brauðsneiðar. „Ætlið þér að borða þær héma, eða að taka þær með yður?“ spurði þjónninn. „Hvor- tveggja“, svaraði maðurinn. Tom situr á hermanna matsölunni og drekkur eitthvað, er Bill kemur inn. „Hallo Tom, hvað ertu að drekka, te eða kaffi?" Tom hristi höfuðið daufur í dálkinn. „Ég veit það ekki,. þeir nefndu ekkert, hvað þetta væri.“- „Hvar var Nelson drepinn?“ spurði kennarinn. „Á Trafalgartorgi", svar- aði drengurinn. „Laukrétt", svaraði kennarinn, hæðnislega, „og var svo ekki Wellington drepinn á Waterloo- brautarstöðinni ? “ „Nei, herra“, svar- aði drengurinn. „Það er Napóleon sem þér eigið við.“ Bjartsýnismaðurinn: „Blessaður vertu kátur! Lífið getur verið erfið- ara en það er núna.“ Bölsýnismaðurinn: „Já, það er ein- mitt það sem ég veit.“ María (sem er á leið að skilja): „Ó, þessir lögfræðingar, það er al- veg hræðilegt að þurfa að tala við þá, og hvemig þeir spyrja mann!“ Ella: „Já, minnstu ekki á þá! Ég er búin að eiga i svo miklum brösum við þá út af eignunum mínum, að stundum liggur við, að ég óski þess, að maðurinn minn hefði aldrei dáið.“ Bóndi nokkur hafði auglýst svín til sölu, og dag einn kom maður og hitti þá konuna eina heima. „Ég er kominn til að sjá svínið“, sagði maðurinn. „Ja, mér þykir það mjög leiðin- legt“, svaraði konan, „en ég býst ekki við, að hann komi heim fyrr en klukkan sjö í kvöld.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.