Vikan


Vikan - 15.07.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 15.07.1943, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 28, 194S Um fegrunariistina. - Eftir Dr. Alf. Lorentz Örbeck. ===== urimu mn nbimiLi i» Matseðillinn. Lax í mayonnaise. 1 kg. nýr lax, vatn, salt, may- onnaise úr 2% dl. salatolíu, 4 harðsoðin egg, agurka, salat- blöð. Laxinn er þveginn, settur í kalt saltvatn yfir eldinn, og látinn sjóða í ca. y2 tíma, þá er hann tekinn upp í heilu lagi og látinn kólna. Salat- blöðunum er raðað á fat, og laxinn lagður þar á, en áður þarf að skera hann í hæfilega stór stykki. Haus- inn látinn á annan enda fatsins og sporðurinn á hinn. Síðan er mayonn- aissósunni hellt yfir, agúrkan skorin í ræmur, og þær lagðar eins og grein- ar ofan á laxinn og við endann á hverri grein, er sett sneið af harð- soðnu eggi. Mayonnaise. 2y2 dl. salatolía (matarolia), 2 eggjarauður, !4 tesk. pap- rika, Vi tesk. salt, 1 tesk. ensk sósa, 1 matsk. edik. Eggjarauðumar (gæta verður þess vandlega að engin hvíta fari með) eru hrærðar í 10 mín. með saltinu. Því næst er olian látin i, í dropatali og hræra verður stöðugt í á meðan. Þegar maður hefir sett ca. helming- inn af olíimni, er óhætt að setja stærri skammt í einu, í það sem eftir er. Síðast er kryddið látið í. Ef vill má setja þeyttan rjóma saman við sósuna, en ekki er vert að hafa hann í því sem laxinn er skreyttur með, bera heldur með í sðsuskál þann hluta af sósunni sem rjóminn er sett- ur í, Rauðvínshlaup. % 1. rauðvín, 2% dl. vatn, 125 gr. melis, safi úr einni cítrónu, 12 blöð matarlím, 6 eggja- hvitur og skum af 6 eggjum. Vín, vatn, sykur, sítrónusafi, mat- arlímið (sem áður hefir verið bleytt í vatni), hráar eggjahvitumar, og hreint eggjaskumið er sett í pott og hrært stöðugt í þar til síður. Látið sjóða stund, síðan látið standa vel byrgt í % tíma. Hreint stykki undið upp úr heitu vatni og látin yfir fat, hlaupinu helt þar á, og látið síga í gegn, án þess að við því sé hreyft. Þvi næst er því hellt í glerskál og látið kólna. Borðað með þeyttum rjóma eða kremsósu. Ef vill má hafa ýmiskonar ávexti í svona hlaupi. Vinnur fyrir flugherinn. Býr til skipslíkön. Laura Davis er hér að leggja síðustu hönd á líkan af þýzka orustuskipinu Von Tirpitz. Hún hefir ásamt nitján öðmm kon- um gert um þrjúhundruð slík likön. Þau hjálpa flugmönnum Banda- ríkjahersins til að þekkja skip and- stæðinganna. Líkamsrækt .— fegurðarrækt — hefir á vorum dögum fengið meira gildi en nokkum gat órað fyrir til skamms tíma. Orðið fegurðarrækt er hér notað í víðtækustu merkingu. Hlutverk hennar er ekki aðeins að nema burtu og dylja meira og minna áberandi útlitsgalla frá fagurfræði- legu sjónarmiði, heldur raunveruleg skapnaðarlýti: með öðrúm orðum lýti, sem nálgast það að vera sjúk- dómar eða hljóta að teljast til sjúk- dóma. Hér getur verið um að ræða and- litslýti, svo sem lýti á nefi, enni, vömm, kjálkum, útistandandi eða á annan veg vansköpuð eyru, sigin augnalok og sjálg augu. Einnig fæð- ingarblettir, ör eftir slys, ígerðir eða handlæknisaðgerðir, lamanir á taug- um og margskonar æxli. Enn koma hér til greina skapnaðarlýti á hand- leggjum, fótum og hrygg, svo sem þegar menn em sveigfættir, kiðfætt- ir eða hafa ilsig, æðahnútar, kart- neglur, vanskapaðar hendur eða fæt- ur, hryggskekkjur o. s. frv. Og loks geta lýtin verið fólgin í almennu ástandi líkamans, svo sem offitu með þar af leiðandi of stórum brjóst- um, tmflunum á innkirtlastarfsemi með ofvexti í skjaldkirtli, litarháttar- og vaxtartruflunum o. s. frv. Allt em þetta dæmi um ástand, sem þarfnast fegmnaraðgerða. Hásráð. » -7-0^- 1111111 iMSl 1 (■II m ^ernlllulll MTjfT ^BÍ % VW't : <FIVC.’ ItOenGtetA Gleymið ekki að „rayon“ gervi- skilki er mjög viðkvæmt, þegar það er blautt. Fatnað úr því má aldrei nudda eða vinda í þvottinum. Afstaða lækna til fegrunaraðgerða í þessari víðtæku merkingu hlýtur að verða önnur en hún hefir verið fram að þessu. Ber nú sífellt minna á þeirri viðbám i þessu sambandi, að læknum sé ósamboðið að gerast þjón- ar hégómaskapar og fánýts tildurs. Fyrst og fremst af því, að augljóst er, að ekki verður gerður glöggur greinarmunur á þeim líkamslýtum, sem em ,,eðlileg“ og hinum, sem eru sjúkleg. Og í öðru lagi vegna þess, að hin lítilfjörlegustu líkamslýti geta valdið sjúklegum breytingum á sálarlífi manna, er eitra tilveru þeirra, tmflar ástalíf þeirra, rýra sjálfstraust þeirra o. s. frv. Þarf jafnvel ekki til, að um raunveruleg likamslýti sé að ræða, og nægir að hlutaðeigandi hafi talið sér trú um þau. Þetta síðast nefnda krefst ekkl sízt nákvæmrar aðgæzlu. Á því er enginn vafi, að fegrunar- listin fær nú meiri og meiri félags- lega þýðingu með hverju ári, sem líður, einnig fjárhagslega. Verður það meðal annars bert af því, að samkvæmt hagskýrslum Bandarikj- anna frá 1925 sóttu af 105 miljón- um íbúa 60 milljónir karla, kvenna og bama fegrunar- og snyrtistofur. Að fegrunariðnaðinum störfuðu 170 þúsundir manna, og ársvelta fegrun- arlyfjanna nam 2000 milljónum króna. Þó að þessar regintölur séu ekki sambærilegar við það, sem á sér stað utan Ameríku, miðar hvar- vetna. í sömu átt. Hins vegar fer það ekki dult, að starfsemi ólæknisfróðs fólks, er stundar fegrunar- og snyrtistörf, fer nú langt út fyrir takmörk þess, sem með réttu heyrir þeim til og gengur meira og minna inn á svið læknis- fræðinnar. Það er ljóst af því, sem áður er sagt, að jafnvel hin smávægi- legustu líkamslýti, svo sem hárrot og litarbreyting á húð og hári, geta verið einkenni sjúkdóma í innri líf- færum, t. d. langvarandi bakteríu- sjúkdóma eða truflana á innkirtla- starfsemi. Þvi er það, að því nær hvers konar líkamslýti ættu, ef vel Framhald á bls. 15. N0TIÐ eingöngu UNIT I PERFECT LAilNDRY STARCH STÍFELSI Heildsölubirgðir: GUÐMUNDUR ÓLAFSSONtCO. Austurstræti 14. Sími 5904. Swaw rakkrem mýkir og styrkir húðina og gerir raksturinn að ánægju. HeUdsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co.h.f. Sími 3183. Dr.tbcol. JÓIV UELGASOIV: Árbækurnar skýra frá öllu því helzta, er gerzt hefir í Reykjavík í 150 ár.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.