Vikan - 03.02.1944, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 5, 1944
11
Framhaldssaga:
Hver gerði það?
Höf undurinn: Sakamálasaga eftir AGATHA CHKISTBE
Agatha Christie
13 llll■llllllllllllllll■■lllll■ll■llllllllllllllllllll■l■■ll■lll■lll■■l■lllllllll■l■UIII■IIIIIII■ll■llll■■■l■■lll■lllllllllllllllll■lllllllllll■llllll■llllllll■lllllll■lll■l•llll Hercule Poirot nimminimití
Poirot rannsakaði nafnspjaldið, sem var fleygt
til hans. Bouc leit yfir öxl hanö.
CYRUS B. HARDMAN
Leynilögregluskrifstofa McNeil,
New York
Poirot þekkti strax, að það var nafnið á einni
af þekktustu leynilögregluskrifstofum í New
York.
„Jæja, Hardman," sagði hann „segið mér, nú
frá öllu saman."
„Já. Ég kom til Evrópu til þess að elta nokkra
svindlara. Leitinni lauk í Stamboul. Eg sendi for-
stjóranum skeyti og fekk fyrirskipanir um að
snúa við. Ég var á heimleið, þegar ég fékk þetta.“
Hann rétti fram bréf.
Tokatlian gistihúsið.
Háttvirti herra!
Mér hefir verið sagt að þér væri starfsmaður
hjá leynilögregluskrifstofu McNeils. Gjörið svo
vel að koma'upp á herberg'i mitt klukkan fjögur
í eftirmiðdag. S. E. Ratchett.
„Nú?“
„Ég kom á ákveðnum tíma, og Ratchett sagði
mér frá málavöxum. Hann sýndi mér bréf, sem
hann hafði fengið.“
„Var hann hræddur?“
„Hann lézt ekki vera það, en hann var ringlað-
ur. Hann kom með uppástungu. Eg átti að fara
með sömu lest og hann til Parrus og sjá um að
enginn næði i hann.“
„Jæja, herrar mínir, ég var með sömu lest, en
þrátt fyrir það slapp hann ekki, það náði einhver
í hann. Mér þykir það leitt. Það er ekki til mikils
sóma fyrir mig.“
„Gaf hann yður nokkrar bendingar um, hvað
þér skylduð gera?“
„Já, hann hafði ákveðið allt. Það var hugmynd
hans, að ég skyldi vera i næsta klefa við hann.
En það gat nú ekki orðið af þvi. Eini klefinn,
sem ég gat fengið, var nr. 16 og þó með mikilli
fyrirhöfn. Ég býst við því, að lestarþjóninum
þyki gott að hafa hann, ef honum liggur á. En
það kemur nú ekki málinu við. Þegar ég íhug-
aði allt saman, sá ég að nr. 16 var ágætur klefi
á ágætum stað. Þar var aðeins borðstofuvagninn
fyrir framan Stamboulvagninn, og hurðin út á
pallinn við *amendann var lokuð með slá á
nætumar. Eina leiðin, sem morðinginn hefði
getað komizt, var í gegnum afturhurðina og þá
hefði hann orðið að fara i gegnum minn klefa."
„Höfðuð þér fengið nokkrar upplýsingar um
manninn, sem Ratchett hélt að mundi ráðast á
sig?“
„Já, ég vissi, hvernig hann leit út. Ratchett
hafði lýst honum ityrir mér.“
„Hvað?“
Mennimir hölluðu sér ákafir fram.
Hardman hélt áfraan.
„Lítill maður —- dökkhærður — með kvenlega
rödd. Þetta sagði gamli maðurinn. Hann sagði
Forsaea *. Hercule Poirot er á leið
® * frá Sýrlandi með Tauras
hraðlestinni. 1 lestinni eru aðeins tveir aðr-
ir farþegar; ung stúlka, sem heitir Maiy
Debenham og Arbuthnot ofursti frá Ind-
landi. Þegar Poirot kemur til Stamboul, fær
hann skeyti um að koma strax til Eng-
lands. Hann hittir gamlan vin sinn, Bouc,
sem er framkvæmdarstjóri jámbrautar-
félagsins. Þeir verða samferða með járn-
brautinni. Á Tokatlian gistihúsinu sér Poi-
rot tvo Ameríkumenn. Honum lízt illa á
þann eldri, sem heitir Ratchett. Þessir tveir
menn, MacQueen og Ratchett, fara einnig
báðir með lestinni. Ratchett biður Poirot
um að vemda sig, af því að hann er hrædd-
ur um líf sitt. Poirot neitar. Ratchett cr
myrtur í lestinni. Poirot tekur málið að
sér og yfirheyrir MacQueen einkaritara
Ratchett, sem segir honum það, sem hann
veit um hagi hans. Því næst skoðar Poirot
líkið ásamt Constantine lækni og finna þeir
á því 12 mismunandi djúpar stungur. Poirot
kemst að því að Ratchett heitir réttu nafni
Cassetti og það var hann, sem stóð fyrir
ráninu á Daisy litlu dóttur Armstrongs
ofursta. Frú Armstrong lézt af sorg og
Armstrong sjálfur framdi sjálfsmorð. Barn-
fóstra, sem ekki gat sannað sakleysi sitt
framdi einnig sjálfsmorð. En Cassetti slapp
frá Ameríku og ferðast nú um undir gerfi-
nafni. Poirot hefir hafið yfirheyrslumar og
yfirheyrt lestarþjóninn, einkaritara Ratc-
hetts, herbergisþjón hans, og amerísku kon-
una. Hann hefir yfirheyrt sænsku konuna
og Dragomiroff prinsessu, sem segist hafa
þekkt móður Armstrong. Hann hefir líka
yfirheyrt Andrenyi greifa og frú hans.
Hann yfirheyrir Arbuthnot ofursta, og
kemst að því, að hann hefir kannast við
Armstrong. Því næst yfirheyrir hann Hard-
man.
líka, að hann héldi, að ekkert myndi gerazt
fyrstu nóttina. öllu heldur aðra eða þriðju."
„Hann hefir vitað eitthvað?" sagði Boue.
„Hann vissi áreiðanlega meira en hann sagði
einkaritara sínum frá,“ sagði Poirot hugsandi.
„Sagði hann yður nokkuð frá þessum óvini sín-
um? Sagði hann yður t. d. hvers vegna lífi hans
væri ógnað?"
„Nei, hann var þagmælskur um það. Hann
sagði bara, að maðurinn ætlaði sér að drepa
hann.“
„Lítill maður — dökkhærður iheð kvenlegan
málróm," endurtók Poirot hugsandi. Því næst
leit hann hvössum augum á Hardman og spurði:
.,Þér vitið líklega hver hann í rauninni var?“
„Hver, herra minn?"
„Ratchett. Þekktuð þér hann?"
„Ég skil yður ekki.“
„Ratchett var Cassetti, Armstrongmorðing-
inn.“
Hardman gaf frá sér langdregið blístur.
„Ég er svo yfir mig hissa!" sagði hann. „Nei,
ég þekkti hann ekki aftur. Ég var svo langt
vesturfrá, þegar þetta gerðist. Mig minnir, að
ég hafi séð myndir af honum i blöðunum, en ég
myndi ekki einu sinni þekkja móður mína, ef
mynd af henni kæmi í blaði; þér vitið hvemig
mjmdir verða, þegar þær koma í blöð.“
„Kannist þér við nokkum í sambandi við Arm-
strongmálið, sem þessi lýsing gæti átt við: lítill
— dökkur — kvenleg rödd?“
Hardman hugsaði sig um stundarkorn. „Það
er erfitt að segja. Það eru næstum því allir,
sem vom við málið riðnir dánir'."
„Munið þér eftir stúlkunni, sem kastaði sér
út um gluggann?“
„Jú. Hún var útlend. Kannske að hún hafi átt
ungverska ættingja. En þér verðið að muna eftir
því, að það voru fleiri mál en Armstrongmálið.
Cassetti hafði átt við fleiri barnsrán en þetta.
Þér getið ekki snúið yður eingöngu að þessu.‘
„O-já, en við höfðum ástæðu til að ætla, að
þessi glæpur sé i sambandi við Armstrongmálið."
Hardman varð spyrjandi á svipinn. Poirot
svaraði ekki. Ameríkumaðurinn hristi höfuðið.
„Ég minnist ekki neins í sambandi við Arm-
strongmálið, sem þessi lýsing gæti átt við,“ sagði
hann hægt. „En ég starfaði ekkert við það og
veit þess vegna lítið um það."
„Jæja, haldið þér áfram frásögn yðar, Hard-
man.“
„Það er mjög lítið að segja frá. Ég svaf á
daginn, en var á verði á næturnar. Ekkert grun-
samlegt kom fyrir fyrstu nóttina. Heldur ekki í
nótt, að því er ég tók eftir. Ég hafði hurð mína
dálítið opna og var á verði. Enginn ókunnugur
fór fram hjá.“
„Emð þér vissir um það, Hardman?"
„Alveg. Enginn kom inn í lestina að utan, og
enginn kom úr vögnunum, sem em fyrir aftan
þennan. Það þori ég að sverja."
„Gátuð þér séð lestarþjóninn, þaðan sem þér
voruð?“
„Já. hann situr á litlum stól næstum beint fyrir
framan hurð mína.”
„Fór hann úr sæti sínu, eftir að járnbrautar-
lestin stanzaði í Vincovci?"
„Var það siðasta stöðin ? Já, hann svaraði
nokkrum hringingum —■ það var rétt eftir að lest-
in stanzaði fyrir fullt og allt. Þvi næst fór hann
fram hjá mér og inn í næsta vagn, þar var hann
í kortér eða svo. Þá kom hann hlaupandi til baka,
því að ein bjallan hringdi alltaf stöðugt. Ég fór
fram á ganginn til þess að sjá hvað væri að —
ég var dálítið hræddur, eins og þér skiljið — en
það var þá bara ameríska konan. Það gekk eitt-
hvað mikið á fyrir henni. Ég hló. Svo fór hann
inn í annan klefa og kom aftur og náði I sóda-
vatnsflösku handa einhverjum. Eftir það sat hann
í sæti sínu þangað til hann fór að húa um ein-
hvem, seiyi býr í hinum enda vagnsins. Ég held
hann hafi ekki hreyft sig eftir það fyrr en khikk-
ari fimm í morgun."
„Sofnaði hann nokkurn tíma?”
„Ég get ekki sagt um það. Það getur auðvitað
verið”.
Pcirot kinkaði kolli. Hann slétti ósjálfrátt úr
blöðunum á borðinu. Hann tók spjaldið aftur
upp.
„Viljið þér gjöra svo vel að skrifa nafn yðar
héma, sagði hann.”
Hinn samþykkti.
„Er enginn hér í lestinni, sem getur staðfest
frásögn yðar, um hver þér eruð, Hardman?”
„Hér í lestinni? Ekki svo ég viti. Nema það
væri MacQueen. Ég kannast vel við hann ég
hefi séð hann á skrifstofu föður sins í New York.
En hann þekkir mig kannske ekki aftur úr hópi
annara manna. Nei, Poirot þér þurfið liklega að
bíða og senda skeyti til New York, þegar snjóinn