Vikan - 03.02.1944, Blaðsíða 4
4
VIKAN, nr. 5, 1944
TATIAiA
SúLfyGL S^XGl 'J'ÍllSsÍglH.cLL.
r
g var kvöld nokkurt í stóra söng-
leikhúsinu í París ásamt Zobeleff
hershöfðingja, þegar ég tók allt í
einu eftir mjög laglegum fullorðnum
manni, sem sat einn í stúku. Spurningu
minni um það, hver þessi maður væri,
svaraði Jhershöfðinginn:
„Þetta er Roumanieff fursti, síðasti
maðurinn af mjög háttsettri, rússneskri
ætt. Hann er næstum alltaf hér í París,
en lítur alltaf eins út. Allar skemmtanir
og ánægja heimsins virðist ekki geta
breytt hinum þungbúna svip hans; og ég
hefi aldrei séð hann brosa.“
Ég leit aftur á þetta föla, alvörugefna
andlit uppi í stúkunni. Hinir fallegu and-
litsdrættir hans virtust eins og skornir út
í fílabein, þar sem þeir báru við rauðan
pellvegginn.
„Hann hefir nú líka synd á samvizk-
unni,“ hélt vinur minn áfram. „Hann drap
föður sinn. Ef þig langar til þess að heyra
sögu hans, þá skal ég segja þér hana, þeg-
ar við komum heim.“
Þegar við seinna um kvöldið sátum í
hinni vistlegu íbúð hershöfðingjans, sagði
hann mér það, sem fer hér á eftir:
„Nicholas Roumanieff bjó þangað til
hann var tuttugu og fimm ára heima hjá
inÍJur sínum á óðalinu, það var eins stórt
og eitt þorpanna okkar hérna. Þeir lifðu
iðjulausu og framtakslausu lífi og voru
syf) ríkir, að þeir höfðu ekki einu sinni fyr-
ir því, að ganga úr skugga um, hve marg-
ar miljónir þeir áttu. Gamli Roumanieff
var harður og miskunnarlaus við bændur
sína, hann fór með þá eins og skepnur,
og þeir voru líka eins hræddir við hann
og fellibylinn, sem stundum eyðilegg-
ur fyrir þeim stóra landsfláka, eða skóg-
arbrunann, sem miskunnarlaust eyðilegg-
ur bæi þeirra og gripi, og þeir þorðu aldrei
að mögla.
Kvöld nokkurt, rétt eftir sólsetur var
Nicholas á leið heim af veiðum, og reið
hann í gegnum einn af skógum föður síns,
þá mætti hann allt í einu ungri bónda-
stúlku, sem bar körfu með þvotti á höfð-
Inu. Hún hafði verið að þvo hann í lækn-
um og bar hann nú heim til þerris. Furst-
inn, sem var í veiðimannabúningi, stökk
af baki og fór að tala. við hana. Hann
horfði á hin blíðlegu dökku augu hennar,
fallega ávala andlit og fersku, rauðu var-
ir, sem opnuðust og brostu svo að sást
í skínandi hvítar tennurnar, og hann varð
að viðurkenna, að hann hafði aldrei, ekki
einu sinni í samkvæmissölum St. Péturs-
borgar, séð eins yndislega stúlku.
Hún sagði honum, að hún héti Tatjana,
að faðir hennar væri einn bóndinn á jörð
Roumanieffs, og hann ætti oft bágt með
að útvega fjölskyldu sinni, sem var stór,
mat. Þá yrði hún að hjálpa til, með því
að þvo fyrir þorpsbúa. Hún talaði hrein-
skilningslega og blátt áfram eins og barn
— hún var heldur ekki mikið meira — og
þegar Nicholas lét í ljós undrun sína á
fegurð hennar, horfði hún undrandi á
hann með skæru, svörtu augunum sínum.
Þegar þau skildu, gaf hann henni koss —
fyrsta kossinn, sem Tatjana hafði nokk-
urn tíma fengið — og þau ákváðu, að
hittast aftur næsta dag.
Úr því hittust þau á hverjum degi. —
Nicholas gekk niður að læknum og horfði
á hana þvo þvottinn. Lækurinn rann í
gegnum þéttan runna inni í skóginum, og
fyrir utan raddir þeirra heyrðust engin
önnur hljóð en kvak fuglanna og niður
lækjarins.
Dag nokkurn sagði pilturinn við hana í
fullri alvöru: „Heyrðu Tatjana, ég ætla
að kvænast þér. Þú ert nógu falleg og
hrein til þess að verða húsfreyja á óðalinu.
Ég hefi lesið í ættarannálum okkar, að
langafi minn Iwan elskaði bóndastúlku,
hann gerði hana að eiginkonu sinni, og
hún varð honum góð kona, og þau voru
mjög hamingjusöm. Ég er viss um, að
faðir minn mun ekki vera andstæður því,
að við göngum í hjónaband.
En Nicholasi skjátlaðist. Gamli furstinn
varð æfur af reiði, þegar hann heyrði
fréttina. Hvað átti þetta að þýða! Sonur
hans ætlaði að kvænast bóndastelpu! Sví-
virða nafnið Roumanieff, og eiga á hættu,
að reiði keisarans og aðalsins rigndi yfir
þá. Nei, það kom ekki til mála! Hann
vildi þá heldur sjá son sinn dauðan. —
VEIZTTJ —? *
; 1. Hver var Evripides og hvenær var hann 3
uppi?
I 2. Hverrar þjóðar var tónskáldið Jósef
Haydn og hvenær var hann uppi?
■ 3. Eftir hvem eru þessi tvö erindi og í
hvað heita þau:
Hið græna skyldi finnast frón
fylkir skipaði hraður:
á öldubirni öskraði ljón,
öm var stýrimaður.
Þeirra of sólu rómur rís
fyrir rausnarverkin stóm;
þeir sigldu burt og sáu ís,
og svo til baka fóru.
■ 4. Hver var John Keats?
! 5. Hvað er langt frá Reykjavík, fyrir
Hvalfjörð, til Sauðárkróks?
; 6. Hvenær er Jón listmálari Stefánsson
fæddur og hvar?
1 7. Hvaðan er þessi setning: „Brugga ei
illt gegn náunga þínum, þegar hann !
býr öruggur hjá þér.“
! 8. Hver var Velasquez og hvenær var j
hann uppi?
; 9. Hvað heitir utanríkisráðherra Banda- j
ríkjanna? j
! 10. Hver var David Hume?
Sjá svör á bls. 14. j
: :
Nicholas varð að hlýða á allt þetta, en það
breytti ekki ákvörðun hans. Hann kraup
meira að segja fyrir fótum föður síns og
bað um samþykki
hans. En það espaði
bara gamla furstann.
Þegar Nicholas hafði
að lokum skilið, að-
faðir hans væri miskunnarlaus og óbifan-
legur, safnaði hann saman nokkrum pen-
ingum, sem hann gat náð í og strauk með
Tatjönu.
I fyrstunni vildi gamli maðurinn ekki
trúa því, að sonur hans væri í rauninni
flúinn, því að aldrei hafði nokkur mannleg
vera fyrr þorað að bjóða honum byrginn.
Hann lokaði sig inni í herbergjum sínum
í margar vikur og neitaði að sjá nokkurn
mann.
Svo skipaði hann gamla hallarprestin-
um að halda sorgarguðsþjónustu yfir syn-
inum, eins og sá síðasti Roumanieff væri
látinn, og það var stranglega bannað, að
nefna nafn sonarins í nærveru hans. En
þrátt fyrir allt vonaði gamli presturinn,
sem þótti vænt um Nicholas, að hann gæti
komið á sættum milli feðganna, og einu
sinni setti hann í sig kjark og sýndi gamla
furstanum bréfin, sem hann hafði fengið
frá Nicholasi. Hann og Tatjana voru gift
og bjuggu í Moskva. Þau voru neydd til
að vinna bæði, en þau voru mjög ham-*
ingjusöm. Þau elskuðu hvort annað, og
bréf Nicholasar voru full aðdáunar á Ta-
tjönu. Með henni var lífið leikur, þó að þau
væru fátæk og yrðu að erfiða fyrir matn-
um, því að hún gerði heimili þeirra að
jarðneskri paradís.
En í stað þess, að slík bréf hefðu mild-
andi áhrif á furstann, eins og gamli prest-
urinn hafði vonað, varð hann syninum enn
þá sárgramari, því að hann hafði ekki að-
eins leyft sér að þrjózkast gegn vilja hans,
heldur vogaði hann sér einnig að vera
hamingjusamur! Hann skyldi nú fá að
læra annað! En gamli furstinn var nógu
kænn til að skilja, að hann yrði að leyna
reiði sinni og reyna að fá tækifæri til þess
að hefna sín.
Hann vissi að ógnanir og skammir voru
algjörlega áhrifalausar nú á þessari
stundu. Svo lét hann, sem hann hefði látið
blíðkast og brosti vingjamlega til prests-
ins, þegar hann las upphátt bréf sonarins.
Að síðustu las hann upp fyrir prestinum
bréf, sem hann átti að skrifa Nicholasi, og
í því stóð, að hann hefði ákveðið að veita
honum fyrirgefningu, þar sem hann sakn-
aði hans svo mikið. Nicholas var einka-
barn hans, og hann bað hann nú um, af
snúa aftur heim til æskuheimilis síns og
gamals föður. Allt skyldi verða gott
aftur, og Tatjana skyldi hlotnast sín rétta
staða sem furstafrú.
Nicholas varð frá sér numinn, þegar
hann fékk þetta bréf, og hann og Tatjana
lögðu strax af stað heim á leið.
Þegar þau nálguðust heimkynnin, var
þeim alls staðar fagnað með miklum
Framhald á bls. 13.