Vikan - 03.02.1944, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 5, 1944
7
Hafnarfiörður.
Framhald af bls. 3.
Víg-sla sundlaugarinnar í Hafnarfirði. Sundlaugin er hið veglegasta mannvirki og bæn-
um og þeim mönnum, sem starfað hafa að því að koma henni upp, til mikils sóma.
Hún er búin að vera nokkur ár í byggingu, sem vonlegt er, en 29. ágúst síðastliðið
sumar var hún vígð. Stærð laugarþróarinnar er: 25 m. á lengd og 8,4 m. á breidd. —
(Myndina tók Guðbjartur Ásgeirsson).
eignum konungs eða kirkjunnar. 1603 komst Hafnarfjörður í hend-
ur dönskum einokunarkaupmönnum.
Á árunum 1752—1757 lagði Danakonungur jörðina Hvaleyri til
„Nýju innréttinganna,“ og var þar þá höfn fyrir fiskiduggur. í Hafn-
arfirði voru fyrstu þorskanetin lögð á íslenzkum fiskimiðum árið
1753. I lok einokunartímabilsins var Hafnarfjörður mesta fiskihöfn
landsins. En Hafnarfjörður var ekki í hópi þeirra verzlunarstaða,
sem veitt var kaupstaðarréttindi 17. nóvember 1786. ,,Að undanförnu
hafði í raun og veru staðið þögul barátta um það, hvort Hafnarfjörð-
ur eða Reykjavík ætti að verða mesti verzlunar- og fiskibær lands-
ins.“ En Reykjavík varð hlutskarpari, ekki þó vegna hafnarinnar,
heldur af ýmsum öðrum ástæðum, sem hér verða ekki greindar.
Eftir mikla niðurlægingu í verzlunarmálum Hafnarfjarðar hóf
Bjarni Sívertsen starfsemi sína þar um 1793. Var hann dugnaðar-
* , . . ,> Sjúkrahús og kirkja kaþólska trúboðsins. Sjúkrahúsið var vígt 5.
maður hmn mesti og brautryðjandi, og kom m. a. upp skipasmiða- september 1926 og bætti úr mjög brýnni þörf. Þórður læknir Edilons-
stöð í Hafnarfirði. Hann andaðist í Kaupmannahöfn 1833. ^son hafði oft hreyft því, hve mikii væri nauðsyn á, að hærinn eign-
Verður nú þessi saga ekki rakin lengur, því að svo margir mundu^ ^húsíin^var^um'tímT notaðim Jem^sjúkmhús. Kjallan 1[.iaipræð,sherS-
koma til hennar, að ekki yrði rúm fyrir þá í þessari stuttu grein.
En margt dugnaðar- og ágætismanna hafa skipað
virðulegan sess í verzlunar- og framfaramálum Hafn-
arfjarðar.
Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1908.
Hið mikla hús Flensborgarskólans, sem gnæfir
yfir bænum, var byggt 1937 og stóra og vandaða
sundlaug lét bærinn gera síðastliðið sumar.
Hellisgerðis, hins fagra trjá- og blómagarðs í
Hafnarfirði, hefir áður verið getið í forystugrein hér
í blaðinu (nr. 28, 15. júlí 1943).
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er nú skipuð þessum
mönnum: Ásgeir G. Stefánsson, Bjarni Snæbjörns-
son, Björn Jóhannesson, Emil Jónsson, Guðmundur
Gissurarson, Kjartan Ólafsson, Loftur Bjarnason,
Stefán Jónsson og Þorleifur Jónsson. Þingmaður
kaupstaðarins er Emil Jónsson vitamálastjóri. Berg-
ur Jónsson er bæjarfógeti og Kristján Arinbjarnar
héraðslæknir. Ásgeir G. Stefánsson er framkvæmda-
stjóri bæjarútgerðarinnar.
Simdlaug' Halnarfjarðar. Iþróttaáhugi er mikill í Hafnarfirði og er langt síðan ýms fé-
lög tóku að ræða þörfina á því að koma upp sundlaug fyrir bæinn og samþykkja að
styðja að sundlaugarbyggingu. Nefnd fjalla'öi lengi um málið og loks var samþykkt að
hyggja sjósundlaug á Krosseyrarmölum. (Myndina tók Guðbjartur Ásgeirsson).
Friðjón Skarphéðinsson, bæjarstjóri Hafnarfjarð-
ar, er fæddur 15. apríl 1909 að Oddsstöðum í Dala-
sýslu, sonur Skarphéðins bónda Jónssonar og Kristín-
ar Pálmadóttur konu hans. Friðjón varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið 1930 og tók lög-
fræðipróf í Háskóla íslands í ársbyrjun 1935. Var
fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði til loka
þess árs. Var kosinn bæjarstjóri Hafnarfjarðar 1938
og hefir verið það síðan. Friðjón er kvæntur Maríu
Egilson, dóttur Þórarins Egilson, útgerðarmanns í
Hafnarfirði.
Vélsmiðja Hafnarfjarðar h.f.
Strandgötu 50. — Sími 9145. — Hafnarfirði.
Rennismíði
Plötusmíði
Eldsmíði
Logsuða
Rafsuða
Málmsteypa
Framkvæmir hverskonar járnsmíði,
véla- og skipaviðgerðir, ennfremur
hita- og kælilagnir.
Áherzla lögð á vandaða vinnu.