Vikan


Vikan - 03.02.1944, Blaðsíða 5

Vikan - 03.02.1944, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 5, 1944 5 Framhaldssaga: 10 Vegir ástarinnar- Eftir E. A. ROWLANDS „Ég kem klukkan þrjú,“ sagði Julian, en rödd hans var ekki alveg róleg. Stuttu seinna ætlaði hann að kveðja, en Sergia spurði hann þá, hvort hann vildi ekki fá lánaðar nokkrar bækur handa móður sinni, og þar sem Julian þáði þetta boð með þökkum, gengu þau aftur að húsinu. Þegar þau komu inn i forstofuna, lágu þar nokkur nýkomin bréf á borði, og undir eins og Sergia sá þau, varð hún náföl. Hún gat rétt með miklum erfiðismunum sagt, að hún ætlaði að sækja bækumar upp. Julian leit á bréfin, og í þriðja sinn sá hann nú sama útlenda stimpilinn, sem hann hafði séð á hinum tveim bréfunum, sem hann hafði séð Sergiu taka við. Og í hvert skipti höfðu þau valdið sama ótta hjá henni. Nú var hann sann- færður um, að eitthvað sorglegt leyndarmál varpaði skugga sínum á tilveru lafði Sergiu, og þegar hún loks kom með bækurnar, kvaddi hann í skyndi og fór frá Stanley Towers hryggari og kviðnari heldur en nokkurn tíma áður. XI. KAFLI. Hvað hafði hún gert? Morguninn eftir fór Julian Armstrong eins og venjulega til vinnu sinnar í Stanchester, en hugur hans var allt annars staðar. Þetta var í fyrsta sinni, sem hann átti bágt með að gera skyldu sína, og honum fannst litla skrifstofan vera eins og dimmt, þröngt fangelsi. Hann gat ekki einbeitt sér við vinnuna; hann sá alltaf fyrir sér andlit Sergíu Wierne, fölt og tekið. Hann leit á úrið sitt á hverri mínútu; hann þráði það, að klukkan yrði þrjú, þegar þau höfðu ákveðið að hittast. Hann sagði við sjálfan sig, að það væri vegna þess, að hún hefði verið svo döpur, þegar hann hafði skilið við hana, svo að það væri eðlilegt, að hann langaði til að vita, hvort hún væri ekki ánægðari núna. En þó að hann reyndi að blekkja sig þannig, fann hann, að lafði Sergia var farin að verða honum einhvers virði; hún var alltaf i huga hans. Klukkan var ekki orðin þrjú, þegar Julian kom til Stanley Towers. Hann varð hryggur, þegar hann sá, hversu fölt og þunglyndislegt andlit lafði Sergiu var. Hann sá strax, að hún hafði grátið, og þegar hún gekk til hans, skildi hann, að eitt- hvað hlaut að hafa komið fyrir síðan daginn áður. Og allt í einu óskaði hann þess innilega, að hann þyrði að taka þessa yndislegu veru í arma sína og biðja hana um að leyfa sér að taka þátt í sorgum hennar, en þegar lafði Sergia rétti honum höndina, hurfu þessar hugsanir. Hún brosti og þakkaði honum fyrir að hafa komið. Hann horfði dálítið kvíðinn á Sergiu, af því að hún hafði ekki skipt um föt, en var klædd í kjól úr þungu efni, sem féll mjúklega um hinn háa og granna líkama hennar. „Þér megið ekki verða leiður, þó að við förum ekki í útreiðar i dag," sagði Sergia dálítið hik- andi. „Þegar þér voruð farinn í gær, mundi ég eftir því, að ég hafði lofað einni konunni í þorp- inu að líta til hennar; sonur hennar er henni til svo mikillar mæðu, veslingnum, þér hafið kann- ske heyrt hann nefndan, hann heitir Frank Stevens?" „Já, ég hefi oft talað við hann og líka komið að honum á launveiðum; það er gott, að hann skuli loksins vera kominn á sjó! Henni er vor- P’rtr « o- a • Lafði Sergia Wierne, dóttir * ® hins ríka Stanchester lá- varðar, sem var orðin þreytt og leið á skemmtanalífinu í London hefir, til mikill- ar gremju fyrir föður slnn, yfirgefið borg- ina og farið til hallar hans, Stanley Towers, sem er uppi i sveit. Fyrir tilstilli sir Allans Mackensic, sem hún hefir áður hryggbrotið, kynnist hún Mary Armstrong, seip. býr með móður sinni og bróður, Juliani. Þau hafa áður átt við betri kjör að búa; og nú er það metnaður Julians að vinna sig upp, vegna móður sinnar og systur. Stuttu eftir komu Sergiu býðst Juliani há staða við verksmiðju. En það dregur úr ánægju hans, þegar hann fer að gruna, að það sé Sergiu að þakka. Nú á Sergia von á gestum til Stanley Towers; hún kemur því til Mary snemma um morg- un daginn áður og fara þær út að ganga. Það kvelur Mary, að Julian bróðir hennar hefir andúð á Sergiu. Stanchester lávarður kemur til Stanley Towers og Sergia býður systkinunum í veizlu þangað, en Julian vill ekki fara. Hann undirbýr opnun nýja lestr- arsalsins. Sergia meiðir sig á dansleiknum og Julian bindur um handlegg hennar. Julian fær Sergiu til að hjálpa Oldcastle bónda, gegn áreitni manns að nafni Warden. Sergia hjálpar Oldcastle með peningagjöf. En einmitt um þetta leyti verður sprenging í verksmiðjunni og um tuttugu manns slas- ast hættulega. Sergia kemur oft í sjúkra- húsið og huggar og hjálpar þeim sem hafa særst. Ekki tekst að hafa upp á þeim mönn- um, sem voru valdir að sprengingunni. Frú Armstrong og Mary fara í burtu sér til hressingar, en Julian er heima. Dag nokk- urn biður Sir David Julian um að tala við Sergiu fyrir sig út af Warden, þar sem hann megi ekki vera að því. Julian fer til Sergiu og eru þau nú að taia saman. kunn, veslings konunni; hann var eini sonur hennar, og hún hefir gert allt fyrir hann, sem hún hefir getað." Armstrong talaði fljótt, til þess að koma ekki upp um hin miklu vonbrigði sín; nú fann hann fyrst, hve hann hafði hlakkað mikið til. „Mér finnst ég verða að fara til hennar, fyrst ég hefi lofað því,“ hélt Sergía áfram, „ég kann ekki við að ganga á orð mín, sérstaklega ekki við konu eins og frú Stevens; ég hefði auðvitað átt að skrifa yður það,“ bætti hún hikandi við, ,,og biðja yður um að koma ekki,; en ég hélt, að þér mynduð kannske vilja fylgja mér þangað." „Mér myndi þykja mjög vænt um það,“ sagði Julian, og hreinskilni hans kom Sergíu til að roðna. „En þér hafið þegar gengið frá Stanchester ? “ sagði hún. „Það munar engu,“ sagði hann hlæjandi, „ég vildi gjaman ganga margar mílur, ef ég hefði tækifæri til þess.“ Á meðan þau gengu eftir veginum, talaði Sergia um veslings konuna, sem hún hafði lofað að sjá fyrir. „Forlögin hafa verið frú Stevens grimrn," sagði hún, og svo bætti hún við biturlega: „en þau eru oft grimm við okkur kvenfólkið. Mér finnst karlmönnunum líða miklu betur." „Finnst yður það í rauninni? Ég held, að það sé mjög svipað með kvenfólk og karlmenn." „Nei, karlmennirnir ráða miklu meira yfir ör- lögum sínum heldur en við,“ sagði Sergia, og það var einhver einkennileg niðurbæld ástríða i rödd hennar. „Þeir ráða líka meir yfir örlögun- um, og eru ekki nærri eins oft fórnardýr tilvilj- unarinnar eins og við.“ „Það þarf enginn að vera fórnardýr tilviljun- arinnar," sagði Julian hörkulega; hann vissi ekki af hverju •— en hann tók nærri sér, að heyra hana tala svona. „Þér eruð sjálfur svo sterkur og viðnámsfær," sagði lafði Sergia, „þess vegna getið þér ekki haft skilning og samúð með öðrum." „Hvernig vitið þér það, lafði Sergia?" „Ég get séð það á yður,“ sagði Sergía áköf. „Lásuð þér bókina, sem ég fékk yður um dag- inn?“ hélt hún áfram, og þegar hann kinkaði kolli játandi, spurði hún: „Mynduð þér ekki haga yður alveg eins og söguhetjan? Hann fordæmir kon- una, sem hann elskar, af því að hann kemst allt í einu að því, að hún hafði ekki sagt honum frá fortíð sinni?" „Jú, ég mundi haga mér eins og hann og yfir- gefa hana.“ „En finnst yður það ekki ósanngjamlega óvægið?" „Við hvern?" spurði Julian kuldalega. „Það var þungbært fyrir hann sjálfan, sem hafði verið svikinn af þeirri konu, sem hann elskaði meira en líf sitt. Hún hafði líka elskað annan mann, áður en hún hitti hann, svo að hún gat líklega fundið nýjan, til þess að gefa ást sína, en sögu- hetjan í bókinni hefir aldrei elskað aðra en hana, sem hann nú hefir misst trúna á að eilífu." „Hann þurfti ekki að missa trúna á henni að eilífu, þó að hún hefði einhverntíman hrasað?" sagði Sergia hæglátlega. Karlmaðurinn ætti alltaf að minnast þess, að konan hefir nú einu sinni ekki viðnámsþrótt hans — það er eitthvað, sem heitir „mildandi ástæður" — er það ekki?“ „Ég skil yður ekki alveg, lafði Sergia," sagði Armstrong og leit hikandi á hana. „Við erum að tala um bókina, sem ég fékk lánaða um daginn, og ég mundi hafa hagað mér alveg eins og söguhetjan, ef eitthvað þvílíkt hefði komið fyrir mig. Það voru sannarlega engar „mildandi ástæð- ur“ fyrir þessa konu. Hún vissi að maðurinn, sem eiskaði hana, hataði lygar og svik, og þó leyndi hún, í hégómaskap sínum, því sem hann hefði átt að vita.“ „Hvernig vitið þér, að það var af hégóma- skap ?“ „Hégómaskap eða hugleysi, það er alveg sama hvort er,“ svaraði Julian ákafur. Útkoman verð- ur hin sama. Hún veit allt um hann, þekkir líf hans alveg, hann þarf ekki að leyná neinu ____ hann viðurkennir misgrip sin, en hún þegir. I ástarsambandi milli karls og konu eiga þau bæði að vera hreinskilin hvort við annað og það frá fyrstu byrjun. Ef hún veit, að hann álítur hana öðruvísi en hún í rauninni er, þá á hún að segja honum frá þeim misskilningi. Ég held ekki, að það geti verið nokkur vafi á því, að það sem ég segi sé rétt. Sérhver réttsýnn maður mun segja það sama og ég." „Og ef hún nú segir honum það ekki, en hann kemst samt að leyndarmáli hennar, finnst yður hann þá breyta rétt, þegar hann rekur hana frá sér? Þannig munduð þér breyta?" Armstrong leit undrandi á hana. „Ég veit — ekki — hvað þér eigið við,“ stam- aði hann. „Eitt er kenning og hitt er framkvæmd ég þori ekki að segja, að ég mundi breyta alveg svona — það er mögulegt — að ég væri ekki' alveg svona grimmur og ákveðinn." „Ó, ég vissi það,“ sagði Sergia ósjálfrátt, um leið og hún brosti dálítið. „Ég sagði víst áðan, að ég héldi, að þér mynduð vera grimmur og ósáttfús, en ég meinti það ekki. Ég skil yður

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.