Vikan - 03.02.1944, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 5, 1944
15
PÓSTURINN.
Framhald af bls. 2.
með dökkbrúnt hár, gráeygð og frek-
ar ljósa húð, en rjóð í kinnum. Ég
þakka þér svo fyrir gömlu árin og
óska þér góðra ára. Hafdís.
Svar: Rauðir litir munu fara þér
ágætlega og brúnir. Annars munu
flestir litir fara þér vel, nema grátt.
Rvík, 28/1 '44.
Heiðraða Vika!
Ég sá í ,,Póstinum“ um daginn að
þið voruð að auglýsa eftir vísuparti,
og sendi ég ykkur hér með alla
vtsuna eins og ég hefi lært hana, en
hún er svona:
Þegar bálsins logar iækka,
þegar leggst að niðdimmt kveld,
og i næðing næturkulsins
getur neistinn tendrað eld.
V i ð 1 a g :
Gæt þin bam, fær þig fjær,
fyr en þig varir eldingin slær.
Enginn getur sefað slíkar sorgir
manns.
svona er elzta dóttir tatarans.
Þetta. mun vera þýðing á norsku
vísunni: ,,Se min Xld i Mörket
brænder . ..“, sem er í nótnahefti, er
oefnist „Taterviser,“ og margir eiga,
og fékkst í Hljóðfærahúsinu hér fyrir
stríð. S.
Akureyri 16/1 1944.
Kæra Vika!
Ég sé þú veizt svo margt, og svar-
ar öllu svo greinilega. Nú langar mig
að biðja þið að grenslast eftir fyrir
mig hvað þessar harmonikur kosta:
Hohner 4 kóra 120 bassa, Pietro 3
kóra 120 bassa og Estrelle 2 kóra 120
bassa. Verzlunin Rin Njálsgötu 23
auglýsti þær um daginn.
Með þökk fyrir svarið.
Þinn Maggi.
Við sendum verzluninni fyrirspurn-
ina og hún svaraði á þessa leið:
Hohner 4 kóra 120 bassa kr. 2.600.
Pietro 3 kóra 120 bassa kr. 2.300.
Estrella 2 kóra 36 bassa kr. 950.
Hohner 12 bassa kr. 600.
16/1 ’44.
Kæra Vika!
Viltu gjöra svo vel og segja okkur
eftir hvem þessi vísa er:
Hvað gefur oss beztu brosin og tárin
og blómin fegurst í hjartans reit?
Hvað skín á bak við skuggana og
tárin
á skilnaðarstund ? Það er ástin heit.
Þú lifandi máttur frá ljóssins veldi,
þú Ijósið, sem breytir nótt í dag.
Þú ert lífsins ómljóð frá árdegi að
kveldi
útfararsöngur og vöggulag.
Með fyrirfram þökk um lausn á
þrætu okkar. Stína og Sveina.
Svar: Getur einhver lesandi blaðs-
ins sent okkur svar við þessu?
Svar til „Einnar 17 ára“: Ætli við
sleppum því ekki héðan af að gera
það, sem þér talið um!
Fyrirliggjandi í miklu úrvali
fác&laol
fííöb
JímaAít
T&tQjönfy
Sent gegn póstkröfu.
Bókaverzlun
Böðvars Sigurðssonar
Hafnarfirði.
Sími 9315.
Vélsmiðjan KLETTURh/f
Vesturgötu 22—24. Hafnarfirði. — Sími 9139.
Framkvæmum allskonar:
Járnsmíði og
Vélaviðgerdir
logsuða —
Rafsuða
Smíðum botnvörpuhlera
og allt tilheyrandi botnvörpu.
HREINLÆTIS-
VÖRUR
Þvottasnúrur — Þvottaklemmur —
Gólfklútar — Rykklútar — Bíiaþveglar
— Brauðhnífar — Kaffipokar og hingir
— Burstavörur — Vatnsglös — Krydd-
glös — Fataburstar — Hárburstar —
Tannburstar — Hárgreiður — Rak-
Jf
kústar — Oatine hreinlætisvörur.
Verzl
un
J A&jÓjcLóa SioMsm
Sími 4205
»»»»>»»»»»»»»»»»:♦»»»»»»»»»>>