Vikan


Vikan - 02.03.1944, Síða 13

Vikan - 02.03.1944, Síða 13
VIKAN, nr. 9, 1943 13 Dægrastytting ; iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii''* Orðaþraut. ET J A FINN E T I N INN A INNI ENN A Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir myndast nýtt orð, og er það nafn frægs manns. Svar á bls. 14. Púkinn og fjósamaðurinn. Einu sinni hélt Sæmundur fróði fjósamann, sem honum þótti vera um of blótsamur, og fann hann oft að því við hann. Sagði hann fjósamanni, að kölski hefði blótsyrði og illan munnsöfnuð mannanna handa sér og púkum sínum til viður- væris. ,,Þá skyldi ég aldrei tala neitt ljótt," segir fjósamaður, „ef ég vissi, að kölski missti við það viðurværi sitt.“ ,,Eg skal nú bráðum vita, hvort þér er alvara, eða ekki,“ segir Sæmundur. Lætur hann þá púka einn í fjósið. Fjósamanni var illa við þennan gest; því púk- Þetta er danski leikarinn Jean Hersholt. Hann fór frá Danmörku til Bandaríkjanna 1913 og er nú einn af helztu leikurunum í Hollywood. inn gerði honum allt til meins og skapraunar og átti þá fjósamaður bágt með að stilla sig um blótsyrði. Þó leið svo nokkur timi, að honum tókst það vel, og sá hann þá, að púkinn horaðist með hverju dægri. Þótti fjósamanni harla vænt um, þegar hann sá það og blótaði nú aldrei. Einn morgun, þegar hann kom út í fjósið, sér hann, að allt er brotið og bramlað, og kýmar allar bundnar saman á hölunum, en þær voru margar. Snýst þá fjósamaður að púkanum, sem lá í volæði og vesöld á básnum sínum og hellir yfir hann bræði sinni með óttalegum illyrðum og hroðalegu blóti. En sér til angurs og skap- raunar sá hann nú, að púkinn lifnaði við og varð allt í einu svo feitur og pattaralegur, að við sjálft lá, að hann mundi hlaupa í spik. Stillti hann sig þá, fjósamaðurinn, og hætti að blóta. Sá hann nú, að Sæmundur prestur hafði satt að mæla og hætti að blóta og hefir aldrei talað ljótt orð síðan. Enda er sá púkinn fyrir löngu úr sögunni, sem átti að lifa á vondum munnsöfnuði hans. — Betur að þú og ég gætum breytt eftir dæmi fjósamannsins. Púkablístran. Sæmundur fróði átti pípu eina, sem hafði þá náttúru, að þegar í hana var blásið, þá komu einn eða fleiri púkar til þess, sem í hana blés og spurðu, hvað þeir ættu að gjöra. Einu sinni hafði Sæmundur skilið pípuna eftir í rúminu sínu, undir höfðalaginu, þar sem hann var ætíð vanur að hafa hana á nætumar. Um kvöldið sagði hann þjónustustúlkunni að búa um sig, eins og vant væri, en tók henni vara fyrir því, að ef hún fyndi nokkuð óvanalegt í rúminu, þá mætti hún ekki snerta það, heldur láta það vera kyrrt á sínum stað. Stúlkan fór nú að búa um og varð heldur en ekki forvitin, þegar hún sá pípuna. Hún tók hana óðar, skoðaði hana í krók og kring, S k 3.1 d Í ð • Framhald af bls. 4. legt að vera að hugsa neitt nýtt upp. Þessi greifafrú er bæði gömul og ljót------ „En þú talar samt við hana?“ „Nei, ég heilsa henni ekki einu sinni. Þess vegna vil ég biðja þig um að tala heldur ekki við nokkurn. Ég verð að nota allan tíma minn til þess að athuga vel það sem í kringum mig er, og má þess vegna ekki vera að því að skipta mér af öðrum.“ Við hádegismatinn var samt maður, sem bað Léopold pm að gjöra svo vel að rétta sér disk, og þegar hann tók við honum, spurði hann; „Er herrann ekki franskur? Það er ég líka! Ég er meira að segja frá París. Verð- ið þér hér lengi?" „I hálfs mánaðar tíma.“ „Leyfist mér að kynna mig. Nafn mitt er Gustave Vidourcq, og þetta er vinur minn Vincent Bizague. Hvern hefi ég þann heiður að tala við?“ Léopold hugsaði sig um eitt augnablik og sagði síðan með röddu, sem var ekki laus við hreykni: „Ég er Léopold de Brugnon.“ „1 hvaða erindum ferðist þér?“ spurði Vindourcq. „Ég fæst ekki lengur við blaða- mennsku,“ svaraði Léopold í von um að samræðurnar fengi aðra rás. En sessunautur hans var af þeirri teg- und, sem ekki getur hætt, þegar þeir eru byrjaðir að tala, og hann hélt áfram: „Vinur minn Bizague ferðast með silki- sokka og strokjárn; hann hefir, eins og maður segir, marga strengi á boga sínum. Ég er nú á ferðalagi vegna efnabreytingar minnar. Ég geng í átta klukkustundir á dag, og það hefir þegar haft ágæt áhrif á magann-----------. Ég kannaðist einu sinni við mann, sem hét de Brugnon, hann verzlaði með hveitiklíð og haframjöl, það skyldi þó ekki vera þér?“ „Fíflið,“ sagði Júlía, þegar þau voru aftur komin inn í herbergi sitt. „Hann vissi ekki einu sinni, hver þú ert------- og hann er Frakki!“ „Elsku góða, það er ekki hægt að taka mark á því; það eru enn til bændur í Frakklandi, sem kannast ekki við okkar mestu skáld,“ sagði Léopold. Til þess að afmá þessi áhrif kom stofu- stúlkan morguninn eftir og spurði Léo- pold, hvort hann vildi skrifa nafn sitt fyrir ungfrú Rowlandson frá Chicago, ungfrú Homespun frá London, frú Bobenheim frá Dresden og Signora Bedillos y Lavera frá Saint-Sébastien. Frú de Brugnon var þessum konum æfareið, hún áleit þær óvini sína og ósk- aði að þær yrðu hengdar. En þær vissu víst, hvað hún var afbrýðisöm, því að þegar hún var viðstödd, létu þær sem þær sæu hann ekki. Hann hélt áfram að at- huga gestina nákvæmlega, vann lítið, en hafði prýðilega matarlyst. „Ég er hamingjusöm," skrifaði Júlía móður sinni, „en ég mundi vera enn þá hamingjusamari, — já, nú verður þú að lofa að reiðast mér ekki — ef maðurinn minn væri eins og allir aðrir, og ef hann tilheyrði aðeins mér einni. Frægð hans er mikil — allt kvenfólk þekkir hann og slæst um að fá rithönd hans. Ég leita mér að stað í skugga allrar þessarar frægð- ar----------ég elska Léopold og vil svo gjarnan vera honum einhvers virði.“ Viku síðar hugsaði hún enn þá um, hvemig hún ætti að vera manni sínum einhvers virði, morgun nokkurn hélt hún, að hún hefði fundið ráðið. Þegar hún gekk út í garðinn til þess að hitta de Brugnon, kom stofustúlkan í því með reikninginn. Hún tók hann og faldi hann fyrir aftan bak sitt og sagði glettnislega: „Nú sé ég um reikningshaldið, þú mikli maður; ert þú nokkuð á móti því? Lista- menn og skáld hafa ekki vit á svoleiðis dóti.“ Hann lét hana gera eins og hún vildi, og hún fór inn með reikninginn, lokaði sig inni og athugaði hann með penna í hönd og hrukkur í enninu. Þar stóð: Matur, þvottur o. s. frv. Það var allt rétt.---- En hvað var þetta! Við reikninginn var fest lítið umslag. Hún opnaði það og las það sem þar í stóð: „Samkomulag á milli herrans og stofu- stúlkunnar Ágústu, í mestu leynd, 2 frank- ar og 50 á dag í allt 17 fr. 50, að við- bættum pappírnum.“ Hjarta Júlíu fylltist gleði. Hún hringdi á Ágústu, gaf henni tiu franka og bað hana um að láta manninn sinn fá um- slagið, án þess að láta hann vita, að hún hefði fengið það áður. Svo gekk hún að speglinum og athug- aði sjálfa sig lengi, og hún skemmti sér yfir sigursvipnum, sem var í augnaráði hennar. Veslings Léopold. Svo fór hún til hans. Hann var eins og venjulega niðursokkinn í hugsanir sínar, en hún tók það .ekkert nærri sér að rífa hann upp úr þeim, með því að hrópa hátt: Halló! Því næst hristi hún handlegg hans, eins og móðir henn- ar gerði við föður hennar þegar hún vildi fá vilja sinn, og svo sagði hún: „Nú skulum við fara út í skóg að tína blóm, litli vinur!“

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.