Vikan - 09.03.1944, Page 4
4
VIKAN, nr. 10, 1944
Andrew Hardacre var — eftir því sem
dætur hans sögðu — maður, sem
ekki var þægilegt að umgangast.
Otlit hans gat líka bent á það. Stríða
svarta skeggið hans virtist hvorki hafa
verið greitt né burstað í langan tíma, hár
hans var sítt eins og á vanmetnum lista-
manna og föt hans virtust hafa fengizt hjá
fomsala.
Andrew var auk þess mjög aðsjáll mað-
ur. Hann hafði enn þá aldrei skilið nokk-
urn hlut við sig meðan hann gat haft
nokkuð gagn af honum; en dætur sínar
vildi hann gjarnan fyrir löngu hafa losnað
við, ef hann hefði getað komið þeim út.
Kezia, var elzt, hún var föl og hræði-
lega mögur; auk þess höfðu allar tenn-
urnar verið svo ótrygglyndar að yfirgefa
hana. Barbara, sem var næstelzt, var
þunglamaleg og þrekin og hafði krafta
eins og karlmaður. Hún klæddi sig líka
eins og karlmaður, þó að hún lýsti því
stöðugt yfir að hún hataði þá eins og
pestina. Ruth var yngst, hún var lagleg-
ust af systrunum, þó var hún langt frá
því að vera falleg. Hún var lítil og grönn,
og líktist móður sinni, en hún hafði líka
kostað hana lífið.
Andrew og dætrum hans kom ekki vel
saman. Hann var voðalega kjaftfor og
dæturnar ekki síður. Hann barmaði sér sí
og æ.
,,Ég vildi óska, að þær hefðu verið
strákar!“ sagði hann dag nokkum við ná-
búa sinn, Louis. „Hér hefi ég beztu gróðr-
arstöðina á landinu, en engan eftirmann!"
,,Nú, dæturnar geta gifst enn þá!“ sagði
nábúinn.
„Gifst!“ hreytti Andrew úr sér háðsk-
ur. „Þær giftast aldrei. Það verð þá frem-
ur ég! Já, mig langar næstum til þess að
kvænast, til þess að þær gætu skammast
sín!“
„Ha-ha!“ hló nábúinn. „Þú hefir alltaf
verið galgopi! Kvænast — þú, sem ert
bráðum sextíu og fimm ára!“
Andrew varð fúll.
„Ég er hraustur og sterkur og get enn
þá stundað vinnu mína. Faðir minn giftist
í annað sinn, þegar hann var orðinn sjö-
tugur. Hvað finnst þér svona hlægilegt?"
„Nei, þú hefir á réttu að standa,“ svar-
aði nábúinn hikandi. „Það getur enginn
nema kona gert heimilið vistlegt. Ef þú
getur fundið einhverja fullorðna konu, þá
getur allt verið í lagi.“
„Ég vil ekki sjá neina fullorðna konu!“
sagði Andrew byrstur. „Ég vil eignast
xmga og fjömga konu!“
Louis skellti uppúr. .
„Ef þú ætlar þér í bónorðsför, þá held
ég, að þú verðir fyrst að hirða skegg þitt,“
sagði hann.
Andrew lét sem hann heyrði ekki þessa
- SMÁSAGA -
ráðleggingu og sneri bakinu móðgaður að
nábúanum og fór.
Um kvöldið var hann enn þá fúlli og
vanstilltari en venjulega. Dætur hans
veltu því árangurslaust fyrir sér, hvað
hefði getað komið fyrir hann.
„Mikið skelfing leiðist mér þetta líf!“
sagði Barbara.
„Já, það er óþolandi!“ andvarpaði Ruth.
„Við höfum aldrei neitt. I þrjú ár höfum
við ekki fengið einn einasta nýjan kjól.
Hvaða maður ætli svo sem líti á okkur?“
Barbara beygði sig að Ruth og hvíslaði:
„Við verðum að snúa okkur að einhverj-
um, sem hefir enn ekki séð okkur. Ég hefi
heyrt, að margir menn setji auglýsingu
í blað, þegar þeir vilja ná sér í konu.“
„Segðu okkur frá því!“ sagði Ruth
áköf.
En í því kom Andrew þjótandi að glugg-
anum, sem þær sátu við, skellti honum
aftur og kvæsti:
„Eruð þið snár brjálaðar! Viljið þið að
ég verði gigtveikur! Svona er það að hafa
fullt af kvenfólki í húsinu. Því skal bráð-
um verða breytt“, bætti hann við ógnandi.
„Já, því skal bráðum verða breytt!“
svaraði Barbara frekjulega. „Ég er búin
að fá nóg af þessu hundalífi. Ég ætla að
gerast vinnustúlka!"
VEIZTTJ —?
1. Eftir hvem og úr hvaða kvæði er þetta
erindi:
Hér ég enda hróðrarskrafið.
En hver á að signa þína móður,
þegar hennar son og sjóður
sokkinn er í þjóðahafið?
Hver á að gæta að grafarrónni,
græða svörð á blásnu leiði,
þegar sólin suður í heiði
sendir geisla moldarþrónni ?
2. Hvenær fæddist franska leikritaskáldið
Moliére og hvenær dó hann?
3. Hvenær fékk Reykjavik kaupstaðar-
réttindi ?
4. Hver fann upp smásjána, hvar var það
og hvenær?
5. Hvaðan er þessi setning: „Hafa viltu
enn þann bragarháttinn sem fyrr meir“ ?
6. Hvaðan var Maria Antoinette og hverj-
um var hún gift?
7. Hvað hét afi LoftsríkaGuttormssonar?
8. Hver var Ferdinand Magellan og hverr-
ar þjóðar var hann?
9. Hvað þýddi „næma lífi“ í fornu máli?
10. Hvaða klerkur var það, sem sagt er um,
að 70 árum eftir dauða hans hafi 36 af
prestum landsins verið komnir út af
honum ?
Sjá svör á bls. 14.
Hingað til hafði Andrew alltaf orðið
stiltur, þegar dætur hans höfðu ógnað
honum með því, en í dag hafði þessi
ógnun engin áhrif á hann.
„Já, gjörðu svo vel“, sagði hann alveg
ótruflaður. „Það verður kannske fyrr en
þú átt von á!“
Systurnar litu spyrjandi á hver aðra.
Hvað gat hann átt við? Þegar þær voru
komnar upp í herbergi sitt tóku þær að
ráðgast.
„Hann ætlar áreiðanlega að kvænast,“
sagði Kezia. „Það er þakklætið, sem við
fáum fyrir að fórna honum okkar beztu
árum!“
„Já, og það verður áreiðanlega gamla
og geðstirða kerlingin hún jómfrú Theley,“
greip Barbara frammí, „ég hefi svo oft
séð þau tala saman.“
„Eða kannske jómfrú Witcheox,“ áleit
Ruth; „hún er alltaf að leita sér að manni.“
„Það getur líka verið frú Bachelor,“
sagði Kezia. „Það er sagt, að hún hafi
verið svo einmana, síðan maðurinn henn-
ar dó . . . .“
„Jæja, hver sem það nú er,“ greip Ruth
fram í fyrir henni, þá er það greinilegt,
að hann ætlar að kvænast aftur. Það er
þess vegna kominn tími til þess að við
förum að líta í kringum okkur. Barbara
veit, hvernig við eigum að fara að.“
„Margir menn setja auglýsingu í blað,
þegar þeir vilja ná sér í konu,“ sagði Bar-
bara dálítið feimnislega. „Það á að vera
til eitthvað blað, sem heitir „Hjúskapar-
tíðindi", eða þvíumlíkt. Maður skrifar
þangað og fær svo tilsendar nokkrar ljós-
myndir af karlmönnum."
„Þá þarf maður ekki annað en velja úr!“
hrópaði Ruth hrifin.
Barbara kinkaði kolli og hélt áfram:
„En við skulum gefa pabba gaum fyrst.
Þegar við svo vitum til hverrar hann
biðlar, þá getum við tekið til óspilltra mál-
anna.“
En þó að dæturnar væru stöðugt á verði,
urðu þær ekki varar við neitt. Andrew
talaði ekki meira en venjulega við frú
Theley og jómfrú Bachelor, og þegar svín
þeirrar síðastnefndu hljóp inn í garðinn
hans og tróð niður nokkrar kálplötnur,
skammaði hann jómfrú Bachelor svo
hrottalega, að dætur hans strikuðu hana
af listanum. Nokkrum dögum seinna fann
hann í bókum sínum óborgaðan reikning
frá frú Theley, og það, sem hann sagði um
þá konu, var langt frá því að vera nokk-
ur ástarjátning. Þá var jómfrú Witcheox
ein eftir. En með uppgötvunargáfum sín-
um komust systurnar að því, að hún hat-
aði föður þeirra, af því að hann hafði fyrir
mörgum árum drekkt eftirlætisketti henn-
ar. Engin af þessum þremur átti því eftir
að verða stjúpmóðir þeirra.
En Andrew var miklu slungnari en dæt-
ur hans grunaði. Kvöld nokkurt hafði
hann lokað sig inni í skrifstofu sinni og
samið þar hjúskaparauglýsingu. Hann
hafði heyrt, að ríkar konur beinlínis
Framhald á bls. 13.