Vikan - 09.03.1944, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 10, 1944
18
Dægrastytting
Orðaþraut.
ANNI
UNNI
LIST
ALL A
UGG A
PKlL
ILLI
IÐUR
EFN A
E YÐ A
LINA
Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn
staf þannig, að seu þeir stafir lesnir ofan frá og
niður eftir myr.dást nýtt orð og er það lýsing á
manni. Sjá svar á bls. 14.
Handslöngvan
var þannig gjörð, að tveim snærum var fest
sínu í hvorn enda á aflangri leðurpjötlu, spor-
öskjulagaðri og djúpri nokkuð um miðjuna. Oft-
ast nær munu snærin hafa verið lítið eitt mis-
löng og lykkjur í báðum endum, er smeygja
mátti upp á vísifingurinn, svo sem kunnugt er
að tíðkaðist snemma á öldum. í>á er slöngva
skyldi, lagði maður steininn í blöðkuna, hélt báð-
um snærisendunum í hendi sér, eða smeygði þeim
upp á visifingurinn og veifaði siðan slöngunni
nokkrum sinnum yfir höfði sér með vaxandi
hraða, þannig að leðurpjatlan með steininum
markaði hring í loftinu; var miðdepill hans í
hendi manns en snærið geisli hringsins; loks
sleppti maður öörum endanum í því augnabliki,
Hjúskaparauglýsingin.
Framhald af bls. 4.
slægjust um að fá mann, sem mundi gera
þær hamingjusamar. Hann sá í anda til-
vonandi eiginkonu sína, Kann var algjör-
lega sannfærður um að hún ír.undi ekki
aðeins vera rík heldur einnig falleg. Aug-
lýsing hans hljóðaði svo’rv.
„Menntaður, miðaldra. maður, óskar
eftir að kvænast konu mv. góða lund og
húsmóðurhæfileika. Ég er < kkjumaður og
vil gera allt til þess, að tiginkona mín
verði 'hamingjusöm. Hefi þjónustúfólk.
(Hann hafði ákveðið að hafa eina dóttur-
ina heima). Ég er eigandi að fallegu húsi
með fallegum garði í fallegu umhverfi.
Lysthafendur sendi bréf sín merkt A. B. C.
til skrifstofu blaðsins.“
„Þetta freistar áreiðanlega margra,"
muldraði hann, setti bréfið í umslag og
sendi það til dagblaðsins í bænum.
Frá þeirri stundu, sem Andrew hafði
trúað póstkassanum fyrir meistaraverki
sínu, var hann allur annar maður; hann
bar höfuðið hátt, og einn góðan veðurdag,
gerði hann þorpsbúa undrandi með því að
setja upp hvítan flibba. Það kvisaðist
líka, að hann væri hættur að reykja pípu,
en reikti vindla í staðinn, og þegar hann
svo dag nokkurn birtist með velhirt skegg
og í nýjum fötum var bókstaflega upp-
þot 1 þorpinu.
Þetta styrkti grun dætra hans, en ekki
er steinninn var í aftanverðri hringbrautinni
ofan til; þeyttist hann þá út í loftið eftir fleyg-
bogalínu, er var framhald af viðlínu þess depils
hringbrautarinnar, er steinninn var staddur í, þá
er sleppt var bandinu.
Sál hússins.
Sál hússins er eldur á ami
og eldur á lampakveik.
Ef farið er rangt með þann fjársjóð,
þá fyllist húsið af reyk,
og gluggamir sortna af sóti
og syrtir að um rúm;
þó úti álfröðuli skini,
er ir.ni nótt og húm.
Ef út frá arni og lampa •
fer afvega hússins sál
og verður ei heft né hamin,
þá hleypur allt í bál; #
að sál það allt hefir orðið,
sem æðir gönuskeið,
í blindni hún brennir til ösku
sinn bústað og deyr um leið.
Sál hússins er eldur á ami
og eldur á lampakveik.
Hún hnigur með sínu húsi
og hverfur loks í reyk
Hvort er hennar ódauðleiki
þá aðeins fólginn í því,
að alltaf logar eldur,
deyr út og kviknar á ný?
Guttormur J. Guttormsson.
Stafslöngvan
var mjór stafur sivalur 3—4 feta langur, með
handslöngu á öðrum endanum. Snærið milli stafs-
endanna og blöðkunnar var örstutt, en hitt allt
að því jafnlangt skaftinu. Menn lögðu nú stein-
inn í blöðkuna, létu lausa bandið falla niður með
skaftinu og gripu utan um hvorttveggja báðum
höndum. Síðan hófu menn upp slönguna aftur
yfir höfuð sér, reiddu hana þar til lítilsháttar
UPP °g niður, brugðu henni því næst örsnöggt
fram af alefli og slepptu bandinu í sömu svipan
og stafurinn reis lóðréttur yfir hvirflinum, eða
því sem næst.
(tír Iþróttir fornmanna).
Api á Apavatni.
1 ofanverðri Grímsnessveit í Ámessýslu er bær
sá, er heitir á Apavatni, og stendur hann hjá
samnefndu vatni. Bæði vatnið og bærinn draga
nafn sitt af fornmanni nokkmm, sem Api hét.
Bæimir eru reyndar tveir og heita Efra og Neðra
Apavatn. Norður undan Neðra-Apavatni standa
hólar þrír niður við vatnið, og heitir hinn hæsti
Aphóll (Apahóll). Api er heygður í hóli þessum,
en skip hans er í hinum syðsta og hundur hans
í hinum nyrsta. — Þegar Api bjó á Apavatni, var
galdramaður einn við Þingvallavatn; hann seiddi
allan fiskinn úr Apavatni upp í Þingvallavatn.
Þetta líkaði ekki Apa, og seiddi á móti; en sii-
ungurinn sneri aliur móti Þingvallavatni og rann
nú á sporðinn til baka. Af þessu segja menn að
allur silungur í Apavatni komi upp á sporðinn.
Þar er enn silungsveiði. (Þjóðsögur).
Fangavörðurinn (við fangann): „Hvers vegna
eruð þér hér.“
Fanginn (sem búinn er að sleppa úr mörgum
fangelsum): „Vegna þess, að mér er ómögulegt
að brjótast héðan út.“
Gesturinn: „Er húsbóndinn heima?"
Þreyttur faðir: „Þei! Hann sefur uppi í vögg-
unni sinni!"
gátu þær komizt að því, hver það var, sem
faðir þeirra hafði ákveðið að skyldi verða
sú útvalda.
Morgun nokkurn, þegar Ruth var að
lesa dagblaðið, rak hún allt í einu upp
sigurhróp:
„Nú skuluð þið heyra!“ hrópaði hún.
„Menntaður, miðaldra maður, óskar
eftir að kvænast konu r,.eð góða lund og
húsmóðurhæfileika. Ég or kkjumaður, og
vil gera allt til þess, að eiginkona mín
verði hamingjusöm. Hefi þjónustufólk.
Ég er eigandi að fallegu húsi með falleg-
um garði í fallegu umhverfi. Lysthafendur
sendi bréf sín, merkt A. B. C., til skrif-
stofu blaðsins." -
„Ég sendi bréf!“ sagði Barbara ákveðin.
„Ég líka!“ endurtók Ruth.
„Og ég!“ sagði Kezia.
Allan eftirmiðdaginn sátu systurnar
þrjár og veltu þessu fyrir sér, og um
kvöldið voru þrjú bréf lögð samtímis í
póstkassann.
Tveim dögum síðar stóð Andrew í skrif-
stofu blaðsins og spurði, hvort ekki hefðu
komið bréf merkt A. B. C. Skrifstofumað-
urinn rétti honum þrjú bréf, og Andrew
stökk himinlifandi niður stigana. Hann
flýtti sér inn í lítinn listigarð, sem var
þarna nálægt, og opnaði skjálfhentur
fyrsta bréfið.
Það var svona:
„Heiðraði herra! Ég hefi lesið auglýs-
ingu yðar. Ég er iðin, bý til góðan mat og
hefi aldrei verið gift. Ég er blíðlynd og
mun reyna að gera manninn minn ham-
ingjusaman. Ég er fyrir sveitalíf. Mér
þætti vænt um að heyra nánar frá yður.
Yðar einlæg,
Barbara Hardacre."
Það liðu nokkrar mínútur áður en
Andrew áttaði sig; en þá bölvaði hann
líka í sand og ösku.
„Er það nú frekja og ósvífni!" hrópaði
hann reiður. „Hvernig dettur dóttur minni
í hug að ætla að gifta sig!“
En þegar hann opnaði næsta bréf og sá
að það var undirritað „Ruth Hardacre,"
náfölnaði hann. Og þegar hann opnaði það
þriðja hneig hann máttvona útaf bekkn-
um. Það var undirritað „Kezia Hardacre".
Andrew vissi ekki, hvað hann hafði ver-
ið lengi að ná sér, eftir þetta, en ýmsar
hefndarráðagerðir byltust í heila hans. Þó
róaðist hann smám saman og ákvað: að
dætur hans mættu alls ekki komast að
því, að hann hefði auglýst, annars mundu
þær hlæja að honum og spotta hann enda-
laust, því að það voru þær, sem gátu
hlegið.
Hann reif bréfin í smátt og andaði létt-
ara, þegar vindurinn feykti þeim í burtu.
En allt í einu datt honum það hræðilega í
hug, dætur hans vissu nú, að það var hann,
sem hafði auglýst, og þær höfðu sent bréf-
in, til þess að gera grín að honum!
„Ó, guð minn góður, guð minn góður!"
stundi hann í örvæntingu sinni. „Mikið
bölvað fífl hefi ég verið! Þar var ég næst-