Vikan - 09.03.1944, Qupperneq 5
VIKAN, nr. 10, 1944
5
Framhaldssaga:
15
Vegir ástarinnar-
Eftir E. A. ROWLANDS
Mary lofaði að hlýða lækninum og fór svo út
að ganga í góða veðrinu, og Cameron læknir fór,
og lofaði að líta til sjúklingsins seinna um dag-
inn.
Þegar læknirinn var farinn fór Mary í kápu
sína og fór svo aftur inn i sjúkraherbergið, til
þess að lita einu sinni enn til Sergíu. Hún ætl-
aði að fara að læðast út úr herberginu aftur,
þegar hún heyrði Sergíu hvísla eitthvað, og
þegar hún hafði heyrt fyrstu orðin, stóð hún
sem steini lostin.
„Já, ég hefi misst allt — allt,“ hvíslaði Sergía
— en hvað er það á við allt það sem hann hefir
misst mín vegna! Julian — Julian, elskan mín!"
stundi hún.í örvæntingu sinni.
Nú skildi Mary allt. Hún skildi hvers vegna
Julian hafði farið til Ástralíu svona skyndilega
og að því er virtist að ástæðulausu, það hafði
verið svo ólikt honum, og hún skildi nú, hvers
vegna Sergia lá hérna í djúpri örvæntingu. Mary
var svo hissa á öllu, sem hún hafði heyrt, að
hún hugsaði ekki um að fara.
„Ég verð að fara héðan,“ sagði Sergía lágt.
„Ég verð vitlaus, ef ég á að vera héma. Ó, þessi
ömurlegi staður minnir mig alltaf á, að ég hafi
■eyðilagt eitt mannslíf. Hann hefir misst atvinnu
sína, heimili sitt — allt — allt — vegna mín.
Ég hefi sært hjarta þitt Julian -— og þó elska
ég þig svo innilega — en ég gat ekki gert ann-
að. Hefði ég vitað það fyrr, að þú elskaðir mig,
þá hefði allt verið öðruvísi."
Hún sagði þessi síðustu orð svo lágt, að Mary
heyrði þau varla — en hún hafði líka heyrt
nóg. Sergia hafði sagt frá leyndarmáli sinu í
óráðinu, og nú vissi Mary, hvers vegna veslings
vinkona hennar hafði orðið svona veik, og hvers
vegna hafði liðið yfir hana, þegar Mary hafði
minnst á, að Julian væri farinn, og tárin runnu
niður kinnar hennar, þegar hún læddist út úr
stofunni. Hún hélt áfram að gráta, þegar hún
gekk á heiðinni. Það hafði fengið á hana að
heyra um þennan sorgarleik, sem hafði átt sér
stað, án þess að hana grunaði neitt. Hvernig
gat hún líka verið svona blind, að taka ekki
eftir því, hvernig tilfinningar Julians höfðu
breytzt í garð Sergiu!
Svo mundi hún allt í einu eftir því, hvað Juli-
an hafði verið breyttur í útliti og framkomu,
þegar hún kom heim frá Sunleigh. Það hlaut að
hafa verið honum kvöl aö hlusta á allar spurn-
ingar hennar um Sergiu. En hvað hún vorkenndi
þeim báðum, og hún vildi svo gjarnan hjálpa
þeim! Hún gat ekki hugsað sér meiri hamingju
en ef þessar tvær manneskjur, sem hún elskaði
svo heitt mundu bindast hvor annari.
„Það lagast,“ hugsaði hún svo vongóð; „maður
þarf ekki að gefa upp vonina fyrir fólk, sem elsk-
ar hvort annað. Þvi, áð hvað sem fyrir kann að
koma, þá sigrar ástin alltaf, það geta verið
erfiðleikar, tár og örvænting, en að síðustu hlýtur
ástin að sigra. Ég verð bara að vera þolinmóð
og biðja fyrir þvi, að þau megi bráðum verða
hamingjusöm, því að þau eiga það skilið."
Og svo fór hún að gera allskonar áætlanir,
eins og ungar stúlkur gera oft, og eftir stutta
stund hafði hinn ferski vindur heiðarinnar þurrk-
að tárin, og nýr roði var kominn í vanga hennar.
Allt i eínu fann hún vindlalykt, og áður en hún
vissi, stóð Sir Allan við hlið hennar. Mary nam
staðar og roðnaði, þegar ungi maðurinn' leit rann-
sakandi á hana.
Sir Allan brosti, um leið og hann kastaði frá
sér vindlinum.
„Það er mikill léttir að sjá yður,“ sagði hann.
„Þér vitið það auðvitað ekki, að ég hefi verið
hálfhræddur um yður.“
Mary leit alvarlega á hann.
„Ó, þér .hafið talað við Cameron lækni,“ sagði
hún. „Það var heimskulegt af honum."
„Já, ég get sagt yður það, að hann hefir lesið
yfir mér,“ sagði Sir Allan. „Hann sagði, að ég
bæri ábyrgð á yður, ungfrú Mary, og þér megið
trúa því, að ég skal gæta yðar héðan í frá, nú
þegar skyldutilfinning min er vakin. Ég vil biðja
yður um að gæta yðar vel, ef þér viljið þá ekki,
að ég þjáist af hræðilegu samvizkubiti."
„Hvernig dettur yður í hug að segja þetta,“
sagði Mary og hló, en hlátur hennar var ekki
eðlilegur, og hún átti bágt með að stilla sig um
að gráta ekki.
Orð Sir Allans og framkoma hans gerðu hana
ruglaða og hún gramdist honum fyrir að gera
grin að sér, og hún gramdist sjálfri sér fyrir
að þola það ekki.
„Þetta er engin vitleysa," hélt Sir Allan áfram,
„því að mér mundi þykja það mjög leitt, ef eitt-
hvað skyldi koma fyrir yður. Ég mundi taka
það mjög nærri mér, ef þér yrðuð veikar.“
Hann sagði þetta svo alvarlega; að Mary varð
alveg rugluð og leit niður.
„Svona megið þér ekki tala,“ hvíslaði hún,
mér líður ágætlega. Ég er bara svo hrygg yfir
nokkru, sem læknirinn sagði um Sergíu, og
Sergía sagði í óráðinu."
Þegar Mary hugsaði um þetta, gat hún ekki
stillt sig um að gráta, og hún fól andlitið í hönd-
um sér.
En þær voru strax teknar frá. „Mary,“ sagði
Allan — „Mary litla —“.
Mary komst við af þessum vingjamlegu orðum
hans, en á þessu augnabliki hugsaði hún ekki um
sjálfa sig heldur aðeins um Sergiu og bróður
sinn.
„0,'hvað ég vildi óska,“ sagði hún „að Julian
kæmi heim aftur.“
Ungi maðurinn, sem hafði stöðugt horft á hana
eins og frá sér numinn, virtist nú allt i einu skilja
orð hennar, og það birti yfir andliti hans.
„Sergia hefir þá sagt yður frá öllu?“ spurði
hann ákafur, „þér vitið það þá, Mary?“
Mary horfði á hann eitt augnablik og var á
báðum áttum, henni leið illa. En hvað hún var
hugsunarlaus og miskunnarlaus við þennan mann.
Hvernig gat hún gleymt því, að Allan elskaði
líka Sergiu. En hvemig stóð á því, að hann var
svona glaðlegur? Orð hennar höfðu þá ekki sært
hann.
„Vissuð þér það líka?“ spurði hún loks.
Sir Allan kinkaði kolli.
„Já, ég gat mér til þess,“ sagði hann, „en ég
vildi ekki minnast á það við yður, af því að ég
vissi ekki, hvort Sergia kærði sig um það. En
nú er það allt annað mál, og ef þér viljið nú
segja mér allt, sem þér vitið, þá getum við fundið
eitthvað ráð, sem gerir allt gott aftur. Ég held,
að það væri einfaldast að skrifa Juliani og biðja
hann um að koma heim.“
Mary ljómaði. „En hvað þér eruð góðir!“ sagði
hún. „Göfugasti og bezti vinurinn!“
Sir Allan horfði rannsakandi á hana; roði færð-
ist yfir vanga hennar, þegar hún reyndi að draga
til sín hendurnar, sem hann hafði gripið.
„Mary,“ sagði hann, „viljið þér hlusta á mig í
nokkrar mínútur?"
Hún horfði á hann og leit fljótt niður.
„Mary,“ sagði hann „ég lít nú á Sergiu sem
góða vinkonu mína. Mér þykir vænt um hana á
sama hátt og Juliani þykir vænt um yður, og
ekkert mundi gleðja mig meira en að hún yrði
hamingjusöm. Þér vitið ef til vill, að það var allt
öðru visi fyrir ári síðan, og þér megið ekki álíta
mig fjöllyndan og óstöðugan af því að ég hefi
svona fljótt sætt mig við að vera vinur hennar;
en það fór fyrir mér eins og hún spáði. Ég sá
fljótlega að hrifning mín var ekki hin innilega.
og heita ást, sem sú kona, sem maður vill kvæn-
ast, á að vekja hjá manni. Ég var þá hrifinn af
fegurð Sergiu, en hrifningin var eins og töfrar, sem
hurfu, þegar ég varð hennar góði bróðurlegi vin-
ur. Þér verðið að skilja mig, Mary,“ hélt hann
áfram, „og þér megið ekki lasta mig fyrir það.“
„Nei, af hverju ætti ég að gera það — ?“ stam-
aði Mary. „Ég hefi engan rétt til þess að —.“
„Jú, þú hefir einmitt rétt til þess, elsku litla
Mary,“ hvislaði hann „af því að þú hefir kennt
mér að gera mun á hinni ímynduðu og sönnu ást.
Já, þú mátt segja og hugsa það, sem þú villt,
en þú skalt vita það, að ég elska þig, Mary, og
ég mun alltaf elska þig, hvort sem þú kærir þig
um það eða ekki.“
„Þér elskið mig! — Ó, Allan, þér — þú elskar
mig!“
„Já, ég elska þig,“ endurtók hann um leið og
hann lagði handlegginn utan um hana, og Mary
faldi andlit sitt við öxl hans.
„Þetta er eins og draumur," hvíslaði Mary
lágt og innilega.
„Það dásamlegasta er, að þú elskar mig líka,
Mary. Ég get varla trúað þvi.“
Mary leit á hann, með fallegu augunum sín-
um, svo innilega að það var nóg sönnun.
„Hvernig á ég að geta annað en elskað þig,“
sagði hún lágt, „þú sem hefir alltaf verið hetja
mín.“
„Við giftum okkur eins fljótt og hægt er,“ sagði
Allan, þegar þau gengu yfir heiðina á heimleið-
inni, og þau virtust ekkert taka eftir köldum
vindinum. „Það er það bezta, sem við getum gert
fyrir Sergiu. Þegar hún er nógu hress til þess
að ferðast, þá tökum við hana með okkur. Hvað
segir þú um það, elskan min?“
„Ég segi,“ hvislaði hún og leit á hann í senn
ástúðlega og glettnislega „að ég — vegna Sérgiu,
auðvitað — vil gjarnan giftast þér á morgun.“
Hann tók hendur hennar og kyssti þær, og þar
sem þau voru nú alveg komin að húsinu, sagði
hann:
„Ég verð að skrifa Juliani strax. Hann verður
að vita, hvaða alvarlega spor litla systir hans
ætlar að taka. Mér finnst það nú vera skylda
hans að koma heim.“
„Ef þú segir honum, að Sergia er sjúk og
óhamingjusöm, þá kemur hann kannske," hvíslaði
hún.
En þegar hún hafði kvatt Allan og var aftur
komin inn í sjúkraherbergið, fór hún að hugsa
um, hvort hún þyrði að gefa vesling veiku vin-
konu sinni von um að Julian kæmi.
Hún leit nú á framtið sína í skínandi. birtu;
en hvað hún vildi óska, að hún þyrði að gefa
Sergiu dálitla von.