Vikan


Vikan - 09.03.1944, Side 7

Vikan - 09.03.1944, Side 7
VTKAN, nr. 10, 1944 7 Sveit Skíðafélags Siglufjarðar, er vann Thulebikarinn 1943 til fullrar eignar: Einar Ólafs- son, Ásgrimur Stefánsson, Jón Þorsteinsson og Guðmundur Guðmundsson. Skíðafélag Reykjavíkar. Framhald af bls. 3. vaxið fiskur um hrygg og færst margt í fang, sem orðið hefir til þess að efla iðkun þessarar fögru- og hollu íþróttar. Bygging Skíðaskálans í Hveradölum var mikið og þarft átak. Hann var reistur sum- arið 1935 og vígður um haustið. L. H. Miiller, þáverandi formaður Skíðafélags- ins, hafði forgöngu um fjáröflun til skál- ans og bar hita og þunga dagsins í þeim átökum, en margir reyndust þá félaginu velviljaðir og lögðu mikið af mörkum til skálabyggingarinnar. En frú Miiller hefir verið samhent manni sínum í að fegra og prýða skálann. 13. og 14. marz 1937 var háð í Hvera- dölum, á vegum Skíðafélagsnis, fyrsta landsmót skíðamanna hér á landi. Siglfirð- ingar og Isfirðingar komu til mótsins og fimm manna sveit keppti frá Skíðafélagi Reykjavikur og Ármanni. Þá var í fyrsta skipti keppt í göngu um Thule-bikarinn og vann Skíðafélag Siglufjarðar hann. — Þetta ár var fenginn skíðakennari frá Noregi. Næsta skíðamót, Thulemótið, fór fram dagana 12. og 13. marz 1938. Þá voru þátttakendur nærri hundrað frá níu félög- um. Skíðafélagið Siglfirðingur vann Thule- bikarinn, Jón Þorsteinsson úr Skíðafélagi Siglufjarðar stökkkeppnina, en Björgvin Júlíusson, frá Knattspyrnufélagi Akureyr- ar, varð hlutskarpastur í svigi. 1939 var merkisár í sögu félagsins. Þá var haldið upp á 25 ára afmæli þess, fyrst með hófi að Hótel Borg og síðan, dagana 24.—26. marz háð afmælismót, Thulemótið. Það sló ljóma á mót þetta, að Birger Ruud, norski skíðakappinn heimskunni, og kona hans, komu hingað á vegum félagsins og voru viðstödd mótið. Þátttakendur voru frá sjö félögum. Skíðaborg vann Thule- bikarinn, Jón Þorsteinsson frá Siglufirði stökkin, Jónas Ásgeirsson fyrstu verðlaun fyrir samanlagt stökk og göngu og K. R. sveitin svigbikar Litla skíðafélagsins. 1940, dagana 16. og 17. marz, fór næsta Thulemót fram. Þá voru þátttakendur 97 frá 6 félögum. Skíðafélag Siglufjarðar vann Thulebikarinn, Ásgrímur Stefánsson, úr Skíðafélagi Siglufjarðar, svigið, Skíða- borg ,,Slalom“-bikar Litla skíðafélagsins. Helgi Sveinsson og Jón Þorsteinsson, sinn úr hvoru Sigluf jarðarfélaginu, urðu jafnir í stökki. 1941 fórst Landsmót í. S. í. og Thule- mótið fyrir vegna snjóleysis og eins fór um Thulemótið 1942. 1943 sá Skíðafélag Reykjavíkur um landsmót í. S. 1., dagana 12., 14. og 15. marz, og þá var jafnframt keppt um Thule- bikarinn. Keppendur voru 94 frá 12 félög- um. Skíðafélag Siglufjarðar vann Thule- bikarinn í þriðja sinn og til fullrar eignar. Sveit sama félags vann ,,Slalom“-bikar Litla skíðafélagsins, Jónas Ásgeirsson AndvÖkubikarinn, Akureyringar svigbikar I, I. R.-ingar svigbikar II, María Örvar svig kvenna, Gísli Ólafsson, úr Iþróttafé- lagi Háskólans, varð fyrstur í bruni, A flokki, og Guðmundur Guðmundsson, úr Skíðafélagi Siglufjarðar, varð hlutskarp- astur í samanlagðri göngu og stökki og hlaut sæmdarheitið „skíðakóngur íslands.“ Mikill áhugi er nú fyrir skíðaíþróttinni, félagar í Skíðafélagi Reykjavíkur á átt- unda hundrað, og fjölmennar skíðaferðir farnar um helgar. Núverandi stjórn Skíða- félags Reykjavíkur skipa: Kristján Ó. Skagf jörð, form., Magnús Andrésson, varaform., Björn Pétursson ritari, Einar Guðmundsson, gjaldkeri og Kjartan Hjaltested, brekkustjóri. iiimiiiiiiiiiiiimimiiiiiimiimmiiiiimitimimiimiii! Skemmtilegasta bókin, skrifuð af sönnum skíðamanni handa hraustri æsku allra landa. — Lesið bókina, svo að þið þekk- ið ferðasögu Sigmund Ruud. Fæst hjá öllum bóksölum. mmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmii Kristján Ó. Skagfjörð er fæddur 11. október 1883 í Flatey á Breiðafirði, sonur Ólafs verzlunarstjóra Kristjánssonar Skagf jörð, en hann var ættaður úr Skaga- firði, og Jóhönnu Hafliðadóttur, Eyjólfs- sonar bónda í Svefneyjum. Kristján ólzt upp í Flatey til tvítugsaldurs, en fór þá til Péturs A. Ólafssonar á Patreksfirði og var þar við verzlunarstörf til 1912. Sigldi hann þá til Englands og var þar við verzlunar- nám og -störf til 1916, að hann settist að í Reykjavík, og hefir stundað þar umboðs- og heildsölu síðan. Hann hefir í tíu ár verið í stjórn Ferðafélagsins og fram- kvæmdastjóri þess og unnið geysimikið fyrir það félag. Hann er kvæntur Emelíu Hjörþórsdóttur. Kristján er mikill ferða- maður, en mesta skíðaferðalag hans er Vatnajökulsleiðangur, sem hann fór með Jóhannesi Áskelssyni jarðfræðingi og Tryggva Magnússsyni verzlunarstjóra. Það var sumarið eftir Grímsvatnagosið 1934. Fóru þeir frá Hoffelli norður til Kverkf jalla og síðan suður og vestur jök- ulinn til Grímsvatna og þaðan til byggða í Fljótshverfi. Voru þeir 11 daga milli byggða og var för þessi hin frækilegasta. L. H. Miiller var formaður Skíðafélags Reykjavíkur í nær 26 ár og vann því og skíðaíþrótt Islendinga ómetanlegt gagn. Hann er hinn mesti skíðagarpur og auk áðurnefndrar farar 1913, fór hann aðra stórför á skíðum veturinn 1925, suður Sprengisand. Með honum voru: Axel Grímsson trésmiður, Reidar Sörensen skrifstofustjóri og Tryggvi Einarsson frá Miðdal. Lögðu þeir á fjöll fyrir norðan 19. marz og hrepptu veður all válynd á köfl- um, en stóðu sig eins og hetjur á hverju sem gekk og fengu líka að njóta hinnar mestu veðurblíðu og fegursta útsýnis. 28. marz voru þeir komnir að Birtingaholti eftir yfir 230 km. ferðalag. „Það var unun að leggjast í vel búið rúm eftir að hafa sofið 13 nætur í húðfötum,“ segir L. H. Muller í prýðilegri grein, sem hann hefir skrifað um förina og birtist í Skírni 1926. Hann er fæddur 7. júlí 1879 í Vær- dalen í Þrændalögum í Noregi; kom hingað til lands 1906 og hóf sjálfstæðan verzlun- arrekstur hér 1917. L. H. Muller hefir ver- ið sæmdur Fálkaorðunni.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.