Vikan


Vikan - 09.03.1944, Blaðsíða 11

Vikan - 09.03.1944, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 10, 1944 11 e Höfundurinn: Agatha Christie Framhaldssaga: iNiiinaiiminiimiiiiiiiiiiimmiiiMnmiiiiiiiiimiiinmiimiiiiiiiiiiimiiiuiiiimiiimiiiiiiiiuiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiHiiiiiiuiiiiiiiiiiiinmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimHiiiinMMai Hver gerði það? Sakamálasagg eftir AGATHA CHRISTiE 1» .......................... „Nei, nei,“ sagði Poirot. „Ég fullvissa yður um, að allt er í lagi. Ég ætla að segja yður, hvernig það gerðist. Þessi maður, maðurinn, sem þér sáuð í lestarþjónsbúningnum kom út úr klefa myrta mannsins. Hann var svo óheppinn að rek- ast á yður. Hann vonaði, að enginn sæi hann. Hvað þarf hann svo að gera næst? Losna við einkennisbúninginn, sem er nú ekki lengur til öryggis, heldur hættulegur." Hann leit á Bouc og Constantine sem hlustuðu á hann með athygli. „Svo er það snjórinn. Snjórinn, sem kemur í bága við ráðagerðir hans. Hvar á hann að fela þessi föt? Allir klefar eru fullir. Nei, hann kem- ur framhjá einum, þar sem hurðin er opin, sem sýnir að enginn er þar inni. Það hlýtur að vera klefi konunnar, sem hann rakst á rétt áðan. Hann læðist inn, fer úr búningnum og treður honum í flýti niður í tösku. Það hlýtur að líða nokkur tími, fyrr en það verður uppgötvað.“ „Og svo?“ spurði Bouc. „Við komuð að því,“ sagði Poirot. Hann hélt jakkanum uppi. Það vantaði á hann einn hnapp. Poirot stakk hendinni í vasann og tók upp lyklakippu lestarþjóns, sem hann notar til þess að komast inn í klefana. „Þarna er þá skýringin á því, hvemig maður- inn gat farið í gegnum læstar dyr,“ sagði Bouc. „Spurningar þínar við frú Hubbard voru því óþarfar. Læst eða ekki læst, maðurinn gat auð- veldlega komizt í gegnum dyrnar. Þegar mað- urinn hefir náð í lestarþjónsbúning, því þá ekki lykla líka?“ „Já, hvers vegna ekki?“ sagði Poirot. „Við ættum að hafa vitað það. Manstu ekki, að Michel sagði að hurðin hafði verið læst, þegar hann lcom til þess að svara hringingunni." „Það er rétt,“ sagði lestarþjónninn. „Þess vegna hélt ég, að hana hefði dreymt." „Nú er þetta auðskilið," hélt Bouc áfram. „Hann hefir eflaust líka ætlað sér að læsa aftur hurðinni á milli klefanna, en svo hefir hann, ef til vill, heyrt einhverja hreyfingu frá rúminu og komið fát á hann.“ „Nú eigum við aðeins eftir að finna skarlats- rauða sloppinn," sagði Poirot. „Það er satt. Og þessir tveir síðustu eru karlmanna klefar.“ „Við leitum samt.“ „Ó! auðvitað. Auk þess man ég, hvað þú sagðir.“ Hector MacQueen samþykkti fúslega að leitað væri hjá honum. „Ég er feginn því,“ sagði hann og brosti. „Ég finn, að ég er grunsamlegasti maðurinn í lestinni. Þér þurfið ekki nema að finna erfðaskrá þar sem gamli maðurinn ánafnar mér öllum peningunum sínum, þá er allt augljóst.“ Eouc leit tortryggnislega á hann. ,,Ég sagði þetta bara að gamni mínu,“ bætti MacQueon fljótlega við. „Hann hefði aldrei arf- leitt mig að einum eyri. Hann hafði bara gagn :ai mér — tungumál og því um líkt. Hamingjan eltir ckki þá, sem kunna eingöngu amerísku. Ég er enginn málamaður, en ég get fleytt mér í þýzku, frönsku og ítölsku.” Hann talaði hærra en venjulega. Það var eins F O r S a H a : Éercule Poirot er á leið ® " frá Sýrlandi með Taurus hraðlestinni. 1 lestinni eru aðeins tveir aðr- ir farþegar; ung stúlka, sem heitir Mary Debenham og Arbuthnot ofursti frá Ind- landi. Þegar Poirot kemur til Stamboul, fær hann skeyti um að koma strax til Eng- lands. Hann hittir gamlan vin sinn, Bouc, sem er framkvæmdarstjóri járnbrautar- félagsins. Þeir verða samferða með járn- brautinni. Á Tokatlian gistihúsinu sér Poi- rot tvo Ameríkumenn. Honum lízt illa á þann eldri, sem heitir Ratchett. Þessir tveir menn, MacQueen og Ratchett, fara einmg báðir með lestinni. Ratchett biður Poirot um að vernda sig, af því að hann er hrædd- ur um lif sitt. Poirot neitar. Ratchett er myrtur í lestinni. Poirot tekur málið að sér og yfirheyrir MacQueen einkaritara Ratchett, sem segir honum það, sem hann veit um hagi hans. Því næst skoðar Poirot líkið ásamt Constantine lækni og finna þeir á því 12 mismunandi djúpar stungur. Poirot kemst að því að Ratchett heitir réttu nafni Cassetti og það var hann, sem stóð fyrir ráninu á Daisy litlu dóttur Armstrongs ofursta. Frú Armstrong lézt af sorg og Armstrong sjálfur framdi sjálfsmorð. Barn- fóstra, sem ekki gat sannað sakleysi sitt framdi einnig sjálfsmorð. En Cassetti slapp frá Ameríku og ferðast nú um undir gerfi- nafni. Poirot hefir hafið yfirheyrslumar og yfirheyrt lestarþjónjnn, einkaritara Ratc- hetts, herbergisþjón hans, og amerísku kon- una. Hann hefir yfirheyrt sænsku konuna og Dragomiroff prinsessu, sem segist hafa þekkt móður Armstrong. Hann hefir líka yfirheyrt Andrenyi greifa og frú hans. Hann yfirheyrir Arbuthnot ofursta, og kemst að því, að hann hefir kannast við Armstrong. Hann yfirheyrir því næst Hard- man og kemst að því, að hann starfar hjá leynilögregluskrifstofu i New York, og Ratchett, sem var hræddur um líf sitt, hafði ráðið hann til þess að vernda sig í lestinni, en Hardman hafði ekki orðið var við neitt. Þvi næst er Italinn yfirheyrður og virðist hann saklaus. Poirot yfirheyrir ung- frú Debenham, og er hún mjög róleg, en getur ekki gefið nokkrar mikilsverðar upp- lýsingar. Nú er hann að ljúka við að yfir- heyra Hildegrade Schmidt. Hún hafði þurft að fara til prinsessunnar um nóttina og lestarþjónninn hafði vakið hann til -þess. Frú Hubbard finnur stóran hníf blóðugan í svampapoka sínum. Poirot er nú að rann- saka farangur farþeganna. Ekkert hefir fundizt hjá neinum nema nú loks hjá Hilde- grade Schmidt, í tösku hennar liggur sam- anbrotinn lestarþjónsbúningur. og hann væri dálítið órólegur yfir rannsókninni, þrátt fyrir að hann létist vera rólegur. Poirot rétti úr sér. „Ekkert,“ sagði hann. „Ekki einu sinni erfðaskrá!" Mac Queen andvarpaði. „Þungu fargi er létt af mér,“ sagði hann kátur. Þeir fóru i síðasta klefann. Þeir leituðu í far- angri Italans og þjónsins án nokkurs árangurs. Mennirnir stóðu í enda vagnsins og litu á hvern annan. „Hvað næst?“ spurði Bouc. „Við skulum fara aftur í borðstofuvagninn,“ sagði Poirot. „Við vitum nú allt, sem við getum vitað. Við höfum vitnisburð farþeganna, farangurs þeirra, augna þeirra .... Við getum ekki búist við meiru. Við verðum nú að nota skarpskyggni okkar.“ Hann leitaði í vasa sínum að vindlingaveski. Hann var tómur. „Ég kem strax,“ sagði hann. Ég þarf að ná mér í vindlinga. Þetta er mjög erfitt og skrýtið mál. Hver var í skarlatsrauða sloppnum? Hvar er hann núna? Ég vildi óska, að ég vissi það. Það er eitthvað í þessu máli, sem ég kem ekki auga á! Það er erfitt vegna þess að það hefir verið gert erfitt. En við tölum um það seinna. Afsakaðu mig eitt augnablik.“ Hann flýtti sér eftir ganginum að klefa sínum. Hann vissi, að hann átti fleiri vindlinga í einni töskunni sinni. Hann tók hana niður úr netinu og opnaði hana. Hann starði. Efst í töskunni lá vandlega samanbrotinn skarlatsrauður silkisloppur með útsaumuðum drekum. „Jæja,“ sagði hann hæglega. „Svona er það. Ögrun. Jæja, ég tek hann upp.“ 24. KAFLI. Hver var það? Bouc og Constantine voru að tala saman, þegar Poirot kom inn í borðstofuvagninn. Bouc var áhygg'jufullur á svipinn. „Þarna kemur hann,“ sagði hann þegar hann sá Poirot. Svo bætti hann við, um leið og vinur hans settist niður. „Ef þú leysir þetta mál, vinur minn, þá skal ég trúa á kraftaverk í framtíð- inni.“ „Þú ert áhyggjufullur af þessu?" „Vitanlega er ég það. Ég sé hvorki höfuð né hala á því.“ „Ég er sammála,“ sagði læknirinn. Hann horfði á Poirot. „Ég leyfi mér að segja, að ég get ekki skilið, hvað þér getið gert næst.“ „Nei?“ sagði Poirot hugsandi. Hann tók upp vindlingaveski sitt og kveikti sér í vindlingi. Hann var dreymandi á svipinn. „Það er það, sem gefur mér áhuga á málinu,“ sagði hann. „Þetta er allt svo ólíkt öðrum mál- um. Segir fólkið, sem við vorum að yfirheyra, satt eða ekki? Við höfum engin ráð til þess að komast að því — nema það, sem okkur dettur sjálfum í hug. Það reynir á heilann." „Það er nú allt i lagi,“ sagði Bouc. „En við hvað ætlar þú að styðjast?" „Ég sagði þér það rétt áðan. Við höfum vitnis- burð farþeganna og okkar eigin augna." „Ágætis vitnisburður — farþeganna! Við eru- um engu nær.“ Poirot hristi höfuðið. „Ég er ekki sammála þér, vinur minn. Vitnis- burður farþeganna benti okkur á ýmislegt." „Jæja,“ sagði Bouc efablandinn. „Ekki tók ég eftir þvi.“ „Það var af því, að þú tókst ekki eftir.", „Jæja, segðu mér það þá.“ „Ég ætla aðeins að taka eitt dæmi — fyrsti vitnisburðurinn, sem við heyrðum, vitnisburður MacQueen. Hann sagði nokkuð, sem mér finnst að minnsta kosti athyglisvert." „Um bréfin?“ „Nei, nei, ekki bréfin. Mig minnir að hann hafi sagt þetta: i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.