Vikan - 09.03.1944, Page 12
12
VIKAN, nr. 10, 1944
„Við ferðuðumst. Ratchett langaði til að sjá
heiminn. En hann kunni engin tungumál. Ég var
öllu heldur túlkur en einkaritari.“
Hann horfði frá lækninum á Bouc.
„Ha?“ Þið skiljið ekki enn þá? Það er ófyrir-
gefanlegt — hann sagði: „Hamingjan eltir ekki
þá, sem kunna eingöngu amerísku."
„Þú átt við —?“ Bouc var enn þá skilnings-
sljór.
„Þú vilt að ég segi þér það! Jæja. Ratchett
kunni ekki frönsku. En þegar lestarþjónninn kom
í nótt til þess að svara hringingu hans, þá var
svarað á frönsku, að það væri óþarfi og hann
vildi ekkert. Það var meira að segja sagt á alveg
réttri og gallalausri frönsku, sem enginn maður
hefði getað, sem kynni aðeins lítið í frönsku.
„Það er ekkert. Mér hefir skjátlast!"
„Það er satt!“ hrópaði Constantine læknir æst-
ur. „Við hefðum átt að sjá það. Ég man eftir að
þér lögðuð áherzlú á orðin, þegar þér endur-
tókuð þau fyrir okkur. Nú skil ég, hvers vegna
þér voruð svona tregir að treysta á klukkuna.
Ratchett var dáinn, þegar klukkuna vantaði
tuttugu og þrjár mínútur í eitt —.“
„Og það var morðinginn, sem talaði!“ lauk
Bouc setningunni.
Poirot lyfti hendinni.
„Við skulum ekki flýta okkur svona mikið. Og
við skulum ekki gera ráð fyrir meiru en við
vitum. Ég hygg, að það sé öruggt að segja að
á þessum tíma — tuttugu og þrjár mínútur
yfir eitt — hafi einhver verið inni í klefa Rat-
chetts, og að sá hafi annað hvort verið franskur
eða talað mjög vel frönsku."
„Þú ert mjög varkár, gamli vinur?“
„Það er bezt að þreifa sig áfram fet fyrir
fet. Við höfum enga sönnun fyrir því að Rat-
chett hafi verið dáinn á þessum tíma.“
„En hrópið, sem vakti þig?“
„Já, það er satt.“
„Þetta breytti eiginlega engu,“ sagði Bouc. Þú
heyrðir einhvem hreyfa sig í næsta klefa. Það
var ekki Ratchett, heldur hinn maðurinn. Hann
hefir eflaust verið að þvo af sér blóð og laga
til eftir morðið og brennt bréfinu. Svo hefir hann
beðið þangað til allt var kyrrt, og þegar hann
heldur að allt sé öruggt, þá læsir hann hurð
Ratchetts, og setur slána fyrir að innan, síðan
opnar hann hurðina inn til frú Hubbard og læðist
út þá leið. 1 rauninni er þetta alveg eins og við
höfum hugsað okkur, að undanteknu því, að
Ratchett hafði verið myrtur um hálftíma fyrr,
og klukkan verið stillt á kortér yfir eitt.“
„Visamir á klukkimni bentu á 1,15 — á þeim
tíma hefir morðinginn iiklega farið úr klefanum,"
sagði Poirot.
„Það er satt,“ sagði Bouc, dálítið ruglaður.
„Hvað álítur þú þá um klukkuna ?“
„Ef vísunum var breytt — ég segi ef -— þá
hlýtur það að hafa haft einhvern tilgang. Það
væri því eðlilegast að gruna þá, sem geta ekki
sannað fjarveru sína — á þessum tíma, 1,15.“
„Já, já,“ sagði læknirinn. „Það er ágætt.“
„Við verðum líka að gefa þeim tíma gaum,
þegar maðurinn kom inn í klefann. Hvenær
hafði hann tækifæri til þess ? Ef ekki lestar-
þjónninn er samsekur, þá er aðeins á einu tíma-
bili, sem hann hefir komizt inn — ‘þegar lestin
stanzaði við Vincovei. Eftir að lestin fór frá
Vincovei, sat lestarþjónninn í sæti sínu og sneri
fram í ganginn, og þar sem sérhver farþegi mundi
taka litið eftir lestarþjóni, þá væri hinn rétti
lestarþjónn sá eini, sem mundi taka eftir svikara.
En þegar lestin stanzaði við Vincovei er lestar-
þjónninn úti á stöðvarpallinu.“
„Þá hlýtur það að vera, einn farþeganna, eins
og við álítum alltaf,“ sagði Bouc. „Þá kemur
aftur spurningin. Hver var það?“
Poirot brosti.
„Ég hefi útbúið lista," sagði hann. Ef þú vilt
sjá hann, þá getur verið að það rifji upp fyrir
þér ýmislegt."
Læknirinn og Bouc litu báðir á listann í einu.
Hann var skrifaður í sömu röð og farþegarnir
höfðu verið yfirheyrðir.
Hector MacQueen, amerískur þegn, rúm nr. 6,
öðru farrými.
Ástæða — ef til vill sú, að losna við að starfa
hjá þeim myrta?
Fjærvera. — Frá miðnætti til kl. 2 (miðnætti
til 1,30 staðfest af Arbuthnot ofursta, og 1,15
til 2 staðfest af lestarþjóninum).
Vitnisburður gegn honum. — Enginn.
Ástæða til grunsemda. — Engin.
Pierre Michel, lestarþjónn, franskur þegn.
Ástæða. — Engin.
Fjærvera. — Frá miðnætti til kl. 2 (séður af
H. P. á sama tíma og röddin heyrðist úr
klefa Ratchetts, kl. 12,27. Frá kl. 1 til 1,16
staðfest af tveim öðrum lestarþjónum).
Vitnisburður gegn honum. — Enginn.
Ástæða til grunsemda. — Lestarþjónsbúning-
urinn, sem fannst, virðist hafa átt að varpa
gruni á hann.
Edward Masterman, enskur þegn, rúm nr. 4,
öðru farrými.
Ástæða. — Ef til vill, að losna við að starfa
hjá Ratchett, en hann var þjónn hans.
Fjærvera. — Frá miðnætti til kl. 2 (staðfest
af Antonio Foscarelli).
Vitnisburður gegn honum eða ástæða til grun-
semda. — Engin, nema sú að hann er eini
maðurinn, sem lestarþjónsfötin hefðu verið
mátuleg á. Á hinn bóginn er það óliklegt, að
hann tali frönsku vel.
Frú Hubbard, ameriskur þegn, rúm nr. 3, fyrsta
farrými.
Ástæða. — Engin.
Fjærvéra. — Frá miðnætti til kl. 2.
Vitnisburður gegn henni eða ástæða til grun-
semda. — Frásögn hennar um manninn í
klefanum er staðfest af vitnisburði Hard-
mans og stúlkunni Schmidt.
Greta Ohlsson, sænskur þegn, rúm nr. 10, öðru
farrými.
Ástæða. — Engin.
Fjærvera. — Frá miðnætti til kl. 2 (staðfest
af Mary Debenham).
Ath. Sá Síðust Ratchett á lífi.
Dragomiroff prinsessa, hefir frönsk þegnréttindi,
rúm nr. 14, fyrsta farrými.
Ástæða. — Var nákunnug Armstrong-fjölskyld-
unni.
Fjærvera. — Frá miðnætti til kl. 2 (staðfest af
lestarþjóninum og herbergisþernunni).
Vitnisburður gegn henni, eða ástæða til grun-
semda. — Engin.
Andrenyi greifi, ungverskur þegn, stjórnarvega-
bréf, rúm nr. 13, fyrsta farrými.
Ástæða. — Engin.
Fjærvera. — Frá miðnætti til kl. 2 (staðfest
af lestarþjóninum — þó ekki tíminn frá kl.
1 til 1,15).
Andrenyi greifafrú, eins og ofannefndur, rúm
nr. 12.
Ástæða. — Engin.
Fjærvera. — Frá miðnætti til kl. 2. Tók svefn-
skamt og sofnaði (staðfest af eiginmanni
hennar; svefnlyf í náttborði hennar).
Arbuthnot ofursti, enskur þegn, rúm nr. 15, fyrsta
farrými.
Astæða. — Engin.
Fjærvera. — Frá miðnætti til kl. 2. Talaði við
MacQueen til kl. 1,30. Fór síðan í klefa sinn
og fór ekki þaðan aftur (staðfest af Mac-
Queen og lestarþjóninum).
Vitnisburður gegn honum eða ástæða til grun-
semda. — Pípuhreinsari.
Cyrus Hardman, amerískur þegn, rúm nr. 16.
Ástæða. — Óþekkt.
Fjærvera. — Frá miðnætti til kl. 2. Fór ekki
úr klefa sínum (staðfest af lestarþjóninum
nema tímabilið 1—1,15).
Vitnisburður gegn honum eða ástæða til grun-
semda. — Engin.
Antonio Foscarelli, amerískur þegn (Itali), rúm
nr. 5, öðru farrými.
Ástæða. — Óþekkt.
Fjærvera. — Frá miðnætti til kl. 2 (staðfest
af Eward Masterman).
Vitnisburður gegn honum eða ástæða til grun-
scmda. — Engin, nema ef það væri vopnið,
sem hæfði skapferli hans (Bouc).
Mary Debenham, brezkur þegn, rúm nr. 11, öðru
farrými.
Ástæða. — Engin.
Fjærvera. — Frá miðnætti til kl. 2 (staðfest
af Greta Ohlsson).
Vitnisburður gegn henni eða ástæða til grun-
semda. — Samtalið, sem H. P. heyrði, og
neitun hennar að útskýra það.
Hildegrade Schmidt, þýzkur þegn, rúm nr. 8.
öðru farrými.
Ástæða. — Engin.
MAGGI
OG
RAGGI.
Eftir
Wally Bishop.
Maggi: Af Úr>'->ö>
hverju ertu að
gráta, Stjáni
minn?
Stjáni: Ég
var að hugsa
um nokkuð og
gat ekki annað
en farið að
gráta.
Maggi: Það
þýðir ekkert að
gráta, ekki lag-
ast neitt fyrir
það. Þetta, sem
þú varst að
hugsa um, get-
ur ekki verið
svona slæmt!
Maggi: Þú
ættir að segja
mér, hvað þetta
var, þá kemur
þér til að líða
betur.
Stjáni: Það er bezt ég geri það. Ég var að
hugsa um það, að skólinn byrjar eftir mánuð!
Maggi: Það er satt! (Fer að gráta). En því
þurftirirðu nú endilega að fara að minna mann
á það!