Vikan


Vikan - 27.04.1944, Page 13

Vikan - 27.04.1944, Page 13
VIKAN, nr. 17, 1944 E | Dægrastytting : n/ Orðaþraut. ALDA LIN A AT AR ELL A LIN A ALLA N AÐS I ÐUR AFL A N AÐI EKUR Fyrir framan hvert þessara orða skal setja «inn staf þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir myndast nýtt orð, og er það konunafn. Sjá svar á bls. 14. Fróðárundur. Meðal merkustu bóka, sem komið hafa hér út í seinni tíð, er Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar, um ferðir þeirra á Islandi árin 1752—1757. Hún er samin af Eggert Ólafs- syni, en Steindór Steindórsson frá Hlöðum ís- lenzkaði hana. Utgefendur eru Haraldur Sigorðs- son og Helgi Hálfdánarson, en Isafoldarprent- smiðja hefir prentað bókina. Eftirfarandi kafli er úr fyrra bindi Ferðabókarinnar: „Meðal merkis- tíðinda, er gerzt hafa i sýslu þessari, má telja hin svonefndu Fróðárundur, furðulega atburði, sem sagt er, að gerzt hafi að Fróðá, þar sem nú er kirkjustaður. vestan undir Jökli; á árunum 1000—1001. Undrum þessum er rækilega lýst í Eyrbyggja sögu (51.—55. kap.), sem er ein hin eannfróðasta af sögum vorum. Landsbúar höfðu þá nýtekið við kristni og vom þvi næmir fyrir hvers kyns hugmyndum um illa anda og afskipti Áður en það er orðið of seint —. Framhald af bls. 4. Hún elskaði Rupert — þrátt fyrir alla galla hans — og hún mundi halda áfram að elska hann löngu eftir að hún hefði gleymt John. Hún hafði verið erkifífl. Á meðan hafði lestin hægt á sér — hún ra.nn hægt inn í stöðina. Burðarkarlarnir hlupu meðfram lestinni. Hún sá John standa hjá ljósi, athugandi hina uppljóm- uðu klefa. Lestin stanzaði. Anne stóð upp í flýti. Burðarkarl opnaði klefahurðina. „Hérna, takið þessar töskur,“ sagði hún við burðarkarlinn. „Farið með þær út í leigubíl og biðjið bílstjórann um að bíða. fyrir utan stöðina.“ Hún vissi varla af því, að hún hafði rétt burðarkarlinum fimm shillinga. Hún stóð kyrr og starði á nunnuna með þakklæti og gleði. Tveim mínútum seinna læddist hún óséð inn í símaklefa í biðsalnum. „Ég gleymdi að skrifa nafn á bréfið,“ sagði hún við stofustúlkuna, sem kom í símann. „Já, hvíta umslagið, sem liggur á borðinu í forstofunni. Það á að senda það til frú Brown — Hurley. Sjáið um að þetta sé skrifað utan á og það sé sett í Miriam Hopkina í kvikmynd- inni „Rauðhærða konan“. Marguerite Viby og Edvin Adolphson í sænsku gamanmyndinni Litla kirkjurottan (Fröken Kyrkrátta). þeirra. Það er ekki ætlun okkar að fara að endursegja hér alla söguna af Fróðárundrum, því að nóg er til af þess konar sögum í heiminum, en við viljum aðeins skýra lesandanum frá merki- legri aðferð við að reka burt drauga, sem hvergi mun hafa heyrzt getið annars staðar. Upphaf þessara atburða var það, að tigin kona ein írsk andaðist að Fróðá eftir skamma legu. Hún hafði ráðstafað svo eignum sinum, að brenna skyldi sængurklæði sin og rekkjutjöld. En búnaður þessi allur var svo góður, að húsfreyjan bannaði að hann væri brenndur. Af þessari ástæðu kom upp sótt á bænum, sem eðlilegt var, og lézt úr henni margt manna. Um þær mundir drukknaði bónd- tnn ásamt nokkrum húskörlum sinum, er þeir voru að sækja föng i búið. Þeir, sem eftir lifðu, voru slegnir ógn og skelfingu, og ímyndunarafl þeirra hljóp svo með þá í gönur, að þeir hugðu, póstkassa strax. Þegar í stað — skiljið þér það?“ „Og segið manninum mínum, að ég ætli ekki að vera í bænum í nótt — ég kem í kvöld. Já, það er gott.“ Á meðan bíllin þaut eftir þjóðveginum, hugsaði Anne um nunnuna, sem hafði bjargað henni. Hver skyldi hún vera — hvert ætlaði hún? Þó að undarlegt megi virðast, hugsaði nunnan líka um Anne, þegar hún steig upp í strætisvagn og settist í eitt hornið og hneigði höfuðið eins og hún væri í helg- um hugleiðingum. En hugsanir hennar voru hvorki frómar né friðsamar. Maðurinn, sem hleypti henni inn í lítið, fátæklegt hús, rak upp skellihlátur, þegar. hurðin hafði lokast á eftir henni. — „Þú ert dásamleg, Sally! sagði hann. „Fór allt vel?“ „Prýðilega,“ svaraði konan og reif af sér hvíta höfuðbúnaðinn. Svo stakk hún hendinni í vasa á þunga, svarta pilsinu sínu og dró upp dýrmæta skartgripi og rétti manninum. „Hérna hefirðu dásemdirnar! Lögreglu- þjónn nokkur brosti vingjarnlega til mín, um leið og hann hjálpaði mér yfir götuna — og ég plataði líka konu í lest- inni — hún horfði beinlínis lotningarfull á mig!“ að hver, sem andaðist gengi aftur, og að lokum urðu draugar þessir 18 saman. Þeir komu og settust að langeldunum, sem kyntir voru í stof- unni á hverju kveldi til þess að hita húsin og þurrka vosklæði. Þeir sátu við eldana, unz þeir' kulnuðu, en heimafólk hrökk burtu. Þar sem allir voru nú ráðþrota gegn ófögnuðu þessum, var það til bragðs tekið að sækja ráð til Snorra goða á Helgafelli, sem var mjög kunnur maður á þeim tímum og talinn vitrastur sinna samtíð- armanna á tslandi. Hann bauð, að safna skyldi nokkrum mönnum (sennilega skynsömum mönn- um og ódeigum). Skyldu þeir fara til Fróðár, og er þangað kæmi, skyldi fyrst brenna rekkju- búnaðinn. Því næst skyldi settur eins konar rétt- ur fyrir dyrum úti. Var hann á þeim tímum sett- ur í tilteknum málum og kallaður dyradómur. Fyrir dóm þenna skyldi draugunum stefnt og vitnisburðir teknir um allt þeirra atferli, að þelr gagnstætt öllum venjum manna hefðu ridK5 úr gröfum sínum og röskuðu friði þeirra, sem eftir lifðu. Að því búnu skyldi dómur upp kveðinn, þar sem gestum þessum skyldi boðið að hypja sig á brott. Ráði þessu var fylgt og dómurinn settur niður og öll atriði réttarins framkvæmd með miklum hátíðleik og þeim myndugleika, sexn venja var til að nota á dómþingum. Dómur var kveðinn upp yfir hverjum einstökum hinna, dauðu, og voru þeir lesnir hárri röddu af jafn- mörgum mönnum og draugamir voru. Þetta bar þann árangur, að hver draugur gekk á brott, er hann hafði hlýtt á dóm sinn, og sáust þeir ekki framar. Af þessum atburðum sézt gjörla, hversu miltlu imyndunin fær valdið bæði til góðs og ills og einnig, hvern mátt orð mikilmenna hafa, jafn- vel þótt þau séu fjarri öllum sanni. Vafalaust hefir Snorri goði séð, hver var hinn raunveru- legi kjarni málsins." Afturhvarf kerlingar. Þegar síra Magnús Einarsson, faðir Skúla fó- geta, var prestur í Húsavik, var kerling ein 1 Mánáreyjum á Tjömesi, forn mjög i skapi og ekki sérlega trúuð eða kirkjurækin. Hafði hún ekki sótt kirkju og ekki þegið sakramenti í 20 ár og prestur oft gert henni tiltal, en það litið stoðað. Einn sunnudag að vori til verður kerling mjög áfjáð að fara til kirkju og lætur flytja sig þangað með mikilli viðhöfn. Þegar prestur sér hana, verð- ur hann glaður mjög og lofar guð fyrir, að hann hefði loks linað steinhjarta kerlingar, snúið huga hennar til iðrunar og afturhvarfs og veitt henhi kraft til þess að koma til guðshúss. Fer hann uon þetta mörgum fögrum orðum við hana. Kerling kvað heilsufar sitt ósköp bágborið og engu betxa en áður. „En svo er mál með vexti, heillin góð,“ mælti hún, „að mér er sagt, að káúþskipið sé komið og með því séu ofboð fáséðar og fallegar

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.