Vikan - 22.06.1944, Blaðsíða 4
4
VTKAN, nr. 25, 1944
Smáaaga efíít
fffesfort iolatke
z
Það er margt til milli himins og jarðar . . .
að því komust tveir ungir fornleifafræðingar.
Við vorum nokkrir ævintýramenn, sem
höfðum stofnað félagsskap, sem við
nefndum „Á takmörkum“, nafn, sem
er alveg óskiljanlegt, þangað til gefin er
skýring á því. Meðlimirnir voru nefnilega
allt menn, sem á einhvern furðulegan hátt
höfðu sloppið við dauðann, sem höfðu ver-
ið „á takmörkum," og áttu eftir öllum
mannlegum útreikningum löngu að vera
dauðir og grafnir.
Þangað til þetta kom fyrir, sem ég ætla
að skýra frá, hafði okkur tekizt að halda
félaginu nokkuð út af fyrir sig. Formað-
urinn hafði dottið úr flugvél og niður í
heysæti, hið eina, sem var þar á margra
kílómetra svæði. Varaformáðurinn hafði
bjargað sér upp á klett, um leið og fjall-
skriða rann niður báðum megin við hann.
Sögur allra meðlimanna voru í svipuðum
stíl.
En kvöld nokkurt voru teknir tveir
nýir félagar í félagið, sem menn voru ekki
beinlínis sammála um, að ættu þar heima.
Við höfðum það fyrir sið, að hver um-
Sækjandi skyldi segja sögu sína eftir mið-
degisveizluna, sem við héldum mánaðar-
lega. Ef við tókum ekki söguna gilda, þá
var honum synjað um upptöku með leyni-
legri atkvæðagreiðslu. Þetta umrædda
kvöld kynnti Kolt majór fyrir okkur tvo
menn, og hóf annar þeirra, Tiltman, sögu
sína jafnskjótt og við höfðum lokið mið-
dégisverðinum.
Hann hóf sögu sína með því að segja
frá því, að hann væri fornleifafræðingur,
og er faðir hans dó, hefði hann erft dá-
litla peningaupphæð, sem gerði honum
kieíft áð hefja sinn eiginn ieiðangur, og
hann hóf einsamall gröft í Arabíu. For-
maðurinn greip fram í fyrir honum og
sagði, að það, sem okkur langaði til að
vita, væri það, á hvem hátt hann áliti sig
hafa sloppið við dauðann.
„Dauðann á aftökupallinum,“ svaraði
Tiltmán. '
Þétta var nýtt hjá okkur og við horfð-
um á hann forviða, og hann hélt áfram
sögu sinni:
,,Ég lagði af stað frá Bagdad og fór
upp Tigris- og Eufratdalinn, rannsakaði
það, sem grafið hafði verið áður og gróf
sjálfur á nokkrum stöðum, en allt án þess
að komast að neinni niðurstöðu eða ná
neinum árangri.
Ég var ungur og hugstór, fremur draum-
Óramaður en beinlínis vísindamaður. Mér
var elcki nóg að geta fundið hlekki, sem full-
komnuðu það, sem þegar Var fundið. Nei,
ég vonaðist eftir að geta fundið og af-
hjúpað eitthvað alveg nýtt og stórkost-
legt. Það var auðvitað ákaflega heimsku-
legur draumur og fremur kostnaðar-
samur, þegar það er athugað, að ég vann
einungis fyrir eigin fjármagn, án stuðn-
ings vísindafélaga eða safna. Allur hinn
gífurlegi kostnaður við leiðangurinn kom
peningum mínum til að hverfa eins og
vatn út í sand eyðimerkurinnar. En þá
var það, sem ég hitti Sander.“
Gjaldkeri félagsins geispaði. Það var
líka von, að manni, sem hafði kútveltst
í bifreið sinni niður heila f jallshlíð í Belgíu
án þess að fá á sig skrámu, þætti svona
fornleifafræðileg lýsing leiðinleg. „Hver
var Sander? spurði hann.
„Það var maðurinn, sem ég myrti,“
svaraði Tiltman.
Gjaldkerinn hætti að geispá og bætti á
glasið hjá Tiltman. Nú fór hann að hafa
gaman af sögunni.
„Það var í smábæ, sem heitir Kharmish,
að ég hitti Sander. Hann var töluvert eldri
en ég og hafði meiri reynslu, en hann þjáð-
ist af sama æðinu og ég og vann að því
að finna eitthvað nýtt og stórkostlegt,
eitthvað, sem ætti að gera nafn hans
.............................................
VEIZTU — ?
1. Hver er Eugene O’Neill?
2. Eftir hvem er þetta erindi:
Gaman er að gifta sig,
gefi saman prestur.
Þó ér fyrir fleiri’ en mig
frestur á illu beztur.
3. Eftir hvem er ieikritið „Syndir ann-
ara“ ?
4. Hvenær dó Leonardo da Vinci?
5. Hvert var hið upphaflega starf Musso-
lini?
6. Hvað skilur Irland frá Englandi?
7. Hvaða málari varð frægur fyrir mál-
verk sín frá Tahiti?
8. Hvað heita böm Georgs VI. Breta-
konungs ?
9. Hver fór fyrst loftleiðis til Norður-
pólsins?
10. Eftir hvern er þetta erindi og í hvaða
kvæði ?
Því nýmálað fólk og nætur í mánaskini
er nafnið á því, sem hjarta mitt dáir
og ann.
Ég vil sitja í djúpum stól undir
stoltum hlyni
með stóra flösku af víni og konu,
sem elskar mann.
Sjá svör á bls. 14.
frægt í fomleifafræðinni. Ég hafði ákaf-
lega mikla samúð með honum og var hon-
um alveg samþykkur, þó með þeirri breyt-
ingu, að það var nafnið Tiltman, sem ég
vildi gera heimsfrægt.
Sander hafði verið heppnari en ég. Hann
hafði raunverulega uppgötvað eitthvað
nýtt og merkilegt. Hann hafði fundið hæð
á fljótsbakka og í þessari hæð virtist mega
finna margt merkilegt, ef þar væri grafið.
Sander var ljóst, hvað hann sennilega
myndi finna þar. Hann hafði. ástæðu til
að halda, að í þessari hæð væru leifar
hofa og víggirðinga frá mismunandi menn-
ingartímabilum, og hann hafði þá þrálátu
hugmynd, að hann ætti eftir að finna þar
eitthvað, sem engan hafði nokkru sinni
órað fyrir. Það óheppilega var, að hann
hafði ekki meiri peninga.
Við Sander gerðum þá með okkur samn-
ing. Ég hafði nóga péninga til þess
að halda áfram eitt tímabil í viðbót. Þá
peninga átti ég að leggja í fyrirtækið gegn
því, að við skiptum á milíi okkar hinum
vísindalega heiðri. Þér hlægið ef til vill
að slíkum bollaleggingum, en við vorum
ungir, og draumar æskunnar eru nú einu
sinni veruleiki meðan þeir vara. Til að
vinna þessa frægð lögðum við mikið á
okkur, drógumst áfram um hinar enda-
lausu arabísku eyðimerkur, brunnum af
sólinni, kvöldumst af þorsta og börðumst
gegn ræningjaflokkum og sjúkdómum.
Ekki í leit að gulli eða olíu, heldur aðeins
til þess að vinna okkur vísindalega frægð.
Eftir hræðilega ferð komum við loksins
að hæð Sanders.
Það var smáþorp í nágrenninu, og þar
gátum við ráðið verkamenn, en að öðru
leyti voru hérumbil þúsund kílómetrar til
næstu byggðar.
Við hófumst strax handa, og þegar ég'
segi strax, þá á ég við, að fyrst tók það .
okkur mánuð að lækna verkamennina af
allskonar kvillum og við héldum síðan áf ram
að lækna þá, af því að þeir höfðu gaman
af því. Við urðum einnig að koma á sætt-
um hvað eftir annað, áður en Ali vildi
leggjast svo lágt að flytja burtu sandinn,
sem Ahmed hafði grafið upp, og svo þurfti
að múta Ibrahim til þess að múta Wahid
til að múta Jasim . . . Það er alltaf svona
í Austurlöndum, ekki satt, og því verður
ekki breytt.
Þið getið nú ímyndað ykkur hvað fljótt
gekk á peningana. Og þið gerið ykkur
sennilega líka í hugarlund, að ég hafði
strangt auga á Sander.“ Tiltman hló þurr-
lega. „Það er einkennilegt, hversu miklar
kvalir slík vísindaleg afbrýðissemi getur
orsakað hjá mönnum. 1 bardaga við ræn-
Framhald á bls. 7.