Vikan


Vikan - 22.06.1944, Blaðsíða 13

Vikan - 22.06.1944, Blaðsíða 13
VTKAN, nr. 25, 1944 13 | Dægrastytting | 1 = *>4 milimilHHHIIWIIHHIHIHIIIIIIIII •IIIIMIIIIIIMIMMIIMMIIIIIIMNIMIIM^ Orðaþraut. ÆLIR PRlL E YR A T ARF YNDI V I T A ö GUR ARF A S N A R OPIÐ Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niðureftir, myndast nýtt orð og er það titill á háttsettum hermönnum. Sjá lausn á bls. 14. „Fáðu mér beinið mitt, Gunna.“ Það er venja í sveitum að hafa ljós með sér á vetrum í fjósið. Eru jafnaðarlega til þess höfð ljósfæri þau, er kola (eða panna) heitir; er það þunnt ílát og flatt, með skafti aftur úr mjóu, sem sett er' inn í gat á einhverri f jósstoðinni, til að bera birtu meðan verið er að athafna sig í fjósinu. 1 kolunni logar á kveik og lýsi, og er hún jafnan borin í fjósið með ljósinu logandi á í hulstri nokkru, sem er til þess gert og ljósberi heitir, og líkast er timburhúsi i lögun með hvöss- um þakhornum; lítið og lágt op er haft neðst við botninn á öðrum enda ljósberans, og þar er kolunni rennt inn i, er ljós er borið i fjósið. Einn vetur tók griðkona nokkur, er Guðrún hét og var fjósakona á kirkjustað, það til bragðs, er hún hafði týnt eða brotið fjóskoluna, að hún hafði brot af hauskúpu af manni, sem komið hafði upp úr kirkjugarði, fyrir kolu í fjósið, og lét loga á henni. Ekki ber neitt á neinu fyrir það allan veturinn fram yfir jól. En á gamlárs-kvöld, er griðka þessi var búin að bera ljós í fjósið, og hafði það, eins og hún var vön, i hauskúpubrot- inu, var kallað á fjósgluggann til hennar og sagt: „Fáðu mér beinið mitt, Gunna." Guðrun gjörði sér lítið fyrir, tekur höfuðskelina eins og hún var með ljósinu, fleygir henni á flórinn, treður ofan á hana og segir: „Sæktu það þá, bölvaður." Aðrir segja, að Guðrún hafi aðeins fleygt brotinu af hauskúpunni þangað, sem henni heyrðist hljóð- ið koma, en ekki troðið ofan á það. En hvort heldur, sem var, varð stúlkunni ekkert meint við þettfi. • Gilitrutt. Einu sinn bjó ungur bóndi austur undir Eyja- fjöllum. Hann var ákafamaður mikill og starf- samur. Þar yar sauðganga góð, sem hann var, og átti bóndi margt fé. Hann var nýkvæntur, þegar þessi saga gjörðist. Kona hans var ung, en duglaus og dáðlaus. Hún nennti ekkert að gjöra og skifti sér lítið af búinu. Þetta líkaði bónda illa, en gat ekki að gjört. Eitt haust fékk hann henni ull mikla og bað hana vinna hana til vaðmála um veturinn, en konan tók ekki líflega imdir það. Leið svo fram á vetur, að konan tók ekki á ullinni, og ámálgaði þó þóndi það oft. Einu sinni kemur kerling ein heldur stórskorin til kon- unnar og bað hana að greiða eittiivað fyrir sér. „Geturðu unnið nokkuð fyrir migístaðinn?‘'segir konan. „Til er það,“ segir kerling, „eða hvað á ég að vinna?“ „Ull til vaðmála," segir konan. „Fáðu mér hana þá,“ segir kerling. Konan tekur þá upp ákaflega stóran ullarpoka og fær henni. Kerling tekur við sekknum, snarar honum á bak sér og segir: „Ég skal koma með voðina á sumardaginn fyrsta." „Hvað viltu hafa i kaup?" segir konan. „Það er nú ekki mikið," segir kerling. „Þú skalt ^»M«MMM»MMM»UMMMMIMNItMMMIMMMMIMMM*M«KIMMIMIMMMMIM*IMMIMMIM *r^ 3 i = x I Vinsœlar kyikmyndaleikkonnr. j [ Sænska leikkonan Signe Hasso er nú kom- = in til Ameríku, og er hún farin að leika i 1 kvikmyndum þar. I Diana Lynn, sem er ekki nema sautján ára i i gömul, hefir þegar leikið i nokkrum kvik- \ | myndum. segja mér nafn mitt í þriðju gátu, og erum við þá sáttar." Konan játti því, og fer nú kerlmg í burtu. Liður nú fram veturinn, og spyr bóndi hana oft, hvar ullin sé. Hún segir hann það engu skipta, en hann skuli fá hana á sumardaginn fyrsta. Bóndi lét sér fátt um finnast, og liður nú fram á útmánuði. Þá fer konan að hugsa um nafn kerlingar, en sér engin ráð til þess að komast eftir því. "Var ðhún-nú áhyggjufuil og hugsjúk af þessu. Bóndi sér, að henni er brugðið og bað hana að segja sér, hvað að henni gengi. Hún sagði honum þá upp alla sögu. Varð þá bóndi hræddur og segir, að nú hafi hún illa gjört; því þetta muni tröll vera, sem ætli að taka hana. Einu sinni seinna varð bónda gengið upp undir fjallið, og kom hann á grjóthól einn stóran. Hann var að hugsá um raunir sínar og vissi varla af sér. Þá heyrist honum högg í hólnum. Hann gengur á hljóðið og kemur að smugu einni. Sér hann þá, hvar kona ein heldur stórvaxin situr að vef. Hefir hún vefinn milli fóta sér og slær hann mjög. Hún kvað fyrir munni sér þetta: „Hæ, hæ, og hó, hó. Húsfreyja veit ei, hvað ég heiti; hæ, hæ, og hó, hó. Gilitrutt heiti ég, hó, hó. Gilitrutt heiti ég, hæ, hæ, og hó, hó.“ Þetta lét hún alltaf ganga og slö vefinn i ákafa. Bóndinn varð glaður við og þóttist vita, að þetta mundi vera kerling sú, sem hafði fimdið konu hans um haustið. Hann fer siðan heim og ritar hjá sér á miða nafnið „Gilitrutt". Ekki lét hann konu sína heyra það, og kom nú hinn siðasti vetrar- dagur. Þá var húsfreyja mjög angurvær og fór ekki í klæði sín um daginn. Bóndi kemur þá til hennar og spyr, hvort hún viti nafn vinnukonu sinnar. Hún kvað nei við, og segist nú ætla að harma sig til dauða. Bóndi segir, að þess þurfi nú ekki við og fékk henni blaðið með nafninu á, og sagði henni upp alla sögu. Hún tók við blaðinu og skalf af hræðslu, því hún óttaðist, að nafnið kynni að vera rangt. Biður hún bónda sinn að vera hjá sér, þegar kerling komi. Hann segir „nei, og varstu ein 1 ráðum þegar þú fékkst henni ullina, svo það er bezt, að þú gjaldir ein kaupið.“ Fer hann burtu síðan. Nú kemur sumardagurinn fyrsti, og lá konan ein I rúmi sínu, en enginn maður annar var i bænum. Heyrir hún þá dunur miklar og undirgang, og kemur þar kerling og er nú ekki frýnileg. Hún snarar inn á gólfið vaðmálsstranga miklum og segir: „Hvað heiti ég nú, hvað heiti ég nú?" Konan var nær dauða en lifi af ótta og segir: „Signý?" „Það heiti ég, það heiti ég, og gettu aftur, hús- freyja," segir kerling. „Ása," segir hún. „Það heiti ég, það heiti ég, og gettu enn, húsfreyja!" „Ekki vænti ég, að þú heitir Gilitrutt?" segir þá konan. Kerlingunni varð svo bilt við þetta, að hún datt kylliflöt niður á gólfið, og varð þá skellur mikill. Rís hún upp síðan, fór burtu og sást aldrei síðan. Konan varð nú fegnari, en frá megi segja, yfir því, að hún slapp frá óvætti þesssum með svo góðu móti og varð nú öll önnur. Gjörðist hún nú iðjusöm og stjórnsöm og vann æ siðan sjálf ull sina. Vöggukvæði. Sofðu nú sælin og sofðu nú vel. Sofðu eins og Kordiá, undir vængjum Maríá. Krossinn helgi lýsi þér með öllum sínum ljósum, hvers helgidóm vér hrósum. Dilli þér nú Drúþíus ög Pálma syngi yfir þér serimon og sálma. Maríu vögguljóð. Sof þú ég unni þér; allir helgir þjóni þér. Pétur og Páll á Rómi hjálpi þér á dómi og sú hin mildasta méer, sem marga bæn af guði fær. Sancta Maria sé þér holl, sú er betri en rautt grull. Hvar sem þú reikar á landi, signi þig og svæfi sjálfur guð og heilagur andl Frá Kálfi Arnásyiii. Þegar Kálfur Ámason var i Svartaskóla, er það sagt, að hann hafi gefið sig kölska. fcn þegar hann var kominn aftur til Islands, vildi hann fyrir aila muni losnast við þetta loforð sitt, en vissi ekki, hvernig hann ætti að fara að því. Hann tekur það þó til ráðs, að hann fór að hitta Sæmund fróða og biður hann að ráða úr þessu vandkvæði sínu. Sæmúndur réð honujn, að hann skyldi ala tarfkálf og nefna hann Árna, síðan skyldi hann-ala annan kálf undan þessu nauti og kalla hann Kálf og „sé það Kálfur Ámason". Kálfur gjörir þetta, sem Sæmundur hefir honum ráð til kennt. En nokkru eftir kemur Kölski og segist vilja fá Kálf Ámason. Kálfur Ségir, að svo skyldi vera; tekur hann þá kálfinn, er hann hafði alið, fær hann Kölska og segir: „Þarna hefir þú Kálf Ámason." Kölski gat ekki gengið á móti því, en þótti ekki haldið við sig loforðið og varð þó að láta sér það líka, að hann hafði ekki meira af Kálfi Ámasyni, er dó í góðri elli.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.