Vikan - 22.06.1944, Blaðsíða 7
7
VTKA-N, nr. 25, 1944
Hátíðarlistsýning
í Eeykjavík
dagana 16. til 24. júní.
1 sambandi við lýðveldishátíðina var opnuð
listsýning í Sýningarskála myndlistarmanna síð-
astliðinn föstudag. Fyrir sýningunni gekkst hátíðar-
nefndin í samráði við sýningarnefnd Félags íslenzkra
myndlinstarmanna, sem valdi myndimar. Á sýn-
ingunni eru 75 verk, flest ný, eftir tuttugu og
átta þekktustu listamenn þjóðarinnar.
Eru það 46 olíumálverk, 14 vatnslitamyndir og
teikningar og 15 höggmyndir. Sýning þessi er hin
skemmtilegasta í alla staði og margar mjög athyglis-
verðar myndir, bæði olíumálverk og vatnslitamyndir.
Gefur sýningin allgott yfirlit um myndlist á íslandi
á þessum merku tímamótum. Sýningin er opin til
24. júní næstkomandi.
Guömundur Einarsson: Fiskverkunarstúlkur.
Meðal hinna mörgu og ágætu mynda á hátíðarlistsýningunni er þetta
olíumálverk eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Myndir á sýningunni
eru eftir samtals 28 listamenn og valdar af sýningamefnd Félags is-
lenzkra myndlistarmanna.
TÖFKAGEIPUKINN.
Framliald af bls. 4.
-x
ingjana myndi ég alveg hafa treyst Sander
og trúað honum fyrir lífi mínu. En ég
treysti honum ekki, þegar um var að ræða
brot úr leirkeri frá Hettitatímabilinu. Þá
gat ég átt það á hættu, að hann feldi það
og skrifaði um það ritgerð án þess að
nefna mig á nafn.“
Sumir fóru að brosa, en Tiltman hélt
áfram:
„Þér verðið að reyna að gerá yður ljóst,
hvernig ástandið var, sálfræðilega séð, á
ég við. Tveir Evrópumenn, hvor öðrum
háðir og innilega tortryggir hvor gagnvart
öðrum. Ekkert að gera allan daginn annað
en gröftur, og á nóttunni væl hýenanna
og sjakalananna."
Það var því ekki í sjálfu sér skrítið, að
það færi í taugarnar á okkur. Það var
ekki undarlegt, að þegar við Sander sát-
um í tjaldinu okkar, ræddum hvor við ann-
an og drukkum viský, þá hötuðum við
hvorn annan undir niðri.“
„Og árangurinn af greftrinum?“ spurði
formaðurinn.
„Hann varð bæði mikill og merkilegur.
En það var ekki frá honum, sem ég ætlaði
að segja ykkur. Það sem ég ætlaði að segja
ykkur frá, mun aldrei verða birt í neinu
vísindariti.
Þegar við urðum að hætta að grafa
vegna veðurs, vorum við Sander mjög
ánægðir með árangurinn og dauðþreyttir
og leiðir á Arabíu og hvor á öðrum. Við
vorum búnir að fá nóg. Við vorum að bú-
ast til ferðar og ætluðum að fara að leggja
af stað niður að ströndinni. En það var þá,
sem ég varð gripinn æðisgenginni tor-
tryggni í garð Sanders.
Ég var sannfærður um, að það var eitt-
hvað, sem hann hafði stungið undan, —
að hann hafði fundið eitthvað, sem hann
vildi ekki segja mér frá og hann hefði
skrifað ritgerð um það á bak við mig. Ég
var viss um, að hann væri með eitthvað
á prjónunum, sem myndi verða til þess að
strika nafn mitt algjörlega út af skýrsl-
unum.
Og eitt kvöld fékk ég sönnun fyrir því.
Sönnun, sem mér fannst vera nægileg.
Þannig stóð á, að ég var ekki enn búinn
að ná mér eftir kast af mýrarköldu, hvorki
sálarlega né líkamlega, það var ef til vill
afsökun.
Rétt fyrir sólarlag fór Sander út í síð-
ustu eftirlitsferð, en ég varð eftir í tjald-
inu, því að ég var of máttlaus til þess að
fara með honum.
Þegar hann kom aftur inn í tjaldið hélt
hann á einhverju í hendinni.
„Hvað ertu með þarna?“ spurði ég tor-
tryggnislega.
Hann sýndi mér hvað það var. Það var
töfragripur. Forn austrænn töfragripur;
látúnshringur með arabiskri áletrun.
Ég gat auðvitað lesið hana. Hún var á
þessa leið:
„Fortíð og framtíð er raunveruleiki. Líð-
andi stund er aðeins blekking.“ En ég skildi
ekki strax hvað þetta þýddi.
„Ég fann hann efst í sandinum,” sagði
Sander. „Ég skil ekki hvernig okkur hefir
getað sézt yfir hann. En hann á alls ekki
hér heima.“
„Ekki það?“
„Þetta er gamall persneskur hringur“,
sagði Sander. „Töfragripur Omars, sem er
svo víða getið í fornum sögum. Sá, sem
ber þennan hring, getur séð inn í framtíð-
ina og látið einn verknað í fortíðinni verða
ógerðan.“
Meðan hann var að segja mér frá þessu
hafði ég ekki mikinn áhuga á því. En
grunurinn gegn Sander brann í æðum mér
eins og hitasótt, — mjög skiljanlegt, þar
eð ég var ennþá með hita. Ég ásakaði hann
um, að hann hefði reynt að fela fyrir mér
töfragripinn.
Ég hlýt að hafa gengið mjög langt. Þeg-
ar neistinn var kominn í bálköstinn, bloss-
aði öll hin bælda reiði mín og tortryggni
upp, og ég sagði honum til syndanna með
þeim óþvegnustu og svívirðilegustu orðum,
sem mér gat dottið í hug. Ég æpti til
hans hinum trylltustu ásökunum, sagði
honum, að hann væri þjófur og svikari,
að hann hefði verið að æsa verkamennina
UPP gegn mér, það var yfirleitt ekkert til,
sem ég kenndi honum ekki um.
Og meðan á öllu þessu stóð, hélt Sander
alltaf jafnaðargeði sínu, og gerði það mig
ennþá æstari.
„Ég held, að þú ættir að leggja þig,“
sagði Sander. „Þú ert lasinn, Tiltman.
Vertu nú rólegur meðan ég set á mig
töfrahringinn, og þá skal ég segja þér,
hvað ég sé inn í framtíðina ..."
Hann setti upp hringinn og horfði
dreymandi inn í ljósið af olíulampanum.
Svo sneri hann sér skyndilega við, horfði
á mig og fór að skellihlæja. Hann hló
og hló eins og hann væri orðinn brjálaður.
„Að hverju ertu eiginlega að hlæja?“
kallaði ég.
„Að því sem ég sé,“ hló Sander. „Ég
sá þig drepa mig með kjaftshöggi. Ha, ha,
þú, sem ert svo máttlaus núna, að þú gæt-
ir ekki einu sinni drepið mýflugu ...“
Þetta háð var mér nóg. Ég stökk á hann
og lagði allt það afl, sem ég hafði yfir að
búa, í hnefahögg á kjálkannn á honum.
Þegar hann datt, rak hann hnakkann í
brúnina á gamalli myndastyttu."
Tiltman þagði og leit í kringum sig til
þess að auka áhrifin af sögu sinni.
„Já, já,“ sagði gjaldkerinn, „þá hefir
Sander verið úr sögunni, skil ég. Segið mér
þá, hvernig þér fóruð að því að komast
Framh. á bls. 14.