Vikan - 22.06.1944, Blaðsíða 11
VIKANA, nr. 25, 1944
11
Framhaldssaga:
Gamla konan á Jalna
Eltir MAZO DE LA ROCHE.
12
Á milli hæðanna rákust þeir á þorp, sem virt-
ist hafa falið sig þar; þar var lítil krá, en þang-
að mundi Renny, að hann hafði komið með föður
sínum'einu sinni, þegar haustmarkaður var hald-
inn í þorpinu. Hann kom hestinum fyrir í hest-
húsinu og þurrkaði sjálfur svitann af honum. —
Hann skipaði stallverðinum að gefa honum að
eta og drekka. Hesturinn var nú alveg rólegur.
Augu hans voru hálflokuð, eins og hann væri að
hugsa um málið. Hár Renny var alveg dökkt af
svita, og fötin límdust við hann. Þegar hann var
búinn að þvo sér, borðaði hann rifjasteik, hrúgu
af kartöflum og baunum og eplagraut með rjóma.
Fyrstu eplin voru nú nýlega þroskuð. Soðin voru
þau gyllt og gagnsæ, og rjóminn var guiur og
þykkur. Hann fékk sér eina ölflösku og kveikti
sér í vindlingi.
Hann hafði aldrei haft meira sjálfstraust en
einmitt nú. Honum fannst Jalna vera langt í
burtu. Hann renndi huganum yfir þá atburði, sem
þar höfðu gerzt. Honum fannst allt í einu óham-
ingjusöm ást Möggu vera uppgerð. Og hann fyrir-
leit dálítið örvæntingu Maurice. Hann ætlaði að
haga sér öðruvísi. Hann fór að hugsa um, hvers
vegna hann væri að leita að þessum tveim kon-
um. Hann óskaði þess, að hann vissi, hvað sú
eldri héti. Honum gramdist það að vita ekki,
hvað hún héti, þegar hann hugsaði um hana.
Það var hún, sem hann vildi sjá. Löngunin til
þess að hitta hana, til þess að tala við hana
aftur, hafði brotizt upp í honum eins og óveður.
Honum fannst, hann myndi verða vitstola, ef
hann sæi hana ekki. En hvað vildi hann henni —
hann leyfði sér ekki að hugsa um það. Hann
fældist þá hugsun, eins og hesturinn það, sem
honum var nýtt og ókunnugt. Þegar hann hugs-
aði um hana, sá hann sig eins og afskræmda
spegilmynd, eins og hann myndi vera, ef hann
speglaði sig í vatninu inni í myrkri skógarins.
Stallvörðurinn kom inn, þegar hann var að
greiða reikning sinn.
„Þetta er nú meiri hesturinn, sem þér eigið,“
sagði hann. „Hann er búinn að brjóta fötuna og
bíta stykki úr jötunni og slá hestinn, sem
var i næsta bás. Þér neyðist til þess að borga
veitingamanninum eitthvað í skaðabætur."
Renny og veitingamaðurinn fóru með honum
í hesthúsið.
Hesturinn gaut til þeirra hornauga og rang-
hvolfdi augunum; tungan hékk úr munni hans
eins og hann væri að gera gys að þeim. 1 næsta
bási stóð gamall maður, sem var að setja smyrsl
á afturfót gamallar, skikkanlegrar hryssu.
„Mér finnst hesturinn yðar vera grimmur,"
sagði hann. „Ég skil ekki, hvemig hann hefir
farið að því að sparka svona illilega i hryssuna
mína, en þér sjáið sjálfur skurðinn á henni.“
Renny gaf frá sér noltkur meðaumkunarhljóð
og strauk hendinni létt yfir særðan fótinn. Hryss-
an leit vingjarnlega á hann.
„Hvað eruð þér að smyrja á hana?“ spurði
hann.
Maðurinn sýndi honum dósina. Renny lyfti
undrandi augnabrúnunum. „Ég mundi þurrka
þetta af aftur, ef ég væri þér,“ sagði hann. „Fjöl-
skylda mín hefir alltaf haft marga hesta, en
engum dytti nokkun tima í hug að nota þetta.
Nú skal ég ráðleggja yður eitt —,“ hann sneri
sér að stallverðinum og rétti honum pening, um
leið og hann nefndi nafnið á meðalinu — „það
mun lækna sárið á stuttum tíma. Við notum aldrei
annað heima." ’
Forsaira * Sagan gerist á Jalna 1906.
** * Þár býr Whiteokfjölskyld-
an. Gamla frú Whiteok er orðin fjörgömul,
en er þó hin emasta. Filippus sonur hennar
tók við jörðinni. Hann er tvíkvæntur. Átti
Margréti og Renny með fyrri konunni.
Eden og Piers heita bömin, sem hann á
með seinni konunni, Maríu. Nikulás og Em-
est eru bræður Filippusar, ókvæntir. Vera
er vinkona Margrétar, sem ætlar að gift-
ast Maurice Vaughan á næstunni. Maurice
segir Renny frá því, að hann muni eignast
bam með Elviru Grey, sem býr með frænku
sinni í þorpinu. Renny talar við frænkuna,
leyndardómsfulla konu, sem lofar að spá
fyrir honum. Systir Filippusar og maður
hennar koma frá Englandi, ásamt Mala-
heide Court. Hann er frændi gömlu frúar-
innar, Aðalheiðar, og vinnur tiltrú hennar,
en er illa þokkaður af öðmm. Robert Vaug-
han finnur bam á tröppunum hjá sér og
það kemst upp að Maurice á það. Filippus
verður öskureiður og fer heim til hans með
bræðrum sínum. Vaughan-hjónin em ör-
vingluð. Magga, sem hefir líka komizt að
því, er yfirbuguð af sorg, hún lokar sig inni
í herbergi sínu og vill ekki sjá nokkura
mann. Allt er gert til þess að lokkahanaút,
en ekkert dugar. Maurice kemur að Jalna í
örvæntingu sinni og grátbiður Möggu um
að fyrirgefa sér, en ekkert dugar. Renny,
sem hafði orðið undarlega hrifinn af
frænku Elviru í eina skiptið, semhannhafði
séð hana, hefur nú leit að þeim stúlkum.
„Kærar þakkir," sagði eigandi hryssunnar
hvasslega.
„Þegar þér sjáið, hvað þetta er prýðilegt meðal,
þá verðið þér ánægður yfir þessu litla óhappi.
Ég vona, að þér sjáið um það i framtíðinni að
hafa þetta alltaf við höndina." Hann gekk að
hryssunni og klappaði henni. „Góða, gamla stelp-
an! Hvað er hún gömul?"
„Tuttugu og niu.“
„Það hefði mér aldrei dottið í hug! Hún lítur
út fyrir að vera tólf ára, eru það nú tennur!"
Hann bar sjálfur smyrslið á og hjálpaði mann-
inum að setja hryssuna fyrir vagn. Hryssan sneri
höfðinu og strauk því ástúðlega að honum. Eig-
andinn stakk dósinni með smyrslinu í vasann, og
var í ágætu skapi þrátt fyrir allt.
Renny tók brotnu vatnsfötuna upp og sneri
sér brosándi að stallaranum. „Þér viljið líklega
ekki, að ég ásaki hest minn fyrir það að vilja
ekki drekka úr fötu, sem lekurf Slíku er hann
ekki vanur. Ég sá það vel, að vatnið lak úr
henni, þegar þér komuð með hana.“
Maðurinn leit vandræðalega á fötuna. <
„En hvað um jötuna?" spurði veitingamaður-
inn. „Það verður að setja nýtt stykki í hana.“
Renny svaraði gremjulega: „Ef þér minnist
meira á þetta, sem hesturinn minn gerði, þá veit
fjandinn, að ég kem ekki hingað oftar."
„Jæja, jtoja," muldraði veitingamaðurinn, „þá
tölum við ekki meira um það.“
Renny borgaði reikning sinn og varð einn eftir
með hestinn.
„Nú vona ég að þú hagir þér skikkanlega, það
sem eftir er af ferðalaginu," sagði hann í ásök-
unartón.
Hesturinn leit niður og lagði eyrun aftur. Þegar
Renny setti á hann beizlið, tók hesturinn í öxl
hans og reif jakkaermina i sundur.
„Haltu þér saman!" hrópaði hann og sló hest-
inn.
Hann velti beizlinu milli tannanna, lagði eyrun
niður og lyfti fætinum til að slá. Renny þrýsti
höfði hans fast að sér. „Nei, nei, nei, þetta máttu
ekki!“ Svo ýtti hann hestinum aftur á bak úr
básnum út á hlaðið og fór á bak honum. Stall-
vörðurinn og lítill drengur horfðu á eftir honum,
þegar hann fór framhjá þeim án þess að virða
þá viðlits.
„Líttu á jakka mannsins!" sagði stallvörðurinn
háðskur.
„Hann er næstum alveg fleginn af baki hans,“
sagði strákurinn. „Hann hefir enga stjórn á dýr-
inu. Heldurðu ekki, að hann lendi í einhverjum
vandræðum ?"
Renny sneri hestinum að drengnum, en hann
dansaði með hann út úr hlaðinu.
Það virtist sem það, er eftir var ferðalagsins,
mundi ganga vel. Sólin var svo heit, að hún gat
jafnvel dregið úr fjöri hestsins, en hann lét stöð-
ugt í ljós gremju sína með því að ganga á skakk
eftir veginum og hrista höfuðið.
'Þegar langt var áliðið dags, komu þeir að jám-
brautarteinum, sem lágu þvert yfir veginn, en þar
var hlið, sem lokað var, þegar járnbrautarlestin
var í nánd. Renny heyrði jámbrautarlest flauta
í fjarska; varðmaðurinn hringdi bjöllu og hliðin
fóru að lokast. Renny tók fastara í taumana og
hugsaði um, hvernig hesturinn tæki þessum at-
burði. Á þessari stundu kom sama bifreiðin og
þeir höfðu hitt um morguninn, að aftan þeim,
og bílstjórinn flautaði í angist. Hesturinn fnæsti
af hræðslu og hriðskalf. Hann stökk inn um hlið-
ið, en áður en hann var kominn yfir teinana,
hafði hitt hliðið lokast, og nú voru bæði hestur
og riddari beint fyrir framan lestina, sem kom
æðandi á móti þeim.
Vörðurinn, sem var dauðskelkaður, reyndi að
opna hliðin aftur, en það var ekki hægt. Hófar
hestsins skullu á teinunum, þegar hann prjónaði
og hringsnerist.
Vörðurinn þreif grænt flagg og hljóp á mótl
lestinni um leið og hann veifaði flagginu eins
og hann gat. Renny sneri hestinum að hliðinu,
sló hann með svipunni og reyndi að hvetja hann
til að stökkva.
Hesturinn rétti úr sér og tók stökk yfir hliðið.
Skyldi hann nokkurn tíma hafa stokkið fyrr?
Renny vissi það ekki, en hann hló sigri hrósandi,
þegar hann fann að hesturinn stökk. Hann sneri
sér við og gaf verðinum, lestinni og bilstjóranum
langt nef; það sást i hvíta, nakta öxl hans undir
sundurrifna jakkanum.
Han elskaði þennan hest! Hann beygði sig niður
og kyssti hann með ástríðuþrunginni ást á háls-
inn. En hesturinn þaut áfram eins og örskot.
Hann þaut beint inn í óveðursskúr, en í kætl
sinni tók hann ekkert eftir hvítum eldingum og
brakandi þrumum skýja, sem rákust saman. Hann
fann rigninguna, sem streymdi um hann allan,
en var ekkert hræddur. Hann flaug áfram.
„Það veit sá, sem allt veit!“ hrópaði Renny, „að
þú ert fæddur kappreiðahestur! Það vildi ég að
pabbi hefði ekki selt þig!“
Rykið var eins og dökkt deig á veginum. Sið-
ustu vatnsdropamir glitruðu á gróðrinum og alls-
staðar ljómuðu óteljandi, skærir litir. Litlu fugl-
arnir hófu kvöldsönginn og hristu dropana úr
fjöðrunum. 1 dæld, öðru megin við litla þorpið,
var bærinn, þar sem konurnar höfðu sezt að, rétt
fyrir ofan hann var rautt ský eins og herfáni.
Renny fann til undarlegrar, nýrrar feimni. Hvað
átti hann að segja, þegar hann kæmi? Hvemig
átti hann að nálgast þær, Elvim og frænku henn-
ar, hverja sem hann hitti nú fyrst? Hann mundi