Vikan


Vikan - 22.06.1944, Blaðsíða 12

Vikan - 22.06.1944, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 25, 1944 allt í einu, að jakkinn hans var rifinn, og hann var holdvotur. Bæði hann og hesturinn voru das- aðir, þegar þeir komu að bænum. Það var heyhlass hjá hlöðunni. Maður í renn- andi blautri skyrtu var að koma heyinu inn. Inni S hlöðunni gat Renny séð Elviru, sem var að dreifa heyinu. Hún hafði tekið upp siða ullar- pilsið, svo að það náði rétt niður fyrir hné; en til þess að bæta úr þessari óhæfu, hafði hár henn- ar losnað og féll nú þykkt og dökkt niður yfir herðar hennar. Renny fannst hún átakanlega bamaleg, þegar hún leit á hann. Hún var svo sakleysisleg, þar sem hún stóð þama ein uppi á heyloftinu. Hann minntist þess, að hún var móðir bams Maurice. Engu að síður hataði Maurice hana. „Elvira — gott kvöld!" sagði hann og reið í kringum heyhlassið, svo að það var milli hans og mannsins. „Ó, gott kvöld, Whiteoak," svaraði hún með virðingu og studdi sig við heykvíslina. „Ég kom hérna framhjá," hélt hann áfram „ég er á leiðinni að afhenda þennan hest, sem faðir minn seldi manni, er heitir Ferrier og býr hér í nágrenninu. Svo fannst mér ég verða að líta aðeins inn til þess að vita, hvernig ykkur liði.“ „Ó — ó,“ var eina svar hennar. Hún leit dálítið feimnislega á hann, eins og hún viss ekki, hvað hún átti að gera, eins og hún vissi ekki vel, hvort hún ætti að setja frá sér heykvislina og ganga til hans. Maðurinn, sem hafði staðið fyrir aftan hey- hlassið, birtist nú og leit þrjózkufullum augum á Renny. „Áttu við John Ferrier?" „Já.“ „Hann býr ekki hérna nálægt. Hann býr í Creditford, tíu mílum héðan." „Tíu mílur — það gildir einu fyrir þennan hest,“ svaraði Renny. „Þú ert heppinn að ná heyinu inn áður en hann fer að rigna. Það virðist vel þurrt." „Það er rétt," svaraði maðurinn þurrlega. „En nú vil ég helzt koma þvi inn áður en verður dimmt. Það rignir meira i nótt.“ Hann horfði á rauða skýið yfir hæðinni. „Komdu nú Elvira. Við emm búin að slæpast nógu lengi." Hann fór aftur að vinna. „Ég hefi aldrei áður séð stúlku í heyvinnu," sagði hann. „Svo að þetta er mjög nýstárlegt fyrir mig.“ „Þú gætir annars oft séð það héma," sagði bóndinn. Hann henti heyfangi kæruleysislega upp á loftið, nokkur strá duttu niður á Renny og hestinn. Hesturinn hrökk við og lagði aftur eyr- un. Renny stökk af baki. „Heyrðu, láttu mig hjálpa þér! Þú kemur því aldrei inn fyrir myrkur!" „Þakka þér fyrir," muldraði bóndinn. „Það er tómur bás, þarna inni." Með heykvislina i hend- inni gekk hann á undan inn í hesthúsið. Hann gaf Renny hafra handa hestinum. Renny gekk upp stigann á heyioftið, og Elvira rétti honum hlýðin heykvíslina ’sina. Hann var ekkert öðruvísi en daglaunamaður, hugsaði hún, með rautt, sólbrennt andlit, úfið hár og sundur- rifinn jakka. Mjög óiíkur Maurice. Hún fór að hugsa um líf sitt, þegar hún sá hann. Hjarta hennar herptist saman af þrá á meðan hún stóð i rökkrinu og hdrfði á hann vinna. Þeir unnu vel saman. Hlassið minnkaði um leið og tók að dimma. Engispretturnar tóku að ýla, í fjósinu fyrir neðan baulaði kýr. Maðurinn leit upp til Elviru. „Hvers vegna kemur Lúlú ekki að mjólka?" spurði hann. „Á ég að ná í hana?“ spurði Elvira. Svo sneri hún sér að Renny. „Þetta er frændi okkar, Bob,“ sagði hún. „Við búum hérna." Renny og Bob heilsuðust, eins og þeir hefðu ekki sézt fyrr en á þessu augnabliki. Bob sagði: „Nú skal ég segja það við Lúlú. Svo getur þú farið inn að hugsa um kvöldmat handa okkur." Hann fann það á sér, að Renny og Elvira vildu tala ein saman. Þegar hann var farinn, leit hún spyrjandi á Renny. „Baminu þínu líður vel,“ sagði hann hughreyst- andi; svo bætti hann við: „En þú hefir ekki kært þig mikið um það; annars hefðir þú ekki gert þetta." „Það var Lúlú, sem kom mér til þess,“ sagði hún blátt áfram og hreinskilnislega. „Nú, það gerði hún! Gerirðu allt, sem hún segir þér?" „Já.“ „Jæja — ég held, að henni líði bezt þar, sem hún er. Vaughanshjónin ætla að taka hana. MAGGI OG RAGGX. 2^ Eva: Nú veit ég hvað ég á að gefa pabba i afmælisgjöf! Hvort líst ykkur betur á, strákar, rós;na eða túlípanann. Maggi: Finnst þér ekki of áberandi, að hafa svona myndir á hálsbindi ? Eva: Hálsbindi? Uss, hver var að tala um hálsbindi ? Ég ætla að láta tattúera pabba i af- mælisgjöf! Maurice segir, að móðir hans þyki þegar mjög vænt um hana.“ „Hefir þú séð hana?“ hún spennti greipar. „Já. Hún er falleg sú litla. Ég leit inn um dagstofugluggann; þá Sá ég hana." „1 hverju var hún?“ Renny hugsaði sig um; hann stóð og studdi sig við heykvislina. „Jú, hún var i síðum, hvítum kjól með einhverskonar bleika ullartreyju utan yfir, sem var bundin með silkibandi í hálsinn." „Það hlýtur að vera fallegt," sagði hún og brosti ofurlitið, þegar hún hugsaði til þess. Svo sagði hann allt í einu: „Heldurðu að Bob sé illa við það, að ég sé að heimsækja ykkur Lúlú?" „Nei. Honum þykir áreiðanlega gott, að þú hjálpir honum með heyið. Honum finnst gott að hafa okkur hérna. Konan hans liggur nú á sæng eftir fimmta barnið." „Guð minn góður!" hrópaði Renny. „Búið þið níu í þessum kofa?“ Hún kinkaði kolli og endurtók: „Bob þykir vænt um að fá hjálp." Hún sýndi honum blöðru í lófa sínum. „Sjáðu!" Renny tók hönd hennar, og í því sá hann eldri konuna, sem var kölluð Lúlú, koma eftir tröðinni með mjólkurfötu í hendinni. Þegar hann sá hana, gleymdi hann strax Elviru. Hann horfði á Lúlú og tók eftir liðlegu göngu- lagi hennar. Hár hennar var strokið aftur frá enninu og tekið saman í hnakkanum. Hún var rjóð í kinnum og var í hreinum, hvítum bóm- ullarkjól með rauðum dilum. Um hálsinn hafði hún rautt band, sem var hnýtt í stóra slaufu, er var fest með nælu. Þarna stóð hann, langur og grannur, og sá hana koma á móti þeim. Til þess að hún yrði ekki vör við hjartslátt hans, sagði hann kæru- leysislega: „Eruð þér alltaf svona fínar, þegar þér eruð að mjólka?" Hún horfði ögrandi á hann, um leið og hún sveiflaði mjólkurfötunni. „Ég held mér alltaf til, þegar ég veit af yður nálægt," svaraði hún. Elvira spurði: „Á ég að fara inn að leggja á borðið ?“ „Já — það er prýðilegt," sagði Lúlú og brosti til hennar. „Bob er farinn inn til Lizzie. Hún er einmana og langar til að sjá hann. Ég sagði hon- um, að ég skyldi hjálpa við heyið. Hann er dauð- þreyttur." „1 þessum búningi!" sagði Renny undrandi. Hún lyfti upp pilsunum, klifraði upp á hey- hlassið og greip heykvisl Bobs. Það var lítið hey eftir í vagninum. Elvira gekk niður stigann frá loftinu og að húsinu; hún gekk stirðlega, eins og hún væri mjög þreytt. „Veslings telpan!" sagði Renny og horfði á eftir henni. „Þér skuluð ekkert vera að vorkenna henni. Hún hefir átt sína hamingjudaga. Og við verðum öll að gjalda fyrir þá.“ „Hafið þér líka átt þá?" „Ég hefi fengið minn hluta." „Hafið þér borgað fyrir hann?" „Tvöfalt verð.“ „Yður virðist ekki þykja það neitt leiðinlegt.” „Ó, ég er hörð!" Hann hló kátlega. „Það er ég líka! Mér er sama þó ég borgi." ,',Þér! Þér eruð aðeins barn!" „Ef þér talið svona við mig — þá .fer ég.“ „Eins og yður sé ekki sama, hvað ég segi." „Ég kom hingað alla leið til þess að heim- sækja yður." „Hvers vegna?" Hún leit ögrandi á hann með gulleitum, leiftrandi augum. „Munið þér ekki, að þér buðuð mér — um kvöldið ? Þér sögðust ætla að spá fyrir mér í teblöðin og segja mér, hvar þér hefðuð fengið þessi undarlegu augu."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.