Vikan - 29.06.1944, Side 3
3
VIKAN, nr. 26, 1944
Grein sú, sem hér birtist, er úr „Fréttum frá Islandi" eftir Valde-
mar Briem.
Er fróðlegt að bera saman hátíðahöld Reykvíkinga árið 1874, við
þá litlu réttarbót, sem þjóðin fékk þá, og hátíðahöldin i sambandi
við stofnun lýðveldisins, sem nú eru nýafstaðin.
Sjötiu ár eru liðin frá þvi er atburðir þeir, sem hér greinir frá,
gerðust, frá því er vér Islendingar fengum fyrsta visi að sjálfstjóm
af hendi Danakonungs og þar til nú, er vér höfum rofið öll stjóm-
arfarsleg tengsl vor við Dani og erum algjörlega frjáls og óháð þjóð.
Lesið um það, hvernig Reykvíkingar fögnuðu einum fyrsta ávinn-
ingnum í baráttunni fyrir frjálsu og óháðu Islandi.
Hámessan i Dómkirlsj-
unni 2. ágúst 1874.
„Dómkirkjan var prýdd
hið skrautlegasta og öll
ljósum ljómuð — var
sveit sjóliðsforingjaefna
raðað i kirkjuna í tvær
raðir innan úr kór og
fram að kirkjudyrum.“ 1
prédikunarstólnum er
biskupinn, Dr. Pétur
Pétursson.
Hún var haldin 2. dag ágústmánaðar.
Hátíðin byrjaði þegar um morgun-
inn með guðsþjónustugjörð í dóm-
kirkjunni kl. 8—9y2. Dómkirkjan var
prýdd hið skrautlegasta, og öll ljósum
ljómuð. Á háaltarinu brunnu ljós, sem
vanalega, en í kórnum voru reistar 2 háar
kertastikur sín hvorum megin við skírnar-
fontinn, klæddar grænum dúkum, og vafð-
ar blómhringum, og aðrar tvær með sama
umbúnaði, fyrir neðan tröppurnar. Kring-
um altaristöfluna voru dregnar laufgjarð-
ir og blómskraut, hið fegursta, og líkt
fram með báðum loftsvölunum. Stóll lands-
höfðingja var ætlaður konungi, og var
rauðum tjöldum slegið upp báðum megin
við stólinn, og með þeim lágu blóm-gjarð-
ir og blómsveigar, er var mjög haglega
fyrirkomið. Konur og meyjar bæjarins, sem
skreytt höfðu konungsbryggjuna, höfðu
einnig hér um búið, og gjörðu útlendir
menn mjög orð á, hve það hefði tekist
snilldarlega.
Konungur sjálfur og sonur hans, og
flest annað stórmenni var við hámessuna,
en það var sú, er haldin var í miðið, kl.
10Yz—12. Hérumbil kl. 9y2 kom sveit her-
manna frá konungsskipinu Jylland og
gekk við hljóðfærablástur upp að dóm-
kirkjunni, og nam þar staðar. Nokkru síð-
ar kom sveit kadetta eða sjóforingjaefna
frá Heimdal og gekk einnig til kirkju; var
þar einnig raðað í kirkjunni í tvær raðir
innan frá kór og fram að kirkjudyrum
beggjamegin við göngin, þar sem konung-
ur átti um að ganga.
Nú tók fólk óðum að flykkjast í kirkj-
una, lögreglustjóri var þar staddur með
lögregluþjónum, til að sjá um að ekki yrði
troðningur, og allt færi fram sem skipu-
legast. Lítilli stundu síðar eða kl. 10 V2
kvað við lúðrablástur fyrir utan kirkjuna;
kom nú konungur með mikla sveit manna,
og gekk í kirkju, en sveitir hermanna
höfðu skipað sér til beggja handa með
fram kirkjunni. Biskup var áður genginn
til kirkju, og var skrýddur fullum biskups-
skrúða; en er konungur kom, gekk hann til
móts við hann fram í kirkjudyr; ávarpaði
hann konung þar með nokkrum orðum og
fylgdi honum síðan inn að kór. Gekk þá
konungur til sætis síns, og svo prinsinn í
stól landshöfðingjans innanvert á loftsvöl-
unum öðrum megin. En þar utar af sátu
aðmírállinn, og yfirforingjar allra herskip-
anna. I innstu bekkjunum niðri var skipað
hinum göfugustu gestum þjóðhátíðarinn-
ar, og öðrum höfðingjum. En þar utar frá
var múgurinn, og var kirkjan meir en al-
skipuð fólki.
Þá hófst nú guðsþjónustugjörðin, og fór
hún fram á líkan hátt og vant var, nema
með meiri viðhöfn. Biskup landsins doktor
Pétur Pétursson flutti töluna. Söngurinn
fór fram hið hátíðlegasta með organslætti,
en fyrir honum stóð organisti dómkirkj-
unnar hinn ágæti söngmeistari Pétur Guð-
johnsen. Nýir sálmar voru sungnir og voru
þeir allir ortir af hinu lipra sálmaskáldi
Helga Hálfdánarsyni prestaskólakennara,
en einn lofsöngur var eftir þjóðskáldið
Matthías Jochumsson, með lagi eftir hið
unga íslenzka tónskáld Sveinbjöm Svein-
bjömsson organista í Edinborg. Þá er
guðsþjónustu var lokið, gullu aftur við
lúðrar fyrir utan kirkjuna, og gekk þá
konungur úr kirkju með hinni sömu skip-
an sem fyrr, en síðan mannfjöldinn. Hinar
messumar, sú um morguninn og sú, er
haldin var síðar um daginn, fóru fram á
líkan hátt, en með nokkuð minni viðhöfn.
Dómkirkjupresturinn Hallgrímur Sveins-
son flutti þær báðar. Allar þrjár messurn-
ar fóru fram á íslenzku, en þótt margir
hinna erlendu þjóðhátíðargesta, eigi skildu
þá tungu, létu þeir allir sér mjög um finn-
ast, hve þær hefðu verið veglegar og hátíð-
legar.
Síðar um daginn, kl. 3y2, safnaðist múg-
ur manna saman á Austurvelli. Voru þar
komnir flestir bæjarbúa af öllum stéttum,
karlar, konur og börn, allir í hátíðabún-
ingi. Þar var og f jöldi manna úr grendinni,
og nokkrir úr fjarlægum héruðum, enn-
fremur voru þar og erlendir menn frá ýms-
um þjóðum: Danir, Norðmenn, Svíar, Þjóð-
verjar og Englendingar, Frakkar, Ame-
ríkumenn og enn nokkrir úr öðrum lönd-
um. Þá er allt fólkið var saman komið, var
því fylkt til hátíðargöngu, og voru sex í
hverri röð. Síðan gengu menn þáðan, upp
Framhald á bls. 7.
Þjóðfcátíðin 1874.
Bæjarbúar fagna Krist-
jáni konungi 9., er hann
gengur á land. Konur
bæjarins höfðu skreytt
bryggjima 'fánum og
blómskrauti. Á myndmni
sjást ennfremur kon-
ungsskipið og nokkur
fylgdarskipanna.