Vikan - 29.06.1944, Síða 10
10
VTKAN, nr. 26, Í944
u IP! i r n i 11 i i
u IG.I iii iii n U 1 11 i
Matseðillinn
Kjöt í lauk.
6—7 pund kjöt (frampartur), 75
gr. smjör, 12 stórir laukar, tsep
y2 matskeið af rauðum pipar, 60
gr. hveiti.
Kjötið er þvegið með vel uppundn-
um léreftsklúti, höggið eða skorið í
aflanga bita, brúnað á pönnu, látið
upp í pott með heitu vatni ásamt
salti, matarlit, pipar, ijósbrúnuðum
og brytjuðum lauk. Kjötið er soðið í
iy2 tíma eða þangað til það er vel
meyrt, þá er það tekið upp, og sósan
er jöfnuð með hveitijafningi, sósan er
soðin hœgt. Kjötið er látið í aftur og
því haldið heitu, meira salt látið í ef
þarf. Borið á borð með kartöflu-
stöppu.
Sveskjugrautur.
750 gr. sveskjur. 2% 1. vatn. 60
gr. kartöflumél. 150 gr. sykur.
Sveskjumar em þvegnar vel og
látnar liggja í bleyti í 12 tíma, þá
settar yfir eldinn og soðnar hægt í
30 mín. Þá er sykurinn látinn í og
grauturinn jafnaður með mjólkinni,
sem áður er hrært út í köldu vatni.
Suðan aðeins látin koma upp. Borinn
á borð með rjóma.
Húsráð
Látið ljósið aldrei skína beint í
augun, heldur á bókina, sem þér emð
áð lesa.
ttnilliwiim: Aani ióium uiuim •
Tízkumynd
Á þessari smekklegu dragt sjást
nýjar tilhneigingar tízkunnar, bæði
hvað snertir snið og lit. Dragtin er
úr grænu ullarefni. Takið eftir vösun-
um, sem eru stangaðir inn, bæði á
jakkann og pilsið.
Gul eða drapplituð peysa, sem nær
upp i hálsinn eins og myndin sýnir,
er mjög smekkleg við græna dragt
af þessu tagi.
’ Krú Mary Sossong vann matreiðslu-
samiteppni, sem haldin er árlega í
borginni þar sem hún býr í Ameríku.
Um jurtalitun.
Eftir MATTHILDI HALUDÓRSDÓTTUR.
IH. Um þvott á bandi o. fl.
Allt, sem litá á, verður að vera vel þvegið, annars verður liturinn blæ-
ljótur. Bandið á að þvo úr vel heitu vatni og nota mikið af sóda, sápu
og þvottadufti; skola það síðan vandlega.
Bezt er að hafa tvö skreppubönd á hverri hesþu og smeig úr seglgami
til að greiða hana eftir. Böndin mega ekki liggja of þétt að bandinu.
Gæta þarf þess að bandið sé vel blautt, og hespurnar greiðar, þegar það er
látið í litinn. Greiða þarf bandið, cr það rennur saman í litnum, annars
verður það mislitt, einkum þarf að gæta þess að það litist undir skreppu-
böndum.
Mosalitur.
Mosa má nota til lltunar á öllum timum árs, en beztur er hann á
áliðnu sumri.
Mosi þolir vel geymslu, ef hann er þurrkaður vel og raki kemst ekkl
að honum.
Verka þarf neð(tn úr honum mold um leið og hann er tekinn, en reyna
þó að mylja hann sem minnst.
Mosa læt ég venjulega liggja í bleyti dægurlangt áður en litun hefst.
Bezt er að rúmt sé i ílátinu, svo að hægt sé að róta í mosanum og mold
geti botnfallið.
1 litunarpottinn er mosinn látinn í litlum pokum úr gisnu lérefti og
sé bundið vel fyrir pokana. Fjöldi pokanna fer eftir stærð litunarpottsins.
Bezt er að pokarnir séu þröngir, sýðst þá betur úr mosanum.
Mosinn er látinn í litunarvatnið kalt og síðan komið í suðu með hægri
hitun.
Undir litun er bandið soðið í álúnsvatni.
Þegar mosinn hefir soðið hægt nálægt 15 mín., er suða látin falla niður.
Er þá litunarlegi ofan af úr pottinum ausið í emaillerað fat og í þann llt
látið ofurlítið af álúni, komið svo í suðu og litaðir i því 2 ljósustu litirnir
(t. d. 2 hespur). Eftir örstutta stund má taka upp úr þá hespuna, sem
ljósari á að vera, en hina eftir dálitla bið. Að þessu loknu er lögurinn úr
fatinu látinn í pottinn aftur. Er þá látið í pottinn það band, sem á að
fá sterkari lit. Þarf að láta rist eða fat á milli bandsins og pokanna í
pottinum, svo ekki liggi það hvað við annað. Skal nú halda við jafnri
suðu. Hreyfa þarf bandið stöðugt, annars getur það orðið mislitt. Eftir
nokkra stund má taka upp úr það, sem ljósastan lit á að bera — næst
því sem fyrst var litað — og svo hvað af hverju, þannig að nægilegur
litarmunur sjáist.
Við skulum hugsa okur að 4 hespur séu látnar í pottinn, þá fæst lit-
hrverfing með 6 litum. Finnst mér það nokkuð hæfilegt millibil, ef dekksti
litur er dökk-rauðbrúnn.
Dekkstu litina má seyða, þangað til þeir hætta að dökkna, svo vel sé
unnið úr mosanum. Geta það orðið 4—5 kl.st. frá því hann byrjaði að
sjóða.
Fáist ekki með þeirri aðferð, sem hér er lýst, svo dökkir litir, sem óskað
er, má bæta úr því þannig að sjóða mosa að nýju og lita aftur það, sem
dekkja þarf.
Gott er að sjóða litaða bandið, sem á að dekkja, í álúnsvatni, áður en
það er látið í nýja litinn.
Smám saman þarf að taka bandið upp úr og róta mosapokunum til
og þrýsta úr þeim litarleginum. Þarf þá að bíða litla stund, áður en bandið
er l^Ltið í pottinn aftur, svo gruggið, sem kemur við rótið, setjist á botninn.
Mosapokana þarf að þvo mjög vel í hvert sinn, sem þeir eru notaðir.
Gulvíðilauf.
(Rauðvíðir).
Lauf 750 gr., band 500 gr.
Laufið á að tína á haustin, skömmu áður en það fellur. Þarf að þurrka
það vel og geyma svo i gisnum poka.
Litun hefst með þvi, að laufið er soðið allt að einni kl.st. Þá er bandið
látið í litinn, án þess að laufið sé tekið upp úr. Eftir að soðið hefur i
nokkrar mínútur, má talca upp úr það af bandinu, sem ljósast á að
vera. Þá er suðu haldið áfram, þar til nokkru dekkri litur er fenginn og
þá tekinn upp úr annar hluti bandsins. Þriðji hlutinn er enn soðinn, þangað
til liðnar eru 30 mín. frá því að bandið var látið í litinn.
Þannig fást þrir ljósir, gul-brúnir litir.
Ef nú er óskað að fá dekkri liti, brúna og dökkbrúna og halda áfram
litbrigðaröð, er þannig að farið: Taka skal það, sem fengið hefur dekksta
litinn — þarf i upphafi að gæta þess að ætla nógu miklum hluta af band-
inu þann frumlit — og lita að nýju.
Þá er laufið veitt upp úr leginum, blásteinn látinn út í löginn og komið
í suðu. Er þá látið ofan í það band, sem minnst á að dökkna og tekið
upp úr, þegar hæfilegur litarmunur er fenginn.
Því næst er látið lítið eitt af keitu i htinn og þá látið í hann það, sem
eftir er af bandinu. Er nú haldið fram hægri suðu, þangað til náð er
næstá dekkra litbrigðinu. ;
Framh. í næsta bíaði