Vikan


Vikan - 29.06.1944, Side 12

Vikan - 29.06.1944, Side 12
12 „Hvað er að?“ spurði Renny. „ Mér finnst ég allt í einu svo einmana.“ „Hún er undarleg stúlka,“ sagði Lúlú. „Það hefir hún alltaf verið.“ Eftir að hEifa horft stund- hrkom á Elviru, leit hún síðan aftur á bollann. Renny tók utan um hana. ,,Ég sé hestinn,“ hélt hún áfram. „Hvað gerir hann? Sparkar hann í önnur te- blöð 7“ „Nei, en hann kemst ekki á áfangastaðinn.“ Renny varð strax alvarlegur. „Það er illt; þvi að ef ég skila honum ekki þangað, þá fæ ég ávítur hjá föður mínum.“ „Ég sé ömmu yðar á banasænginni," hélt hún áfram. Hann varð skelkaður á svipinn. „Guð hjálpi okkur! Það er vonandi ekki bráð- lega.“ „Nei, það er langt þangað til.“ „Viljið þér segja mér, hvað hún gerir við pen- ingana sína?“ Lúlú brosti illkvittnislega. .„Hún 'lætur yður meir eftir af sjálfri sér en nokkrum öðrum.“ „Það er gott!“ sagði hann hlægjandi. „Pening- amir hennar em hún sjálf. Henni þykir eins vænt um þá og líf sitt.“ Lúlú hélt áfram. „Ég sé ábyrgð — mikla ábyrgð. Pólk, sem hópast að yður.“ Hann lyfti höfðinu stoltur. „Ég hefi ekkert á móti því. „En það er einn staður, sem þér elskið meira en nokkuð annað.“ Hún setti bollann frá sér. „Nú get ég ekki séð meira. Ég verð að mjólka kýrnar. Það er orðið dimmt." Bob kom inn og hélt á kveiktri lukt. „Nú hefi ég kveikt á luktinni,“ sagði hann án þess að líta á Renny eða Lúlú. „Þú sagðist sjálf ætla að mjólka kýrnar, Lúlú.“ „Já,“ sagði hún, tók luktina' og skrúfaði niður í henni af því að hún ósaði. Svalur blærinn vakti upp allan sætan ilm, sem bjó í rakri jörðinni. Það var ekkert tunglsljós, en daufa birtu lagði frá stjörnunum. Kýrnar stóðu undir lágu fjósþakinu og snem sér ásakandi að Lúlú. Vagnhestamir vom úti, en hestur Renny !á eins og dökk hrúga í dimmum básnum og hann horfði blíðlega í luktarljósið. Lúlú settist á skemil, dró að sér fagurlega skapaða fótleggina og hallaði sér að síðu rauðu kýrinnar. Úr spenntu júgri hennar dró hún mjólk- urstraum, sem sprautaðist ofan í fötuna. v f u v ....,-r7,.,. Renny hallaði sér upp að básnum. „Þér emð undarleg kona," sagði hann. „Þegar ég sá yður fyrst, voruð þér saumakona —.“ „Það var fremur óþægilegt. Ég eyðilagði oft efni, sem mér voru fengin í hendur." Hann hélt áfram: „Þegar ég sá yður næst, voruð þér kaupakona, og nú emð þér rnjalta- stúlka." „Jæja, já,“ svaraði hún. „Ég hefi haft tíma til að læra ýmislegt. Ég er ekki fædd í gær.“ „Þér viljið líklega ekki segja mér, hvað þér eruð gamlar?“ spurði hann. „Nei.“ Svarið var stuttaralegt. „Það vil ég ekki.“ Hún mjólkaði hina kúna, svo rak hún þær báðar út í myrkrið með því að gefa þeim létt högg á lendina, um leið og þær gengu framhjá henni. Það birti við og við lítilsháttar yfir ökrunum. Lúlú gekk að vatnskeri í fjósinu og stakk hand- leggjunum ofan í svalandi vatnið alveg upp að olnboga. „Ég þoli ekki mjólkurlykt," sagði hún. Hann horfði alvarlegur á hana; svo sagði hann: „Það er víst bezt fyrir mig að fara. Ég verð að fá mér næturgistingu einhvers staðar." Það birti allt í einu yfir henni. „Við gætum sezt upp á heyloftið, ef þér viljið," sagði hún kæruleysislega. „En ef þér álítið bezt, að þér farið . . . . “ „Ef það er ekki Bob á móti skapi — þá held ég, að ég vilji sofa hér i heyinu. En hesturinn minn er dauðþreyttur." „En þér?“ spurði hún; og tennur hennar glömp- uðu í myrkrinu. Hann tók utan um hana, dró hana að sér og kyssti hana ástríðufullt á munninn. „Þá fömm við upp,“ hvislaði hún róleg. Þau klifruðu upp stigann, og hún varpaði sér niður dálitið frá honum. Hann stóð uppréttur, en varð að beygja höfuðið undir súðinni. „Af hverju setjist þér ekki?“ spurði hún. „Það er ágætt að standa,“ sagði hann, og rödd- in skalf lítið eitt. Hún tók næluna úr slaufunni og tók af sér rauða bandið. „Mér þykir svo óþægilegt að hafa eitthvað fast um hálsinn," sagði hún. „Ég vildi, að það væri í tízku að vera með nakinn háls. Héma, MAGGI OG RAGGI. VTKAN, nr. 26, 1944 stingið þessu í vasann. Ef það týnist í heyinu, þá finnur maður það aldrei aftur." Hann stakk nælunni og bandinu varlega í vasann. Hún teygði úr sér og geispaði. „Jæja," sagðihún letilega. „Hvað vilduð þér þá ? “ Rödd hans kom úr myrkrinu. „Þér ætluðuð að segja mér, hvemig þér fenguð þessi augu.“ „Það var verk móður minnar. Eiginmaður henn- ar var góður maður. Hann var virtur maður. En móðir mín kynntist farandsala — rúmverskum tatara .... ég var það eina, sem hún fékk eftir hann.“ Hann gekk til hennar og lagðist á hné við hlið hennar. „Lofið mér að horfa i þau," sagði hann, andar- dráttur hans var snöggur. Hún strauk hendinni létt jrfir hvita öxl hans, sem kom fram undan rifnum jakkanum. „Það er of dimmt til þess að sjá," hvíslaði hún. Eldingamar leiftmðu og lýstu upp köngurlóa- vefina í loftinu og ilmandi heyið glampaði. Hann lagði höndina yfir munn hennar, og hún kyssti hana. Með snöggri hreyfingu strauk hann hendinni niður eftir likama hennar, fylgdi öllum linum hans. Svo lyfti hann hendinni, eins og hann vildi ógna henni — eins og hann héldi yfir hénni ógnandi vopni. Með andvarpi eins óg hún væri særð, hneig hún niður við fætur hans. Heimförin. Hann vaknaði við hljóð af einhverju, sem muld- ist og brakaði. Hann lá með andlitið í heyinu og fannst hann alveg vera að kafna. Hann lá kyrr með lokuð augun og teygði út handlegginn til þess að finna, hvort Lúlú væri þar; en haim fann aðeins dældina þar, sem hún hafði legið. Hann opnaði augun og settist upp; á kinn hans vom för eftir heyið. Sólin skein inn um rifurnar í loftinu. Hann sat og var að hugsa um síðast liðna nótt — hann var hvorki hreykinn né iðrunarfullur, heldur þmnginn af nýrri reynslu — eins og rökkrið á loftinu af daufum sólargeislunum. Hann hefði setið þannig lengi, ef ekki hljóðin að neðan hefðu rifið hann upp úr hugsunum sin- um. Var eitthvað að hestinum? Hann stóð fimlega upp og gekk niður stigann. Þegar hesturinn þekkti fætur hans aftur, hætti hann að naga fjalirnar í básnum og tók að hneggja til þess að bjóða Renny velkominn. Þegar höfuð hans birtist, lyfti hesturinn höfðinu og hló með stómm gulum tönnunum; tréflísar voru í stífum hárunum á múl hans. Hann hafði bitið stórt stykki úr jötunni og hálmurinn var dreifð- ur út um allt. Renny gekk varlega til hans, en hesturinn teygði höfuðið til hans og tók að segja honum frá með muldrandi hljóði, hve nóttin hafði veriö löng og einmanaleg, og hversu mikið hann lang- aði til að leggja af stað aftur. Renny greip með báðum örmum um háls' hans. „Góður drengur,“ muldraði hann, „góður gam- all drengur! Hver á góða drenginn? Hver á elskulega drenginn?" Hann varð allt í einu sorg- mæddur, þegar hann hugsaði til þess, að hann yrði að skilja við dýrið. Á meðan þeir stóðu þama I innilegum faðm- lögum, birtist Elvira í dyrunum. Hún var eins og svalur morgunblærinn, en dálítið kvíðafull á svipinn eins og villt hind. „Viltu ekki koma inn að borða?“ spurði hún. „Sjáðu," hrópaði hann, „hvað þrjóturinn hefir gert!“ „Það gerir ekkert til. Hesthúsið er, hvort sem er að hrynja." „Jú, víst gerir það til! Ég verð að borga Bob fyrir það.“ „Hann tekur ekki við því.“ Renny tók fimm dollara seðil upp úr spánnýrri pyngju. „Hérna,“ sagði hann, „láttu Bob fá hann, þegar ég er farinn.“ 1. ’ Raggi: Það er nú meira, hvað hann pabbi þinn er orð- inn utan við sig upp á síð- kastið! Eýa: Nú? 2. Raggi: Ég sá hann rétt áðan koma út úr hlöðunni og kyssa gamla hestinn sinn. 3. Eva: Jæja, hvað er at- hugavert við það? 4. Raggi: O, ekki neitt, held ég, en það lá við, að honum tækist að spenna mömmu þinni fyrir plóginn!

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.