Vikan


Vikan - 10.08.1944, Qupperneq 6

Vikan - 10.08.1944, Qupperneq 6
6 VTKAN, nr. 32, 1944 þær sjötta skilningarvitið. Ég er vel að mér í sálfræði, svo ég þekki inn á þessi fyrirbrigði." Hann rétti úr sér á hrokafullan hátt og var svo hlægilegur, að ég átti bágt með að stilla mig. Svo saup hann á súkkulaðibollanum sinum og þerraði þvínæst vandlega á sér yfirvaraskeggið. „Ég vildi óska, að þér segðuð mér hreinskilnis- lega álit yðar á þessu öllu saman,“ sagði ég ákafur. Hann setti frá sér bollann. „Æskið þér þess?“ „Já“ „Þér vitið jafn mikið um þetta mál eins og ég. Skyldu ekki hugmjmdir okkar verða svipaðar?" Poirot brosti til min háðslega. „Þér eruð eins og litla barnið, sem vill fá að vita hvemig vélin vinnur. Þér viljið líta á málið, ekki frá sjónarmiði fjölskyldulæknisins, heldur með augum lögreglumannsins, sem veit ekkert um neinn hlutaðeiganda og er alveg sama um þá persónulega, sem álitur alla jafn grunsam- lega.“ „Þér eruð mælskur,“ sagði ég. „Jæja, þá er bezt, að ég haldi fyrir yður dá- lítinn fýrirlestur. Fyrsta skilyrðið er að fá greini- lega forsögu málsins, hvað fyrir kom þetta kvöld, — en alltaf minnast þess, að sá sem segir frá, kann að segja ósatt.“ „Mjög tortryggnisleg afstaða,“ sagði ég hissa. „En nauðsynleg, það fullvissa ég yður um, bráð- nauðsynleg. — Jæja, í fyrsta lagi — Shepphard læknir segist hafa farið úr húsinu klukkan tiu mínútur fyrir níu. Hvemig get ég vitað það?“ „Vegna þess að ég sagði yður það.“ „En svo kynni að vera, að þér væruð ekki að segja satt — eða þá að úrið, sem þér fóruð yftir hafi verið skakkt. En Parker segir einnig, að þér hafið farið úr húsinu klukkan tíu mínútur fyrir niu. Svo við tökum þá staðhæfingu gilda og höldum áfram. Klukkan níu rekizt þér á mann — og hér komum við að þeim kafla, sem við gætum kallað „Gátan um dularfulla mamnninn — rétt utan við garðshliðið. Hvemig veit ég, að þetta er rétt ?“ „Ég sagði yður það,“ byrjaði ég aftur, en Poirot greip fram í fyrir mér með óþolimóðlegu handapati. „Ójá, en þér eruð dálítið órólegur í kvöld, vin- ur. Þér vitið og segið, að þannig hafi það verið, en hvemig á ég að vita það? Jæja, ég get nú sagt yður það, að þessi dularfulli maður var ekki draumsýn yðar, því að vinnustúlka ungfrú Ganett hitti hann rétt á undan yður, og hann spurði hana lika um leiðina til Fernly. Þess vegna tökum við þennan þátt frásagnar yðar trúlegan, og við getum því ákveðið tvent um hann sam- timis — að hann var hér ókunnugur, og hvað sem svo erindi hans til Fernly kann að hafa ver- ið, þá hefir það ekki verið neitt leyndarmál, úr því að hann spurðist tvisvar til vegar.“ „Já,“ sagði ég. „Það skil ég.“ • „Nú hefi ég gert það að gamni mínu að fá nánari upplýsingar um þennan mann. Hann kom inn á veitingahúsið, veit ég, og afgreiðslustúlkan þar segir, að hann hafi talað með amerískum hreim og sagt, að hann væri nýkominn frá Banda- ríkjunum. Tókuð þér eftir því, að hann hefði ameriskan framburð?“ „Já, það held ég,“ sagði ég eftir að hafa hugsað mig um augnablik; ,,en það var ekki mjög áberandi.“ „Einmitt. Svo er þetta héma, sem þér munið ef til vill eftir, ’ að ég týndi upp af gólfinu í lystihúsinu ?“ Hann sýndi mér litlu fjöðrina. Ég horfði á hana forvitnislega. Svo datt mér skyndilega dá- lítið í hug. Poirot, sem hafði virt fyrir sér svipbrigði mín, kinkaði kolli. „Já, heroin-duft. Neytendur þess hafa það oft í svona fjöðrum og anda því síðan að sér gegnum nefið.“ „Saltsúrt riamorfín,“ sagði ég við sjálfan mig ósjálfrátt. „Þessi aðferð við eiturlyfjanautn er mjög al- geng hinum megin hafsins. Það er önnur sönn- un, ef með þarf, fyrir því, að maðurinn hafi verið frá Bandaríkjunum eða Kanada.“ „Hvað var það, sem fyrst leiddi athygli yðar að lystihúsinu ?“ spurði ég forvitnislega. „Vinur minn, fulltrúinn hélt, að það væri auð- vitað mál, að hver sá, sem kynni að nota þennan stíg gejrði það til þess að stytta sér leið' heim að húsinu. Mér var ljóst, að hver sá, sem gæti notað lystihúsið til þess að mæla sér mót í, myndi nota þennan sama stíg. Nú virðist mér alveg augljóst, að ókunni maðurinn hefir hvorki komið að aðaldyrunum né bakdyrunum. Var þá einhver, sem kom úr húsinu til fundar við hann? Ef svo var, hvaða staður var þá þægilegri til slíks fundar en einmitt þetta litla lystihús? Ég leitaði þar inni í þeirri von, að mér tækist að finna einhverja lausn þar. Ég fann tvö gögn, léreftspjötluna og fjöðrina." „Og hvað álítið þér um léreftspjötluna?“ spurði ég forvitinn. Poirot varð hissa á svip. „Þér notið ekki litlu gráu frumurnar yðar núna.“ sagði hann. „Það liggur í augum uppi.“ „Ekki fyrir mér,“ sagði ég og breytti um um- ræðuefni. „Hvað um það,“ sagði ég „þessi maður fór inn í tystihúsið til þess að hitta einhvern, hver sem það svo sem kann að hafa verið?“ „Það er einmitt spurningin," sagði Poirot. „Þér minnist þess, að frú Ackroyd og dóttir hennar komu hingað frá Kanada?“ „Er það það, sem þér áttuð við, þegar þér ásökuðuö þær um að segja ekki sannleikann?" „Ef til vill. Og svo skulum við athuga annað. Hvað fannst yður um sögu herbergisþernunnar ? “ „Hvaða sögu?“ „Söguna um brottrekstur hennar. Tekur það hálftíma að reka þjónustustúlku. Var frásögn hennar um þessi þýðinarmiklu skjöl sennileg? Og munið það, að enda þótt hún segist hafa verið í svefnherbergi sínu frá hálftiu til tíu, þá er eng- inn til þess að staðfesta framburð hennar.“ „Þér gerið mig ruglaðan,“ sagði ég „Mér virðist þetta að verða skýrara og skýr- ara. En segið mér nú eitthvað frá yðar hugmynd- um og kenningum um málið.“ Ég dró upp pappírsmiða úr vasa mínum. „Héma hefi ég skrifað niður nokkrar athug- anir,“ sagði ég afsakandi. „Já, en það er alveg ágætt — þér hafið kerfi. Lofið mér að heyra.“ Ég las upp fyrir honum og var hálf feiminn við það. „Fyrst og fremst verður maður að líta skyn- samlegum augum á málið---------“ „Alveg eins og vqslings Hastings var vanur að segja,“ greip Poirot fram í fyrir mér. „En því miður gerði hann það aldrei.“ „1 fyrsta lagi: — Ackroyd talaði við einhvem inni hjá sér klukkan hálftíu. 1 öðru lagi: — Einhvern tíma kvöldsins hlýtur Ralph Paton að hafa komið inn um gluggann, eins og förin á gluggakistunni sýna. 1 þriðja lagi: — Ackroyd var í æstu skapi þetta kvöld, og hann hefði áreiðanlega ekki hleypt neinum inn, nema hann þekkti viðkomandi vel. „Og hver var morðinginn?“ spurði Poirot. „1 fjórða lagi: — Maðurinn, sem var hjá Ackroyd klukkan hálftíu var að biðja um pen- inga. Okkur er kunnugt um, að Ralph Paton var mjög illa stæður um þessar mundir.“ Erla og unnust- inn. Teikning eftir Geo. McManus. Erla: Fyrirgefðu mér elskan, ég skal reyna að bera mig vel — en ég get ekki að þessu gert —. Oddur: Vertu hugrökk, ástin mín! Ég skil þig! Ég er jafn- hryggur og þú! Oddur: Ég skal aldrei hugsa um neitt nema þig! Erla: Ég skal hugsa rnn þig dag og nótt, vinur minn! Oddur: Vertu sæl, yndið mitt! Erla: Að hugsa sér, að hann skuli ekki geta fengið fri Oddur: Ó, hvað ég vildi, að Erla væri ekki að gráta Gráttu ekki! í fjóra daga — ég fæ ekki að sjá hann allan þann tíma — — það gerir mig svo óhamingjusaman, að ég get ekki Erla: Ég skal reyna að gera það ég get varla umborið þetta. — tára bundizt! ekki — ég veit, að föðurlandið þarfnast þin!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.