Vikan


Vikan - 10.08.1944, Blaðsíða 10

Vikan - 10.08.1944, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 32, 1944 ucimn mn ntTTn ILIU Matseðillinn Italskur kjötréttur. 3y2 kg. kindakjöt (læri). 75 gr. 3mjör. y2 fl. tómatsósa. 5 st. laukur; ofurlítill pipar. 80 gr. hveiti. Ætisveppir. % matsk. salt. matarlitur. 2 1. vatn. Kjötið er þvegið með uppundnum klút og skorið í aflanga bita, brúnað é pönnu og látið í pott með heitu vatni, ásamt salti, matarlit, pipar, tómatsósu og fínt brytjuðum, brún- uðum lauk; soðið hægt í iy2 tima; þá er kjötið tekið upp úr og haldið heitu, sósan jöfnuð með hveitinu, sem áður er hrært út í köldu vatni; látið er i sósuna meira krydd, ef með þarf; brytjaðir ætisveppir og safinn. Sósan er soðin í 8—10-mín. Kjötinu raðað á fat, skreytt með tómatsneið- um, egjum og salatblöðum. Sósan er borin með. Borið á borð 'með kartöflumauki eða frönskum kar- töflum. Blómkálssúpa. 4 1. kjötsoð. 1000 gr. blómkál. 80 gr. smjör. 80 gr. hveiti. 4 eggjarauður. Salt eftir bragði. Kálið er látið liggja i köldu vatni II. Marmilaði. 2. Gulrótamarmilaði. Gulrætur 750 gr., börkur af 2 appelsínum, sykur 1400 gr., PECTINAL 1 pakki. Hvíta lagið er tekið innan úr appel- sínuberkinum og síðan er hann brytj- aður ásamt gulrófunum. Bitarnir eru, ásamt vatninu, settir í luktum potti yfir eld í 30 mínútur. Að því loknu er maukið marið í kjötkvöm. Af því em svo vigtuð 1000 gr., pectinalinu bætt í og marmilaðið búið til. ' með salti og ediki í 20 min., síðan er það látið í pott með köldu vatni og soðið í 20—30 mínútur, eða þang- að til það er orðið vel meyrt. Smjör- ið er brætt og hveitinu jafnað saman við og þynnt út með sjóðandi soðinu. Súpan soðin í nokkrar mínútur. Þá er látið í hana salt, ef þarf, og kálið, sem áður hefir verið aðskilið. Rétt áður en súpan er borin á borð er hún jöfnuð með eggjunum, Hafrakex með osti er borið með. Tízkumynd Héma er ljós og skemmtileg regn- kápa fyrir dmngalega daga. Kápan er úr þunnu, hvítu, vatnsheldu silki- efni. Kraginn er úr svörtu flaueli, og hnappamir era einnig svartir. UM JURTALITUN Eftir MATTHDLDI HAJLLDOKSDÓTTUK. Fnunh. Kanfang. Gulir og grænir litir. Ranfangið er soðið 1 y2 tima. Bandið er sett í pottinn hjá jurtinni, eftir að soðið hefir y2 kl.st. og soðið með henni. Taka skal það, sem Ijósara á að vera, eftir litla stund, en hitt er soðið áfram. Þetta verða Ijósir litir, ýmist með gul- eða grænleitum blæ, eftir því hve jurtin er góð. Gera má þetta band grænt. Er þá farið þannig að: Ranfangið er fært upp úr leginum og dálítið af blásteini látið í litinn. Þegar hann er bráðn- aður, er litaða bandið látið ofan í, ásamt hvítu bandi og seytt um stund eða unz það hættir að dökkna. Ef þá er litur eftir í leginum, má emi láta band í hann. Annar blær verður á þessum lit, ef bandið er soðið í blásteinsvatni á undan litun, en þá má ekki sjóða það með ranfanginu. Grá-grænn verður liturinn, ef vitriol er látið í löginn. Sé bandið soðið með jurtinni verður liturinn mógrænn, en grágrænn ef jurtin er síuð frá leginum. — Þ. e. bandið ekki soðið með jurtinni. Skal þá láta fyrst ofan í, það sem dekkst á að vera. Gulir og guigrænir Utir úr rabarbarablöðum. Bezt er að lita úr rabarbarablöðum, þegar þau eru fullþroskuð. Þarf mikið af þeim og fást þá tveir gulir litir. Blöðin þurfa að sjóða um 1 kl.st. Bandið er soðið með þeim og skal láta það ofan í skömmu eftir að sýður. Ljósari liturinn er tekinn upp úr eftir litla stund, hinn hafður niðri í unz blöðin em fullsoðin. Sé óskað að fá sumt af þessu bandi gulgrænt, þá em blöðin færð upp úr, liturinn svo látinn standa um hríð, svo gmgg setjist á botninn. Því næst er leginum hellt ofan af gmgginu og komið í suðu á ný, og dálítið af blásteinl sett saman við hann, gula bandið, bæði hið ljósara og dekkra, látið ofan í og soðið um stund. Þá er ljósara bandið tekið, en hið dekkra seytt enn um stund. Síðan er þáð tekið upp, keitu bætt í löginn, bandið enn látið ofan í hann og seytt um stund, þá tekið upp og þvegið. Enn má láta hvítt band í löginn; getur það orðið þriðji litur. Verði sá litur ekki nógu dökkur, skal bæta í löginn blásteini og keitu, en aðeins örlitlu og sjóða litla stund, þá er bandið tekið. Fjórða lit mjög Ijósan má fá með þvi að láta enn hvítt band ofan í löginn og sjóða um stund. Grágræna liti má fá úr rabarbarablöðum með því að sjóða bandið I blásteinsvatni undan litun og viðhafa sömu litunaraðferð að öðm en því, að þá má ekki sjóða bandið með blöðunum. Litur úr rabarbarablöðum er talsvert mismunandi, ýmist með græn- leitari eða gulari talee, eftir því hvemig blöðin em, og hvort þau em tekin seint eða snemma á sumri. Grænni verður liturinn á bandinu, ef það er ekki soðið með jurtinni. Bandið er þá ekki látið í löginn fyrr en búið er að sia blöðin frá og bæta blásteini í hann. Fyrst er þá látið í litinn það band, sem dekkst á að verða, svo að það taki í sig mesta litarmagnið. Grágrænni verður liturinn, ef vitrjól er látið í hann. Framhald i næsta blaði. Husmœður! Sultutíminn er kominn! Tryggið yður góðan árangur af fyrirhöfn yðar. Varð- veitið vetrarforðann fyrir skenundum. Það gerið þér bezt með þvi að nota BETAMON, óbrigðult rotvamarefni. BENSONAT, bensoesúrt natrón. PECTINAL, Sultuhleypir. VÍNEDIK, gerjað úr ávöxtum. VANILIÆTÖFLUK. VlNSÝKU. FLÖSKULAKK 1 plötum. AllT FRA CHEMIAh/f Fæst í öllum matvöruverzlnnum. AlUr vlU aB GEBBEB’S Barnamjöl hefir reynst bexta og bætiefnaríkast* fseða, , aem hingað hefir flutxt FMt i Verzlun Theódór Siemsen SinU O0&. NB. Sendi flt um land pgi pdatkxdfo. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.