Vikan


Vikan - 10.08.1944, Blaðsíða 7

Vikan - 10.08.1944, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 32, 1944 7 Póstmannafélag íslands 25 ára. j ár er Póstmannafélag Islands 25 ára. 1 Félagið var stofnað 26. marz 1919, og voru það 11 starfsmenn pósthússins í Reykjavík, sem gengust fyrir því. I fyrstu stjórn félagsins voru kosnir Þorleifur Jónsson, formaður, Ole P. Blöndal, gjald- keri, og Páll Steingrímsson, ritari. Hann gekk þó úr félaginu í ágúst sama ár, en við ritarastörfum tók Teitur Kr. Þórðar- son. Eitt aðalstefnumál félagsins var frá upphafi að beita sér fyrir bættum launa- kjörum bréfbera og annara starfsmanna pósthúsanna. ~ Annað mál, sem félagið hefir hrint í framkvæmd, er Póstmannasjóður, en sá sjóður er til styrktar póstmönnum af fé því, er fæst fyrir sölu frímerkja af póstá- vísunum. Hefir hann komið póstmönnum að miklu gagni og margir notið styrks úr honum til ferðalaga og annars. Póstmannafélagið hefir einnig haldið uppi allmikilli f élagsstarfsemi; skemmtan- ir hafa verið haldnar fyrir félagsmenn, og skemmtiferðir farnar. Auk þess hefir fé- iagið komið sér upp bókasafni. VIKAN vill minnast þessara tímamóta í starfi einnar stéttar, sem mikið vinnur fyrir almenning, og birtir hér myndir af stjórn P. F. I. og bréfberum í Reykjavík. — I mörg ár hafa bréfberarnir í Reykja- vík verið félagar í Póstmannafélagi Is- lands, og enda þó að þeir séu ekki skip- aðir starfsmenn, er aðalatvinna þeirra samt sem áður póststörf. Engir af starfsmönnum pósthússins í Reykjavík eru almenningi í bænum svo kunnir sem bréfberarnir, enda eru þeir daglegir gestir í f jölmörgum húsum víðs vegar um bæinn í erindum stofnunarinn- ar. Oft er beðið eftir komu þeirra með Bréfberar í Reykjavík 1942. Aftari röð, talið frá vinstri: Reynir Ármannsson, Xngvar Jónsson, Amlaugnr Ámason, Einar Sturlaugsson, Gunnar Jóhannesson, Jón Sigurðsson. Fremri röð: Kristinn Ámason, Hallur Kristjánsson, Magnús Guðbjömsson, Haraldur Sigurðsson, Bjami Þóroddsson. Fyrsti íor- maður P.F.I. Þorleifur Jónsson, síðar póst- meistari. óþreyju. Oft vekur koma þeirra fögnuð og ánægju, þó hitt komi líka fyrir, að hún valdi sorg og vonbrigðum, allt eftir því hvað bréfið, sem bréfberinn afhendir, hefir inni að halda. Starf bréfberanna er nokkuð sérstætt, því auk þess sem þeir aðgreina póst, flytja þeir hann heim til viðtakanda og er það bréfberans aðalstarf. Bréfberinn hefir þannig mikil persónuleg kynni af póst- notendum og venjulega er fyrst kvartað GARÐURINN. Framhald af 4. síðu, Hún hallaði sér að mér, feimnislega og í hálfgerðum dvala. Ég tók utan um hana, og er varir okkar mættust, fann ég, að ég hafði loksins fundið þá hamingju, sem ég hafði misst áður. Ég er nú kvæntur Lucienne. Við búum nú saman í gamla klaustrinu og höfum gert gamla garðinn að sannkölluðum para- dísargarði. Elsku konan mín hefir læknað sár mín og endurgreitt mér hundraðfalt þá lífshamingju, sem ég hélt, að ég hefði glat- að. Jafnvel hin einkennilega hugmynd hennar gerir mig ennþá hændari að henni. Oft, er við höfum verið að ganga saman undir eikartrjánum eða beykitrjánum á tunglbjörtum kvöldum, og Lucienna farið að tala um „líkama sinn, sem hún hefir skilið eftir heima.“ Og þá finn ég, að ég er að ganga um í andaheimum ásamt yndislegasta andanum, þar til ég heyri fagra rödd segja í hálfum hljóðum: „Ertu ekki orðinn órólegur? Hann hefir verið skilinn svo lengi einn eftir!“ Og þá verð ég einkennilega órólegur eitt augnablik. Við förum aftur heim og ég tek konu mína í fang mér og finn, að ég hefi hitt aftur líkama hennar, eftir að hafa reikað um garðinn með sálinni. Og hugsýnin um þessa yndislegu veru hefir orðið einskonar tákn, þokukennd, þægileg, brosandi samlíking ... Núverandi stjóm Póstmannafélag's Islands. Hannes Bjömsson, formaður. Guðmundur Albertsson, ritari. Gunnar Jóhapnson, gjaldkeri. við hann, ef mönnum finnst dráttur orð- inn á, að póstsending hafi komið til skila. Bréfberastarfið í Reykjavík er orðið erfitt og umfangsmikið. Hefir það vaxið geysilega hin síðari ár og liggja til þess margar ástæður. Fólki hefir fjölgað mjög í bænum og byggðin færzt ört út. Félög- um hefir einnig fjölgað mjög og stofnun- um, sem mikið þurfa að senda frá sér til félaga sinna og viðskiptamanna. Þá hefir blaðaútgáfa aukizt mjög og hvers konar innheimta á sér nú stað gegnum póstinn, svo bréfberinn er oft þungt blaðinn á ferð- um sínum um bæinn. (Póstmannablaðið).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.