Vikan


Vikan - 12.04.1945, Page 1

Vikan - 12.04.1945, Page 1
ÁSGRÍMUR JÓNSSON rnálari. Lándalag eftir ÁsgTÍm Jónsson. (Ljósmyndina tók Vigfús Sig- urgeirsson). Pað mun ekki vera of- sagt, að í 4 tugi ára hafi Ásgrímur Jónsson verið sá maður, sem borið hefir einna hæst meðal ís- lenzkra myndlistarmanna og ber einkum tvennt til þess. Hið fyrra er það, að hann telst til hinna allra fyrstu, sem ruddu braut- ina fyrir myndlist okkar Islendinga, en hitt er með hve miklum ágætum hann hefir haldið merki íslenzkr- ar málaralistar uppi alla tíð, á sinni löngu starfs- æfi. Ásgrímur málari er fæddur í Rútsstaðahjá- leigu í Flóa í Gaulverja- bæjarhreppi. Standa að honum sunnlenzkar og norðlenzkar ættir. Móðir hans Guðlaug Gísladóttir var úr Hreppunum, af hinni alkunnu og fjöl- mennu Bolholtsætt — og var forfaðir hennar Jón bóndi í Skipholti, bróðir Fjalla-Eyvindar, ríkis- bóndi, sem lét ekki hindra sig í að rétta hinum ógæfusama bróður sínum hjálparhönd í trássi við lög og rétt, þegar því varð við komið. Því er við brugðið, hve snjallt handbragð Framhald á bls. 3. Ragnar Ásgeirsson skrifar að þessu sinni grein um einn elzta og mesta brautryðjanda íslenzkrar málaralistar. Ásgrímur er nú kom- inn fast að sjötugu og hefir lengi notið mikillar virðingar sakir listar sinnar og mannkosta.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.