Vikan - 12.04.1945, Blaðsíða 10
10
VIKAN, nr. 15, 1945
11 iri i ii n i 11 i i • 1
i iti iii iii 11 L 1 ! i íl
Fá og góð leikföng
eru betri en mörg.
Matseðillinn
Beinlausir fugiar.
1% kg. læri, kálfa- eða svína-
kjöt, 100 gr. flesk, % 1. vatn eða
mjólk, 75 gr. smjör, 25 gr. hveiti,
125 gr. kjötfars, 2 laukar, 1 te-
skeið salt, V2 teskeið pipar.
Kjötið er þvegið, sinar og himnur
teknar burtu, skorið í sæmilega
stórar sneiðar, barið og stráð kryddi
og fint skornum lauk. Dálítill flesk-
biti ásamt einni matskeið áf kjöt-
farsi látið yfir og kjötinu vafið sam-
an utan um það, bandi bundið um,
síðan er það brúnað í smjöri. Sjóð-
andi vatn eða mjólk er nú látið sam-
anvið og allt soðið í þrjú kortér.
Fuglarnir teknir upp og böndin leyst.
Hveitið er hrært út í dálitlu köldu
vatni, helt í soðið og soðið í 5 mín-
útur.
„Eplapie“.
750 gr. epli, 100 gr. sykur, 60
gr. smjör, 60 gr. sykur, 2 til 3
egg, 60 gr. möndlur.
Eplin eru flysjuð og soðin í graut,
sem 100 gr. syþur er sett saman við.
Smjörið er velgt, hrært hvítt ásamt
sykrinúm, og svo eru eggjarauðum-
ar (ein í senn) settar saman við, og
að lokum eru stífþeyttar hvítumar
og möndlumar látnar út í. Mót er
smurt, eplagrauturinn látinn í botn-
inn og hinu svo hellt yfir. Bakað í
vatnsbaði í % klukkustund. Má, ef
vill, skreyta með þeyttum rjóma,
þegar orðið er kalt.
Húsráð.
Búið ávallt til gott sápuvatn, það
borgar sig, því að þá er miklu léttara
verk að þvo þvottinn.
Alltaf verður fólki bezt af mat
sínum, ef það getur neytt hans reglu-
lega, það er að segja, ef það hefir
ekki óreglulega matartíma og þarf
ekki að flýta sér um of að borða.
Það verður aldrei of vel brýnt fyrir
fólki að hafa ekki eiturvökva ómerkta
á glámbekk. Einkum verður að var-
ast að láta slíkt vera þar sem börn
geta náð í það. Látið enga eitur-
vökva verða á vegi barnanna og merk-
ið allar eiturflöskur og glös vel.
TÍZKUMYND.
Þessi fallegj kjóll er úr svörtu efni.
Framan á pilsið er saumað bleikt
efni eins og það væri lítil svunta.
Sama efni er notáð á ermamar að
neðan og saumað eins og tungur..
Hálsmálið er einnig með tungum.
Sumstaðar er það siður, að brúðgum-
inn beri brúðurina yfir þröskuldinn
inn í nýja heimilið þeirra. En hérna
er þeim sið snúið við. Konan, sem
heldur á manninum sínum er hjúkr-
unarkona, en hún kynntist honum
á sjúkrahúsi, þar sem hann var
sjúklingur. Hann hefir augsýnilega
ekki verið orðinn vel styrkur á fótun-
um, þegar þau giftu sig.
Það barn, sem á ekki of mörg leik-
föng, heldur nokkur stykki, er það
getur notað á margan veg, er heppið.
Kaupið ekki mikið af leikföngum
handa barninu yðar. En kaupið nokk-
ur góð og sterk.
Gætið alltaf vel að því að velja
leikföngin við hæfi barnsins. Kaupið
líka alltaf sterk leikföng. Ef þér
gefið barninu ónýtt leikfang, þá er
það fljótt skemmt eða brotið. Brot-
in leikföng eru ljót, og barnið hætt-
ir að hafa gaman af þeim.
Leikfangið er barninu því meira
virði sem það getur notað það á
margvislegri hátt; það er ástæðan
til þess að börnin hafa alltaf svo gam-
an af því að leika sér að kubbum,
pottlokum og ýmsu fleira af því
tagi.
Leikföngin slcal velja í samræmi
við aldur bamsins. Sum böm móðg-
ast beinlínis, ef þeim eru fengin leik-
föng, sem em ætluð yngri börnum.
Og stundum geta slík Ieikföng að
Um tóbak.
(TJr Ljósmæðrablaðinu).
Nokkur ráð handa þeim forföllnu:
1. Hættið að reykja nokkurn tíma,
ef eitranareinkenni gera vart við
sig. Það er auðveldara fyrir flesta
að hætta alveg að reykja en tak-
marka reykingarnar. — Notið þá
eitthvað i staðinn, t. d. mentol-
vindlinga.
2. Hvílið ykkur helzt 1 til 2 mánuði
árlega' á reykingum. Líkaminn
þarf nefnilega svo langan tima til
að losna við eitrið.
3. Reykið ekki fyrr en á kvöldin.
4. Reykið ekki ofan í ykkur. Þegar
fólk reykir ofan í sig, fer reyk-
urinn niður í barkann og lungna-
pípumar, og þar er slímhúðin sér-
staklega viðkvæm og auk þess
sumu leyti dregið úr eðlilegum
þroska barnsins. En ef aftur á móti
leikföngin eru ætluð eldri bömum,
þá verður það til þess að foreldram-
ir hjálpa börnunum að leika sér, og
þau fara þá að treysta á aðstoð
þeirra hvenær sem er. Þetta skyldu
foreldrar annars varast, því að lang-
beztu leiksystkinin eru jafnaldrar
bamsins. Leikfang, sem barnið hefir
gaman af, þegar það er einsamalt,
eða með öðrum börnum, er dýrmætt.
En leikfang, sem einhver fullorðinn
þarf alltaf að vera með er ekki að-
eins gagnslaust, heldur jafnvel skað-
legt.
Leyfið bömunum líka að eiga leik-
föngin ein. Sameiginleg eign getur
oft valdið deilum meðal óþroskaðra
barna. En svo getur það líka verið
prýðilegt að börnin eigi sameiginlega
nokkur leikföng og venji sig á að
skiptast á um þau; bömin læra á
þann hátt að virða annarra eign og
rétt.
mjög þunn, svo að meira af eitr-
inu fer út í blóðið.
Reykið ekki of rakt tóbak. Það er
meira af nikotini í reyknum, þeg-
ar tóbakið er rakt. Þess vegna
era vindlinga- og vindlastubbar
miklu sterkari en hinn hluti vind-
ilsins.
6. Það er vísindalega saxmað, að
mjóir vindlar og vindlingar era
ekki eins skaðlegir og þeir svera,
búnir til úr sama tóbaki.
7. Nikotinlausir vindlar eru ekki
til. Til eru veikir og sterkiír
vindlar. Það er alltaf hyggilegt að
reykja veikt tóbak, en fyrir háls-
inn er það jafn skaðlegt og sterkt
tóbak.
8. Huggun fyrir konur, sem hafa
börn á brjósti og reykja: Við hóf-
legar reykingar er ekki hægt að
finna nikotin i mjólkinni.
■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiii
Bókin
AlmœlSsdagar
er komin aftur.
Þessi vinsæla og eftirsótta bók fæst nú í öllum
bókabúðum, en henni hefir seinkað um skeið,
vegna skorts á bókbandsskinni og hlífðarpappír.
Afmælisdagar er bezta fermingargjöfin.
Bókoútgáfan Huginn.
iiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiii