Vikan


Vikan - 12.04.1945, Síða 4

Vikan - 12.04.1945, Síða 4
4 VIKAN, nr. 15, 1945 / Meðal annara orða,“ sagði Gérald- ine, „hefir það einhverja þýð- 7/ ingu fyrir þig, að ég fari með þér í kvöldboðið hjá Préjac?“ „Já, það hefir mikla þýðingu,“ svaraði maður hennar, Prospér Campanon. í þungum þönkum gekk hann fram og aftur um gólfið, en hið þykka, dýrmæta gólfteppi dró úr fótataki hans. Hann var hár og herðabreiður með lítið, hnöttótt höfuð, sem líktist helzt hún á flaggstöng. Hin svörtu, harðneskjulegu augu hans skutu gneistum, og í kringum munninn voru hörkulegir drættir. Þegar fyrirtæki hans stóð í mestum blóma og talað var með virðingu um það, ljómaði andlit Prospérs af ánægju, en eftir að halla tók undan fæti, skein von- brigði og þreyta út úr andliti hans. Hann var orðinn álútur og hárið tekið að grána. Á hálfu ári virtist hann eldast um tíu ár. Hann gat ekki risið undir tapinu, sem allt í einu hafði komið yfir hann. Hann vann með sama áhuganum og áður, en heppnin hafði yfirgefið hann. Og þó tilheyrði hann þéirri stétt manna, er ávallt hjálpa sér sjálfir. Upprunalega var hann vélfræðing- ur, en eftir ófriðinn hafði hann fundið upp vél til framleiðslu á fullkomnari ritvélum. Hann græddi svo mikið á þessu, að hann gat endurgreitt þeim mönnum, sem höfðu Iánað honrnn fé í fyrirtækið. Svo var það, að hann ölvaður af auð- æfum og hamingju, keypti óðalið Trévilles, sveitasetur í Deauvilla og ýmsar aðrar eignir. Allt kostaði þetta óhemju fé, en það voru smámunir á móti því, sem Gérald- ine litla, kona hans, þurfti með. Þegar hann kynntist henni var hún dansmær 1 Folies Bergire, fögur og gimileg. Það brá fyrir glettnisglampa í augum hennar og andlitið var slétt og fallegt. Hann eyddi öllu í konuna sína, ekkert var of fallegt eða of dýrt fyrir hana, kjólamir voru keyptir í hinum stærstu kjólabúðum, þeir vom ekki mjög dýrir, en pelsamir hennar vom þeir dýrastu, sem var hægt að fá, og allskonar skrautgripi gaf hann henni. Hún var varla búin að bera fram óskir sínar, er hún fékk þær uppfylltar. „Mikið hlýtur hann að elska hana heitt,“ sögðu vinir hans, en sáu ekki, að í ást hans var mikil hégómgimi. Hún var lifandi aug- lýsing, sett í umgerð úr gulli og perlum, sem fékk nafn Prospér Campanons til að varpa geislum í hinni miklu hringiðu Parísar-borgar. 1 hvert skipti sem maður undraðist fegurð Géraldine og hinn æðis- gengna munað, datt manni í hug eiginmað- ur hennar, þar sem auðurinn virtist vera ævintýralegur og óþrjótandi. Géraldine fylgdist með hinni endalausu göngu Prospérs fram og aftur um gólfið. „Seztu nú niður, Prosér," sagði hún J<*c. 9ues '°nstl ant' ergileg. „Mér verður flökurt að sjá þig, þú líkist dýri í búri. Segðu mér heldur, hverjir verða í boðinu hjá Fréjac.“ „Allir úr yfirstétt Parísar, er vetlingi geta valdið: Sendiherrar, ráðherrar, finnski málarinn Yrjce og allmargir sendi- nefndarritarar, en mér þykir þó vænst um Rouben, hinn egypzka milljónamæring. Ég býst við, að þú sitjir til borðs með hon- um, og þá er það, sem þitt erindi byrjar. Þú verður að reyna að koma honum á þitt band og láta hann fá áhuga á fyrir- tækinu, skilurðu það?“ „Það virðist ekki vera erfitt, en ég hefi heyrt sagt, að hann væri kvenhatari." „Uss, þvílíkt slúður. En hvort sem hann er það eða ekki, þá verður þú að reyna að fá hann á þitt band, þú verður að skilja þaðj að þetta verður að gerast, hvað sem það kostar fyrir okkur. Ef ég get ekki út- vegað 2 milljónir fyrir vikulokin, er ég gjaldþrota. Þú verður að sjá um, að hann láti peninga í fyrirtækið. — En svo að maður tali nú um eitthvað annað. I hvaða kjól hefir þú hugsað þér að vera í boð- inu?“ „Þetta hefi ég lengi hugsað um. Mér hefir dottið í hug hvíti kjóllinn, sem ég fékk hjá Pierrette.“ „Nei, þú getur alls ekki farið í honum. Þú varst í honum hjá Landon, ©g Rouben mundi eflaust þekkja hann aftur.“ „Þá hefi ég með öðmm orðum engan; Ijósrauði kjóllinn er orðinn þvældur og sá græni er kominn úr tízku.“ „Þú verður að panta nýjan.“ „Þú virðist vera búinn að gleyma því, að ég skulda Pierrette 50.000 franka, og VEI7TTT—■? ______________________________________ B 1 1 ■ ■ 1. HvaS er Mac Kinley, hæsta fjall í ; Norður-Ameríku hátt ? : » 2. Hvað er Panama-eiðið breitt? 3. Hvað heitir höfuðborgin i Cólúmbíu? \ 4. Hvenær var fyrsta krossferð farin ? 6. Hvemig var einkennisbúningur must- • erisriddara ? 6. Hvenær er Múhameð talinn fæddur? ! 7. Hver fann upp fyrsta úrið? 8. Hvað hét rit það, sem kom einna fyrst i út á danskri tungu um sauðf járrækt og : eftir hvem var það? 9. Hver var höfundur Seylu-annáls ? 10. Hvar stendur þessi setning og hver sagði hana: „Hefir hverr til sins ágætis nakkvat" ? Sjá svör á bls. 14. hjá Jane & Jane get ég ekki fengið einn eyri lánaðan, fyr en ég hefi greitt skuld mína að fullu. Þú hlýtur þó að hafa dá- lítið fé á reiðum höndum, svo að þú getir keypt fyrir mig kjól?“ Prospér yppti öxlum, rödd hans var óskýr, og hann varð enn þá álútari, því að það var honum þungbært að þurfa að skýra henni frá því, að hann hefði aðeins peninga til að borga nauðsynlegustu út- gjöld fvrirtækisins og til heimilisþarfa. Það gæti meira að segja farið svo, að hann ætti bágt með að borga þjónum sínum á rétt- um tíma. Hann hefði veðsett allt, sem hægt var að veðsetja. Óðalið og allt, sem því tilheyrði, var veð- sett. Málverkin í myndasalnum urðu að víkja fyrir eftirlíkingum og allir skart- gripir hennar, sem áður voru settir glitr- andi demöntum vora nú sviplausir gervi- steinar. Meira að segja perlumar, er hún hafði um hálsinn, voru óekta. Hið fagra andlit Géraldine varð eld- rautt. „Hvað ertu að segja? Þetta er voðalegt, og þú vogar þér að bjóða mér þetta! Það vill með öðrum orðum segja, að ég hefi skreytt mig hjákátlega eins og negra- stelpa, og aldrei hefði mér dottið í hug, að perlurnar mínar, sem ég hélt að væm tug þúsund franka virði, væm glerperlur! Þetta hefðir þú átt að láta mig vita, svo ég yrði ekki að athlægi í samkvæmjim. I gær, þegar ég var hjá Menest herá&öfð- ingjafrú, slitnaði perlufestin, svo nokkrar perlur duttu á gólfið. Allir, sem vom i boð- inu, fóm að leita að hinum dýrmætu perl- um fyrir mig, ef gestirnir hefðu nú tekið eftir því, að þær vom óekta . . . ó, hvað ég skammast mín!“ Prospér bandaði þreytulega frá sér með hendinni. Hann hafði ekki þrek til að skýra henni frá því, að hann hefði ekki getað, á nokkurn hátt, tryggt framtíð hennar. „Sjáðu vinur minn,“ sagði hún kulda- lega og kveikti sér í vindlingi, „það er eitt, sem ég held þú hafir ekki skilið rétt, það er að ég giftist þér einungis vegna þess, að ég vildi verða rík, ég vildi lifa í mun- aði og allsnægtum. Þú gafst mér auðæfi þín,“ sagði hún kuldalega, „til e^durgjalds hefi ég gefið þér sjálfa mig, ég hefi verið góð auglýsing, . . . sem sagt, ég hefi upp- fyllt skyldu mína. Nú skýrir þú mér frá því ósköp hversdagslega, að þú eigir ekki grænan eyri og krefst þess af mér, að ég verði hin falsaða auglýsing þín og fyrir- tækis þíns, eins og vanalega, og ég eigi með fegurð minni og skrauti að gefa milljónamæringnum rangar hugmyndir um fyrirtæki þitt.... svo getur þú ekki einu sinni gefið mér kjól! Gott og vel, ég geri þetta fyrir þig, en sjálf ætla ég að kaupa mér kjólinn, en ef Rouben sér í gegnum svikavefinn og neitar að leggja peninga í fjrrirtækið, þá skiljast okkar leiðir. Ég vil ekki vera fátæk! Ég hata fátæktina . . ég hræðist hana.“ Og Géraldine reigði höfuðið og yfirgaf Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.