Vikan


Vikan - 12.04.1945, Síða 5

Vikan - 12.04.1945, Síða 5
VTKAN, nr. 15, 1945 5 Framhaldssoga: Hver er Evans? Sakamálasaga eftir Agatha Christie „Nei, alls ekki,“ sagði Bobby. „Það er mjög trúlegt. Haldið áfram, segið frá slysunum." „Það voru bara slys. Hann ók bílnum aftur á bak og sá ekki að ég var þar — ég gat rétt stokkið frá — og eitthvað eitur, sem var i rangri flösku — ó, heimskulegir hlutir ■— og fólk heldur að það sé allt í sakleysi, en það var það ekki — það var allt fyrirfram ákveðið. Ég veit það. Og það er alveg að fara með mig — að vera á verði — reyna að bjarga lífi mínu.“ Hún kingdi eins og hún væri með krampa. „Hvers vegna vill maðurinn yðar losna við yður?“ spurði Bobby. Hann hefir ef til vill ekki búizt við ákveðnu svari — en svarið kom þegar í stað: „Af því að hann ætlar að kvænast Sylvíu Bassington-ffrench." „Hvað? En hún er gift.“ „Ég veit það. En hann er að undirbúa það.“ „Hvað eigið þér við?“ „Ég veit það ekki vel. En ég veit, að hann er að reyna að koma Henry Bassington-ffrench á Herragarðinn sem sjúklingi.“ „Og svo?" „Ég veit það ekki, en ég held, að eitthvað komi fyrir." Það fór hrollur um hana. „Hann hefir náð einhverju valdi yfir Bassing- ton-ffrench. Ég veit ekki hvað það er.“ „Bassington-ffrench tekur morfin," sagðí Bobby. „Er það? Ég býst við því, að Jasper láti hann hafa það.“ „Það kemur í póstinum." „Jasper lætur hann kannske ekki fá það beint frá sér — hann er svo kænn. Það getur lika verið, að Bassington-ffrench viti ekki,. að það komi frá Jasper — en ég er sannfærð um það. Og svo tekur Jasper hann til sín á hælið og læzt ætla að. lækna hann — og þegar hann er kominn þangað —." Hún þagnaði og skalf. „Allt getur kbmið fyrir á Herragarðinum,“ sagði hún. „Undarlegir hlutir. Fólk kemur þangað til þess að láta lækna sig — en því batnar ekki — því versnar." Þegar hún talaði, fannst Bobby eins, og hann sæi inn í einhvem undarlegan, vondan heim. Hann fann til þeirrar skelfingar, sem háfði um- vafist lif Moiru Nicholson í svo langan tima. Hann sagði allt í einu: „Þér segið, að eiginmaður yðar ætli að kvænast frú Bagsington-ffrench ? “ Moira kinkaði kolli. „Hann er vitlaus í henni." „Og hún?“ „Ég veit það ekki,“ sagði Moira. „Ég get ein- hvem Veginn ekki skilið hana. Á yfirborðinu virð- ist hún vera hrifin af manninum sínum og litla drengnum og ánægð og róleg. Hún virðist vera mjög einföld kona. En stundum ímynda ég mér, að hún sé ekki eins einföld og hún sýnist vera. Ég hefi meira að segja stundum hugsað um það, hvort hún sé eltki allt öðruvísi kona en við öll höldum -----hvort hún sé ekki, ef til vill, að leika hlutverk og leikur það vel. — En það er kannske bara vitleysa hjá mér, ímyndun — ------. Þegar maður býr á stað eins og Herragarðinum verður hugurinn ruglaður, og maður fer að írnynda sé allt mögulegt." „En hvað getið þér sagt mér um bróðirinn, Roger?" spurði Bobby. F’nrwn <rtt • Bobby Jones er að leika n ^ goif með Thomas lækni. Bobby missir boltann niður í gjótu og þeg- ar hann fer að leita hans, finnur hann þar dauðvona mann. Læknirinn fer að sækja hjálp, en Bobby er kyrr hjá manninum. Maðurinn segir aðeins 1 essa einu setningu: „Hvers vegna báðu pau ekki Evans?“. Síðan deyr hann. Bobby finnur mynd af fallegri konu í vasa dauða mannsins, en lætur hana aftur á sinn stað. Bobby hefir áhyggjhr út af því, að hann á að leika á orgel við kvöldmessu hjá föður sínum, séra Thomas Jones, klukkan sex. En ókunnur maður kemur og býðst til að leysa hann af hólmi og vera hjá líkinu þangað til læknir- inn kemur aftur. Bobby fer heim og lendir honum í orðasennu við föður sinn. Eftir þetta fer Bobby í ferðalag með járnbraut og hittir þar æskuvinkonu sína lafði Franc- es Derwent, sem segir honum, að það hafi komið á daginn, hver dáni maðurinn er. Bobby og Frankie tala saman um væntan- leg réttarhöld. Frú Cayman segir hinn dána, Alex Pritchard vera bróður sinn, sem lítíð hat'i dvalizt á Englandi. Cayman og kona hans þakka Bobby. Bobby vill fara í bílafyrirtækið með Badger Beadon, en föð- ur hans lízt ekki á það. Bobby hafði fengið bréflega tilboð um atvinnu erlendis. Hann verður á óskiljanlegan hátt fyrir morín- eitrun og liggur nú á spítala. Þar tala Bobby og Frankie saman um, hvemig í öllu þessu muni liggja. Frankie aflar sér upplýs- inga um Bassington-ffrench, manninn, sem leysti Bobby af hólmi, þegar slysið varð. Frankie hefir nú ákveðið, hvemig hún skuli koma sér inn á heimili Bassington-ffrench, hún hefir komizt að því, að hann búi í- Merroway Court hjá bróður sínum og mág- konu. Hún ætlar að útbúa „gerfislys" hjá húsinu og fær í lið með sér George Arbuthnot, sem á að koma aðvffandi af til- idl.lun, þegar Frankie verður fyrir „slys- mu“. Hún kaupir síðan óskaplegan bíl- garm hjá félaga Bobbys, Badger. „Slysið" heppnast ágætlega og Frankie er borinn inn í Merroway Court og er skilin þar eftir við hið bezta atlæti. Frú Bassington- ffrench er mjög alúðleg við hana. Frankie er kynnt fyrir mági frúarinnar, Roger ‘J rssington-ffrench, og trúir því þá ekki, að hann sé morðingi. Hann segir henni, að bróðir sinn noti eiturlyf og mikil þörf sé á, að koma honum á hæli. Kanadamaður nokkur, Nicholson að nafni, rekur slíkt hæli í námunda við þau. Hann er læknir. Frankie hefir komizt að því, að Alan Car- stairs, mikill ferðalangur, hefir heimsótt Bassington-ffrench-hjónin og er hann mjög líkur manninum, sem dó í slysinu. Nichol- son-hjónin koma í heimsókn til Merroway Court. Frankie líst ekki á Nicholson. Frankie skrifar Bobby að koma með bílinn sinn. Hann gerir það. 1 Staverley, á hælinu hjá Nicholson, sér Bobby af tilviljun stúlk- una, sem var á myndinni, sem týndist. Bobby leitar upplýsinga hjá frú Rivington um Alan Carstairs. Stúlkan, sem myndin var af í vasa dauða mannsins, kemur til Bobby og segist vera Moria Nicholson, kona læknisins. Hún heldur því fram, að eiginmaðurinn ætli að myrða sig. „Ég veit lítið um hann. Ég kann vel við hann, en hann er einn af þeim, sem lætur auðveldlega blekkjast. Ég veit að Jasper hefir alveg vald yfir honum. Jasper er að reyna að fá hann til þess að telja Henry Bassington-ffrench á það að fara á hælið. Ég hugsa að hann haldi að það sé hugmynd hans sjálfs.“ Hún beygði sig allt í einu fram og greip í ermi Bobby. „Látið hann ekki fara á Herragarðinn," grátbað húh. „Ef hann fer þangað, kemur eitthvað hræðilegt fyrir. Ég veit það.“ Bobby var þögull í éina eða tvær mínútur og reyndi að glöggva sig á þvi, sem honum hafði verið sagt. „Hvað hafið þér lengi verið giftar Nicholson?" sagði hann svo loksins. „Rúmlega ár —.“ Hún skalf. „Hefir yður aldrei dottið í hug að fara frá honum ? " „Hvemig gæti ég gert það? Ég hefi engan stað til þess að flýja á. Ef einhver vill veita mér húsaskjól, hvaða sögu gæti ég þá sagt? Lygi- lega sögu um að eiginmaðurinn minn ætlaði að myrða mig? Hver mundi trúa, mér?“ „Ég trúi yður," sagði Bobby. Hann þagnaði andartak, eins og hann væri að ákveða hvaða stefnu skyldi taka. Svo hélt hann áfram: „Heyrið þér,“ sagði hann snögglega. „Ég ætla aó leggja fyrir yður samvizkuspumingu. Þekktuð þér mann að nafni Alan Carstairs?" Hann sá, að það færðist roði yfir andlit hennar. „Hvers vegna spyrjið þér að því?“ „Vegna þess að það er mjög þýðingarmikið fyrir mig að vita það. Mér datt í hug að ef þér hefðuð þekkt Alan Carstairs, hefðuð þér ef'til vill einhvern tima gefið honum ljósmynd af yður.“ Hún var þögul dálitla stund, hún leit niður. Svo lyfti hún höfðinu og horfði framan í hann. „Það er satt," sagði hún. „Þér þekktuð hann áður en þér giftust?" „Já“. „Hefir hann komið hingað til þess að hitta yður síðan þér giftust ?“ Hún hikaði en sagði svo: „Já, einu sinni," „Var það fyrir mánuði síðan?“ „Já. Ég held það sé um mánuður.“ „Vissi hann, að þér áttuð heima hérna?" „Ég veit ekki, hvort hann vissi það, ég haföi ekki sagt honrnn frá því. Ég hefi ekki einu sinni. skrifað honum frá því að ég giftist." „En hann komst að því og kom hingað til þess að hitta yður. Vissi maðurinn yðar af þvi?“ „Nei.“ „Þér haldið það. En hann hefði samt sem áður getað vitað það?“ „Það getur auðvitað verið, en hann sagði aldrei neitt." „Minntust þér nokkuð á eiginmann yðar við Carstairs ? Sögðuð þér honum frá ótta yðar?“ Hún hristi höfuðið. „Ég var ekki farin að gmna hann þá." „En þér voruö óhamingjusamar ? “ „Já“. „Og þér sögðuð honum frá því?“ „Nei. Ég reyndi ekki á nokkum hátt að sýna það að hjónaband mitt hafði misheppnast." „En hann hefir líklega getað gizkað á það," sagði Bobby góðlátlega. „Já, líklega," sagði hún með lágri rödd. „Álítið þér — ég veit ekki vel hvernig ég á að koma orðum að því — en haldið þér, að hann hafi vitað eitthvað um manninn yðar — sem hann gat tortryggt, til dæmis, að þetta hæli væri ef til vill ekki það, sem það leit út fyrir?" Hún hnyklaði brúnirnar um leið og hún reyndi. að rifja upp. „Það getur verið," sagði hún að lokum. „Hann lagði fyrir mig eina eða tvær undarlegar spurn- ingar — en — nei. Ég held annars, að hánn hafi ekkert vitað um það.“

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.